Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 19
Á tímabili sýndu skoðanakann-anir að Halldór Ásgrímsson væri ekki öruggur með að ná kjöri til Alþingis. En eins og iðulega gerist breyttist margt í kosninga- baráttunni. Niðurstöður kosning- anna urðu þær að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur endurnýjuðu stjórnarsamstarfið og í september 2004 mun Halldór Ásgrímsson láta af starfi utanrík- isráðherra og taka við embætti forsætisráðherra. Eftir kosningar stóð þér til boða að verða forsætisráðherra í stjórn með Samfylkingunni. Fannst þér það ekki koma til greina? „Það hlýtur að vera fyrsti kostur að skoða framhald á far- sælu stjórnarsamstarfi ef ríkis- stjórn heldur velli. Kosningabar- átta Samfylkingarinnar snerist fyrst og fremst um það að Ingi- björg Sólrún yrði forsætisráð- herra. Það hefur aldrei gerst áður í íslenskri stjórnmálasögu að frambjóðandi væri kynntur sérstaklega sem forsætisráð- herraefni og haldið þeim titli út alla kosningabaráttuna. Þegar ég kom út af kjörstað á kjördag sagði norskur blaðamaður mér að hann væri nýbúinn að tala við Ingibjörgu Sólrúnu, sem segði að Samfylkingin myndi bjóða mér að verða forsætisráðherra í rík- isstjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar. Þetta gekk auðvit- að þvert á það sem Samfylkingin sagði í kosningabaráttunni og ég verð að segja eins og er að mér finnst ekki trúverðugt að reka kosningabaráttu sem menn meina svo ekkert með. Eftir kosningar höfðu Samfylk- ingin og Framsóknarflokkurinn ekki þann styrk sem á þurfti að halda til að mynda ríkisstjórn. Það vissi Samfylkingin ofurvel. Þriðja aflið hefði þurft að koma til og miðað við málflutning Frjálslynda flokksins fannst mér ekki líklegt til árangurs að hann kæmi inn í ríkisstjórn. Það lá einnig fyrir að Vinstri grænir voru andvígir flestu af því sem Framsóknar- flokkurinn hefur barist fyrir á undanförnum árum.“ Ósk um forsætisráðherrastól Davíð Oddsson bauð þér for- sætisráðherrastólinn og sumir hafa talað um örlæti í því sam- bandi. „Það er ekkert örlæti til í póli- tík og þetta var skynsamleg niður- staða fyrir báða flokka. Fram- sóknarflokkurinn var í stöðu til að setja fram ósk um að ég yrði for- sætisráðherra. Það var gert og Sjálfstæðisflokkurinn gekk að því.“ Ef ekki hefði verið gengið að því, hefðirðu þá ekki farið í þessa ríkisstjórn? „Ég ætla ekkert að spá um það. Þessir samningar tókust og við erum afskaplega sáttir við það.“ Því hefur stundum verið haldið fram að Davíð sé ráðríkur í sam- skiptum ykkar. Menn hafa gengið mjög langt í slíkum fullyrðingum og jafnvel talað um þig sem eins konar strengjabrúðu hans. „Þú ert hér að vísa til áróðurs stjórnarandstöðunnar. Henni finnst henta að gera lítið úr mér en ég tek það ekki nærri mér. Hvað varðar spurninguna um ráð- ríki þá erum við Davíð báðir ráð- ríkir. Ég held reyndar að það sé mikilvægt að forystumenn séu hæfilega ráðríkir.“ Sérðu það fyrir þér að Davíð geti starfað sem undirmaður þinn í ríkisstjórn? „Það sé ég alveg fyrir mér. Í samstarfi okkar hefur hann þurft að taka tillit til mín og ég tillit til hans. Annað gengur ekki þegar menn vinna saman.“ Kanntu vel við Davíð Oddsson? „Ég kann mjög vel við hann og allir þeir samningar sem ég hef gert við hann hafa haldið.“ Framtíð R-listans Hver er staða Framsóknar- flokksins í framtíðinni ef Samfylk- ingin heldur sínu? Stafar ykkur ekki ógn af henni? „Samfylkingunni stendur aðal- lega ógn af sjálfri sér.“ Sérðu Ingibjörgu Sólrúnu fyrir þér sem formann Samfylkingar- innar? „Það er Samfylkingarinnar að ákveða það og mér alveg óvið- komandi. Ég tel að Samfylkingin hafi kosið sér ágætan formann á sínum tíma og það hefði verið eðlilegt að standa við bakið á hon- um. Til þess eru formenn kosnir. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju menn kjósa formann og velja svo einhvern annan til að tala fyrir flokkinn. Það er eins og eigi að hafa einn formann til að hlusta og annan til að tala. Það er hugsun sem gengur ekki upp í mínum flokki.