Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 8
5. júní 2003 FIMMTUDAGUR RÁN Tvær unglingsstúlkur rændu Subway-veitingastað í Spönginni í Grafarvogi í fyrrakvöld. Þær höfðu verið inni á staðnum í nokkra stund áður en þær réðust til atlögu vopnaðar hnífum og ógnuðu starfsmönnum. Þær hrifs- uðu til sín farsíma og veski starfs- manna. Síðan læstu þær starfs- menn í kæliklefa. Eftir það tóku þær peninga úr afgreiðslukassa. Af ótta við stúlkurnar þorðu starfsmennirnir ekki að fara út úr kæliklefanum í tuttugu mínútur. Þá opnuðu þeir hurðina með öryggishnappi sem er inni í klef- anum. Stúlkurnar, sem eru 17 og 18 ára, voru handteknar í húsi í Þing- holtunum. Þar fundust fíkniefni og talsvert af peningum. Húsráð- andi var líka tekinn höndum. Þre- menningarnir voru yfirheyrðir í gær. Að sögn lögreglu hafði önnur stúlkan unnið á skyndibitastaðn- um og þekkti vel til þar. ■ SUMARLAGERÚTSALA SÍÐUSTU DAGARNIR ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR 10 % AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM OPIÐ 10-18 LAUGARDAG 10-18 TESS V/DUNHAGA SUBWAY Í GRAFARVOGI Stúlkurnar höfðu verið drjúga stund á staðnum áður en þær létu til skarar skríða. Margsinnis var búið að reyna að vísa þeim út áður en þær frömdu ránið. Tvær unglingsstúlkur handteknar: Rændu samlokustað Trúverðugleiki stjórnar í húfi Breska stjórnin hefur verið sökuð um að hafa beitt blekkingum til að vinna þingið og almenning á sitt band í Íraksdeilunni. Stjórnarandstæð- ingar krefjast þess að óháð rannsókn verði gerð á þessum ásökunum. BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, vísar því al- farið á bug að skýrslu bresku leyniþjónustunnar um vopnaeign Íraka hafi verið breytt að tilskip- an ríkisstjórnarinnar til þess að réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Írökum. Hann hafnaði beiðni þingmanna um óháða rannsókn á ásökunum um blekkingar af hálfu leyniþjónustunnar og ríkisstjórn- arinnar. Þingnefnd sem heyrir undir forsætisráðherrann mun fara með rannsókn málsins. Blair hef- ur heitið því að nefndin fái í hend- urnar öll gögn sem tengist málinu og skýrsla hennar verði gerð opin- ber. Iain Duncan Smith, leiðtogi Íhaldsflokksins, telur aftur á móti að óháð rannsókn sé óhjákvæmi- leg þar sem trúverðugleiki ríkis- stjórnarinnar sé í húfi. Snarpar umræður spunnust um málið á breska þinginu. For- sætisráðherrann varði gjörðir ríkisstjórnarinnar með kjafti og klóm og sagði að það hefði verið öllum ljóst að Írakar ættu ger- eyðingarvopn löngu áður en deil- urnar um hernaðaraðgerðir hófust. „Ég er sannfærður um að ótvíræðar sannanir um vopna- eign Íraka muni finnast,“ sagði Blair og lagði áherslu á að vopna- leitin væri rétt að hefjast. For- sætisráðherrann bætti því við að þess bæri að minnast að íraska þjóðinni fagnaði því heils hugar að vera laus undan oki grimms harðstjóra sem hefði myrt hund- ruð þúsunda saklausra borgara. Þrátt fyrir öfluga varnarræðu Blair er ljóst að fram undan eru erfiðir tímar hjá ríkisstjórninni, að mati breska blaðsins The Guardian. Farið verður nákvæm- lega ofan í saumana á gjörðum stjórnarinnar auk þess sem Blair mun þurfa að svara ýmsum erfið- um spurningum varðandi nýaf- staðinn fund átta helstu iðnríkja heims í Evian í Frakklandi. Duncan Smith, höfuðandstæð- ingur Tony Blair, sagðist trúa því að stjórn Saddams Husseins hefði haft yfir gereyðingarvopnum að ráða og því hefði það verið rétt- mæt ákvörðun að grípa til hernað- araðgerða gegn Írak. Engu að síð- ur hvatti hann forsætisráðherrann til þess að heimila óháða rannsókn á ofangreindum ásökunum til þess að endurvinna traust almennings í garð stjórnvalda. ■ TONY BLAIR FER Á FLUG Breski forsætisráðherrann hafnaði beiðni þingmanna um óháða rannsókn á ásökunum um að ríkisstjórnin og breska leyniþjónustan hafi hagrætt sannleikanum til þess að rétt- læta stríð gegn Írak. JP Nordiska: Gögn enn í rannsókn LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar í Stokkhólmi á meintum innherjasvikum tengdum yfir- töku Kaupþings á JP Nordiska stendur enn yfir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir sex ein- staklingar sem grunaðir eru í málinu engar efnislegar upplýs- ingar fengið frá lögreglunni frá því lagt var hald á gögn í hús- rannsókn hjá þeim á þriðjudag í síðustu viku. Lögregla er enn að skoða gögnin. Ekki hefur heyrst að nokkur mannanna hafi verið kallaður í yfirheyrslu. Þeir sex- menninganna sem hafa tjáð sig opinberlega segja málið byggt á misskilningi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.