Fréttablaðið - 13.07.2003, Síða 16
allt vor og sumar hafa borist
rá Frakklandi fréttir sem eru
framandi íslenskum eyrum
m verða má. Franskur múgur
ur ítrekað streymt út á göturn-
og lamað gervallt þjóðfélagið í
skyni að verja rétt sinn til eft-
una við sextugsaldurinn. And-
ænis yfirvöldum sem hafa vilj-
þoka honum upp um tvö ár.
Hér eru þeir svo sannarlega
dfætlingar Íslendinga þar sem
áttan hefur fram til þessa snú-
ist um að fá að
vinna fram í rauð-
an dauðann. Og þá
gjarnan höfðað til
mannréttindasjón-
armiða: grimmdin
sem felst í því að
vísa „fullfrísku
fólki“ burt úr virk-
um dögum yfir í
marúm aðgerðaleysis og að
nni skilst bráðs dauða.
En fyrir Frökkum táknar eftir-
naaldurinn nýtt líf. Alla
rfsævina hafa þeir verið að
a sig undir hann og hlakka til
s líkt og námsleiðir unglingar
m grilla í sumarið handan við
asta próf.
nskur flagari eða
sthússtrætisperri
Íslendingar og Frakkar eru
ndar ólíkir um flest. Við skul-
taka daginn snemma og fara
bakarí. Frakkinn býður ævin-
a góðan dag um leið og hann
gur inn fyrir þröskuldinn. Á Ís-
landi er maður sem heilsar bláó-
kunnugu fólki á búðargólfi litinn
hornauga, líkt og maður sem færi
að tala upphátt við sjálfan sig eða
dyrastafinn.
Íslendingar sem mætast á götu
sýna hver öðrum þá tillitssemi að
líta undan. Þessu er þveröfugt
farið í Frakklandi þar sem borgar-
lífið er mettað af tilhugalífi augn-
anna. Ein afurð þessa ástands er
flagarinn franski sem vílar ekki
fyrir sér að reyna við bláókunnug-
an kvenmann í björtu, á kaffihúsi
eða förnum vegi. Á Íslandi væri
slíkt fífldirfska. Maður sem færi
opinskátt að reyna við kvenfólk
um hábjartan dag niðri í bæ – til
dæmis á stéttinni fyrir utan Kaffi
París – hann yrði upp frá því
aldrei kallaður annað en Pósthús-
strætisperrinn. Hann væri búinn
að vera.
Frakkar og Íslendingar hafa
firna ólíka afstöðu til persónuupp-
lýsinga. Smæð samfélagsins ís-
lenska ásamt yfirburða ættfræði-
þekkingu gerir að verkum að hver
maður er gangandi gagnabanki
um náungann. Hvar sem þrír Ís-
lendingar koma saman, þar ert þú
þeirra á meðal – ef þeir kæra sig
um. Ótrúlega smásmugulegar
persónuupplýsingar hringsóla
með elektrónískum hraða í ís-
lensku samfélagi.
Frakkar eru sérlega styggir í
þessum efnum. Menn geta gegnt
æðstu stöðum ríkisins og samt
veit almenningur ekki hvort þeir
eru giftir, hvert þeir hneigjast í
kynlífinu, hvort þeir eiga börn eða
hvað þeir aðhafast í frítímanum.
Sjálfur fyrrverandi forseti
Frakka, Francois Mitterand,
reyndist eiga uppkomna dóttur
utan hjónabands og annað líf án
þess að fjölmiðlar hefðu séð
ástæðu til að ljóstra því upp.
Hefja daginn með
„leikarakossi“
Frakkar elska að skiptast á
skoðunum og telja það skyldu
sína að vera ævinlega á öndverð-
um meiði. Á Íslandi er það við-
kvæmt mál, menn fresta skoð-
anaágreiningi í lengstu lög uns
skyndilega sýður upp úr. En áður
en til þess kemur er venjulega
fundin útgönguleið í persónu-
fróðleik eða skrítlu.
Að heilsast og kveðjast er síð-
an kapítuli út af fyrir sig með
Frökkum. Þeir kyssa loftið rétt
við vanga mótaðilans, án þess að
snertast. Á Íslandi voru þetta til
skamms tíma nefndir „leikara-
kossar“ af því það voru helst
leikarar sem höfðu vald á þessu
samskiptaformi. Aftur á móti
sæi maður ekki í anda starfsfólk
á skrifstofum, bönkum eða kenn-
arastofum byrja daginn með
kossi sitt undir hvorn.
