Fréttablaðið - 13.07.2003, Page 15
■ Bækur
14 13. júlí 2003 SUNNUDAG
Þegar Bítlarnir gáfu úr SergeantPepper’s plötu sína settu þeir á
umslagið myndir af helstu hetjum
sínum. Þar á meðal var Aldous
Huxley. „Það var kominn tími til að
við segðum frá því að við værum
hrifnir af Aldous Huxley. Við höfð-
um aldrei sagt frá því áður,“ sagði
Paul McCartney.
Aldous Huxley fæddist árið
1894. Hann var það sem kallað er
vel ættaður, forfeðurnir voru
skáld, skólamenn og vísindamenn
og faðirinn var
skólastjóri og rit-
stjóri. Huxley þótti
afburðagáfað barn
og mikils var vænst
af honum. Þegar
hann var 14 ára lést
móðir hans úr
krabbameini. Hún
var lengi veik en enginn þorði að
segja henni að hún væri að deyja.
Henni var loks sagt frá því og þá
hrópaði hún: „Af hverju verð ég að
deyja – og deyja svona ung.“
Þegar Huxley var 16 ára, nem-
andi í Eton, fékk hann augnsjúk-
dóm sem skerti sjón hans gífur-
lega. Hann hafði þó næga sjón til
að fara í Oxford-háskóla, þar sem
hann dúxaði, en ekki svo skýra sjón
að hann gæti lagt fyrir sig vísinda-
nám eins og hann hafði dreymt um.
Huxley var tvítugur þegar bróðir
hans, Trevenen, hengdi sig. Hann
hafði orðið ástfanginn af þjónustu-
stúlku sem varð barnshafandi eftir
hann en fjölskylda hans vildi ekki
að hann tæki niður fyrir sig með
því að kvænast henni og stíaði par-
inu í sundur. Sársauki Huxleys
vegna dauða bróðurins endurspegl-
ast vel í skáldsögum hans Eyeless
in Gaza og Brave New World.
Huxley í Hollywood
Huxley kvæntist belgískri konu,
Mariu Nys, árið 1919. Maria var
lesbísk og hjónin deildu einungis
örsjaldan sama svefnherbergi en
eignuðust þó einn son, Matthew.
Fjölskyldan flutti til Hollywood
árið 1937 þegar Huxley var 43 ára
gamall. Sú ákvörðun var tekin
vegna þess að Huxley þarfnaðist
peninga og taldi sig geta öðlast þá
með lítilli fyrirhöfn í handritagerð.
Maria var manni sínum stoð og
stytta í hjónabandinu. Hún sá um
að reka heimilið og var einkaritari
manns síns og vélritaði handrit
hans. Hún var sérvitur kona, trúði
á lófalestur og stjörnuspeki og var
alræmd í Hollywood fyrir skelfi-
lega eldamennsku sína. Heimili
þeirra hjóna var sérkennilega inn-
réttað. Þegar komið var í anddyrið
var það fyrsta sem blasti við gest-
um risastórt líkan af King Kong.
Þarna var bar með rauðum ljósum
sem blikkuðu stöðugt og stór upp-
stoppaður krókódíll var á gólfinu.
Með árunum fór sjón Huxleys
stöðugt versnandi. Það var meðal
annars ástæða þess að hann fór að
leita inn á við, kynnti sér búddisma
og stundaði innhverfa íhugun.
Hinn andlegi leiðtogi Krishnamurti
bjó í grennd við hjónin og kenndi
þeim nýjustu jógaæfingarnar.
Í Hollywood skrifaði Huxley
handrit að myndunum Madame
Curie þar sem Greer Garson var í
aðalhlutverki, Hroka og hleypi-
dómum þar sem Greer Garson og
Laurence Olivier voru meðal leik-
enda og Jane Eyre með Orson
Welles og Joan Fontaine í aðalhlut-
verkum. Eftirlætisverkefni hans
var handritið að Disney-teikni-
myndinni Lísu í Undralandi. Þrett-
án höfundar voru nefndir í loka-
gerð myndarinnar en Huxleys var
að engu getið.
Á skrá hjá FBI
Huxley var umhverfissinni og
yfirlýstur friðarsinni á tímum
seinni heimsstyrjaldar. Friðarbar-
átta hans gerði það að verkum að
FBI hafði á honum nokkrar gætur.
