Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 6
DÓMSMÁL Sextugur Þjóðverji og rúmlega þrítugur Íslendingur eru ákærðir fyrir innflutning á 890 grömmum af mjög sterku am- fetamíni og 980 grömmum af hassi í ágóðaskyni. Báðir hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi síðan áttunda nóvember. Þjóðverjinn var handtekinn á Kefla- víkurflugvelli í nóv- ember. Við leit á honum fundust fíkniefnin. Hann var handtekinn og færður á lögreglu- stöðina í Reykjavík. Lögreglan seg- ir manninn hafa verið mjög sam- starfsfúsan og hafa gefið upplýsing- ar um eigenda efnisins og þann sem átti að veita því viðtöku. Móttakan átti að fara fram á hótelherbergi og hringdi hann í samráði við lögreglu í viðtakanda. Því næst beið hann á hótelherberginu ásamt lögreglu. Efninu sem Þjóðverjinn hafði kom- ið með til landsins hafði verið skipt út fyrir gerviefni. Tvíburabróðir þess sem Þjóðverjinn hafði hringt í mætti, en hann er Íslendingurinn sem um ræðir í málinu. Hann hefur einnig setið í gæsluvarðhaldi. Skömmu eftir komu hans á hótelið tók hann við fíkniefnunum og var þá handtekinn. Höfuðpaur málsins, sem er Þjóð- verji, situr í fangelsi í Þýskalandi. Loftbrú til Þýskalands Þjóðverjinn hefur viðurkennt að hafa komið margar ferðir hingað til lands. Hann segir að í átta skipti hafi tvíburabræðurnir tekið við efn- inu, en aðrir í hin skiptin. Saksókn- ari lýsti Þjóðverjanum sem loftbrú fyrir fíkniefni og peninga á milli Ís- lands og Þýskalands. Rannsókn málsins nær til smygl- hrings í Þýskalandi og hafa íslenska og þýska lögreglan verið í samstarfi við rannsóknina. Höfuðpaurinn er þýskur og hefur komið nokkuð oft við sögu lögreglu erlendis og einnig hér á landi. Hann og Íslendingurinn sem er grunaður sátu báðir á Litla- Hrauni um sex mánaða skeið. Ákæruvaldið krefst þess að dóm- ur Íslendingsins verði ekki lægri en fimm ár og Þjóðverjans ekki lægri en þrjú ár. Vann að blaðagrein Lögmaður Þjóðverjans segir hann ekki hafa vitað hvert hvíta efnið hafi verið. Upphafið á smygli fíkniefnanna var að hann fékk tíu þúsund mörk lánuð frá höfuðpaurn- um í málinu, sem síðar bauð honum að vinna upp í skuldina með því að ferðast fyrir sig. Þetta þáði Þjóð- verjinn, sem þá var blankur. Einnig hafði hann hugsað sér að nota kynn- in af fíkniefnaheiminum til að koma sér aftur í blaðamennsku. Hann hafði gegnt ritstörfum í gegnum árin en hafði átt erfitt með að fá vinnu sem blaðamaður sökum ald- urs. Lögmaður hans vill benda á því til sönnunar að meðferðis hafi hann haft ferðatölvu, dýra ljósmyndavél og blaðamannapassa. Til refsilækk- unar eigi að koma að hann veitti upplýsingar og sýndi lögreglu sam- starfsvilja. Ekki væru öll burðardýr tilbúin til að gefa upp nafn, eiganda og viðtakanda eins og hann gerði. Í ljósi þeirra upplýsinga hafi komist upp um þýska smyglhringinn, höf- uðpaur hans og Íslendinginn, sem hefur oft áður verið dæmdur. Lög- maður Þjóðverjans vill að það verði metið til refsilækkunar, og eins sú staðreynd að hann sé með hreint sakavottorð og að hann sé sextugur og heilsuveill. Fann sökudólg fyrir lögreglu Lögmaður Íslendingsins bendir á að skjólstæðingur hans hafi einung- is tekið við efnunum á hótelinu. Hann hafi ekki vitað hvað var í pakkanum. Hann hafi þó grunað að um fíkniefni væri að ræða. Á hótel- inu hafi Íslendingurinn lent í óvæntri aðstöðu sem hann átti ekki von á. Sem forfallinn fíkniefnaneyt- andi hafi hann viljað taka við pakk- anum, sem var eins og lottóvinning- ur fyrir fíkil. Hann hafi hugsað þau til eigin neyslu. Lögmaður Íslend- ingsins segir að allar sannanir vanti fyrir hlutdeild hans í innflutningn- um og að hann hafi tekið við efn- unum í ágóðaskyni. Í fyrsta lagi hafi hann tekið við gerviefnum, ekki fíkniefnum, sem hann afhenti lög- reglu rétt skömmu síðar. Lögmaður- inn segir að Þjóðverjinn hafi fundið sökudólg fyrir lögregluna til að eiga möguleika á vægari refsingu. Eng- ar bankafærslur eða merki um við- skiptanet sé að finna í tengslum við Íslendinginn. Fyrsta ferð Þjóðverj- ans með fíkniefni hafi verið í mars á síðasta ári en Íslendingurinn hafi ekki losnað úr fangelsi fyrr en eftir miðjan maí. Getur borðað tugi gramma af amfetamíni á dag Við vitnisburð í dómnum svaraði Þjóðverjinn því sem næst öllum spurningum saksóknara og komu svörin vel heim og saman við skýrslur frá lögreglu. Vitnisburður lögreglumanna staðfesti að Þjóð- verjinn hafi frá upphafi málsins verið trúverðugur og allt sem hann sagði varðandi málið hefði gengið eftir. Íslendingurinn vildi aðeins svara spurningum sem lutu beint að ákærunni. Saksóknari