Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 34
5. júní 2003 FIMMTUDAGUR 40 ÁRA „Ég ætla að vera með smá veislu, fyrir vini og vandamenn, á efri hæð á Sólon í kvöld,“ segir Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður, sem er fjörutíu ára í dag. Annars ætlar hún að reyna að taka lífinu með ró á þessum tíma- mótadegi. „Ég er í fríi frá vinn- unni. Ætli það fari ekki einhver tími í að undirbúa þessa veislu en annars reyni ég bara að hafa það gott.“ Halla segist hafa lagt nokkuð upp úr því að halda upp á afmæl- isdagana sína hin síðari ár þar sem grundvöllurinn fyrir veislu- höldum hafi vart verið fyrir hendi í æsku. „Það var ómögulegt að eiga afmæli á þessum tíma þar sem skólinn var búinn og búið að senda alla í sveit, en skólum á þessum árum var slitið töluvert fyrr en nú er. Mér er þetta svolít- ið minnisstætt og ég hef því verið nokkuð nákvæm þegar það kemur að afmælisveislum núna.“ Aldurinn er ekkert að hrella Höllu, sem kippir sér lítið upp við að vera orðin fjörutíu ára. „Fyrst maður getur ekki lengur logið til um aldur, sem er sjálfsagður rétt- ur hverrar konu, á þessum síðustu og verstu Internettímum verður maður bara að vera ánægður með þetta og bera aldurinn vel.“ ■ Þetta er mjög vinsælt í Banda-ríkjunum en þar heitir það Speed Dating,“ segir Þorsteinn Bergmann Einarsson verkfræð- ingur, sem hefur kynnt hrað- stefnumót sín á Netinu. „Ég fékk hugmyndina í sjónvarpsþættinum Sex and the City og bjóst reyndar við að einhver annar myndu stökkva til en þegar ekkert gerðist ákvað ég að fara af stað sjálfur.“ Þorsteinn leigir sal úti í bæ og boðar þangað þátttakendur. Þar er hugmyndin að konurnar setjist öðru megin við borð og karlarnir hinum megin. Þegar pörin hafa spjallað í nokkrar mínútur gefur Þorsteinn merki og þá færir fólk sig um eitt sæti og prófar nýjan ein- stakling. Svona gengur þetta í tvo til þrjá tíma. Að hringnum loknum merkir fólk við þá sem það gæti hugsað sér að hitta aftur og Þor- steinn sér um að koma viðkomandi í samband. Jafnvel varanlegt sam- band: „Ungt fólk hefur svo lítinn tíma og vill sjá árangur strax. Það skýrir ef til vill vinsældir hrað- stefnumóta víða um heim. Nú er tími til kominn að reyna þetta hér,“ segir Þorsteinn, sem er með kynningarverð á stefnumótinu; 3.000 krónur. Sjálfur er hann kvæntur og á besta aldri, 57 ára. Nánari upplýsingar um tilhögun er hægt að nálgast á Netinu á slóð- inni hradstefnumot.is ■ ÞORSTEINN BERGMANN EINARSSON VERKFRÆÐINGUR ■ ætlar að efna til hraðstefnumóta fyrir þá sem vilja kynnast gagnstæða kyninu án þess að hafa fyrir því með endalausu kráarrölti. Hann safnar fólkinu saman og gefur því kost á að kynnast með hraði – mörgum í einu. Hugmyndina fékk hann í sjónvarpsþættinum Sex and the City. Stefnumót Hraðstefnumót verkfræðingsins Yfir sex hundruð hlustendurRásar 1 hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsinu við órofinn morgunþátt Vilhelms G. Krist- inssonar, Árla dags. Í gær var undirskriftalistinn afhentur út- varpsstjóra. Forsvarsmenn söfn- unarinnar, Árni Vilhjálmsson og Óskar Magnússon, telja að það hljóti að verða tekið tillit til óska svo margra dyggra hlustenda. Þátturinn var órofinn milli klukk- an sjö og níu á morgnana, þangað til Morgunvaktin var sett á dag- skrá í febrúar. Aðdáendur Vilhelms létu sér ekki nægja að rita nöfn sín á list- ana, heldur fylgdu með ýmis um- mæli stuðningsmanna Vilhelms. Hér eru nokkur sýnishorn. „Haldið Morgunvaktinni á Rás 2 og leyfið hlustendum að hafa val um hvernig þeir hefja daginn,“ segir einn. „Við erum dyggir hlustendur morgunþáttar Vilhelms og viljum þáttinn sem lengstan – helst allan daginn,“ segir annar. Íslenskan er ekkert skilyrði þess að tjá aðdáun sína á þættinum. „Hverdagene er flest i året og det er vigtigt at de begynder på behagelig vis...hvor- for ikke holde fast på det som gör man til bedre mennesker?“ ■ ÞORSTEINN BERGMANN EINARSSON Ungt fólk hefur lítinn tíma og vill sjá árangur strax. VILHELM G. KRISTINSSON Þáttur hans á dyggan og einarðan hóp hlustenda sem láta ekki skerða notalega morgunstund hljóðalaust. Hverdager på behagelig vis ■ Yfir sex hundruð hlustendur Rásar 1 vilja meira af þætti Vilhelms G. Kristins- sonar. Aðdáendur þáttarins létu ummæli fylgja undirskriftinni. Söfnun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Mikið úrval puma - nike - hummel buffalo london - el naturalista - bronx le coq sportif - björn borg - converse face - roots - intenz - dna VERSLUNIN HÆTTIR Allt á að seljast 20-60% afsláttur K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 Nike skór nokkrar gerðir Áður kr. 10.990 og 12.990 Nú kr. 4.990 Sjálfsagður réttur að ljúga um aldur HALLA HELGADÓTTIR ■ grafískur hönnuður er 40 ára í dag. Hún er sátt við aldurinn enda ekki um annað að ræða þar sem upplýsinga- tæknisamfélagið hefur svipt konur þeim sjálfsagða rétti að ljúga til um aldur. Afmæli HALLA HELGADÓTTIR „Það er yfirleitt alltaf gott veður á þessum degi og það má því gera sér vonir um blíðu í dag þó útlitið sé ekki búið að vera sérlega gott.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.