Fréttablaðið - 13.07.2003, Page 10
10 13. júlí 2003 SUNNUDAGUR
G
ra
fí
sk
a
v
in
n
u
st
o
fa
n
s
:
5
6
5
9
7
0
2
Sérsní›um
Vi›ger›ir
S í m i : 5 6 5 1 4 0 2 I F a x : 5 6 5 1 4 6 7
Callaway, Steelhead III trékylfur:
23.200 stgr.
Golfboltar á ótrúlegu ver›i
Bay Hill by Palmer,
15 í kassa 1.500 stgr.
MacGregor Response,
15 boltar í kassa 1.500 stgr.
GO-Titanium boltar,
15 boltar í kassa 1.500 stgr.
Softspikes, 22 takkar,
Black Widow 1.190 stgr.
FootJoy skór frá kr. 4.900
S T R A N D G Ö T U 2 8 , H A F N A R F I R ‹ I
Gó›ar ód‡rar kylfur fyrir byrjendur
20% afsláttur
SAMA VER‹
Ísland – Bretland
Frábær dræver frá RAM
FX Titanium 440cc 12.900 stgr.
RAM ZEBRA pútter 6.500 stgr.
ADAMS Idea, Járnasett: 46.500 stgr.
8-járn, 3-PW, grafít sköft
NANCY LOPEZ, Albany 38.000 stgr.
Járnasett: 8-járn, 4-SW, grafít sköft
■ Kvikmyndir
Leikkonan Katharine Hepburnlést fyrir skömmu, 96 ára göm-
ul. Hún var tólf sinnum tilnefnd
til Óskarsverðlauna og vann verð-
launin fjórum sinnum. Þrátt fyrir
þessi afrek voru skiptar skoðanir
meðal gagnrýnenda um raunveru-
lega leikhæfileika hennar og ein-
hverjir héldu því fram að hún ætti
frægð sína að mestu að þakka
leiftrandi pesónuleika sínum sem
endurspeglaðist svo einkar vel á
hvíta tjaldinu.
Hún fæddist árið 1907, önnur í
hópi fimm systkina. Faðir hennar
var læknir og móðir hennar var
þekkt baráttukona fyrir kvenrétt-
indum. Tólf ára gömul fór Kathar-
ine ásamt bróður sínum Tom, sem
var fimmtán ára, til gistingar hjá
frænku þeirra. Einn daginn kom
hún að bróður sínum þar sem
hann hafði hengt sig. Hún þaut að
húsi læknis sem bjó handan göt-
unnar og barði á dyrnar. Þjónustu-
stúlka opnaði og Hepburn sagði
grátandi: „Hjálpaðu mér, bróðir
minn er dáinn.“ „Ef hann er dá-
inn,“ svaraði þjónustustúlkan ró-
lega, „þá getur læknirinn ekki
hjálpað honum“. Með þeim orðum
skellti hún hurðinni á grátandi
stúlkuna. Dauði bróðurins hafði
gríðarleg áhrif á Katharine, sem
einangraði sig og breytti afmælis-
degi hans í sinn eigin. Fjölskyldan
neitaði alla tíð að viðurkenna að
Tom hefði fyrirfarið sér og sagði
dauða hans vera slys.
Hin sterka kona
Hepburn var tvítug þegar hún
kynntist ungum leikara, sem kall-
aður var Luddy, og var átta árum
eldri en hún. Hún giftist honum en
hellti sér síðan út í leiklistina. Hún
lék á Broadway og átti þar í ástar-
sambandi við leikstjórann Jeff
Harris. Hann var svo illa liðinn af
kollegum sínum að Laurence Olivi-
er hafði hann að fyrirmynd að túlk-
un sinni á Ríkharði III og Walt Dis-
ney notaði hann sem fyrirmynd að
Stóra ljóta úlfi. Ástarsamband
þeirra Hepburn entist ekki lengi.
Hún skildi við mann sinn og átti í
ástarsambandi við Howard Hug-
hes. Hann bað hennar og hún tók
bónorði hans. Þau áttu ýmislegt
sameiginlegt. Bæði voru sjálf-
hverf, ákveðin, sinntu í engu hefð-
bundnum venjum, voru einræn og
höfðu andstyggð á fjölmiðlum. Vin-
ir Hepburn skildu ekki hvað hún
var að gera með Hughes, sem átti
fjölda ástkvenna auk hennar. Vinir
Hughes töldu hins vegar að Hep-
burn hefði verið stóra ástin í lífi
hans. Hepburn ákvað loks að gift-
ast ekki Howard Hughes heldur
einbeita sér að ferli sínum og sagði
honum að hún vildi ekki vera gift
neinum. Hún sagðist seinna aldrei
hafa haft áhuga á því að verða eig-
inkona og móðir.
Hún kom sér á kortið í
Hollywood árið 1932 og hlaut Ósk-
arsverðlaun ári seinna. Á hvíta
tjaldinu var hún ímynd hinnar
sterku, sjálfstæðu og greindu
konu, rétt eins og hún var sjálf í
raunveruleikanum. Hún var mikil
íþróttakona, gekk yfirleitt í bux-
um, málaði sig ekki og sást varla í
samkvæmum.
