Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 22
■ ■ GÖNGUR  20.00 Fyrsta gangan í göngusyrp- unni “Sumargöngur skógræktarfélag- anna“. Mæting við Guðmundarlund. Hægt að aka í gegnum Salahverfi í Kópavogi eða yfir Rjúpnahæð í Breið- holti á Vatnsendaveg. Ekið er af Vatns- endavegi við hesthúsin á Heimsenda. Þar verður fánaborg til auðkenningar. ■ ■ FUNDIR  12.00 Fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og sagnfræðiskorar Háskóla Íslands í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari er Michéle Riot-Sarcey, prófessor við Ecole des Hautes-Etudes í París. Fyrir- lesturinn nefnist Hugsað um söguna með greiningarhugtökum Michel Foucault.  20.00 Trúlega Bergman (III) Mál- þing um trúarstef í kvikmyndum Ing- mars Bergmans (seinni hluti). Maaret Koskinen, einn fremsti Bergmanfræð- ingur heims, flytur fyrirlesturinn In the Beginning was the Word: From the Pri- vate Archive of Ingmar Bergman. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Brúðubíllinn frumsýnir Leik- ritið Vini í Árbæjarsafni. Leikritið sam- anstendur af fjórum litlum leikþáttum sem allir fjalla um vináttuna og hve mik- ilvægt það er að eiga vini.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg í Borgarleikhúsinu.  20.00 Rómeó og Júlía eftir Shakespeare á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins.  20.00 Plómur eftir Önnu Rósu Sig- urðardóttur í Tjarnarbíói,  20.00 Tvö húseftir Lorca í Nem- endaleikhúsinu. ■ ■ KIRKJULISTAHÁTÍÐ  12.00 Tónlistarandakt í Hall- grímskirkju. Prestur: Sr. Sigurður Páls- son. Dagný Björgvinsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika verk eftir Bach og Mendelssohn á Klais-orgel Hallgrímskirkju. ■ ■ SKEMMTANIR  18.00 Opnunarhátíð á Grand Rokk. Hanastél og létt tónlist með Jóel Pálssyni og félögum. ■ ■ TÓNLEIKAR  22.00 Tónleikar á Grand Rock með Worm Is Green. Myndlistarmenn hefja störf og mála myndir meðan aðrir skemmta sér. ■ ■ SÝNINGAR  Sýning á verkum Jóns E. Gunnars- sonar listmálara Sjóminjasafnið í Hafn- arfirði Vesturgötu 8. Sýningin verður opin til 23. júní á opnunartíma safnsins, alla daga frá kl. 13 til 17. Jón sýnir vatns- litamyndir sem tengjast strönd og hafi á einn eða annan hátt.  Á Árbakkanum á Blönduósi eru Fé- lagar úr Samlaginu – listhúsi á Akureyri með sýningu á smáverkum. Sýningin stendur til 27. júní og er opin á opnun- artíma kaffihússins. Á sýningunni eru málverk unnin með olíu, vatnslitum og akryl, og verk unninn í textíl, tré, leir og fleira.  „Friday Night, Saturday Told“ er yfir- skrift samsýningar þriggja breskra mynd- listarmanna í Gallerí Skugga. Lista- mennirnir heita Jo Addison, Hatty Lee og Lucy Newman en þær búa og starfa í London. Sýningin stendur til 8. júní.  Kaffihúsið Port City Java, Laugavegi 70. Alexander Ingason stendur fyrir mál- verkasýningu á kaffihúsinu sem stendur til 15 júní.  Alain Garrabé er með sýningu í Gallerí Smíðar og Skart. Á sýningunni eru rúmlega 30 verk, unnin með olíu á striga. Þetta er fyrsta einkasýning Alan í Reykjavík. Sýningin stendur til 14. júní.  Sumarsýning í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins. Sýningin ber yfirskriftina Íslendingasögur á erlendum málum og er ætlað að gefa innsýn í bók- menntaarfinn um leið og athygli er vak- in á því að fjölmargar útgáfur Íslend- ingasagna eru til á erlendum málum.  Hollenska myndlistarkonan Dorine van Delft heldur sýningu í SÍM húsinu Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Sýningin ber nafnið Will Hydrogen Effect You?  Inger Helene Bóasson sýnir svart- hvítar ljósmyndir í Vínbarnum. Myndirn- ar kallar hún landslag líkamans.  Veronica Österman frá Finnlandi er með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-16.  Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand á Austurvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðs- vegar um heiminn. Á sama tíma verður upplýsingamiðstöð að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar sem sjá má kvikmynd um tilurð verkefnisins. 