Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 6
6 13. júlí 2003 SUNNUDAGUR Boðin greiðsla fyrir að falla frá nauðgunarkæru Hún segir yfirmanninn hafa nauðgað sér og að vinir hans og vinnuveitendur hafi boðið sér 600 þúsund krónur félli hún frá kæru. Hún kærði og verður málið tekið fyrir dóm í haust. Hún vill að maðurinn verði dæmdur. Vinur hans hringdi í mig nánastdaglega, stundum oft á dag, og bauð mér peninga fyrir að falla frá kæru.“ Þetta fullyrðir 24 ára kona sem segist vera fórnarlamb nauðg- unar. Hún starfaði í Reykjavík. Konan segir að þegar vinnu var lokið eina nótt- ina hafi yfirmaður- inn ráðist á sig og nauðgað sér. Þau voru ein eftir á vinnustaðnum. Hún segir manninn hafa verið drukkinn og æstan. Fyrr um kvöldið hafi hann átti í útistöðum við aðra menn og rifist við konuna sína í síma. Konan segist hafa farið beint til lögreglunnar þegar hún slapp frá manninum og lagt fram kæru. Á lögreglustöðinni segist hún hafa fengið góðar móttökur. Síðan fór hún á neyðarmóttökuna á Borgar- spítalanum. „Þar hitti ég lækni sem tók myndir og staðfesti að eitthvað hefði gengið á. Mér var útvegaður tími hjá lögfræðingi og tíu tímar hjá sálfræðingi,“ Hún segir skipta miklu máli að fara strax til að fá áverkavottorð og ekki síður til að fá þá hjálp sem þar er í boði. „Ég var með glóðarauga, mar- blett á handleggnum, marbletti á innanverðum lærum og víðar. Fötin mín voru öll rifin og tætt.“ Konan segir að fljótlega eftir að hún kærði nauðgunina hafi vinnu- veitendurnir hringt ítrekað og boðið sér greiðslu félli hún frá kærunni. Fyrsta voru henni boðnar 250 þús- und krónur og síðasta tilboðið var upp á 600 þúsund. „Þeir sögðu að ég vissi ekki hvað ég væri að gera manninum, hann ætti konu og börn. Auk þess kæmi þetta sér illa fyrir vinnustaðinn og setti framtíð hans í hættu. Þeir héldu að ég væri að kæra til að hafa peninga af mannin- um. Ég kærði vegna þess að það var brotið á mér og vegna þess að hann þarf að bera ábyrgð á gerðum sín- um.“ Hún treysti sér ekki til að vera í Reykjavík eftir atburðinn og flutti til Danmerkur. Sagðist ekki geta hugsað sér að rekast á gerandann og vinnuveitendurna á götum borg- arinnar. Hún átti kærasta síðastliðið haust þegar hún segir nauðgunina hafa átt sér stað. Eftir á leið henni illa á margan hátt. Fannst eins og henni væri um að kenna, eins og hún hefði haldið framhjá. „Þetta hafði hrikaleg áhrif á mig og hefur eyðilagt mikið fyrir mér. Búið er að taka frá mér frelsi. Mér finnst ég ekki geta gert það sem mig langar til. Þó ég viti betur núna kenni ég sjálfri mér um allt. Til dæmis fyrir að hafa verið að vinna þetta kvöld.“ „Ég vonast til að hann verði dæmdur og fái að vita að hann verði dæmdur fyrir það sem hann gerði og komist ekki upp með það. Ef hann kemst upp með þetta er hann fær um að gera þetta aftur. Ég vil ekki að aðrar konur þurfi að lenda í því sem ég lenti í. Ég mun kannski öðlast ró. Það eina sem ég hugsa núna er hvort einhver muni trúa mér. Á ég eftir að ganga inn í dóms- salinn eins og kjáni sem enginn trú- ir? Ég vil sjá fólk trúa mér og að hann verði dæmdur.“ hrs@frettabladid.is Neyðarmóttakan opnaði árið1993. Frá þeim tíma hefur orðið ákveðin fjölgun á konum sem leita til okkar. Við vitum ekki hvort mál- in séu fleiri eða hvort fleiri vita af neyðarmóttökunni og leiti sér að- stoðar,“ segir Eyrún Jónsdóttir, um- sjónarhjúkrunarfræðingur neyðar- móttökunnar. Eyrún segir að ekki sé bundið við hvort þolandi ætli að kæra eða ekki þegar leitað er til þeirra. Fyrst og fremst sé þetta þjónusta við þolend- ur sem þurfi stuðning. Frá opnun neyðarmóttökunnar hafa komið þangað 995 einstaklingar. Rúmlega hundrað komi á ári síðustu ár. Í fyrra komu 119 en 136 árið þar á undan. Mest munaði um Eldborgar- hátíðina. Árlega leita einn til sex karlmenn sem þolendur til þeirra. Hún segir miklu