Hún fann stóru ástina í lífi sínu
þegar hún, þrjátíu og þriggja ára
gömul, kynntist einum virtasta
leikara í Hollywood, Spencer
Tracy, sem var átta árum eldri en
hún og kvæntur. Þau léku saman í
myndinni Kona ársins og urðu
nær samstundis ástfangin. Vinur
þeirra George Cukor sagði um
samband þeirra: „Þótt þau væru
bæði veraldarvanar manneskjur
þá var hann eins og lítill drengur
þegar hann var með henni og hún
var eins og lítil stúlka með honum.
Þetta var ekki einhliða ástarsam-
band. Hann var jafn góður fyrir
hana og hún var góð fyrir hann.“
Ást og fórn
Hepburn sagði að sér hefði við
fyrsta fund fundist Tracy ómót-
stæðilegur og lýsti árum þeirra
saman sem fulkominni hamingju.
Tracy var alkohólisti en Hepburn
sagði að drykkja hans hefði aldrei
verið vandamál á milli þeirra.
„Drykkja er eigið vandamál og sá
eini sem getur eitthvað gert við
henni er maður sjálfur,“ sagði hún.
Tracy sýndi oft ótrúlegan vilja-
styrk þegar kom að því að hætta að
drekka og gat hætt meðan hann átti
fulla viskíflösku á arinhillunni og
bindindi hans gat staðið í tvö til
þrjú ár í einu. Hins vegar varð hann
ofbeldisfullur með víni og henti þá
stólum og velti um borðum. Þegar
hann datt í það lét hann sig hverfa
og Hepburn leitaði hans á hótelum,
tók hann heim til sín og lét hann
jafna sig þar.
Hepburn gat verið mesti galla-
gripur. Hún þoldi ekki fréttamenn
og ljósmyndara og oftar en einu
sinni henti hún myndavélum
þeirra í gólfið og braut þær. Hún
gat verið mjög hranaleg í um-
gengni, sjálfselsk og sérvitur en
gagnvart Tracy var hún ekkert
nema blíðan. Hún dáði hann tak-
markalaust og vildi allt fyrir hann
gera. „Hann var þarna. Ég var
hans. Ég vildi að hann væri ham-
ingusamur, öruggur og að honum
liði vel,“ sagði hún. Allar ákvarð-
anir sem hún tók um kvikmynda-
hlutverk eftir kynni þeirra voru
teknar með tilliti til þess að hún
þyrfti ekki að vera fjarri honum í
langan tíma. „Fólk er hneykslað á
því að ég fórnaði svo miklu vegna
karlmanns,“ sagði hún fyrir
nokkrum árum, „en þið verðið að
skilja að það gaf mér ánægju að
gera hann hamingjusaman og sefa
þjáningar hans.“
Hlakkaði til að deyja
Samband Hepburn og Tracy
var á allra vitorði í Hollywood en
það er til marks um hversu mikill-
ar virðingar þau nutu að slúður-
blöð þögðu um sambandið. Þau
Tracy léku saman í níundu mynd
sinni árið 1967, Guess Who’s Com-
ing To Dinner. Tveimur vikum eft-
ir að upptökum lauk lést hann.
Hepburn kom að honum þar sem
hann lá á eldhúsgólfinu. Hún tók
dauða hans afar nærri sér, hún
vissi að hann hafði verið alvarlega
veikur en hafði ekki búið sig und-
ir að missa hann. Þau höfðu verið
saman í 25 ár og hann hafði verið
giftur eiginkonu sinni í 44 ár. „Það
var mikilvægt fyrir hana að vera
frú Tracy. Mér var sama,“ sagði
Hepburn þegar hún var spurð af
hverju hún hefði ekki þrýst á
Tracy að skilja við eiginkonu sína.
Eftir dauða Tracys hélt Hep-
burn áfram að stunda kvikmynda-
leik og vann til þriggja Ósk-
arsverðlauna. Hún var afar heilsu-
veil síðustu árin, þjáðist af parkin-
sonveiki, gigt og lungnabólgu.
Nokkrum árum fyrir dauða sinn
sagði hún: „Satt að segja hlakka ég
fremur til að deyja. Og ef það er
líf eftir dauðann þá bíð ég bara
eftir að sameinast Spence.“
kolla@frettabladid.is
FJÓRÐU ÓSKARSVERÐLAUNIN
Fékk Hepburn fyrir leik sinn í On Golden
Pond árið 1981. Mótleikari hennar Henry
Fonda hampaði einnig Óskarnum fyrir leik
sinn.
Sérvitur
stórstjarna
KATHARINE HEPBURN
Ein þekktasta Hollywood-leikkona 20. aldar. Hún þótti leiftrandi persónuleiki og afar sjálf-
stæð og á engan hátt dæmigerð Hollywood-afurð.
EITT FRÆGASTA ÁSTARSAMBAND Í
HOLLYWOOD
Var samband Hepburn og Spencer Tracy
en það stóð í 25 ár. Þau léku saman í níu
kvikmyndum.
Katharine Hepburn var mikil íþróttakona, málaði
sig ekki og sást nær aldrei í samkvæmum: