Fréttablaðið - 13.07.2003, Qupperneq 32
31NNUDAGUR 13. júlí 2003
Hrönn Eiríksdóttir varð ádögunum fyrsta konan á Ís-
di sem lýkur sveinsprófi í
gvirkjun. Hrönn hefur starf-
hjá Flugfélaginu Atlanta síð-
hún lauk námi í Bandaríkjun-
árið 2000.
Áður en hún fór út til Banda-
janna lærði hún nudd og bif-
avirkjun hér heima, en pabbi
nnar er bifvélavirki.
Hrönn, sem verður 25 ára í
ust, segist hafa farið út í flug-
kjunina eftir að kunningi
bba hennar benti á námið.
Aðspurð hvernig tilfinning
sé að vera eini kvenkyns
gvirkinn á Íslandi segist hún
kert spá í það. Það geri fjöl-
yldan hennar ekki heldur.
„Þetta kemur þeim sem þekkja
mig ekkert á óvart. Ég hef alltaf
verið ein af strákunum,“ segir
Hrönn, sem var stödd á Spáni að
vinna fyrir Atlanta þegar Frétta-
blaðið náði tali af henni.
Hrönn segir það ekkert vera
erfitt að vinna með körlum alla
daga. „Það er auðveldara að
vinna með karlmönnum heldur
en konum. Það er bara
staðreynd. Þeir taka það sem
sagt er við þá ekki nærri því eins
alvarlega og konur. Öll fýlan er
búin eftir fimm mínútur hjá
þeim, hún varir ekki í nokkra
daga.“ ■
Strompfullt hjá
Margréti Sverris
g verð í því að koma mér af frá-
bæru ættarmóti á mánudag sem
dið er í Reykjanesi við Ísafjarð-
júp, þar sem Síberían var fyrir
a fólkið hérna fyrir vestan. Þetta
ættmenni mín í föðurlegg, pabbi
systkini hans og verður þetta
mennt mót,“ segir Margrét
rrisdóttir, framkvæmdastjóri
álslynda flokksins, aðspurð um
ð væri á verkefnalista vikunnar
m nú fer í hönd.
„Svo er komið að því að klára
marfríið mitt, það er að líða að
um þess. Og ég hef ætlað mér
júka þaksmíði sem við hjónin
m hálfnuð með. Við erum að
durnýja gamalt hús sem við
um, gamlan bóndabæ sem er
kjubær við Skutulsfjörð.
t utan við Ísafjörð. Þetta er
marhúsið okkar.
Vegna ættarmótsins eru
ingjar mínir að koma hvaðan-
a að, ein fjölskylda frá
lgaríu, önnur frá Svíþjóð og
framvegis. Við munum hýsa
hverja þeirra. Ég er að vona
það verði strompfullt hjá
kur. Ég treð alveg upp í rjáfur.
o er bara að vona að veðrið
ði skárra en verið hefur
danfarið.“
Margrét segir einnig fylgja
gi hverjum, og er þessi vika
gin undantekning, að vera á
ktinni í pólitíkinni. Hún er í
stöðugu tölvupóst- og símsam-
bandi við hina ýmsu flokksmenn
sína. „Svo er alltaf á verkefna-
listanum að taka saman grein og
skjóta á ríkisstjórnina hvað
varðar ýmis glappaskot í utan-
ríkismálum. En hvort það verður
í þessari viku veit ég ekki.
Líklega kemst ég ekki til þess
sökum gestagangs og þakvið-
gerða.“ ■
eftir Frode Øverlimbakassinn
ÞOTA Í AÐFLUGI
Hrönn Eiríksdóttir er eina konan á Íslandi
sem hefur lokið sveinsprófi í flugvirkjun.
Vikan fram undan
■ Hinn knái framkvæmdastjóri Frjáls-
lynda flokksins hefur í mörg horn að líta í
þeirri viku sem fer í hönd. Hún er á hinni
pólitísku vakt og stendur í þakviðgerðum
á sumarhúsi þeirra hjóna auk þess sem
hún mun hýsa fjölda ættingja sinna sem
eru að koma vestur í stórum stíl.
Frammistaða Björgólfs Takefusameð úrvalsdeildarliði Þróttar í
knattspyrnu hefur vakið athygli út
fyrir landsteinana. Á dögunum
barst fyrirspurn alla leið frá Japan
þar sem annarrar deildar lið þar í
landi spurðist fyrir um strákinn. Í
loftinu lá tilboð sem skoðað var en
sjálfur sýndi Björgólfur því engan
áhuga. Hann er sem kunnugt er
japanskur í föðurætt en talar þó
enga japönsku. Þróttarar geta því
varpað öndinni léttar og haldið
ótrauðir áfram sigurgöngu sinni í
Íslandsmeistaramótinu í knatt-
spyrnu með Björgólf í framlínunni.
Hádegistónleikar Tríó Cantabileí Ráðhúsi Reykjavíkur síðast-
liðinn föstudag
vöktu athygli og
voru vel sóttir.
