Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 16
5. júní 2003 FIMMTUDAGUR Í 40 ár hefur Avis gert betur – Það er betra. Við erum í 170 löndum og á 5000 stöðum. Minnum á tilboð Visa og Avis. París, Reykjavík og Orlando. Hringdu í síma 591 4000 Póstfang: avis@avis.is - heimasíða: www.avis.is We try harder – Við gerum betur Avis auglýsing frá árinu 1963 enn í fullu gildi ÍÞRÓTTIR Íþróttarisinn Nike hefur gert milljón dollara samning við hið þrettán ára gamla undrabarn Freddy Adu sem þykir eitt helsta efni sem fram hefur komið í bandarískri knattspyrnu. Adu sem er frá Ghana varð rík- isborgari í febrúar og hefur síðan æft með unglingalandsliði Banda- ríkjanna og þykir nú þegar þeirra öflugasti sóknarmaður Fyrir skemmstu gerði Nike einnig samning við skærasta efn- ið í bandaríska körfuboltanum, L e B r o n James, upp á 90 milljónir dollara. Er þetta í fyrsta sinn sem fyr- irtækið gerir svo stóran samning við íþróttamann sem hefur enn ekki leikið í a t v i n n u - mannadeild. ■ LEBRON JAMES Hefur nú þegar verið líkt við Jordan. Mikil barátta um íþróttastjörnur framtíðarinnar: Nike bætir fjöðrum í safnið GOLF Haraldur H. Heimisson GR og Sigurpáll Geir Sveinsson GA stóðu sig fram úr hófi vel á seinni degi Opna breska áhuga- mannamótsins í golfi sem fram fer í Englandi. Komust þeir báð- ir í gegnum 280 manna niður- skurð sem er frábær árangur miðað við að mótið er eitt af sterkustu áhugamannamótum í heiminum. Sigurvegari mótsins vinnur keppnisrétt á Opna bres- ka á Royal St. George í sumar og einnig á ameríska meistaramót- ið í Augusta á næsta ári. Segja má að vinningshafanum standi allar dyr opnar til frekari frama. Sigurpáll var ekki bjartsýnn eftir fyrsta daginn en þá lék hann á 76 höggum. „Haraldur var að spila fyrsta dag mjög vel en ég persónulega er ekki ánægður með sjálfan mig. Það er mjög heitt og mollulegt og það hjálpar ekki til heldur.“ Sig- urpáll lék seinni daginn mun betur á 72 höggum og Haraldur fór hringina tvo á 145 höggum sem dugði til að báðir kæmust í gegn. „Það sem við þurfum meira en nokkuð annað er reynsla,“ sagði Sigurpáll eftir fyrri um- ferðina. „Þetta tekur á taugarn- ar og því þarf að venjast og svona mót eru aldeilis til að kenna manni. Ég var stífur í gang í fyrstu en svo fór að ganga betur og nú er ég orðinn öruggari en í upphafi og það á eftir að koma fram í mínum leik fyrr en síðar. En þetta er líka bara byrjunin.“ Fimm efstu menn eftir fyrstu tvo dagana voru frá fimm mis- munandi löndum og segir það sitt um styrkleika mótsins að helstu þjóðir Evrópu senda sína sterkustu áhugamenn til þessar- ar keppni. Efstur á 134 höggum var Englendingurinn David Ing- lis og fast á hæla hans var Jakovac frá Bandaríkjunum. Haraldur og Sigurpáll halda leik áfram en úrslit voru ekki orðin ljós þegar blaðið fór í prentun. ■ FÖGNUÐUR Tveir íslendingar komnir áfram á sterkasta áhugamannamóti í Evrópu. Opna breska áhugamannamótið í golfi: Frábær árangur Sigurpáls og Haraldar KNATTSPYRNA Þorvaldur Örlygsson þjálfari og leikmaður KA telur ekki rétt að fagna sigri sinna manna á KR um of. „Auðvitað erum við gríðarlega ánægðir með þennan leik en mót- ið er rétt að fara af stað og þetta er bara einn leikur. En vissulega er KR eitt af stóru liðunum og það er gaman en þetta er þegar upp er staðið sama tilfinning og í öðrum leikjum sem vinnast. Það vantaði menn í liðið sem venjulega eru fastamenn en við erum svo lánsamir að eiga unga stráka sem eru fullir vilja, með metnað og hafa meiri reynslu en fyrir ári.“ Þorvaldur vildi engu spá um framhaldið. „Það er margt framundan hjá okkur og lítið má útaf bera til að við lendum í vand- ræðum.“ ■ ÞORVALDUR ÖRLYGSSON Ánægðir en lítið má út af bera til að skapa vandræði. Þorvaldur hógvær eftir leik KA og KR: Þetta er bara einn leikur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.