Fréttablaðið - 13.07.2003, Side 22

Fréttablaðið - 13.07.2003, Side 22
21NNUDAGUR 13. júlí 2003 algado Milito Helguera Casillas Carlos Figo Beckham Zidane Raúl Ronaldo Makelele sanleg uppstilling 1 Salgado Milito Helguera Casillas Carlos Figo Beckham Makelele Zidane Raúl Ronaldo Hugsanleg uppstilling 2 Salgado Milito Helguera Casillas Carlos Beckham Makelele Zidane Ronaldo Figo Raúl Hugsanleg uppstilling 3 BOLTI Listinn er tilkomumikill; ane, Raúl, Roberto Carlos, o, Ronaldo, Beckham. Hin sex múrskarandi „stórstirni“ Real drid eins og spænskir fjölmiðl- kalla hópinn. Þá á enn eftir að minnast á alla hina sem eru „einungis“ frábærir; Mori- entes, Helguera, Makelele, Cambi- asso, Casillas, Guti, McManaman, Sol- og Conceicao sem allir annað- rt leika eða léku með landslið- sínum. Stóra spurningin sem óttaunnendur spyrja þessa gana er hvernig nýr knatt- rnustjóri liðsins, Carlos eiroz, ætlar að haga hlutum nig að allar stjörnurnar verði tar og engum finnist gert á n hlut. „Það er alveg á tæru að Figo og ckham spila saman inni á vell- m,“ sagði Queiroz nýlega en ckham spilaði sömu stöðu hjá nchester United og Figo gerir Real. Queiroz gerði því skóna Figo héldi sömu stöðu en Beck- m yrði notaður aftar á miðj- ni. Það hefur þótt einn stærsti linn við Beckham að hann býr ki yfir nægum hraða til að vera kilega ógnandi. Luis Figo vinn- engin spretthlaup heldur en n er leiknari en Beckham og mmari við að keyra á varna- nn. Figo á það líka til að skipta kið um stöðu á vellinum, skipta hægri kanti yfir á þann vinstri öfugt og valda þannig enn frek- usla í vörn andstæðinga. Beck- m er aftur á móti einstakur dingarmaður og því ekki ólík- t að hann gagnist vel aftar á ðjunni með þeim Makelele og ane. „Ætti ég að velja á milli þeirra vel ég Beckham fremur en o,“ sagði Logi Ólafsson, þjálf- íslenska landsliðsins. „Mér nst koma mikið meira út úr leik ckham en Figo.“ Zinedine Zidane, „Zizou“, er s og Beckham ekki frægur fyr- ir varnareiginleika sína en hefur engu að síður gengið framar von- um, mun betur en honum gekk sem leikmanni Juventus á Ítalíu. Það getur hann að hluta til þakkað landa sínum Claude Makelele, sem unnið hefur einstaklega gott og óeigingjarnt starf á miðjunni síðan hann kom frá Celta Vigo fyrir tveimur árum. „Ég býð Beckham velkominn eins og allir aðrir leikmenn liðs- ins. Það er engin spurning að við getum deilt svæðum á vellinum og spilað báðir,“ lét Luis Figo hafa eftir sér nýlega. Figo óskaði ein- mitt eftir því við stjórn Real Madrid þegar hann hlaut gull- knött FIFA árið 2000 að félagið reyndi að fá Beckham til Spánar því fáir stæðu honum á sporði í sendingartækni. Real Madrid hefur einnig sýnt áhuga á hinum brasilíska Ronald- inho hjá PSG og ef það gengur eft- ir þarf Queiroz virkilega að leggja hausinn í bleyti. Ronaldinho er svipaður leikmaður og heimabæj- arstjarnan Raúl, báðir eru mjög framsæknir, fljótir og hreyfanleg- ir. Raúl hefur þroskast mikið sem leikmaður og fyrirliði liðsins síð- astliðin tvö ár og víst að stuðn- ingsmenn taka því ekki þegjandi ef hann vermir bekkinn fyrir Ron- aldinho. Á móti kemur að hluta- fjáreigendur sætta sig jafn illa við að leikmenn sem kosta félagið milljarða stiki