Árið 1943 uppgötvaði einn starfs-
manna stofnunarinnar eintak af
Brave New World þar sem einhver
hafði strikað undir setningar og
dregið daufar lóðréttar línur á
spássíur. Bókin var send í rann-
sókn en dulmálsfræðingar FBI
bentu á að merkingar eins og þess-
ar væru oft gerðar af nemendum
til að auðvelda þeim skilning á við-
komandi verki. Engu að síður varð
þessi „uppgötvun“ til þess að FBI
bað um rannsókn á ferli Huxleys.
Ekki herra LSD
Á sjötta áratugnum varð Huxley
frægur fyrir áhuga sinn á ofskynj-
unarefnum eins og meskalíni og
LSD. Við neyslu þessara efna sá
hann liti og hluti sem hann gat ekki
séð dags daglega. Þessi nýja skynj-
un gagntók hann. Hann tók meska-
lín og LSD nokkrum sinnum á ári
það sem hann átti eftir ólifað en
varð aldrei háður þessum efnum.
Hann skrifaði um reynslu sína í
bókunum The Doors of Perception
og Heaven and Hell. Einhverjir les-
endur tóku þær bækur sem hvatn-
ingu um frjálsa notkun slíkra efna
en Huxley varaði sjálfur við slíkri
tilraunastarfsemi í eftirmála sem
hann skrifaði við skáldsögu sína
The Devils of Loudun. Skáldsaga
hans Island, sem hann var fimm ár
að skrifa, fjallar um fyrirmyndar
framtíðarríki en þar nota íbúarnir
LSD á hóflegan hátt. Á seinni árum
sagði Huxley að það síðasta sem
hann vildi væri að verða eins konar
herra LSD. Hann sagðist vera rit-
höfundur sem gæti einungis unnið
þegar hann hefði næði og hann
vildi skrifa um hin margvíslegustu
málefni, þar sem LSD væri b
eitt af mörgum.
Áhugi á hugmyndum
Eiginkona Huxleys, Maria, l
árið 1955 eftir 36 ára hjónaba
Huxley kvæntist Lauru Arch
ári síðar. Hún var 20 árum yngri
hann og hafði verið vinkona þei
hjóna í nokku ár. Huxley lést
nóvember 1963 úr krabbameini
fréttir af dauða hans hurfu í sku
ann af morðinu á John F. Kenne
Kvöldið sem hann lést dreym
vinkonu hans, sem var miðill,
fyrri eiginkona Huxleys, Ma
kæmi til hennar og segði: „Þessu
lokið. Nú sefur hann.“
Aldous Huxley skrifaði 47 bæ
ur. Einhverjir gagnrýnendur h
talið hann betri greinahöfund
skáldsagnahöfund og segja ha
hafa haft meiri áhuga á hugmy
um en söguþræði og persónum
að hugmyndir hans eigi til
flækjast fyrir sjálfri sögunni. Þ
bækur hans sem eru mest les
og helst er munað eftir eru þó al
skáldsögur: Crome Yellow, An
Hay, Point Counter Point, Bra
New World og After Many a Su
mer Dies the Swan.
Kolla@frettablad
METSÖLULISTI
EYMUNDSSONAR
Allar bækur
1. Röddin. Arnaldur Indriðason
2. Íslenska vegahandbókin. Íslenska
bókaútgáfan
3. Kortabók. Mál og menning
4. Mýrin. Arnaldur Indriðason
5. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
6. Stangveiðihandbókin 2. Bindi.
Skerpla
7. Ferðakortabók. Landmælingar Íslands
8. Niður með kolvetnin. Amanda Cross
9. Þjóðsögur við þjóðveginn. Jón R.
Hjálmarsson
10. Bréf til Láru. Þórbergur Þórðarson
Skáldverk
1. Röddin. Arnaldur Indriðason
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason
3. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
4. Bréf til Láru. Þórbergur Þórðarson
5. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðas.
6. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
7. Paradís. Liza Marklund
8. Falsarinn. Björn Th. Björnsson
9. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
10. Hamlet. William Shakespeare
METSÖLULISTI BÓKABÚÐA
EYMUNDSSONAR 2. 8. JÚLÍ 2003
Metsölulisti Eymundssonarþessa vikuna sýnir glöggt að
Arnaldur Indriðason er vinsælasti
höfundur þjóðarinnar en sex
skáldsögur hans eru á lista yfir tíu
mest seldu skáldverkin. Þeir sem
hafa ekki enn lesið Mýrina, Graf-
arþögn og Röddina verða nú að
taka sig á því þarna er á ferð einn
besti glæpasagnahöfundur á
Norðurlöndum. Bækur sem upp-
lagt er að hafa með sér í ferðalag-
ið og sumarbústaðinn.