En kannski skautast þjóðirnar
hvað skarpast í afstöðu sinni til
máltíða. Hver máltíð er Frakkan-
um hátíð, seremónía, ritúal. Á
meðan matnum vindur fram er
hann stöðugt að gefa elda-
mennskunni einkunn og ræða
málin.
Samkvæmt góðum og gildum
mannasiðum íslenskum er dóna-
skapur að tala um matinn og yf-
irleitt að tala á meðan maður
borðar. Matnum ber að gera skil
í þögn og síðan á að segja „takk
fyrir mig“ um leið og staðið er
upp frá borðum. Sú setning er
ekki til í frönsku. Íslendingi er
oftar en ekki orða vant þegar
hann stendur upp frá frönsku
matborði og ætlar að þakka nið-
urbrotinni húsmóður fyrir sig.
Hann átti að segja það á meðan
hann var að borða!
Hamingjusamur
og heimskur
Að lokum er það hamingjan. Ís-
lendingar mælast allra þjóða ham-
ingjusamastir á meðan Frökkum
finnst hálf hallærislegt að játa sig
hamingjusama. Líkt og að játa sig
sigraða. Höfuðskáld Frakka, Ágúst
Flaubert, lét svo um mælt að til að
vera hamingjusamur þyrfti
þrennt: maður yrði að vera
heimskur, maður yrði að vera eig-
ingjarn og maður yrði að vera
heilsugóður. „En“, bætti hann við,
„ef þetta fyrsta skortir, þá er allt
hitt unnið fyrir gýg!“
Nú lægi beinast við að spyrja
hvernig svo ólíkar þjóðir geti átt
eitthvað vantalað hvor við aðra. En
þá komum við að þessu skrítna:
það sem er frábrugðið er ævinlega
girnilegra til fróðleiks en það sem
er eins. Og það er einmitt ástæðan
fyrir stöðugt endurnýjaðri löngun
til að fara og finna Frakka.
En að maður botni í þeim, það
er af og frá. ■
15NNUDAGUR 13. júlí 2003
Ragnar Ólafsson og Steinunn Sigvaldadóttir,
Bröttuhlíð 7, Mosfellsbæ: „Eftir að við fengum
markísuna hefur nýtingin á sólpallinum og
garðveran verið mun meiri. Skjólsælla er á
pallinum, blautviðri engin fyrirstaða og þetta
prýðir húsið okkar.“ Þegar Ragnar og Steinunn
halda sínar vikulegu grillveislur sér grillið um
varmann undir markísunni fram eftir kvöldi.
Eins og sést á myndinni er rigning engin
fyrirstaða fyrir útiveru á sólpallinum
Þessari tegund Markísa er stjórnað
innan frá að öllu leyti
Hrein fjárfesting ehf. Dalbraut 3, 105 Reykjavík
Nánari upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 (kvöld og helgar)
Söluaðilar í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað, Flúðum, Stykkishólmi, Blönduósi, Ísafirði, Akranesi og Keflavík.
Níels S. Olgeirsson og Ragnheiður
Valdimarsdóttir, Bröttuhlíð 12, Mosfellsbæ:
„Að geta stjórnað hitanum innandyra og lokað
sólina úti svo hún baki ekki húsgögnin er mikils
virði. Okkur finnst þetta meiriháttar gott og
sniðugt. Við erum oft spurð að því hvort þörf sé
á þessu á Íslandi og hvort þetta virki. Eftir að
hafa haft þetta í á þriðja ár erum við í engum
vafa um notagildið.“
• Ryðfrítt
• Hindrar 92% hita
• Skýlir fyrir vindi af þaki
• 100% vatnshelt
• Einföld uppsetning
• 1. handdrifið
• 2. rafdrifið
• 3. sjálfvirkt
Afgreiðslufrestur:
1 – 3 vikur í febrúar – apríl,
2 – 5 vikur í maí – september.
Gott fyrir heimilið, vinnustaðinn og sumarbústaðinn
V e ð r i ð e k k e r t v a n d a m á l
Markísur
Einföld notkun: út-inn-upp-niður,
allt að þinni vild.
P
re
n
tm
e
t
e
h
f.
Hitamál
innandyra
leyst
ndingar
last allra
ða ham-
usamastir á
ðan Frökk-
finnst hálf
ærislegt að
sig ham-
usama.
Frakkar og Íslendingar,
Íslendingar og Frakkar
PÉTURS
GUNNARSSONAR
■ Sunnudags-þankar
Á KAFFI PARÍS
„Maður sem færi opinskátt að reyna við kvenfólk um hábjartan dag niðri í bæ – til dæmis
á stéttinni fyrir utan Kaffi París – hann yrði upp frá því aldrei kallaður annað en Pósthús-
strætisperrinn.“