spurði Ís- lendinginn ástæðu þess að ætla svona mikið magn til einkaneyslu. Íslendingurinn svaraði því til að hann gæti neytt tuga gramma af amfetamíni á dag. Hann sygi efnið ekki inn um nefið heldur borðaði það. Hann sagist afla sér tekna í spilakössum. Íslenskir söfnunar- kassar hafa borgað honum samtals 150 þúsund krónur í vinninga. Íslendingurinn hlaut reynslu- lausn í maí 2002 eftir að hafa verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna aðildar sinnar að stóru fíkni- efnamáli. Einnig hefur hann hlotið átta refsidóma frá árinu 1990, með- al annars fyrir fíkniefnabrot, þjófn- að og skjalafals. hrs@frettabladid.is 6 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.26 1,41% Sterlingspund 119.58 0,00% Dönsk króna 11.55 0,00% Evra 85.73 0,00% Gengisvístala krónu 120,04 1,19% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 348 Velta 7.033 milljónir ICEX-15 0.0 0,00% Mestu viðskipti Framtak Fjárf.banki hf. 433.768.626 Bakkavör Group hf. 110.643.482 Baugur Group hf. 104.685.096 Mesta hækkun Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 17,50% Nýherji hf. 2,53% SÍF hf. 2,44% Mesta lækkun Vinnslustöðin hf. -2,50% Opin kerfi hf. -1,50% Íslandssími hf. -1,15% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9001,6 0,9% Nasdaq*: 1620,0 1,0% FTSE: 4126,6 0,3% NIKKEI: 8557,9 -0,1% S&P*: 980,7 0,9% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Lögreglan vinnur nú hörðum höndumað rannsókn fjársvikamáls hjá Lands- símanum. Hvað heitir forstjóri Landssím- ans? 2Hvaða knattspyrnumaður hlýturGullskóinn, sem veittur er af Sam- bandi evrópskra íþróttatímarita, að þessu sinni? 3Hvaða alþingismaður ætlar að takaþátt í danskeppni á sviði Borgarleik- hússins næstkomandi laugardag? Svörin eru á bls. 34 MENNINGARBORGIN LIVERPOOL Liverpool á Englandi hefur verið valin menningarborg Evrópu árið 2008. Talið er að tilnefningin muni skapa um 14 þúsund störf í Bítlaborginni frægu auk þess sem um 1,7 milljónir ferðamanna muni flykkjast þangað. HEILBRIGÐISMÁL Sigurður Guð- mundsson landlæknir vill ný lög um auglýsingar á læknisverkum og segir núverandi lög ekki taka mið af aðstæðum nútímans. Land- læknisembættið hefur gert at- hugasemdir við auglýsingar vegna lýtalækninga og augn- aðgerða. „Umræðan hefur snúist um hvernig eigi að setja upplýsingar frá fyrirtækjum sem sinna heil- brigðisþjónustu af þessu tagi fram á Netinu. Við höfum ekki alltaf verið sátt við framsetningu og fundist hún vera með auglýs- ingablæ,“ segir Sigurður. Landlæknir segir forsvars- menn fyrirtækja alltaf hafa tekið tilmælum mjög vel. „Málin hafa verið leyst frið- samlega. Hins vegar eru lög um auglýsingar lækna orðin mjög gömul og þarf að færa þau til nú- tímahorfs. Þegar lögin voru sett gat til dæmis engan órað fyrir Netinu,“ segir Sigurður. Að sögn landlæknis þarf laga- breytingin ekki að vera flókin. „En það þarf að sýna faginu virð- ingu og koma því þannig fyrir að þetta verði ekki eins og menn séu að auglýsa appelsínur og banana. Þeir þurfa samt að geta skamm- laust komið fram upplýsingum sem eru til gagns fyrir viðskipta- vinina.“ ■ Landstjórn Færeyja: Stöðvar ekki verkfallið FÆREYJAR Landstjórn Færeyja ákvað í gær að grípa ekki inn í verkfallið í landinu sem nú hefur staðið yfir í 27 daga. Þess í stað hvatti stjórnin aðila á vinnumarkaðinum til að leysa deilur sínar innbyrðis. Atvinnurekendur og fulltrúar fimm verkalýðsfélaga hittust í þriðja sinn í gær án þess að nokk- ur árangur næðist í viðræðunum. Verkfallið hefur komið harðast niður á færeyskum sjávarútvegi þar sem milljarðar króna hafa tapast. ■ LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ „Við höfum ekki alltaf verið sátt við fram- setningu og fundist hún vera með auglýs- ingablæ,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir um auglýsingar sumra einkafyr- irtækja í læknisrekstri. Landlæknir segir lækna í einkarekstri móttækilega fyrir tilmælum: Vill nútímalög um læknaauglýsingar ■ Í DÓMSALNUM Þýsk loftbrú með peninga og fíkniefni Íslendingur og Þjóðverji eru ákærðir fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af hassi. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember. Mál þeirra tengist þýskum smyglhring sem upprættur var fyrir nokkru. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Sakborningurinn skýldi sér fyrir myndavélum á leið í dómsal. Hann sagðist nota mikið amfetamín en sýgur það ekki í nefið eins og algengast er – hann borðar það. ■ Hann sagist afla sér tekna í spilakössum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.