Annar glæpasagnahöfundur
sem vert er að mæla með er Pat-
ricia Cornwell. Hún kann listavel
að skapa spennu sem verður
reyndar nær óbærileg á köflum
og ef menn eru einir á ferðalagi
og gista fjarri mannabyggðum er
hætt við að nokkur hræðsla muni
kvikna hjá þeim allra viðkvæm-
ustu og þeir fari að ímynda sér að
einhver sé að rjátla við útidyra-
hurðina. Í bókum Cornwells er
það iðulega raðmorðingi sem
gengur laus. Í hinni margverð-
launuðu Að moldu skaltu aftur
verða drepur hann konur og í Allt
sem eftir er eru ungir elskendur
fórnarlömbin. Þriðja bókin er Bak
við dauðans dimma djúp sem
gagnrýnandi Daily Mail sagði að
ætti bara að lesa í dagsbirtu. The
Times sagði um sömu bók: „Mað-
ur felur sig undir rúmi af spenn-
ingi“. Ekki orði ofaukið hjá þeim
gagnrýnendum.
Rétt er að benda á
að í bókabúðum Máls
og menningar og Ey-
mundssonar, og kann-
ski víðar, er hægt að
gera aldeilis frábær
kaup á gömlum kiljum
en þær eru seldar á 399
krónur eintakið. Þar á
meðal eru hágæðabók-
menntir eins og Skugg-
ar í grasi, sem eru
sagnaþættir eftir
Karen Blixen, og Felix
Krull eftir Thomas
Mann, að ógleymdri
hinni snilldarlegu
skáldsögu Jane Aust-
en, Hroki og hleypi-
dómar, en rithöfund-
urinn Somerset Maug-
ham taldi þá bók í hópi tíu bestu
skáldsagna sem skrifaðar hafa
verið. Ástæða er til að mæla með
hinni bráðskemmtilegu skáld-
sögu Lítill heimur eftir David
Lodge sem fjallar um lífið í bók-
mennta- og háskólaheiminum. Ís-
lensk verk eru einnig í kiljuformi
á þessu góða verði. Þar á meðal
er Bréf til Láru eftir Þórbe
Þórðarson. Pólitíkin í þeirri b
er í dag ósköp bjánaleg en þ
breytir engu um þ
að þarna er að fin
margt það fyndna
sem skrifað he
verið á íslens
tungu og endala
má dást að stílfi
höfundar. Músin s
læðist er fyr
skáldsaga Guðber
Bergssonar og ein
hans bestu og Sve
hjólið eftir Gyrði E
asson svíkur held
ekki. Fyrir þá s
vilja demba sér
áhugaverða og stu
um hrollvekja
sagnfræði er b
Ingu Huldar Hák
ardóttur, Fjarri hl
hjónasængur, tilva
lesning en þar er fjallað um e
staklinga í Íslandssögunni s
þóttu fara rækilega yfir lagal
an ramma í ástarlífi og þur
jafnvel að gjalda fyrir með
sínu. Ekki kilja sem lesandinn
líklegur til að henda eftir lest
inn enda mikill fróðleikur þ
saman kominn. ■
SPENNANDI LESNING
Þeir sem vilja spennandi
sumarlesningu ættu að ná
sér í glæpasögur Patriciu
Cornwell en þrjár þeirra eru
nú komnar út í kilju.
Bækur í sumarbústaðinn
Aldous Huxley var friðar- og umhverfissinni,
neytti ofskynjunarlyfja og átti lesbíska eiginkonu:
Leitandi
rithöfundur
ALDOUS HUXLEY
Höfundur Brave New World
var alvarlega sjónskertur.
Hann gerði tilraunir með
notkun ofskynjunarlyfja og
skrifaði um þá reynslu og varð
fyrir vikið eftirlæti hippakyn-
slóðarinnar.
■
Þegar komið
var í anddyrið
var það fyrsta
sem blasti við
gestum risa-
stórt líkan af
King Kong.