Fréttablaðið - 13.07.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 13.07.2003, Síða 8
Mér var einhverju sinni sagt að Bill Gates teldi enga ástæðu til að velta sér upp úr því sem vel væri gert. Það skipti meira máli að horfa á það sem miður fer; vanda- málin, erfiðleikana, klúðrið. Þeir sem einblína á það jákvæða ná aldrei að laga það neikvæða. Þetta er því eins konar öfugmælaboðorð eins og í fjallræðunni; þeir ofurjá- kvæðu munu sitja uppi í nei- kvæðri stöðu en þeir neikvæðu munu uppskera jákvæða stöðu. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort Bill Gates hafi nokkru sinni sagt neitt þessu líkt – hann er löngu orðinn stærri en lífið og honum hafa bæði verið eignuð afrek og skammir óþekktari manna – en það má einu gilda. Þetta er auðsjá- anlega góð afstaða fyrir einbeitta verkmenn en jafn augljóslega leiðir hún til fúllyndis. Það er hart að geta aldrei glaðst yfir góðum verkum en verða sífellt að finna sér ný vandamál að leysa. Ég ætla því að leyfa mér að líta yfir farinn veg og rifja upp eitt ár í lífi Frétta- blaðsins. Stóraukin útgáfa Í gær var eitt ár liðið síðan Frétt ehf. hóf að gefa út Fréttablaðið. Fyrri útgefandi hafði komist í þrot og megnaði ekki að halda útgáf- unni áfram. Endurreisn Frétta- blaðsins var nokkuð átak. Þrátt fyrir að blaðið nyti velvildar les- enda hafði barningur í rekstri gengið mjög á traust á útgáfunni. Fréttablaðið var ekki ólíkt sokkn- um togara; nýtt útgáfufélag tók að sér að hífa hann upp á yfirborðið, lagfæra skemmdir og hefja nýja útgerð. Þar sem fyrri útgerð hafði ekki gengið upp var sú skoðun út- breidd að það sama hlyti að endur- taka sig. Ofan á þá vantrú lagðist síðan útbreiddur ósiður í íslensku samfélagi, sem er að leggja fæð á allt sem nýtt er og getur raskað því jafnvægi sem fyrir er. Starfsmenn og aðstandendur Fréttablaðsins lögðu sig hins vegar ekki eftir spádómum utan- aðkomandi um reksturinn held- ur byggðu upp dagblað eftir eigin skynsemi og samkvæmt eigin áætlunum. Í upphafi var tekin ákvörðun um að fjölga utgáfudögum. Frétta- blaðið hafði komið út alla virka daga en nú var laugardagsútgáfu bætt við. Í október í fyrra var byrjað að bera Fréttablaðið út á heimili á Akureyri auk heimila á höfuðborgarsvæðinu. Í mars bætt- ust Suðurnesin við og frá þeim tíma hefur Fréttablaðið verið bor- ið út á morgnana á um 75 prósent heimila á landinu. Samhliða stækkun dreifingarsvæðisins fjölgar sífellt heimilum innan svæðisins. Í dag er Fréttablaðið borið út í hverfi sem voru lítið annað en nokkrir húsgrunnar fyr- ir ári. Samhliða dreifingu í hús á Akureyri síðastliðið haust var Fréttablaðinu dreift í verslanir, bensínstöðvar og aðra sölustaði víða um land og nú er svo komið að hægt er að nálgast Fréttablaðið á svo til öllum þéttbýlisstöðum á Íslandi. Á hverjum degi ná um 11 þúsund manns sér í Fréttablaðið á þessa staði. Með sunnudagsútgáfu Frétta- blaðsins, sem hefur göngu sína í dag, verður Fréttablaðið borið út á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri alla morgna vikunnar, ef undan eru skildir einstaka hátíðisdagar og langar helgar þar sem margir frí- dagar raðast saman. Á einu ári hefur því útgáfudögum Frétta- blaðsins verið fjölgað úr um 250 á ári í 360 útgáfudaga; heimili sem fá Fréttablaðið á hverjum morgni hefur fjölgað úr 68.500 í rúm 82.000 og upplag blaðsins hefur vaxið úr 69.000 eintökum í 93.000 eintök. Fyrir ári unnu um 530 blað- berar við útburð á Fréttablaðinu. Vegna sunnudagsútgáfunnar eru nú