“ Hver er framtíð R-listans? Heldurðu að það samstarf eigi framtíð fyrir sér? „Meðan trúnaður og traust ríkja milli þeirra sem þar starfa saman tel ég að samstarfið geti átt framtíð fyrir sér. Hvort þetta er raunin verða þeir fyrst og fremst að dæma um sem að samstarfinu standa. Ég hef staðið við bakið á félögum mínum í R-listanum og við studdum fyrrverandi borgar- stjóra með ráðum og dáð alla tíð og það kom okkur í opna skjöldu að hún skyldi ákveða að víkja frá þeim yfirlýsingum sem hún hafði gefið. Slíkt skaðar samstarf. Nú hafa menn unnið sig út úr því. Ég ætla að styðja mína félaga þarna eins og annars staðar í þeim ákvörðunum sem þeir taka. Hins vegar liggur fyrir að það er alltaf best fyrir flokka að starfa sem mest á eigin forsendum, en það hefur oft verið brugðið frá því í sveitarstjórnarmálum, ekki ein- göngu hér í Reykjavík heldur víða annars staðar.“ Heldurðu því sem sagt opnu að halda samstarfinu áfram? „Ég hef ekki lokað á það. Ég tel að það sé ákvörðun sem fram- sóknarmenn í Reykjavík þurfa að taka þegar þar að kemur. Það er út í hött að fullyrða eitthvað um þessi mál núna og gerir ekkert annað en að veikja stöðu þess fólks sem kemur að þessu sam- starfi.“ Erfið mál og trúverðugleik Staða Framsóknarflokks hefur oft verið mjög slæm í sk anakönnunum en á lokaspretti flokkurinn vanur að rétta úr kú um. Flokkurinn virðist ótrúle seigur við að sigrast á erfiðleiku „Við lítum ekki á þetta sem e iðleika heldur sem viðfangse Framsóknarflokknum hefur verið spáð litlu gengi og jafn verið fullyrt að hann væri í rýmingarhættu. Það var mikil bylja og einhliða málflutningu ýmsum málum sem gerði okk erfitt fyrir, til dæmis hvað var Kárahnjúkavirkjun og Íraksm ið. Kárahnjúkamálið hefur tv hliðar en ef farið er yfir umræ una í því máli, þá hafa annarri h þess máls fyrst og fremst ve gerð skil. Við getum líka ne annað erfitt mál sem er ábera núna en það er frestun Héði fjarðarganga. Þetta er mál sem mjög mikilvægt fyrir viðkoma byggðarlag en það er jafnfra nauðsynlegt að viðhalda stöð leika og fara í framkvæmdi réttri röð og taka mið af efnaha ástandi. Það er hin hliðin á máli Það er mikilvægt að umræð taki mið af báðum hliðum.“ Þú minntist á Íraksmálið. sjáum við að Tony Blair lagði m ið undir í því máli en virðist v að tapa á því. Finnst þér ekki að hafir líka tekið skakkan pól í hæ ina? „Nei, það finnst mér ekki. Þ sem menn tapa á reynist ekki all vera rangt. Í kosningunum 1 tapaði Framsóknarflokkurinn nokkru á áherslum sínum í vir ana- og stóriðjumálum. Það er e þar með sagt að þær áherslur h verið rangar. Það liggur fyrir hvað var að g ast í Írak. Þar var stjórnað m harðræði og ótta og hinn alme ■ Viðtal 18 13. júlí 2003 SUNNUDAG Það er ekkert örlæti til í pólitík og þetta var skynsamleg niðurstaða fyrir báða flokka. Framsókn- arflokkurinn var í stöðu til að setja fram ósk um að ég yrði forsætisráðherra. Það var gert og Sjálfstæðisflokk- urinn gekk að því. ,, Ef ég hefði tekið mið af skoðanakönnun- um í síðustu kosningabar- áttu þá er mér alveg ljóst hvað ég hefði átt að gera varðandi Írak. Ég hefði átt að vera mjög andsnúinn því máli vegna þess að ég vissi að yfir 90 prósent kjósenda væru andvíg því sem Banda- ríkjamenn og Bretar voru að gera í Írak. En ég hef engan rétt til að taka slíka afstöðu. Ég er ekki kosinn til þess. Ég er kosinn til að taka afstöðu til mála með þá yfirsýn sem ég hef að leiðarljósi og taka tillit til þeirra atriða sem ég hef upplýsingar um. Það gerði ég. ,, Halldór Ásgrímsson barðist fyrir pólitísku lífi sínu í liðinni kosningabaráttu og hafði sigur. Hann tekur við embætti forsætisráðherra eftir rúmt ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ekkert örlæti til í pólitík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.