Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 2
2 13. júlí 2003 SUNNUDAGUR “Ég sit sveittur og bý til frí fyrir aðra.“ Sumarfrí landsmanna standa nú sem hæst. Helgi Jóhannsson er framkvæmdastjóri sumarferða.is. Spurningdagsins Helgi, á leið í fríið? Fjárhagserfiðleikar hjá Altech: Öllu starfsfólki sagt upp VIÐSKIPTI Öllu starfsfólki Altech, 15 að tölu, hefur verið sagt upp í kjölfar fjárhagserfiðleika hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið á inni ógreidd laun hjá fyrirtækinu vegna tveggja síðustu mánaða og er viðskiptabanki Altech, Landsbanki Íslands, hættur að veita fyrirtækinu fyrirgreiðslu. „Það er engin launung að við erum í fjárhagslegri endur- skipulagningu,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, forstjóri Altech. „Við erum að fá nýja fjárfesta í félagið og stækka það. Greiðslur frá stærri verk- efnum hafa dregist vegna seink- ana. Hins vegar hefur verkefna- staða okkar aldrei verið betri.“ Altech hefur í samvinnu við rússneska aðila unnið að undir- búningi þess að reisa álver við Húsavík. Jón segir að staða Al- tech breyti engu um stöðu þess verkefnis. Altech var stofnað árið 1987. Fyrirtækið hefur unnið að hönn- un og framleiðslu á búnaði fyrir skautsmiðjur í álverum. ■ Ekki verður réttað á Keflavíkurflugvelli Ráðuneytisstjóri segir utanríkisráðuneytið ekki úrkula vonar um að ríkissaksóknari fallist á framsal hnífstungumannsins. Saksóknari segir ekkert framsal á lögsögu felast í flutningi mannsins á varnarstöðina. DÓMSMÁL Heimildir Fréttablaðsins herma að réttarhald yfir hníf- stungumanninum muni halda áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur og að ekki komi til greina að ís- lenskur saksóknari sæki málið á Keflavíkurflugvelli. Þar séu engir íslenskir dómstólar og því verði að koma með hann fyrir rétt til Reykjavíkur. „Málið hefur þróast hægt. Það að hann yrði vistaður á vellinum hefur alltaf komið til greina í stöð- unni. Ríkissaksóknari vildi setja ákveðin skilyrði og að það væri gengið mjög tryggilega frá þeim skrif- lega,“ segir Gunn- ar Snorri Gunnars- son, ráðuneytis- stjóri utanríkis- ráðuneytisins. Gunnar Snorri segir stjórnkerfið hjá Bandaríkja- mönnum flókið. Áður en þeir af- hendi slíka yfirlýsingu skriflega þurfi að fara í gegnum ákveðið ferli. Því hafi þetta líka tafist af þeirra hálfu. Á föstudag hafi utan- ríkisráðuneytið fengið skriflegar skuldbindingar, undirritaðar af að- mírálnum á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi ráðuneytið getað tilkynnt dómsmálaráðuneytinu og ríkissak- sóknara að skilyrði væru uppfyllt. „Hafa ber í huga að þetta er ein- göngu spurning um vistunarstað, ekki framsal. Það mál er ennþá í athugun,“ segir Gunnar Snorri. Hann segir skilyrðin sem ríkis- saksóknari setti vera þau að hann fari ekki úr landi og muni mæta fyrir rétt ef á þurfi að halda. Gunnar segir töfina við að fá að yfirheyra bandarísk vitni ekki hafa verið skýrða fullkomlega af hálfu varnarliðsmanna. Nokkuð ljóst sé þó að það tengist þessu máli. Þeir hefðu samt hugsanlega leyft einhvern aðgang á endanum. „Við gerum ráð fyrir að frekari yf- irheyrslur fari fram á vellinum.