skipta að koma á neyðarmóttökuna sem fyrst, ekki síst vegna sakargagna. Í nauðgun- armálum stendur oft orð gegn orði. Því er mikilvægt að fá gögn sem geta stutt sögu þolandans. Neyðar- móttakan er fyrst og fremst til að fá læknis- og réttarlæknisskoðun og síðan stuðning, sem er viðtöl við ráðgjafa og sálfræðing ef við- komandi vill. Þjónusta lögmanna er ókeypis eins og öll önnur þjónusta. Réttargæslumaður fylgir þolanda í gegnum allt málið sé tekin ákvörð- un um kæru. ■ Þolendur kynferðisofbeldis: Þurfa hjálp strax Jóna Hrönn Bolladóttir mið-borgarprestur hefur oftsinnis verið sálusorgari þeirra sem hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi. Hún segist finna mjög fyrir því hversu djúp og ör- væntingarfull sorg þeirra er sem hafa gengið í gegnum slíkt ofbeldi. „Ég hef bæði sinnt þeim sem eru í áfalli eftir ný- afstaðna nauðgun og einnig þeim sem eru að opna svona mál eftir mörg ár. Í þeim tilfellum er sorgin ekki síður djúp og það hefur kennt mér hversu mikilvægt er að taka á svona málum strax. Það er verst þegar þolandinn byrgir til- finningar sínar inni, því þá fara í gang alls konar ranghugmyndir þar sem þolandinn fyllist sektarkennd og fer að ásaka sjálfan sig,“ segir Jóna Hrönn. Hún hefur þó séð þolendur kyn- ferðisofbeldis ná ótrúlegum bata. „Ég hef líka séð hvernig trúin hefur hjálpað fólki að verða heilt á ný. Trúin boðar að við séum heilög musteri og óendanlega dýrmætar manneskjur. Það er ekkert sem gef- ur neinum leyfi til að vaða að þessu musteri og misnota það. Það er með- al annars leið sálusorgarans að benda þolendum á þetta.“ ■ NEYÐARMÓTTAKA Neyðarmóttaka er fyrst og fremst þjónusta við þolendur sem þurfa stuðning. FÓRNARLAMB NAUÐGUNAR 24 ára stúlka segir miklu skipta að fara á neyðarmóttöku til að fá þá hjálp sem þar er í boði. Myndin er sviðsett. ■ Þeir sögðu við mig: „þú veist ekki hvað þú ert að gera manninum, hann á konu og börn.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó Neyðarmóttaka Landspítalans í Fossvogi: 995 hafa leitað til neyðarmóttökunnar JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR Hún segir sér- staklega mikil- vægt að þolend- ur kynferðislegs ofbeldis fái hjálp strax. S P O R T S W E A R TM Meistaram ótin nálga st ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 17 30 07 /2 00 3 Gæðafatnaður frá CROSS www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 - 545 1500 Smáralind mán.-fös.kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös.kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ Nú eru meistaramót klúbbanna framundan. Góður árangur í golfi skapast af samspili margra ólíkra þátta en vandaður og þægi - legur fatnaður er sannarlega einn þeirra. Þú leikur betra golf í fötum sem þér líður vel í. Kaupm.höfn London París Berlín Algarve Benidorm Torrevieja Krít Kýpur Róm New York Miami 20°C skýjað m. köflum 24°C heiðskírt 27°C heiðskírt 23°C skýjað m. köflum 33°C léttskýjað 30°C skýjað m. köflum 31°C skýjað m. köflum 26°C heiðskírt 27°C heiðskírt 28°C heiðskírt 20°C skýjað 27°C mögul. þrumuv. MánudagurÍ dag Þriðjudagur Veðrið úti í heimi í dag Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins. Veðrið Egilsstaðir koma sterkir inn í veðrinu í dag. Þar eru horf- ur á hlýju og birtu. Hins vegar má ætla að vel viðri á gróðurinn í Hafnar- firði og nágrenni. M.ö.o. rigning og hægur vindur. Ferðafólk á Austur- landi ætti því að geta leikið við hvern sinn fingur. Allar horfur eru hins vegar á því að menn geti brúkað regnhlífarnar sínar þar sem rigning verður því vindur verður víðast hægur. Munið eftir bílbelt- unum. Kveðja, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Hægur vindur Hægur vindur Gola Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur Gola Gola Hægur vindur Hægur vindur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.