Sérstaka athygli
vakti þó umgjörð
tónleikanna en út
um glugga Ráð-
hússins gátu tón-
leikagestir fylgst
með ástföngnu
fólki í tilhugalífi
með blóm og pakka á tjarnarbakk-
anum fyrir utan – enda fjölluðu
verkin öll um ástina. Tríó Cantabile
hyggur nú á ferð um landið með
söng sinn og leik en óvíst er hvort
ástfangna fólkið á tjarnarbakkan-
um fylgir með.
Út í bakarí
Á sunnudagsmorgnum finnstmér gott að lesa blöðin og
drekka kaffi,“ segir Eyþór Arn-
alds, tónlistar- og athafnamaður,
en tekur þó fram að hann stundi
blaðalesturinn og kaffidrykkjuna
ekki uppi í rúmi. „Ég sit við eld-
húsborðið í sloppnum og læt
stressið líða úr sálinni. Með aldr-
inum hefur mér lærst að líta á
sunnudaginn sem hvíldardag.
Þannig nýtur maður hans best.“
Kaffið dugar Eyþóri þó ekki
eitt og sér við blaðalesturinn á
sunnudagsmorgnum: „Ég fer út í
bakarí og kaupi með brauð frekar
en sætabrauð. Annað hvort fer ég
í Konditori Copenhagen við Suð-
urlandsbraut eða á Kaffi Roma
við Rauðarárstíg. Það er í göngu-
færi og gott.“ ■
Tímamót
HRÖNN EIRÍKSDÓTTIR
■ hefur unnið fyrir Atlanta í tvö ár og
segist kunna vel við að vinna með
karlmönnum.
Ein af strákunum
■ Morgunstund
EYÞÓR ARNALDS
Lætur stressið líða úr sálinni á sunnu-
dagsmorgnum.
ANDLÁT
Björn Emil Björnsson, Lágengi 23, Sel-
fossi, lést 10. júlí.
Sigríður Guðbjörg Sigurðardóttir lést
10. júlí.
Sigurrós Sigurðardóttir, Hrafnistu,
Hafnarfirði, lést 10. júlí.
Pétur Einarsson, Þrastarási 4, Hafnar-
firði, lést 8. júlí.
Jónas Þór Guðmundsson, Austurbrún
6, Reykjavík, lést í Búlgaríu 5. júlí.
Friðjón Guðröðarson, Fjólugötu 25,
Reykjavík, er látinn.
■ Tímamót
Grænlenskir dagar á Flateyri:
Trumbusláttur um allan bæ
Mikil stemning er á græn-lenskum dögum sem nú
standa yfir á Flateyri. „Þetta er
búið að vera æðislegt,“ sagði Guð-
mundur Sigurðsson, einn aðstand-
enda hátíðarinnar, þegar haft var
samband við hann í gær. „Ég hef
aldei séð annað eins af bílum á
Flateyri áður og ég giska á að hér
séu um 1.200 til 1.500 manns. Það
ljóma allir af gleði og ánægju,“
segir Guðmundur.
Guðmundur segir Grænlend-
ingana hafa skotið sel um leið og
þeir komu, sem þeir hafa verið að
matreiða ofan í gesti og gangandi.
„Þeir fönguðu svo annan lifandi,
sem þeir eru með í kari. Þá hafa
þeir sýnt dans- og söngatriði og
trumbusláttur frá trumbusvetinni
þeirra dynur hér um allan bæ. Það
eina sem hefur ekki leikið við okk-
ur er veðrið, sem hefði mátt vera
ögn betra.“ ■
FJÖR Á GRÆNLENSKUM DÖGUM
Mikill mannfjöldi er á Flateyri og dagskrá í
gangi allan liðlangan daginn og langt fram
á nótt.
MARGRÉT SVERRISDÓTTIR
Það er á verkefnalista hennar að taka saman grein og skjóta rækilega á ríkisstjórnina
vegna ýmissa glappaskota í utanríkismálum... en líkleg kemst hún ekki til þess sökum
þakviðgerða..
Glæsilegur
sumarbústaður
í Kiðárbotnum nr. 34
í Húsafelli
MIKIÐ ENDURNÝJAÐUR BÚSTAÐUR Í HÚSAFELLI
MEÐ STÓRUM VIÐARPÖLLUM. BÚIÐ ER AÐ END-
URNÝJA NÁNAST ALLT AÐ INNAN. HEITT OG KALT
VATN, STÓR HEITUR POTTUR. MIKILL GRÓÐUR
ALLT Í KRINGUM BÚSTAÐINN.
Seljandinn verður á staðnum um helgina og
þér/ykkur er frjálst að líta við eða hringja í hann
Valdimar (eigandann ) í síma 897-9929 og hann
gefur þér allar nánari upplýsingar
Þórarinn M.
Friðgeirsson
sölumaður
Gsm 899-1882
www.valholl.is - opið mán.- fimmtud. 9-17.30, föstud. frá kl. 9-17. Lokað um helgar.