Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 31
Maður vaknaði við steikar-lyktina og vissi að það var
sunnudagur,“ segir Ingibjörg
Pálmadóttir, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, um sunnudags-
steikina sem var fastur liður í
lífi hennar í æsku og er enn.
Ingibjörg hefur haldið í þann
góða sið að borða hádegismat
með sínum nánustu á sunnudög-
um og erft hefðirnar sem í heiðri
voru hafðar á æskuheimili henn-
ar:
„Það sem hefur breyst er að
sveskjugrauturinn hefur vikið
fyrir Emmess-ísnum. Það gerðist
hægt og sígandi. Einnig hitt að
hér áður fyrr var sunnudags-
steikin alltaf tilbúin á slaginu
tólf, strax að lokinni útvarps-
messu. Núna getur það skeikað
korteri eða tveimur. En steikin er
á sínum stað.“
Börn Ingibjargar hópast til
hennar í hádeginu á sunnudög-
um og það þarf ekki að láta þau
vita eða bjóða: „Það er eins og
þau renni á lyktina og koma
alltaf á réttum tíma þó hann sé
ekki alltaf sá sami. Galdurinn
við sunnudagssteikina hjá mér,
eins og svo mörgum öðrum, er
að hafa hana nógu lengi í ofnin-
um. Þá verður hún mjúk og
minna þarf að tyggja. Það er
vinsælt,“ segir Ingibjörg, sem
tekur hrygg fram yfir læri þeg-
ar sunnudagssteikin er annars
vegar. „Þegar maður er með
marga í mat er betra að vera
með læri. Það er drýgra. En ég
reyni að vera með hvort tveggja
og þá er slegist um hrygginn.
Lærið mætir svo afgangi. Ég
held að það sé puran á hryggn-
um sem gerir gæfumuninn. Hún
er víst óholl en góð,“ segir Ingi-
björg, sem slær alltaf upp sömu
sósunni í hádeginu á sunnudög-
um: „Ég geri eins og mamma.
Tek soðið, fleyti fitunni ofan af
og bæti svo í sósujafnara, rjóma
og sultutaui. Sultan gerir úts-
lagið og gefur fallegan lit. Svo
drekkur maður malt og appelsín
með þessu,“ segir Ingibjörg,
sem ætlar að viðhalda þessari
sunnudagshefð á sínu heimili
um ókomna tíð. Siðurinn sé góð-
ur og samvera fjölskyldunn
ekki síðri. Sunnudagssteik
haldi þessu svo öllu saman.
eir@frettablad
Þetta var svo spennandi að éggat ekki sagt nei,“ segir
Andrés Sigurvinsson, leikari og
leikstjóri, sem ráðinn hefur ver-
ið framkvæmdastjóri Fræðslu-
og menningarsviðs Vestmanna-
eyjakaupstaðar. Tekur Andrés
við starfinu í kjölfar skipulags-
breytinga á stjórnkerfi bæjarins
sem gengu í gildi á dögunum og
kostuðu meðal annars bæjar-
stjórann starfið. Andrés er Vest-
mannaeyingur í húð og hár,
bróðir Ásgeirs landsliðsþjálfara
í fótbolta, en flutti frá Eyjum
1968 og hefur vart verið þar síð-
an:
„Ég var hér reyndar einn vet-
ur árið 2000 og nú síðast var ég
formaður Goslokanefndar sem
stóð fyrir miklum hátíðahöldum
hér í bænum sem tókust vel. Við
létum Helgafellið meira að segja
gjósa blöðrum,“ segir Andrés,
sem flytur nú af Kaplaskjólsveg-
inum í Reykjavík og út til Eyja
eftir langt ferðalag upp á fasta
landið. Í Eyjum á hann marga
vini, móður og bróður og þekkir
nánast hverja þúfu og stein. Orð-
inn 54 ára og söðlar um með bros
á vör:
„Ég hef mest verið að leik-
stýra á mínum leikaraferli því
ég komst snemma að því að ég
var ekki nógu góður leikari. Svo
er líka miklu skemmtilegra að
leikstýra,“ segir Andrés og er
viðbúið að leiklistarstarfsemin í
Vestmannaeyjum taki kipp og
fái vítamínsprautu þegar Andr-
és mætir á svæðið. Hann situr
aldrei aðgerðalaus að óþörfu:
„Já, ég bý einn með kettinum
mínum. Við förum saman til
Eyja,“ segir hann. ■
FYRIRTÆKI TIL SÖLU.