tveir blaðberar í hverju hverfi – annar um helgar en hinn á virk- um dögum – og heildarfjöldi blað- bera er því um 1.280 manns. Sífellt efnismeira blað Í nóvember í fyrra var tekinn í gagnið fyrsti hluti nýrrar prent- vélar, sem keypt var til landsins til að annast prentun Fréttablaðsins. Þar með gat Fréttablaðið borðið upp á fyrsta flokks dagblaðaprent- un. Auk þess var þá fyrst mögu- legt að gefa út stærra blað en 24 blaðsíður. Í maí síðastliðnum var Fréttablaðið að meðaltali rúmar 40 síður hvern útgáfudag. Blaðið mun minnka eitthvað yfir sumar- tímann en án efa verða enn stærra með haustinu. Með stækkun blaðs- ins og laugardagsútgáfunni hafa útgefnar blaðsíður Fréttablaðsins tvöfaldast á einu ári. Með tilkomu sunnudagsblaðsins má ætla að vöxturinn verði enn meiri. Fleiri blaðsíður hafa gefið Fréttablaðinu færi á að auka þjón- ustu sína við lesendur. Grunnþjón- usta blaðsins hefur verið efld – fréttaþjónusta og helstu upplýsing- ar sem fólk þarf á að halda frá degi til dags – en jafnframt hafa nýir efnisþættir verið teknir upp. Ítar- legri greinar og viðtöl um helgar hafa bæst við, fleiri pistlahöfundar hafa bæst í hópinn, fréttaskýring- um hefur fjölgað, ítarlegar er greint frá því sem skemmtana- og menningarlífið býður upp á og meiri áhersla er lögð á að fjalla um persónur, atburði og strauma í samfélaginu sem hafa áhrif á okk- ur en rata ekki alltaf inn í fréttir. Nýverið byrjaði Fréttablaðið að fjalla sérstaklega um einstaka efnisþætti á sérmerktum síðum – ferðir o.fl. á fimmtudögum, mat o.fl. og bíó o.fl. á föstudögum, bíla o.fl., hús o.fl. og heimili o.fl. á mánudögum. Markmiðið er að fjöl- ga þessum efnisþáttum á næstu vikum og mánuðum. Í mars byrjaði Fréttablaðið að gefa út vikulegt tímarit, Birtu, með vikulegri dag- skrá sjónvarpsstöðvanna, viðtöl- um, greinum og fróðleik. Og í maí hófst útgáfa sérstaks fasteigna- blaðs á mánudögum. Á meðan þessi blöð festa sig í sessi mun Frétta- blaðið undirbúa útgáfu á fleiri slíkum fylgiblöðum. Samhliða útgáfu sífellt meira og fjölbreyttara efnis hefur magn auglýsinga í Fréttablaðinu stór- aukist en þær eru ekki síður mik- ilvægur þáttur útgáfunnar en efni blaðsins. Í auglýsingum fá lesend- ur upplýsingar um hagstæð kaup, kynnast nýjum vörum og fá upp- lýsingar um þjónustu og vörufram- boð fyrirtækja. Fréttir, efni og aug- lýsingar Fréttablaðsins gefa fólki því í raun allar þær upplýsingar sem venjulegur borgari á Íslandi þarf á að halda á hverjum degi. Í dag hefur Fréttablaðið góða hlut- deild í dagblaðaauglýsingum. Í júní birtist í fyrsta skipti meira magn af almennum auglýsingum í Frétta- blaðinu en í sama mánuði í Morg- unblaðinu. Fréttablaðið hefur ein- nig náð góðri stöðu á markaði fyrir smáauglýsingar, fasteignaauglýs- ingar, raðauglýsingar og ýmiss konar þjónustuauglýsingar. Sífellt meiri lestur Fyrir rúmu ári lásu um 65 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu Fréttablaðið að meðaltali hvern útgáfudag. Í dag lesa 76 prósent íbúa á svæðinu Fréttablaðið hvern dag. Það er meiri lestur en önnur dagblöð höfðu fyrir tilkomu Fréttablaðsins. Þessi mikli lestur á Fréttablaðinu byggist á því að annars vegar hefur Fréttablaðið aukið við dagblaðalestur og hins vegar hefur dregið úr lestri hinna dagblaðanna. Fyrir tilkomu Fréttablaðsins lásu 70 prósent íbúa á svæðinu Morgunblaðið en 34 prósent DV. Samanlagður lest- ur dagblaðanna var því 4 prósent- um meiri en sem nam íbúafjöldan- um. Í dag er lesturinn 60 prósent meiri en