“ “Við teljum ekki ómögulegt að sátt náist um ákvörðunina. Erum ekki úrkula vonar um að ríkissak- sóknari muni að lokum fallast á okkar rök. Aðalmálið er að íslensk stjórnsýsla komi sér þokkalega saman. Bandaríkjamenn blandast ekkert inn í þann slag, segja má að þeir fylgist með af áhuga,“ seg- ir Gunnar Snorri. „Þetta er einungis spurning um vistunarstað, í þessu felst ekkert framsal á lögsögu,“ segir Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari. Sveinn Andri Sveinsson, verj- andi varnarliðsmannsins, lítur svo á að maðurinn hafi í raun verið leystur úr gæsluvarðhaldi. Ekki sé hægt að láta menn vera í gæslu- varðhaldi í umdæmi annars ríkis. Hann er ósáttur við að maðurinn hafi verið fluttur án sinnar vit- neskju. „Það er eins og þetta hafi verið einhver DHL-pakki sem var afgreiddur til sendingar.“ hrs@frettabladid.is RÓLEGT Á HÖFUÐBORGARSVÆÐ- INU Lögreglu í Reykjavík og Hafnarfirði bar saman um að að- faranótt laugardags hafi verið sérlega róleg. Skýringin var talin sú að landsmenn væru á faralds- fæti og þar af leiðandi fáir á ferli á höfuðborgarsvæðinu. „Ef menn eru að gera eitthvað af sér eru þeir að gera það annars staðar,“ sagði varðstjórinn í Reykjavík. MET Í HVALFJARÐARGÖNGUM Að sögn lögreglunnar á Akranesi munu um það bil 12.000 bílar hafa farið um Hvalfjarðargöngin á föstudag. Talið er að það sé meiri fjöldi en fór í gegn daginn sem göngin voru opnuð. Tölur fást ekki staðfestar fyrr en á morgun. STJÓRN Í FÆÐINGU Óðum styttist í að ný stjórn taki við völdum í Írak, að því er AP fréttastofan hefur eftir háttsettum en ónafn- greindum vestrænum stjórnarer- indreka. Bráðabirgðastjórn Bandaríkjamanna í Írak hefur unnið að því ásamt stjórnmála- hópum í Írak að setja saman nýja stjórn. BÝÐST TIL AÐ SEGJA AF SÉR Mo- hammad Khatami, forseti Írans, bauðst í gær til þess að segja af sér embætti ef það er almennur vilji fólks í landinu. Vaxandi óánægju gætir með að honum hefur ekki tekist að koma í gegn lýðræðisumbótum, sem hann hef- ur lengi lofað að gera. STJÓRN PALESTÍNUMANNA Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palest- ínumanna, er fyrir miðri mynd. Palestínumenn: Berjast innbyrðis GAZA-BORG, AP Meðlimir í Hamas, samtökum herskárra íslamskra Palestínumanna, réðust í gær á palestínskar lögreglubifreiðar á Gaza-svæðinu. Þetta gerðist í framhaldi af því að lífverðir Mo- hammeds Dahlans, yfirmanns palestínsku öryggissveitanna, skutu á og særðu meðlim í Hamas. Átök þessi þykja ótvírætt merki um að spenna sé að aukast á milli palestínsku heimastjórnar- innar og vopnaðra hópa herskárra Palestínumanna. Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra palestínsku heimastjórnar- innar, er undir miklum þrýstingi frá Ísrael um að afvopna Hamas og önnur samtök, sem stundað hafa árásir á Ísraelsmenn. Ísraelskir ráðamenn réðust harkalega að Yasser Arafat í gær. Talsmaður stjórnarinnar sagði að ef Arafat hætti ekki að berjast gegn friðarferlinu kynni hann að vera rekinn úr landi. ■ Þreyttur eftir innbrot: Lagðist til svefns INNBROT Hann fór ekki langt mað- urinn sem braust inn í íbúðarhús í Kópavogi snemma morguns í gær. Þegar inn í húsið var komið lagð- ist maðurinn til svefns. Maðurinn var ölvaður. Öryggiskerfi í húsinu fór í gang þegar maðurinn braust inn. Lögregla kom á staðinn, vakti manninn og færði hann í fanga- geymslur þar sem hann lagðist aftur til svefns. Fyrr um morguninn hafði lög- regla haft hendur í hári manns sem var að brjótast inn í bíla. Hann hafði þá náð að gramsa í bíl- um. Maðurinn, sem var undir áhrifum áfengis, var færður í fangageymslur. ■ KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Hnífstungumaðurinn er nú í vörslu varnarliðsins. ■ Gunnar segir að töfin á að fá að yfirheyra bandarísk vitni hafi ekki verið skýrð fullkom- lega af hálfu varnarliðsins. BÍLVELTA Í