Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.07.2003, Qupperneq 4
4 13. júlí 2003 SUNNUDAGUR Ertu sátt(ur) við að Trygginga- stofnun þurfi ekki að greiða orlof af fæðingarorlofi? Spurning dagsins í dag: Var innrásin í Írak réttlát aðgerð? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 43,2% 56,8% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ÓVENJULEGIR ÞRÍBURAR Systurnar voru samvaxnar frá hálsi og töldu læknar því ekki mögulegt að skilja þær að. Systur létust: Samvaxnar frá hálsi BUENOS AIRES, AP Tvær argentínsk- ar stúlkur sem fæddust samvaxn- ar frá hálsi létust tæpum þremur vikum eftir að þær komu í heim- inn. Móðir stúlknanna eignaðist einnig alheilbrigðan dreng. Stúlkurnar tvær og bróðir þeirra fæddust 21. júní síðastlið- inn í borginni San Juan í Argent- ínu. Systurnar deildu hjarta og öðrum mikilvægum líffærum og komust læknar að þeirri niður- stöðu að ekki væri unnt að skilja þær að. Voru þær settar í öndun- arvél strax eftir fæðingu en önd- unarfæri þeirra gáfu sig innan þriggja vikna. Þríburafæðingar af þessu tagi eru afar sjaldgæfar, að sögn sér- fræðinga. ■ Áætlunarflug til Bagdad í Írak: Þrjú félög sækja um leyfi FRANKFURT, AP Þýska flugfélagið Lufthansa og Pólska flugfélagið LOT hafa bæði sótt um leyfi til að hefja áætlunarflug til Bagdad, höfuðborgar Íraks. Áður hefur skandinavíska flugfélagið SAS sótt um leyfi til áætlunarflugs til Bagdad. Áætlunarflug til Bagdad lagðist niður árið 1990 í kjölfar stríðsátaka. Margir kaupsýslumenn þurfa að ferðast til Íraks og binda fé- lögin vonir við að flugið verði jafn ábatasamt og áður. Það eru bandarísk yfirvöld í Írak sem veita áætlunarleyfin, en þau hafa einmitt hvatt alþjóð- leg flugfélög til þess að byrja að fljúga til landsins. Lufthansa og LOT ætla að hefja flugið síðsum- ars. „LOT hyggst fljúga milli Var- sjár og Bagdad gegnum Beirút í Líbanon. Við ætlum að fljúga tvisvar í viku til að byrja með og vonumst til að hefja flugið um miðjan ágúst,“ sagði Leszek Chorzewski, talsmaður LOT. Áætlunarflug Lufthansa milli Frankfurt og Bagdad skilaði góðum hagnaði áður en Persaflóastríðið braust út. „Við höfum ekki enn fengið svar en erum tilbúnir að hefja flug viku eftir að það berst,“ sagði Thomas Jachnow, talsmað- ur Lufthansa. ■ Samgöngur milli Ind- lands og Pakistans Áætlunarferðir með rútum hafa verið teknar upp að nýju á milli Ind- lands og Pakistans eftir að hafa legið niðri í átján mánuði. Margir telja þetta fyrsta skrefið í átt til friðar á milli landanna tveggja. NÝJA-DELÍ, AP „Brú á milli tveggja þjóða“ stóð skrifað stórum stöfum á hlið indverskrar rútu sem lagði af stað frá Nýju-Delí til Lahore í Pakistan við mikinn fögnuð við- staddra. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju á milli Indlands og Pakistans eftir að hafa legið niðri í átján mánuði. Áætlunarferðunum var hætt í desember 2001 í kjölfar árásar á indverska þjóð- þingið. Indversk yfirvöld töldu að pakistanska leyni- þjónustan og her- skáir múslímar hefðu staðið á bak við árásina og slitu stjórnmálasambandi við nágranna sína. Önnur rúta lagði af stað frá Lahore til Nýju-Delí og mættust bílarnir á miðri leið. Á meðal farþega voru blaðamenn, foreldr- ar tveggja hjartveikra barna í leit að læknishjálp og ættingjar á leið í brúðkaup. Almenningur í báðum löndum fagnar því af heil- um hug að áætlunarferðirnar skuli vera hafnar að nýju. Mörg- um gefst nú tækifæri til þess að hitta ættingja sína handan landamæranna í fyrsta sinn í hálft annað ár. Mikil öryggisgæsla var í tengslum við atburðinn. Leitað var á farþegum og farangur þeirra grandskoðaður auk þess sem lögregla fylgdi báðum rútun- um eftir. Rútuferðirnar eru fyrsta stóra skrefið í átt til friðar á milli Ind- lands og Pakistans. „Við vonumst nú til þess að fundin verði frið- samleg lausn á öllum okkar vandamálum“ sagði Bhuwan Chandra Khanduri, samgöngu- málaráðherra Indlands, sem fylgdi rútunni úr hlaði í Nýju- Delí. „Endurvakning áætlunar- ferðanna hefur ekki aðeins vakið von í brjóstum þegna landanna tveggja heldur einnig opnað tækifæri fyrir ferðaþjónustu og menningarstarfsemi,“ sagði Raiz Munir Ahmed, ferða- og menn- ingarmálaráðherra Pakistans. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þess að áætlunarferðirnar skuli vera hafnar að nýju. Í Nýju- Delí mættu um 100 öfgasinnaðir hindúar til að mótmæla brottför rútunnar. Veifuðu þeir svörtum fánum og hrópuðu svívirðingar að rútufarþegunum. Rúturnar munu fara á milli Indlands og Pakistans tvisvar í viku og taka ferðirnar um tólf klukkustundir. brynhildur@frettabladid.is Ferðahættir fugla rann- sakaðir: Skúmar með sendi RANNSÓKN Tveir skúmar hafa verið merktir með sendum í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum þeirra næsta árið. Skúmarnir voru fangað- ir í Öræfum en þar eru varpstöðvar þeirra. Fyrir ári voru fjórir skúmar merktir með sama hætti og kom í ljós að þeir ferðast ansi víða. Síðast sást til eins á Grænlandshafi, annar fór að vesturströnd Noregs, sá þriðji flaug til Jótlands og sá fjórði var við strönd Nova Scotia í Kanada. Með rannsókninni er von- ast til að hægt verði að kortleggja ferðahætti og farleiðir fuglanna. ■ ARIEL SHARON Ísraelski forsætisráðherrann heldur til Washington síðar í þessum mánuði til að funda með bandarískum ráðamönnum. Ariel Sharon: Á leið til Washington JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, heldur í op- inbera heimsókn til Washington í lok þessa mánaðar til að ræða áframhaldandi framkvæmd frið- aráætlunar fyrir botni Miðjarðar- hafs. Ísraelska forsætisráðuneytið hafði áður tilkynnt að Sharon færi til Bandaríkjanna í september en að sögn ísraelskra ráðamanna var ferðinni flýtt að áeggjan banda- rískra yfirvalda. Á sunnudaginn heldur Sharon í fjögurra daga heimsókn til Bretlands og Noregs. Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínumanna, er einnig væntanlegur til Washington í sumar. ■ MEÐ TILHLÖKKUNARGLAMPA Í AUGUM Pakistönsk börn bíða óþreyjufull eftir því að rútan leggi af stað frá Lahore til Nýju-Delí á Indlandi. ■ Mörgum gefst nú tækifæri til þess að hitta ættingja sína handan landamæranna í fyrsta sinn í hálft annað ár. Á KORTIÐ Á NÝ Þótt ástandið í Írak sé enn ótraust hafa að minnsta kosti þrjú flugfélög sótt um leyfi til áætlunarflugs til Bagdad, höfuðborgar landsins. WASHINGTON, AP George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, sagðist í gær harla ánægður með að George J. Tenet, yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, skyldi taka á sig alla ábyrgð á því að röng fullyrðing hafi verið í stefnuræðu forsetans í janúar síðastliðnum. Bush hélt því fram í stefnuræðu sinni að Írakar hefðu reynt að kaupa efni í kjarnorkusprengjur í Afríku. Fyrir nokkru viðurkenndi Bush að þessi fullyrðing væri röng, en bar fyrir sig að CIA hefði lesið yfir ræðuna og lagt blessun sína yfir þessa setningu. Í lok yfirlýsingar sinnar í gær sagði Tenet að efnislega hefði setn- ingin í ræðu Bush reyndar verið rétt, því forsetinn fullyrti reyndar ekki annað en að „í skýrslu bresku stjórnarinnar hafi sagt að Írakar hafi sóst eftir úraníumi frá Afríku“. Að mati Tenets var breska skýrslan hins vegar ekki nógu traust heimild til þess að verjandi væri að hafa þessa fullyrðingu með í ræðu forsetans. CIA hefði því átt að „sjá til þess að setningin yrði tek- in úr ræðunni.“ Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, svaraði gagnrýni Banda- ríkjamanna fullum hálsi í gær og sagði Breta hafa notast við upplýs- ingar í skýrslu sinni, sem þeir hafi ekki látið CIA í té. ■ Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar harðorður í garð bandamanna sinna: Bresku stjórninni ekki treystandi GEORGE J. TENET Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.