Var að fá í einkasölu þekkt veitingahús í miðbæ Reykjavík á frábæri verði
Er með á skrá öflugan söluturn í Grafarvogi með góðri veltu
Traust og góð bílaþvottastöð í eigin húsnæði til sölu
Þekkt geisladiskaverslun með meiru í miðbæ Reykjavíkur til sölu
Góður matsölustaður í Ármúla til sölu, sæti fyrir 50 manns
Til sölu þekkt og öflugt hótel miðsvæðið í Reykjavík
Lítið sælgætisframleiðslufyrirtæki til sölu, hentar víða um land
Þekktur vínveitingarstaður í miðbæ Reykjavík á fínu verði
Fiskvinnslufyrirtæki í útflutningi á grandanum vel tækjum búið
og fín viðskiptavild. Eigið húsnæði
Glæsilegur veitingastaður í austurbæ Reykjavík til sölu
GO-KART í Reykjanesbæ í einkasölu, leitið uppl.
Er með mjög öflug, góð og þekk
fyrirtæki á skrá fyrir fjárfesta og aðra
athafnamenn.
Kristinn R. Kjartanson
5209312 - 8972338
kiddi@remax.is Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali
Suðurlandsbraut
OPIÐ HÚS Í DAG - HVERAGERÐI
FALLEG RAÐHÚS VIÐ BJARKARHEIÐI OG RÉTTARHEIÐI Í HVERAGERÐI.
Húsin eru timburhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr og skriðkjallara.
Húsin verða afhent samkvæmt byggingarstigi 1 eða byggingarstigi 2.
Elísabet sölufulltrúi RE/MAX tekur á móti gestum milli
kl. 15 - 17 sunnudaginn 13.júlí 2003.
Verð eignar: Verð húsanna á byggingarstígi 1: Verð húsann á byggingarstigi 2:
a) Endahúsin kr. 9.8 millj. a) Endaraðhús kr. 14,7 millj.
b) Millihús kr. 9.5 millj. b) Millihús kr, 14,2 millj.
Elísabet Agnarsdóttir,
861 3361
elisabet@remax.is
Heimilisfang: Bjarkarheiði
16,18,20 og Réttarheiði 12
Stærð eignar: 96,3 fm
Stærð bílskúrs: 22,6 fm
Byggingarár: 2003
Byggingarefni: Timbur
Áhvílandi: 7millj.
Hans Pétur Jónsson, löggiltur fasteignasali
MJÓDD
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
30 13. júlí 2003 SUNNUDAG
■ Bíltúrinn
Hvað er gleði eða það að vera glað-ur?“ spurði Sören Kierkegaard.
„Það er í sannleika að vera nærverandi
sjálfum sér; en að vera í sannleika sjálf-
um sér nærverandi, það er þetta í dag,
þetta að vera í dag, í sannleika að vera í
dag. . . . Ólukkans
morgundagurinn er
ekki til fyrir þér.
Gleðin er nútíðin með
allri áherslu á: hinn
núlíðandi tíma.“
Sören Kierkegaard(1813-1855) var
danskur heimspekingur. Tilvitnunin að
ofan er úr ritgerðinni „Lilien paa
Marken og Fuglen under Himlen“.
Hugleiðingin
Sunnudagssteikin
■ Í æsku vaknaði Ingibjörg Pálmadóttir
við steikarlykt og vissi þá að það var
sunnudagur. Hún heldur í þann góða sið
að vera með sunnudagssteik og tekur
hrygginn fram yfir lærið.
Persónan
ANDRÉS SIGURVINSSON
LEIKSTJÓRI
■ hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
Fræðslu-og menningarsviðs Vestmanna-
eyjakaupstaðar. Snýr aftur á æskuslóðir
eftir 35 ára fjarveru.
Með köttinn til Eyja
Enda í sundi
Fengi ég að ráða æki ég sem leiðliggur að Reykjanesvita. Sér-
staklega í sunnanstrekkingi því
þá er svo gaman að fylgjast með
briminu,“ segir Guðjón Arngríms-
son, upplýsingafulltrúi Flugleiða,
um sunnudagsbíltúrinn sinn. „Ég
pirra fjölskylduna með svona
uppástungum og sérstaklega
finnst börnunum þetta lítið spenn-
andi. En þarna er eitthvað sem
heillar. Á bakaleiðinni stoppar
maður í vegasjoppu og fær sér ís,
pulsu eða Prins polo. Það tilheyrir
og Njarðvíkursjoppan er tilvalin
til þessa. Bíltúrinn myndi ég svo
enda í sundi; annað hvort í Bláa
lóninu eða Árbæjarlauginni.“ ■
Slegist um
hrygginn
ANDRÉS SIGURVINSSON
Lét Helgafellið gjósa blöðrum á Gosloka-
hátíð.
INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR
Sveskjugrauturinn vék fyrir Emmess-ísnum fyrir þó nokkru. Maltið og appelsínið eru
enn á sínum stað.
Gleðin er nútíðin
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
GUÐJÓN ARNGRÍMSSON
Mælir með bíltúr að Reykjanesvita.