Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 26
Þegar þú hlammar þér í sófanneftir erfiðan vinnudag og vilt láta þreytuna líða úr þér myndi þægilegt undirspil frá hljómsveit- inni Sk/um vafalítið svífa með þig inn í draumaheima. Sk/um er samstarfsverkefni ís- lensku tónlistarmannanna Skurken og Prince Valium. Á plötunni „Í þágu fallsins“ leggja þeir mikið upp úr hugljúfri stemningu þar sem áreynslulaust rafpoppið er lát- ið njóta sín. Enginn söngur fær að óma auk þess sem lítil skil eru á milli laganna. Þetta gerir það að verkum að tónlistin rennur ljúflega í gegnum hlustirnar og áður en þú veist af er platan runnin á enda. Þetta er bæði kostur og ókostur. Lögin eru mörg hver afar lík, sem gerir það að verkum að auðvelt er að fá leiða á plötunni. Lítið er gert til að brjóta upp andrúmsloftið sem leitast er við að skapa í fyrstu lög- unum og því verður útkoman full daufleg og einhæf. Allmargar íslenskar raf- poppsveitir hafa komið fram á sjónarsviðið undanfarið og því mið- ur nær Sk/um engan veginn að skapa sér sérstöðu í þeirra hópi. Til þess er tónlistin bara ekki nógu af- gerandi og heillandi. En viljirðu skapa rólegheita- stemningu án þess að krefjast nokkurs meira er þessi plata ágæt- is kostur. Freyr Bjarnason Meðlimur Girls Aloud, hljóm-sveitar sem var mynduð í hæfileikaþættinum Pop Stars The Rivals, hefur verið kærð fyrir per- sónuárás á grundvelli kynþáttar. Hin 19 ára Cheryl Tweedy hefur þannig verið ásökuð um að móðga og níða hina 39 ára Sophie Amog- bokpa á næturklúbbi þar sem sú síðarnefnda vann sem salernis- vörður þann 11. janúar síðastlið- inn. Tweedy kom fyrir rétt og sagðist saklaus af öllum ásökun- um. Rétti var frestað til 11. júlí. Nýlega héldu papparazzi-pariðVictoria Adams fyrrverandi snobbkrydd og David Beckham fótboltasjarmör vestur um haf í kynningarferð á sjálfum sér. Ferð- in virðist hafa gengið vonum framar og gríðar- leg áhugaaukning orðið á þeirra högum hjá Kanan- um. Talsmaður New York Post seg- ir þau langtum stærri fréttir en önnur bresk pör; Madonna og Guy geta skriðið aftur heim án eins ein- asta ljósmyndaflass í bakið; V-ið og B-ið eru allt í öllu. Spurningin er samt fyrir hvað þau fái athygli, því tónlistarferill Victoriu er ekki að blómstra og fótboltaáhugi Amerík- ana ekki að staðaldri mikill... Arnold Schwarzenegger, tortím-andi og sex sinnum herra alheimur, hefur fengið höfunda nýju myndar sinnar, Terminator 3; Rise of the Machines, til að skrifa handrit að end- urgerð myndar- innar Westworld frá 1974. Mynd- in er byggð á samnefndri bók Michael Crichton og er eins konar vís- indaskáldsögu- vestri sem fjallar um skemmtigarð fullan af vél- og gervimennum sem flippa út og fara að murka lífið úr gestum. Kunnuglegt umhverfi fyr- ir Arnold, sem mun bæði leika í myndinni og framleiða að hluta. Schwarzenegger virðist ekki alveg getað rifið sig frá heimi kvik- myndanna, en nýlega hefur hann mikið talað um að einbeita sér að stjórnmálum í Kaliforníuríki, jafn- vel gefa kost á sér sem ríkisstjóra- efni fyrir Repúblikanaflokkinn. 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR24 VIEW FROM THE TOP 4, 6, 8 og 10 JOHNNY ENGLISH kl. 6, 8 HOW TO LOOSE ... kl. 5.45, 8, 10.20 BULLETPROOF MONK kl. 