Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 13.07.2003, Qupperneq 21
20 13. júlí 2003 SUNNUDAG LUCIANO FIGUAROA „Litli Batistuta“ frá Rosario í Argentínu hef- ur vakið athygli margra stórliða í Evrópu. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 JÚLÍ Sunnudagur Gæti enn spilað á móti karlmönnum: Vill keppa við karla GOLF „Það tók sinn tíma að kreista golfsett út úr foreldrunum. Eftir að það tókst varð ekki aftur snúið,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson, þrefaldur Íslandsmeistari í högg- leik í golfi, um upphaf ferils síns. „Ég hafði farið með systur mömmu á golfvöllinn á Skaga- strönd og fengið væga bakteríu.“ Ferill Sigurpáls hefur verið hægt en bítandi upp á við. Hann er á tuttugasta og áttunda ári og segist vera rétt að byrja. „Svo sannarlega, ég er hvergi hættur. Ég hef verið að spila mitt besta golf undanfarin tvö ár og ég spilaði mikið í vetur svo ég er í fínu formi. Ég hef þroskast mikið undanfarin ár bæði sem mann- eskja og golfari. Í leik eins og golf- inu, þar sem keppt er fyrst og fremst við sjálfan sig, er það ákaf- lega mikilvægt. Það er svo mikill hluti golfsins sálrænn að allur þroski getur einungis komið til góða. Ég þótti lengi vel vera með högglengri mönnum og um það var talað. Í dag eru teigskotin mín 20 metrum styttri en þau voru vegna þess að ég hef lært að lengd kemur ekki í stað nákvæmni. Höggin eru ekki mjög löng en þau hitta braut mun oftar og ég yrði glaður maður ef mér tækist enn frekar að bæta hittni á kostnað lengdar. Það er margsannað að það er auðvelt að tapa golfmóti á teignum en það er ekki hægt að vinna það þaðan. Það er fullt af fólki sem getur dúndrað golfkúlu langar vegalengdir en getur svo fátt annað.“ Sigurpáll segir alla aðstöðu f ir golfara hafa batnað mikið á landi en ennþá vanti virkile krefjandi golfvelli. „Þá á ég golfvelli í líkingu við þá sem sjáum oft erlendis. Velli sem kr ast þess að slegið sé beint. S dæmi vorum við á síðasta Evró móti að spila svipað og stund betur en mörg lið fyrir ofan okk en það sem fór með okkur v teighöggin. Við lentum aftur og a ur í því að taka þriðja högg af t og ástæðan er sú að við hittum e brautirnar eins vel og aðrir í m inu. Lentum gjarnan úti í skógi týndum boltum og svo framve Okkur hreinlega vantaði æfing nákvæmni og hluti vandamáls er íslenskir vellir. Á flestum þei getur golfari skotið ónákvæmt samt sloppið með það og jafn verið á braut.“ Sigurpáll er í sambúð með A Ásgrímsdóttur, sem á einn son f ir. Þau búa á Akureyri og Sigurp starfar við þjálfun hjá Golfklú Akureyrar. „Ég er svo heppinn Auður hefur einnig áhuga á g og fylgir mér oft á mótum þan að það eru minni fjarvistir fjölskyldunni en ella.“ Sigurp hefur undanfarin ár farið tú með togurum Samherja á vetu til að borga niður skuldir og e til að hafa meiri tíma á sumrin golfiðkunar. „Ég fer líklega e vetur enn á sjóinn en eftir það stefnan tekin á að klára íþró gráðu við Íþróttaskólann á La arvatni.“ albert@frettablad FÓTBOLTI Kevin Keegan á í samn- ingaviðræðum við Real Betis, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, um að fá hann til Manchester City fyrir veturinn. Verðhugmyndir Betis hafa til þessa fælt félög frá en forráðamenn Betis gætu mögu- lega skipt um skoðun og leyft Jó- hannesi að fara fyrir lægri fjár- hæð þar sem ólíklegt er að hann leiki með liðinu í vetur. „Ég er alls ekkert inni hjá þjálfara Betis og hann gerði mér það ljóst fyrir löngu, þannig að ég er hissa á afstöðu félagsins gagn- vart sölu á mér,“ sagði Jóhannes Karl, en Betis hefur þegar hafn nokkrum tilboðum í hann. ■  14.00 Ásvellir Þróttur/Haukar mæta ÍBV í Landsbankadeild kvenna.  16.00 Siglufjarðarvöllur Þór/KA/KS fær Stjörnuna í heimsókn norður í Landsbankadeild kvenna.  19.15 Akureyrarvöllur KA tekur á móti ÍBV í Landsbankadeild karla.  21.55 RÚV Helgarsportið  22.10 RÚV Fótboltakvöld. Sýnt frá leikjum tíundu umferðar. FLUG Svifflug er ein þeirra íþrótta- greina sem njóta vaxandi vin- sælda á Íslandi sem víðar og fer tala þátttakenda fjölgandi ár frá ári. Svifflugfélögin á Íslandi eru tvö talsins, Svifflugfélag Íslands á Sandskeiði og Svifflugfélag Akur- eyrar á Melgerðismelum í Eyja- firði. „Það er fleiri og fleiri sem prófa svifflug,“ sagði Kristján Sveinbjörnsson formaður Svifflugfélag Íslands. „Íþróttin er fyrir alla sem vilja njóta náttúr- unnar svífandi um eins og fuglinn en vilja einnig á sama tíma ná ár- angri í spennandi íþrótt sem reyn- ir á viðkomandi.“ Það er mikill fé- lagsskapur meðal okkar. Við höld- um Íslandsmeistaramót einu sinni á tveggja ára fresti, yfirleitt á Hellu, og þá er líka keppt stanslít- ið í níu daga.“ Svifflugfélag Íslands á níu svifflugur og margir félagsmenn eiga sínar eigin vélar. „Það hefur færst í vöxt að menn kaupi sínar eigin svifflugur. Gjarnan fleiri saman og geta þannig stundað sportið hvenær sem er.“ Það eru allir velkomnir að prófa hjá okk- ur. Annars er tiltölulega ódýrt að byrja miðað við margt annað sem í boði er hérlendis. Byrjendapakki kostar í kringum 70 þúsund krón- ur.“ Allir eru velkomnir upp Sandskeið en starfsemi er í ga á svæðinu nánast alla eftirm daga. ■ SVIFFLUGA Áhugamönnum um svifflugið fjölgar ár frá ári. Vaxandi áhugi á svifflugi hérlendis: Einstök íþrótt GOLF Fregnir herma að sænska golfstjarnan Annika Sörenstam gæti eftir allt saman enn tekið þátt í mótum sem karlar hafa hingað til einokað. Um er að ræða styrktarmót sem ekki heyra undir bandaríska golfsambandið. Ef fer sem horfir gæti hún mætt Tiger Woods og Retief Goosen í Singapúr í nóvember og hins vegar er mót í LaQuinta í Kaliforníu. Áhugi fjölmiðla á Anniku hefur aldrei verið meiri og hefur áhorfendafjöldi á kvennamótum í golfi vestra auk- ist til muna eftir að hún réðst gegn körlunum á Colonial-mótinu fyrir skömmu. ■ ANNIKA SÖRENSTAM Hefur aukið athygli á konum í golfi. SIGURPÁLL GEIR SVEINSSON Einn fremsti golfari Íslendinga. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Kevin Keegan reynir enn að fá Real Be til að lækka verðið á honum. Keegan í viðræðum við Betis: Vill Jóhannes Karl Golfmót vinnast ekki á hetjuskotum Sigurpáll Geir Sveinsson hefur spilað sitt best golf undanfarið og er farinn að íhuga þátttök á inntökumóti fyrir evrópsku mótaröðina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.