20 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 JÚNÍ Fimmtudagur Veitingahúsið Grand Rokk viðSmiðjustíg hefur lengi fóstrað menningu af ýmsu tagi. Á síðasta ári var í fyrsta sinn efnt til Menn- ingarhátíðar á Grand Rokk þar sem stefnt var saman listafólki af ýmsum sviðum og rekin fjölbreytt dagskrá frá fimmtudegi til sunnu- dags. Í kvöld verður þessi hátíð opnuð í annað sinn. Freyr Eyjólfs- son, einn aðstandenda hátíðarinn- ar, segir þetta tilburði til að gera lífið ögn bærilegra og skemmti- legra. „Þetta er samkomustaður, tónlistarmanna, skákmanna, rit- höfunda, blaðamanna og yfirleitt fólks úr öllum stéttum samfélags- ins,“ segir Freyr. „Það hefur skap- ast þarna ákveðin hefð fyrir til dæmis tónleikahaldi, skákmótum og ljóðaupplestrum.“ Við opnun hátíðarinnar í kvöld verður hanastélsboð og hljómsveit- in Worm Is Green leikur. „Mér finnst þeir ein mest spennandi tónleikasveitin í dag,“ segir Freyr. „Svo verða auðvitað Megas og Súkkat á föstudaginn og bæði Geirfuglarnir og Spaðar á laugardagskvöldið. Allan tímann mun standa yfir myndlistarsýning sem Jón Proppé hefur veg og vanda af, en listmálarar ætla sum- sé að búa til ný íslensk myndverk á staðnum. Þau verða svo boðin upp á sunnudaginn af Haraldi Blöndal, sem á örugglega heimsmet í að bjóða upp fölsuð málverk,“ segir Freyr og hlær. „Hið íslenska glæpafélag, sem í eru íslenskir glæpasagnahöfundar, munu lesa upp úr verkum sínum við undirleik djassmeistarans Jóels Pálssonar og félaga, og fleira og fleira, þetta er bara brot af frábærri dagskrá og óhætt að lofa menningarlegu þrusufjöri við Smiðjustíginn alla helgina.“ ■ Dúndrandi dagskrá alla helgina STEFÁN FRIÐRIK STEFÁNSSON Fram undan er skemmtileg, löngog góð helgi,“ segir pistlahöf- undurinn Stefán Friðrik Stefáns- son. „Það er alltaf eitthvað um að vera hjá manni en það væri virki- lega gaman að fara á Minjasafnið hér á Akureyri á laugardag og sjá sýninguna „Akureyri – bærinn við Pollinn“. Á eftir að sjá hana og ætla að drífa í því um helgina. Ef ég væri fyrir sunnan myndi ég hinsvegar hiklaust skella mér í Nýlistasafnið á sýningu Matthew Barney, spurning um að gera það þegar ég fer suður í næstu viku. Einnig hefði ég áhuga á að líta á sýninguna „Handritin“ í Þjóð- menningarhúsinu, og svo auðvitað útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Seinnipartinn á laugardaginn skelli ég mér í að skrifa sunnu- dagspistilinn vikulega á nýju síð- unni minni, stebbifr.com og geri fastlega ráð fyrir því að skella mér í bíó á laugardagskvöldið enda góðar myndir í bíó einmitt núna. Á sunnudaginn verður syst- ir mín fermd og því fylgir ferm- ingarveisla eftir hádegið. Seinni- partinn hefði ég verulegan áhuga á að fara á listasafnið og sjá sýn- inguna „Myndir úr útnorðrinu“ þar sem eru myndir Ragnars Th. Sigurðssonar. Þannig að það er nóg framundan og ýmislegt spennandi um helgina.“  Val Stefáns Þetta lístmér á! GRAND ROKK Menningarhátíð Grand Rokk verður haldin í annað sinn nú um helgina. Hátíðin hefst með hanastéli í kvöld. ■ MENNINGARHÁTÍÐ FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Mér finnst þess-ir stólpar al- veg hryllilegir. Al- ger hörmung en ljósmyndirnar eru mjög póstkorta- legar og fallegar,“ segir Elín Hansdóttir, myndlistar- maður og einn eigenda Búðarinn- ar á Laugavegi 12a, um ljós- myndasýninguna Jörðin séð frá himni á Austurvelli. „Þær eru kannski einum of glansmyndar- legar fyrir minn smekk en það er samt alveg ótrúlega gott framtak að koma svona sjónlistum út á götu. Það er skemmtilegt að hafa þetta svona úti þar sem allir geta notið þess, meira að segja fólkið sem býr á götunni.“ Mittmat ✓ Ræst á öllum teigum. Fyrir holu í höggi Peugeot 206 Upplýsingar í versluninni Fit Þróttaramót í golfi föstudaginn 6 maí kl 15.00 Fit Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfjörður, sími 565 1499

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.