íbúafjöldinn; með öðrum orðum er það algengara að fólk á höfuðborgarsvæðinu lesi tvö eða fleiri blöð en að það lesi aðeins eitt eða ekkert. Þessi viðbót við dag- blaðalestur er meiri en nemur samdrætti í lestri á hinum blöðun- um. Meðallestur á Morgunblaðinu á svæðinu er kominn niður í 59 prósent – sem er álíka lestur og Fréttablaðið mældist með árið 2001, þegar það hafði komið út í fimm mánuði. Meðallestur DV er nú um 24 prósent á svæðinu. Með tilkomu Fréttablaðsins jókst því dagblaðalestur um 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu en lestur á gömlu blöðunum dróst saman; les- endum Morgunblaðsins fækkaði um 16 prósent og lesendum DV um 29 prósent. Fréttablaðið komst yfir lestur Morgunblaðsins á höfuðborgar- svæðinu í október í fyrra og yfir lestur Morgunblaðsins á landinu öllu í febrúar á þessu ári. Í dag er Fréttablaðið lesið af 66 prósentum landsmanna að meðaltali hvern út- gáfudag en Morgunblaðið af 53 prósentum landsmanna. Tveir af hverjum þremur Íslendingum lesa því Fréttablaðið en einn af hverj- um tveimur Morgunblaðið. Frétta- blaðið hefur ekki aðeins mikla yfir- burði á landsvísu heldur einnig í öllum aldurshópum, öllum mark- hópum, báðum kynjum, öllum landshlutum og alla útgáfudaga. Það eru því engar ýkjur þegar við höldum því fram að Fréttablaðið sé mest lesna dagblað á Íslandi – af öllum, alls staðar, alltaf. Það sama má í raun segja um fylgirit Frétta- blaðsins, Birtu. Birta var ekki orð- in mánaðargömul þegar hún var orðin mest lesna tímarit landsins. Lestur Fréttablaðsins er orðinn svo víðtækur að við þekkjum engin sambærileg dæmi í sögunni. Um 95 prósent íbúa á Suðvesturhorninu segjast lesa Fréttablaðið einhverju sinni vikunnar. Um 75 prósent fólks á þessu svæði lesa blaðið hvern dag. Um 66 prósent allra Ís- lendinga lesa Fréttablaðið upp á hvern dag. Það er bæði óþekkt í Ís- landssögunni að dagblað hafi náð þessari fótfestu og eins engin dæmi þess í veröldinni að dagblað hafi jafn sterka stöðu á einstöku markaðssvæði. Fréttablaðið er því í raun einstakur auglýsingamiðill. Lesendahópur Fréttablaðsins hvern dag er næstum 25 prósent stærri en lesendur næsta dagblaðs og meira en 50 prósent fjölmennari en áhorfendur að vinsælasta sjón- varpsþætti landsins, samkvæmt síðustu könnun. Kröftugt starfsfólk Þetta kann orðið að hljóma eins og mikil lofgjörð – en svona er þetta nú samt. Þetta eru ávextir þessa eina árs í sögu Fréttablaðsins og af þeim getið þið þekkt starfsfólk blaðsins. Fréttablaðið er nefnilega einstaklega auðugt af starfsfólki. Sá fámenni hópur sem hefur aukið útbreiðslu og lestur Fréttablaðsins, aukið við efni þess og þjónustu og byggt upp trygga stöðu á auglýs- ingamarkaði er með fádæmum ósérhlífinn og samstilltur. Það hef- ur verið mér bæði heiður og ómæld ánægja að fá að fylgjast með hon- um að störfum. Þetta fólk hefur trú á Fréttablaðinu og þykir vænt um þá hugmynd sem liggur að baki því – að gefa landsmönnum fullburða og gott dagblað upp á hvern dag. Starfsfólk Fréttablaðsins hefur sýnt að það er tilbúið að stíga yfir hverja hindrun til að gera þessa hugmynd að veruleika. Og þegar ég fylgist með fólkinu raungera hugmndir sínar átta ég mig á að með réttu hugarfari og mátulegum dugnaði er ekkert ómögulegt – í það minnsta ekkert sem er þess virði að verði til. Það hefur líka verið ánægjulegt þetta ár að finna fyrir þeim vel- vilja og stuðningi sem Fréttablað- ið nýtur meðal þjóðarinnar. Að sumu leyti bjóst ég við jákvæðum samskiptum við fólk – Fréttablað- ið er nú einu sinni dagblað sem er borið heim til fólks alla morgna því að kostnaðarlausu – en sá stuðningur sem við á Fréttablað- inu finnum fyrir er meiri en búast hefði mátt við. Þetta tvennt – góð- ur hópur starfsmanna og velvilji í samfélaginu – er mikilvægasta eign Fréttablaðsins. Ef Fréttablað- inu lánast að halda í þetta tvennt er aldrei að vita nema næstu tólf mánuðir verði jafn viðburðaríkir og gjöfulir og þessir tólf sem liðn- ir eru síðan nýtt útgáfufélag end- urreisti Fréttablaðið. ■ „Þetta fólk hefur trú á Fréttablaðinu og þykir vænt um þá hug- mynd sem liggur að baki því – að gefa landsmönn- um fullburða og gott dag- blað upp á hvern dag. Bandarísk og bresk yfirvöld aug-lýsa nú eftir Saddam Hussein. Líkt og annar stríðsherra og óvinur Bandaríkjanna, Osama bin Laden, virðist engu líkara en Saddam sé horf- inn af yfirborði jarðar. Hugsanlegt þótti að Saddam væri látinn, en upp- tökur með rödd hans sem bárust fjöl- miðlum í liðinni viku þykja benda til þess að hann sé enn á lífi. Saddam fæddist í apríl 1937 í þorpinu Al-Awja norður af Bagdad. Hann hóf ungur af- skipti af stjórnmálum og tók meðal annars þátt í misheppnaðri tilraun hins íraska Baath-flokks til þess að ráða af dögum þáverandi forsætisráð- herra landsins árið 1959 og hlaut fyrir það fangelsisdóm. Hagur Saddams átti þó eftir að vænkast og árið 1979 tók hann við stöðu forseta Íraks, eftir að hafa verið næstráðandi um nokkurt skeið. Hann lét fljótlega til skarar skríða gegn nábúum sínum í austri, Íran, og gerði þangað innrás árið 1980 í kjölfar landamæradeilna. Styrjöldin stóð í átta ár og naut Saddam dyggi- legs stuðnings Bandaríkjamanna á meðan á henni stóð. Hvorugt ríkið sigraði, þó svo Saddam hafi borið sig karlmannlega og lýst yfir sigri sínum. Írak var stórskuldugt ríki að stríðinu loknu og skuldaði meðal annars Kúvæt ógrynni fjár. Saddam réðist því inn í Kúvæt árið 1990, sem var feilspor og markaði upphafið að deilum hans og átökum við Vesturlönd. Saddam notaði ofbeldi sem stjórntæki í forsetatíð sinni og var aðdáandi Stalíns. Fjöl- margir flúðu ógnarstjórn hans, ef þeir náðu yfirhöfuð að komast lífs af. Saddam var sagður búa yfir gereyð- ingarvopnum en þau hafa ekki enn komið í leitirnar frekar en hann sjálf- ur. Saddam er mikill maður vexti, handstór og með þykkt yfirvaraskegg. Síðast þegar sást til hans var hann með þykk gleraugu. Hann er bakveik- ur og haltrar eftir meiðsli sem hann hlaut í stríðinu við Íran. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir Saddams eru beðnir um að láta Donald Rumsfeld vita. ■ 8 13. júlí 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hvar er Saddam? ■ Af Netinu Íslandsmet í bulli innanhúss „....látum vera þó samgöngu- ráðherra virðist ekki hafa áttað sig á því að sjálfsagt styttist í að Íslendingar þurfi að taka mun ríkari þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar, en hvað í ósköpunum á hann við þegar hann segir að hann vilji efla Reykjavíkurflugvöll? Vill hann auka flugumferðina yfir miðbænum og Þingholt- unum? Kannski stærri flug- vélar með stærri eldsneytis- geyma? Ég hef heyrt Sturlu Böðvarsson segja ýmislegt um dagana, en þarna fannst mér hann setja nýtt Íslands- met í bulli innanhúss.“ ANDRÉS MAGNÚSSON Á STRIK.IS Smáa letrið Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um eitt ár í lífi dagblaðs. Sunnudagsblað Fréttablaðsins: Lokapunktur tólf gjöfulla mánaða

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.