götur. Staðreyndin er sú, og það hefur gefið gagnrýnendum byr í seglin, að veikasti hlekkur Real Madrid er vörnin. Á meðan hver stjarnan á fætur annarri er keypt í fram- línuna situr vörnin á hakanum. Roberto Carlos er einn besti bak- vörður í boltanum í dag en sóknar- hugur hans á það til að verða of mikill og skyndisóknir andstæð- inga finna oft glufur þar sem Carlos á að vera. Ivan Helguera á að taka við af Hierro sem akkeri liðsins og er vel til þess fallinn. Hann hefur spilað lengi með Real og nýtur virðingar en hann kemst seint í hóp betri varnarmanna, til þess er hann of mistækur enn sem komið er. Hægra megin spilar hinn eitilharði Michel Salgado sem er vanmetnasti leikmaður liðsins og hefur verið lengi. Hvað eftir annað koma upp sögusagnir um að Real ætli sér að selja hann. Salgado er hins vegar mikill vinnuþjarkur og bætir þannig upp tæknilega vankunnáttu. Hann er atvinnumaður fram í fingurgóma og skilar sínu hvernig sem liðið annars leikur. Fjórða staðan í vörninni, sem Hierro lék í áður, verður skipuð hinum nýja Gabriel Milito sem þrátt fyrir ungan aldur er mikils metinn varnarmaður í Argentínu. Real á líka á bekknum fjóra unga og efnilega stráka sem eru nýkomnir upp úr unglingaliði félagsins. Þar af hafa Minambres og sérstaklega Pavón fengið að spreyta sig og skilað ágætu verki en þeir eru allir reynslulitlir og skæðir sóknarmenn eiga ekki að vera í miklum erfiðleikum með að skauta framhjá þeim. Spennandi verður að fylgjast með gengi þessa draumaliðs í vetur. albert@frettabladid.is REAL MADRID Nýja stjarnan á ekki fast sæti í liðinu. g á tæru Beckham Figo spila an inni á num. Veikasti hlekkur Real örfuknattleikslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 ar kallað draumaliðið. Nú talar fólk aftur um draumaliðið. Í þetta sinn er hins vegar átt við spænska knattspyrnufélagið Real Madrid. MAMBO TÍSKUVERSLUN ÚTSALAN ENN Í FULLUM GANGI 40-80% afsláttur Tískuverslunin í Firðinum, Hafnarfirði, sími 5442044 ÐAR Glæsilegt veiðihús hefur ið tekið í notkun við Breiðdalsá ustfjörðum. Leigutakinn, Þröst- Elliðason, hefur lengi haft á ónunum að koma ánni betur á tið en hingað til hefur verið. „Það var opnað fyrir bleikju- ði í vor og einir 400 fiskar mnir þar. Svo eru stórundarleg- tegundir að koma hér á land; gum regnbogasilung sem ndar er ekkert í frásögur fær- i nema hann hefur ekki veiðst na áður, bleiklax kom hér á land a en það er Kyrrahafslaxateg- d sem mjög sérstakt er að fá hér land. Svo var einn svo heppinn, óheppinn, að fá grásleppu á spúninn hjá sér.“ Auk þessa hafa fengist nokkrir laxar í sumar. Þröstur segir að góðan tíma þurfi til að byggja upp aðstöðu og veiði í ánni enda hefur veiði þar verið sveiflukennd gegnum tíðina. „Veiðin hér hefur aukist smátt og smátt síðan við byrjuðum 1998. Ég hef aukið sleppingar síðan þá og til stendur að auka þær frekar. Við gerum okkur vonir um að tveimur árum liðnum verði áin komin í 500- 1000 laxa á ári en núna er hún að gefa 300 að meðaltali.“ ■ LAXVEIÐAR Veiðimenn eru sammála um að laxveiðin hafi byrjað með ágætum þetta sumarið. Laxveiðin í Breiðdalsá fer rólega af stað: Vonir um að þrefalda aflann

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.