Fréttablaðið - 13.07.2003, Side 9
FYLGIR
FRÍTT M
EÐ
9SUNNUDAGUR 13. júlí 2003
Fjölmenni á Akranesi:
Fótbolti og
írsk stemning
HÁTÍÐ Mikið fjölmenni er á Akra-
nesi þessa helgi, þar sem nú
standa yfir írskir dagar og Polla-
mót í fótbolta. Að sögn lögreglu
hefur allt gengið snurðulaust fyr-
ir sig og ekkert komið til kasta
lögreglu. Pollamótið hófst á
fimmtudag, en að sögn varðstjóra
er stemningin góð, fólk hefur
grúppað sig saman víða um bæ-
inn, lokað götum og unir sér úti
fram eftir nóttu við grill og söng
að hætti írskra. Slökkviliðið á
Akranesi var þó kallað út í gær
vegna þess að pottur hafði
gleymst á hellu. Ekki hlaust mikið
tjón af, en íbúðin var reykræst. ■
YFIRKOMINN AF HARMI
Dadollah Bijani, faðir hinna látnu tvíbura
Laleh og Ladan, var harmi sleginn þegar
kistur þeirra voru komnar á heimaslóðir.
Þær voru jarðaðar í gær.
Aðskilnaður samvöxnu
tvíburanna:
Lærdómur
fyrir lækna
BALTIMORE, AP Benjamin Carson,
einn læknanna sem reyndu að að-
skilja írönsku tvíburana Laleh og
Ladan Bijani, segir nú að aðskilnað
af þessu tagi hefði átt að gera í
þremur til fjórum áföngum í stað-
inn fyrir eina stóra aðgerð.
„Ég held að það hefði breytt
miklu,“ sagði Carson.
Carson segist engu að síður
sannfærður um að í fyllingu tímans
verði hægt að framkvæma aðskiln-
að af þessu tagi með öruggum
hætti. Hann bætti því við að Ladan
og Laleh hafi lagt stóran skerf af
mörkum til þess að svo megi verða.
Írönsku tvíburarnir Ladan og
Laleh létust síðastliðinn þriðjudag
vegna blóðmissis þegar aðgerðin
hafði staðið í meira en tvo sólar-
hringa.
Jarðarför þeirra var gerð í gær í
þorpinu Lohrasb í Íran, þar sem
þær fæddust fyrir 29 árum. ■
Lögreglan í Reykjavík:
Sprengiefnin
enn ófundin
SPRENGIEFNI 245 kíló af sprengi-
efnum sem stolið var úr geymslu
á Hólmsheiði í byrjun júlí eru
enn ófundin. Að sögn lögreglunn-
ar í Reykjavík hefur ekki komið
fram neitt nýtt í rannsókn máls-
ins.
Áhyggjur eru varðandi hvar
sprengiefnin séu niðurkomin og
hver tilgangur þjófnaðarins hafi
verið. Meðhöndlun sprengiefna er
ekki á færi annarra en þeirra sem
þjálfaðir eru í meðferð þess. ■
Deilur Ítala og Þjóðverja:
Stefani segir
af sér
BERLÍN, AP Ítalski aðstoðarráðherr-
ann Stefano Stefani hefur sagt af
sér að beiðni Silvio Berlusconi
forsætisráðherra. Ummæli Stef-
ani um Þjóðverja fyrir skömmu
urðu til þess að Gerhard
Schröder, forsætisráðherra
Þýskalands, hætti við að ferðast
til Ítalíu í sumarfríi sínu.
Í gær hvatti Carlo Azeglio Ci-
ampi, forseti Ítalíu, bæði ítalska
og þýska ráðamenn til þess að
halda ró sinni og styrkja tengsl
þjóðanna á ný. ■
TÓKÍÓ, AP Stjórn japanska Komm-
únistaflokksins hefur áréttað til-
mæli til hærra settra félaga
sinna þess efnis að þeir takmarki
áfengisneyslu við heimili sín.
Bannið nær til um eitt þúsund
háttsettra félaga í flokknum,
stjórnarmanna og starfsmanna á
skrifstofum flokksins. Þetta er
gert til að sporna gegn frekari
kærum um kynferðislega áreitni
en félagar ku sumir gerast óþarf-
lega frjálslegir í samskiptum
þegar víman segir til sín.
Kærum vegna kynferðislegs
áreitis hefur fjölgað mjög á und-
anförnum árum og eru nýleg
dæmi um afsagnir háttsettra fé-
laga í flokknum vegna slíkra
mála. Leiðtogum og hærra settum
félögum í japanska Kommúnista-
flokknum hefur allt frá árinu 1970
verið óheimilt að neyta áfengis
opinberlega en banninu hefur
ekki verið framfylgt. Nú verður
breyting á. Sjái flokksfélagar
fram á að þurfa að neyta áfengis
opinberlega verða þeir að fá til
þess formlegt leyfi flokksins. ■
Saug tær á tuttugu
drengjum:
Ævilangt
fangelsi
SANTA ANA, AP Trenton Veches, rúm-
lega þrítugur fyrrverandi umsjón-
armaður æskulýðsstarfs í Newport
Beach í Kaliforníu, hlaut ævilangt
fangelsi fyrir að sjúga tærnar á
tuttugu drengjum á aldrinum 6 til
10 ára. Drengina hafði hann í um-
sjón sinni. Verjandi hins dæmda
sagði framferði hans eingöngu hafa
verið saklausan leik, en saksóknari
sagði Veches „augljóslega hafa
áunnið sér vináttu þessara barna,
ráðskast með þau og síðan áreitt
þau kynferðislega.“ Veches getur
sótt um reynslulausn úr fangelsinu
eftir fimmtán ár. ■
AP/H
ASAN
SAR
B
AKH
SH
IAN
GAMANIÐ BÚIÐ
Stjórn japanska Kommúnistaflokksins þykir
nóg um hömluleysi leiðtoga og starfs-
manna flokksskrifstofunnar. Kærum vegna
kynferðislegs áreitis í tengslum við áfengis-
drykkju hefur fjölgað svo mjög að blátt
bann er nú lagt við opinberri drykkju
starfsmannanna.
Japanski kommúnistaflokkurinn:
Yfirmönnum gert
að djúsa heima
M
YN
D
/A
P