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i. 16 áraSýnd kl. 7, 8, og 10 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓITHE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. 4 og 6 kl. 6JOHNNY ENGLISH kl. 10.15 b.i. 14 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 kl. 5,45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... XMEN 5 og 8 bi 12 SKÓGARLÍF 2 kl. 4 Umfjölluntónlist Ekki nógu heillandi SK/UM: Í ÞÁGU FALLSINS Fréttiraf fólki KVIKMYNDIR Adam Sandler leikur rólyndismanninn Dave Buznik sem lendir blásaklaus í miklum hremmingum í farþegaflugi og er í kjölfarið gert að fara í meðferð til þess að læra að hafa stjórn á skapi sínu. Dómari sendir hann í klærnar á geðlækninum Buddy Rydell, sem Jack Nicholson leikur með miklum myndarbrag, og þá byrja hremmingar aumingja mannsins fyrst fyrir alvöru. Hann kynnist sérvitrum og kol- klikkuðum skjólstæðingum lækn- isins, sem er þar fyrir utan sjálfur stórbilaður og notast við óhefð- bundnar aðferðir sem eru miklu líklegri til þess að steypa fólki í glötun en að hjálpa því. Það er vitaskuld nokkuð kald- hæðnislegt að skaphundurinn Jack Nicholson hafi verið fenginn til þess að leika mann sem vinnur við að kenna fólki að hemja skap sitt. Nicholson tapaði sér nú síðast algerlega á Lakers-leik og mörg- um er enn í fersku minni þegar hann rústaði bíl með golfkylfu en ökumaðurinn slysaðist til þess að fara í taugarnar á stórleikaranum og þurfti á áfallahjálp að halda eftir að viðskiptum þeirra lauk. Gagnrýnendum ber þó saman um að enginn hefði getað gert þetta betur og Nicholson nýtur sín í botn í hlutverki læknisins sem gerir allt til að ganga fram af sjúklingi sínum. Honum tekst það ætlunarverk sitt með miklum ágætum en hann flytur inn til sjúklingsins, sefur uppi í rúmi hjá honum og gerir sér dælt við unn- ustu hans. Buddy gengur þó að lokum of langt og uppgjör sjúk- lings og læknis er óhjákvæmilegt þannig að Dave verður annað hvort að hverfa aftur inn í skel sína eða standa uppi í hárinu á kvalara sínum. Adam Sandler hefur leikið hálfgerða fábjána í nokkrum mis- góðum gamanmyndum en er í góð- um málum í Anger Management, sem þykir með því besta sem hann hefur gert frá því hann lék í hinni bráðgóðu The Wedding Singer. Hann nýtur þess að hafa gamla jaxlinn sér við hlið og Nicholson þykir laða það besta fram í unga manninum, sem þarf líka ekki að standa einn undir öllum fíflagang- inum að þessu sinni. thorarinn@frettabladid.is Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database 6.0 /10 Rottentomatoes.com 43% = Rotten Empire 3★ (af fimm) EINNIG FRUMSÝNDAR Í VIKUNNI: Kangaroo Jack ÆÐISKAST Hinn dagfarsprúði Dave Buznik lendir heldur betur í hremmingum þegar hann er dæmdur til þess að læra að hafa hemil á skapi sínu með aðstoð geðlæknisins Buddy Rydell, sem beitir svo óhefðbundn- um aðferðum að hann stefnir geð- heilsu sjúklingsins beinlínis í voða. Geggjaður geðlæknir Stórleikarinn Jack Nicholson og spéfuglinn Adam Sandler leiða saman hesta sína í gamanmyndinni Anger Management sem verður frumsýnd um helgina. Þar er Nicholson sálgæslumaður Sandlers, en slíkt getur aðeins endað með ósköpum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.