Fréttablaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 33
31FIMMTUDAGUR 5. júní 2003
Rétta útimálningin
getur sparað þér tugi þúsunda króna
Steinakrýl
- mjög góð viðloðun, gott
rakagegnstreymi og mikið
veðrunarþol
Kópal Steintex
- frábært á múr og
steinsteypta fleti þar sem
krafist er mikils veðrunarþols
Steinvari 2000
- besta mögulega vörn fyrir húsið
- yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður
- verndar steypuna fyrir slagregni
- flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol
Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og
áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði
hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit
með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem
nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa
skapað málningu frá okkur sérstöðu.
Við erum sérfræðingar í útimálningu
fyrir íslenskar aðstæður.
Útsölustaðir Málningar:
Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi
• Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur
byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko
Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum
• Byko Keflavík • Bláfell Grindavík.
Fólk vill standa traustum fótum ítilverunni, jafnt líkamlega sem
andlega. Til þess þarf undirstaðan
að vera traust. Traustari en al-
mennt er, því rannsóknir sýna að
ótrúlegur fjöldi slysa verður
vegna falls á jafnsléttu. Yfir helm-
ingur skráðra slysa er vegna falls
af jafnsléttu eða hærri stað. Óskar
Jónsson framleiðir skó sem hafa
30 prósent betra grip en aðrir skór.
Hann hefur framleitt skósóla í
Portúgal undanfarin ár. Nýju
skórnir byggjast á íslensku hugviti
Ólafs Jónssonar, sem fann upp
harðkornadekkin. „Ólafur heim-
sótti mig í Portúgal og þá kom upp
sú hugmynd að nota harðkornin í
skósóla,“ segir Óskar.
Óskar segir að ef hægt sé að
draga úr hálkuslysum sé hægt að
spara fyrirtækjum og heilbrigðis-
kerfinu háar fjárhæðir. Hann legg-
ur áherslu á að þótt áhersla sé á
skó fyrir atvinnulífið, sé ekkert
síður hugsað fyrir því að framleiða
vandaða þægilega skó fyrir al-
menna notkun. „Sólarnir gefa
betra grip við ýmsar aðstæður,
ekki bara á vetrum í hálku, heldur
líka í bleytu.“
Óskar segist leggja mikið upp
úr því að nota einungis hágæðaefni
í skóna. „Þægindi og gæði skipta
ekki síður máli þegar vinnuskór
eru annars vegar, þar sem margir
þurfa að standa langan tíma í
einu.“ Þar fyrir utan vinni margir
við aðstæður þar sem hætta er á að
renna til.
Óskar segir að viðtökur hafi
verið góðar hjá þeim sem hafa
kynnst skónum. Markið er sett
hátt. „Þetta er gríðarlega stór
markaður. Íslendingar einir nota
um 1,3 milljónir skópara á ári.
Skórnir frá okkur eru hágæðaskór
sem veita meira öryggi og eru á
samkeppnishæfu verði.“
Nánari upplýsingar um skóna
má nálgast á vefnum green-
diamondshoes.com. ■
HARLEM-STEMNING
Andrea Gylfadóttir er sú íslensk söngkona
sem best túlkar blústónlist. Hún mun
leika í sýningu sem helguð er suðupotti
menningar bandarískra blökkumanna í
Harlem á fjórða áratugnum.
Harlem á
Hinsegin
dögum
SÖNGLEIKIR Hinsegin leikhús og
CMS-leikhúsið í New York-borg
setja upp söngleikinn Ain’t Mis-
behavin’, the Fats Waller Musical
Show í Loftkastalanum í ágúst-
mánuði. Frumsýningin fer fram á
opnunarhátíð Hinsegin daga í
Reykjavík föstudaginn 8. ágúst.
Leikstjórinn og allir leikarar sýn-
ingarinnar, nema Andrea Gylfa,
koma frá Bandaríkjunum. Andrea
fer út til æfinga í júlí.
Söngleikurinn hefur farið sig-
urför um Bandaríkin frá því að
það var frumsýnt árið 1978. Í
verkinu er endursköpuð stemning
á næturklúbbi í Harlem á fjórða
áratugnum, blómaskeiði í menn-
ingu blökkumanna í Harlem. Kon-
ungur skemmtunarinnar er jass-
píanistinn og skemmtikrafturinn
Fats Waller.
Þessi tími hefur stundum verið
nefndur endurreisnin í Harlem.
Þangað flykktist ungt ógift fólk í
leit að tækifærum í þessari höfuð-
borg afrískra Ameríkumanna.
Svartir hommar og lesbíur fóru til
Harlem, þar sem þessir hópar nutu
meira frelsis en annar staðar. Það
varð til þess að samkynhneigðir af
öðrum kynþáttum komu til
Harlem. Þannig urðu til vináttu-
sambönd fólks af ólíkum kynþátt-
um og þjóðfélagsstéttum. ■
Jósafat austur
NESKAUPSTAÐUR Sjóminjasafn
Jósafats Hinrikssonar, sem
lengst af var til húsa í Súðarvogi
í Reykjavík, hefur verið flutt
austur á Neskaupstað og opnað
þar almenningi. Sjóminjasafn
Jósafats var reist af hugsjón og
mikilli atorku Jósafats sjálfs,
sem efnaðist á framleiðslu tog-
hlera en sleit aldrei þær taugar
sem hann bar til hafsins. Jósafat
er látinn fyrir nokkrum árum en
ættingjar hans færðu Fjarða-
byggð safnið að gjöf. Var það vel
við hæfi þar sem Jósafat var ætt-
aður að austan. ■
HARÐKORNA SKÓR
Óskar Jónsson framleiðir skó með harðkornasólum sem draga úr líkum þess að fólk renni
til. Skórnir eru vandaðir og sólarnir umhverfisvænir.
■ Fólk er alltaf að detta. Skór með harð-
kornasólum geta fækkað hálkuslysum
verulega og sparað fyrirtækjum og heil-
brigðiskerfinu hár fjárhæðir.
Skóframleiðsla
Með fótfestu í öruggum skóm
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T