LANGADAL Bíll valt í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu aðfaranótt laugardagsins. Að sögn lögreglu var öku- maðurinn ölvaður og var hann fluttur á sjúkrahús með minni- háttar meiðsl. ÓK Á GRINDVERK Karlmaður ók á grindverk við Þingvallastræti á Akureyri um fimmleytið í gær- morgun. Maðurinn er grunaður um ölvun og var færður í fanga- geymslur. Miklar skemmdir urðu á bílnum. BÍLVELTA Í SVÍNAHRAUNI Fólks- bifreið valt í Svínahrauni um há- degisbil í gær. Ekki er vitað um orsakir veltunnar, en fjórir voru í bílnum og sluppu allir við meiðsl. BARN BRENNDIST Tveggja ára barn brenndist á fæti í Húsafelli í gær þegar það datt um prímus, sem á var pottur með sjóðandi vatni. Barnið var flutt til skoðun- ar í Borgarnesi. Þá féll maður af hestbaki upp við Gufuá, rétt fyrir ofan Borgarnes, þegar hestur hans prjónaði, með þeim afleið- ingum að hann féll og fótbrotn- aði. Hann var fluttur með sjúkra- bifreið til Reykjavíkur. HÚSNÆÐI ALTECH VIÐ LYNGHÁLS Altech á við fjárhagslega erfiðleika að stríða. Forstjóri þess er bjartsýnn á að því takist að leysa vandann. ■ Lögreglufréttir Skeljungsmálið: Keyptu fyrir nær milljarð VIÐSKIPTI Kaupþing Búnaðarbanki keypti hlutafé fyrir nær milljarð á markaðsvirði 30. júní, daginn sem hlutafé Shell International og Haukþings var selt á undirverði. Viðskipti þennan dag eru í könnun hjá Fjármálaeftirliti og Kauphöll- inni eins og blaðið greindi frá í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings Búnaðarbanka, vildi í gær ekkert segja um málið eða hvort fyrirtæki hans hefði keypt bréfin hefði það vitað af kaupum Burðaráss og Sjóvár-Al- mennra á hlut Shell International á undirverði. Ekki náðist í Benedikt Jóhann- esson, stjórnarformann Skeljungs og Burðaráss, Bjarna Ármanns- son, forstjóra Íslandsbanka, og bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigur- jón Þ. Árnason, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. ■ ■ Lögreglufréttir ■ Persaflói Stórleik 10. umferðar lauk með sigri KR: KR komið fast að hælum Þróttara FÓTBOTLI „Ég er alls ekki sáttur við þennan leik,“ sagði Ingvi Sveins- son, leikmaður Þróttar, eftir 2-1 tap fyrir KR í gær. „Við áttum al- veg möguleika á þremur stigum og við vorum hreinlega óheppnir að klára þetta ekki í lokin. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist átt- um við alveg séns á einu stigi með jafntefli en það hafðist ekki.“ Fyrsti leikur 10. umferðar Landsbankadeildarinnar í knatt- spyrnu fór fram í Frostaskjóli. Þangað kom efsta liðið Þróttur í heimsókn. Fyrri hálfleikur var bragðlaus og fátt um alvarleg færi. Hins vegar komu leikmenn KR grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu tvö glæsileg mörk á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það fóru Þróttarar að sækja meira og náðu að minnka muninn, en þrátt fyrir grimmar atlögur síðustu mínúturnar náðu þeir ekki að jafna. „Það voru stór þrjú stig í boði hér í dag og við tókum þau þannig að ég er sáttur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. „Mér sýnist þetta vera að koma hjá okkur. Fyrri hálfleikur var dauflegur og við höfðum tilhneigingu til að gera hlutina erfiða fyrir okkur en þetta hafðist með frísklegum leik í seinni hálfleik. Gamli baráttu- hugurinn sem okkur hefur vantað undanfarið er farinn að gera vart við sig aftur og bjart fram und- an.“ ■ FRÁ LEIK KR OG ÞRÓTTARA Í FROSTASKJÓLI Leikurinn gat endað á hvorn veginn sem var. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.