Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 17
■ Íslenskur her Mig grunar að þeir sem talahelst fyrir því að stofna her vilji koma á fót enn einni stofnun- inni þar sem þeir geta valsað um með borðaklæddum mönnum og gert plön,“ sagði einn viðmælandi Fréttablaðsins um hugmyndina sem nokkuð hefur gætt í umræð- unni undanfarið, af gefnu tilefni, að Íslendingar stofni eigin her. „Sumir tala beinlínis um að búa sér til bakland,“ sagði viðmæland- inn enn fremur. „Mér finnst stundum vera hálf fasískur tónn í þessu.“ Það er óhætt að segja að hug- myndinni um íslenskan her hafi ævinlega verið mætt með nokk- urri hæðni af hálfu Íslendinga. Margir eiga erfitt með að sjá fyr- ir sér Íslendinga í herbúningum marsera niður Skólavörðustíg á hersýningu í fylgd með brynbíl- um, vopnaða hríðskotabyssum. Þar á ofan eiga margir í miklum erfiðleikum með að sjá fyrir sér af hverju Íslendingar ættu að hafa sveitir manna undir vopnum yfirhöfuð. Þörfin er ekki augljós. Að vernda byggingar Ljóst er að Bandaríkjamenn meta stöðu Íslands á þann veg að landið sé ekki lengur hernaðar- lega mikilvægt. Sú staðreynd að þeir íhuga nú að taka herlið sitt á brott af þeim sökum vekur marg- ar spurningar. Margir telja lykil- atriði að landið verði ekki varnar- laust. Ef herinn fer hins vegar af þeim sökum að landið sé ekki hernaðarlega mikilvægt má spyrja sig hvort það mat sé ekki einmitt næg ástæða fyrir Íslend- inga til þess að hafa litlar áhyggj- ur af málinu og láta þar við sitja. „Það er enginn að tala um að Ís- lendingar myndu taka yfir starf- semina sem er á Keflavíkurflug- velli,“ sagði embættismaður inn- an stjórnarráðsins í samtali við blaðið. „Það er einfaldlega út úr kortinu. Hins vegar er það spurn- ing hvort við þurfum ekki að halda uppi einhverri lágmarks- starfsemi til þess að tryggja innra öryggi.“ Bent er á að Íslendingum eins og öðrum þjóðum stafi hætta af hryðjuverkum. Það gæti því verið þörf á lágmarksöryggis- sveitum til þess að afla og halda utan um upplýsingar sem kynnu að berast og bregðast við þeim. Nauðsyn gæti skapast á því að vernda mikil- vægar bygging- ar og líf og limi borgaranna. Við- mælandi blaðs- ins ræddi um Falun Gong-mál- ið í þessu samhengi. „Þó svo að það hafi lítil hætta stafað af þeim kom það bersýnilega í ljós í því máli að sá hópur taldi ákjósanlegt að koma til Íslands vegna þess að þar væri lítil öryggisgæsla. Það má ímynda sér að mun verri staða kæmi upp. Það er aldrei að vita hvað gerist.“ 2.400 manna her eðlileg stærð Ef Ísland færi að dæmi ann- arra þjóða og færi að verja lág- marksupphæðum til varnarmála miðað við það sem aðrir þjóðir greiða myndi það leiða til þess að 5 til 6 milljarðar rynnu til varnarmála á ári hverju. Það eru um eitt til tvö prósent af heildarútgjöldum ríkisins. Ef þjóðin færi að dæmi Norðurland- anna og hefði undir vopnum 1,5% af mannafla, sem telur um 160 þúsund manns, yrði íslenski her- inn um 2.400 manns. Á það ber að líta að það er sami mannfjöldi og herinn á Keflavíkurflugvelli er með nú. Ljóst er því að her á vegum Ís- lendinga, sem yrði sambærilegur við herinn á Miðnesheiði, er ekki fáránlegur í alþjóðlegu samhengi. Af alþjóðlegum sjónarhóli mætti slíkur her teljast lágmarksstærð. En af sjónarhóli Íslendinga, sem hafa aldrei haft innlendan her, kann málið að horfa öðruvísi við. Viljum við verja sömu upp- hæð til varnarmála og við verjum til Háskóla Íslands á ári hverju? Hvar finnum við 2.400 Íslendinga sem vilja ganga í her? Höfum við efni á búnaði, þjálfun og viðhaldi, sem rokkar á tugum milljarða? Hernaðarútgjöld Bandaríkj- anna eru áætluð um 28 þúsund milljarðar króna á næsta ári. Lík- legt þykir að aukning Bandaríkja- manna á útgjöldum til varnarmála muni hafa í för með sér aukningu í útgjöldum annarra landa til varnarmála, til þess að halda í við þróunina. Í samhengi heimsmál- anna má líta svo á að spurningin fyrir Íslendinga sé sú hvort þeir ætli sér á einhvern hátt að taka þátt í þessum dansi og gerast her- veldi. Það yrði algerlega nýtt við- fangsefni fyrir land og þjóð og í mörg horn að líta, eins og hér er farið yfir. gs@frettabladid.is 16 13. júlí 2003 SUNNUDAG „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ef Íslendingar stofna her þarfhershöfðingja. Hann þarf vita- skuld að vera miklum kostum bú- inn. Spurningin er hvort slík hæfi- leikamanneskja leynist á meðal Íslendinga. Þeir fjölmörgu álits- gjafar sem Fréttablaðið leitaði til brugðust skjótt við þegar þeir voru beðnir um að nefna nöfn, enda er hér ný og spennandi vangavelta á ferð. Hinn íslenski Patton: Guðjón Þórðarson Guðjón Þórðarson knatt- spyrnuþjálfari var oftast nefndur í stöðuna. Framganga hans á hlið- arlínunni virðist koma mönnum fyrir sjónir sem mjög í stíl herfor- ingja. „Hann stjórnaði Stoke og landsliðinu eins og herforingi,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. „Hefur grimmdina sem til þarf.“ „Ég sé hann fyrir mér í fullum herklæðum,“ sagði annar. „Fáir hafa sýnt meiri herkænsku en hann,“ sagði sá þriðji. „Hann slökkti í ríkjandi heimsmeistur- um.“ „Vægðarlaus náungi,“ sagði knattspyrnuáhugamaður sem var í engum vafa um hæfileika Guð- jóns á sviði hernaðar. Guðjón Þórðarson verður samkvæmt þessu að teljast herforingjaefni Íslendinga númer eitt. Aðrir tilnefndir Bubbi Morthens. „Bubbi hefur útlitið, viðhorfið og fasið til að fara fyrir flokki manna í stríði.“ „Blæbrigðaríkur talandi hans hljómar sífellt meira eins og rödd Winstons Churchills þegar hann var upp á sitt besta.“ Davíð Odds- son. „Hann hefur þegar ákveðið þátttöku okkar í stríði. Sýndi fá- dæma æðruleysi þrátt fyrir tví- sýna stöðu.“ Haraldur Jóhannes- sen. „Virðist kunna ágætlega við sig í einkennisbúningi.“ „Hrein- ræktaður herforingi.“ Helgi Vil- hjálmsson í Góu. „Eitilharður naggur og dugnaðarforkur.“ Einar Karl Haraldsson. „Góður í ein- hvers konar gæsluliði.“ Ögmund- ur Jónasson. „Sérsveitarmaður. Minnir ögn á Rambo.“ Hrafn Jök- ulsson. „Það sem her þarf er beitt- ur ræðumaður sem blæs eldmóði í sitt fólk.“ Gunnar Eyjólfsson. „Margra ára höfðingjareynsla.“ Grétar Örvarsson. „Mjög reffil ur. Með þunnt og þráðbeint y varaskegg gæti hann dottið in suður-amerísku hershöfðing týpuna.“ Sigmar B. Haukss „Vegna þess að hann er forma Skotveiðifélagsins.“ Kári Stefá son. „Rumsfeld-týpan.“ K Steinar Valsson. „Kann að ski leggja hersveitir.“ Georg Lár son. „Kæmi hlutunum í verk gæti haldið góðri ímynd á hern í leiðinni.“ Eyþór Arnalds. „My tala um strategíu og skoða ko reykherbergi í klæðskerasau uðu júniformi með bryddingum Tómas Ingi Olrich. „Væri góðu hnébuxum, með gullspangagl Her þarf búnað. Lauslega áætlað virðist innkaupalistinn vera heldur dýr. Réttu græjurnar F16 „Fighting Falcon“ orr- ustuflugvél. Hún er mun ódýrari en F15-vélarnar sem nú eru á Keflavíkurflugvelli. Norðmenn nota F16 og því ættu þær einnig að henta okkur. Ein vél kostar um 1,2 milljarða króna. Við þyrftum að lágmarki fjórar, til þess að mynda lágmarks flugsveitarein- ingu sem nýtast myndi til að- gerða, hverjar sem þær yrðu. Inn- kaupakostnaður yrði því í kringum 4,8 milljarðar króna. C-130 Hercules. Ef við viljum vera flott á því kaupum við Hercules. Hún getur til dæmis nýst sem bensínflutningavél ef við þurfum að grípa til aðgerða á úthafi. Sá hængur er hins vegar á að ein slík vél kostar um 4 milljarða króna. Svo kemur viðhald og starfs- mannahald í ofanálag. AIM-9 „sidewinder“ flugskeyti. Orrustuflugvélarinnar verða vænt- anlega að hafa einhver vopn. Eitt svona flug- skeyti, með hitasæknu, innrauðu leiðsögu- kerfi, tilval- ið í F16-flugvélarnar, kostar um 6,5 milljónir króna. Óljóst er hver- su margar eldflaugar Íslendingar þyrftu. Hummer-herbílar. Íslendingar hefðu lítið að gera við skriðdreka, en herbílar gætu komið að ein- hverjum not- um. Hægt er að fá notaða Humm- er-jeppa fyrir eina og hálfa milljón. Nýir kosta þeir um og yfir 10 milljónir. 7.62mm FN MAG alhliða vél- byssa. Þessi vélbyssa er mikið notuð um allan heim, m.a. af hernum í Lúxemborg. Hægt er að hafa hana bæði á tvífæti og á þrí- fæti og hún þykir létt í meðförum. Hún gæti því hentað vel í íslenskri hraunójöfnu. Eitt stykki kostar um eina milljón. Five-seveN® Tactical skamm- byssa. Hinir hærra settu í hernum myndu ef til vill hafa skammbyssu í belti. Þessi er nokkuð ný af nálinni og þykir stöðug og nákvæm. Hún kostar um 50 þúsund krónur. ■ Hershöfðinginn Hver ætti að fara fyrir hernum? Væntanlega þyrfti að leita í raðir óbreyttra borgara. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Knattspyrnuþjálfarinn snjalli virðist í fljótu bragði henta vel í stöðuna. „Ég sé Guðjón fyrir mér í fullum herklæðum,“ sagði einn álitsgjafa Fréttablaðsins. „Fáir hafa sýnt meiri herkænsku en hann.“ KARL STEINAR VALSSON „Kann að skipuleggja hersveitir.“ Hugmyndir um íslenskan her hafa fengið byr undir báða vængi að undanförnu. En hvernig yrði slíkur her? Hvað myndi herinn kosta og hvers vegna ættu Íslendingar yfirhöfuð að stofna hann? Er hægt að taka hugmyndina alvarlega? Herveldið Ísland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.