Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 15
16 24. júlí 2003 MIÐVIKUDAG LÁT FRÉTTAKONU RANNSAKAÐ Mohammad Khatami, forseti Írans, lýsti því yfir að réttað yrði fyrir opnum tjöldum vegna dauða fréttakonu sem var barin til bana í fangelsi. LÍBERÍA, AP Uppreisnarmenn í Líb- eríu hafa haldið áfram árásum sínum á Monróvíu, höfuðborg landsins. Friðarviðræður í land- inu ganga illa. Önnur stærsta uppreisnarsveit nágrannalandsins Gana hefur hót- að að draga sig úr friðarviðræð- um ef ekki tekst að semja um nýja stjórn til að taka við af stjórn Charles Taylor, forseta Líberíu. Hjálparstofnanir óttast mjög þróunina í höfuðborginni og hafa reynt að aðstoða þá 250.000 íbúa borgarinnar sem eru heimilislaus- ir eða hafa flúið. Hundruð manns hafa látist og þúsundir hafa særst síðan uppreisnarmenn hófu árásir að nýju síðasta laugardag. ■ Orkuveitan og Bláskógabyggð: Samstarf í orkumálum ORKA Undirrituð hefur verið vi yfirlýsing þess efnis að Orkuve Reykjavíkur og sveitar- félagið Blá- skógabyggð hefji sam- starf á sviði orkumála. Í yfirlýsingunni eru a ar sammála um mikilvægi þess kanna grundvöll að sameinin veitufyrirtækja í Bláskógabyg og Orkuveitu Reykjavíkur með þ að markmiði að skapa frek möguleika til eflingar byggðar uppbyggingar atvinnulífs í B skógabyggð. ■ NÁTTÚRUHAMFARIR „Suðurlands- skjálftinn er afstaðinn og ekkert bendir til að hann haldi áfram á allra næstu árum, nema eitthvað mikið komi til í jarðhræringum í kringum landið eða annars staðar á landinu.“ Þetta sagði Ragnar Sigbjörnsson, prófessor í verk- fræði og forstöðumaður Rann- sóknamiðstöðvar HÍ í jarð- skjálftaverkfræði, á fundi á Brú- arlundi í Landsveit. Þessu er Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur og forstöðumaður Jarðeðlissviðs Veðurstofu Ís- lands, ekki sammála og boðar áframhald skjálfta á næstu árum og jafnvel á Reykjanesi líka. Meiri líkur á lottóvinningi Ragnar Sigbjörnsson segir skjálftana tvo sumarið 2000 vera sambærilega við jarðskjálftahrin- una 1896. Skjálftarnir 1896 séu metnir í jarðskjálftavægi 18,2 ENm og hafi náð yfir 789 ferkíló- metra, skjálftarnir 2000 séu metn- ir 18,5 ENm á 796 ferkílómetra svæði. Þá segir hann að jarð- skjálftann á Suðurlandi 1912 megi skoða í ljósi þess að mikið hafi gengið á frá 1896, meðal annars mikil jarðskjálftahrina á Reykja- nesi, harður jarðskjálfti norður af landinu 1899 og harður jarð- skjálfti á Norðurlandi 1910. Ekki sé því von á „1912-skjálfta“ í kjöl- far síðustu Suðurlandsskjálfta nema eitthvað viðlíka gangi á næstu árin. Segir Ragnar Sig- björnsson eins líklegt að næsta laugardag vinni hann í lottói eins og að hann lendi í hörðum jarð- skjálfta á Suðurlandi. Ragnar Stefánsson fullyrðir að Suðurlandsskjálftar leysist út í hrinum sem brjóti upp allt brota- beltið í nokkrum áföngum sem taki fáeina áratugi. Fyrst að því loknu geti menn farið að anda ró- lega fram á næstu öld. Að þessu sinni vanti enn upp á að brjóta upp vestasta hluta beltisins og þann austasta. Því spáir hann jarðskjálftum í Ölfusi á stærðar- bilinu allt að 6 til 6,5 innan fárra ára og sunnan Heklu af stærðinni allt að 7 innan fárra áratuga. Hann bendir á að upptök austari skjálftans nú hafi verið vestar en 1896 og upptök þess vestari hafi verið austar en þá. Þetta sýni að beltið hafi ekki brotnað allt. Ragn- ar Stefánsson segir að skjálftarn- ir 1896 hafi verið víðtækari en 2000 að því leyti að þeir kláruðu brotið til vesturs út í Ölfus og þá hafi aðeins verið eftir beltið aust- ast sem brotnaði 1912. Sá skjálfti hafi stafað af því að hans tími var kominn, en ekki af því sem gerðist fyrir norðan land. Þá segir hann að mælingar á landreki sýni að landið gliðni að meðaltali um tvo sentimetra á ári og sú spenna sem hlaðist hafi upp frá 1896 og 1912 hafi ekki öll losnað út með skjálft- unum árið 2000 og það styðji enn þá kenningu að hrinan sé ekki af- staðin. Gæti náð út á Reykjanes Framhald Suðurlandsbrota- beltisins segir Ragnar Stefánsson að nái út á Reykjanes og skarist þar við eldvirknina á svæðinu, sem geri málin dálítið flóknari þar. Skjálftarnir þar árið 1899 hafi líklega komið í kjölfar Suður- landsskjálftanna. Nú þegar hafi komið fram aukin skjálftavirkni á Reykjanesi, samhliða og í kjölfar Suðurlandsskjálftanna. Um mögu- leika þess að harðir skjálftar komi upp á Reykjanesi segir Ragnar að það gæti gerst og þá beinist grun- ur jarðvísindamanna einkum að svæðinu frá Bláfjöllum að Brennisteinsfjöllum. Þar g komið skjálfti af stærðinni allt 6 og myndi hann finnast gre lega á höfuðborgarsvæðinu, sterkasta áhrifasvæði hans y utan byggðar. Ragnar Stefánsson á v hvorki von á að vinna í lottói lenda í Suðurlandsskjálfta næ laugardag. ■ BAGDAD, AP Tveir bandarískir her- menn féllu þegar vopnaðir Írakar skutu á bílalestir hersins í gær- morgun. Annar hermannanna féll þegar skotið var á bílalest í út- jaðri borgarinnar Mosul, þar sem synir Saddams Husseins voru skotnir í fyrradag. Átta banda- rískir hermenn og fjöldi óbreyttra borgara særðust í árásunum. Frá því stríðið í Írak hófst 20. mars, hafa 155 bandarískir her- menn fallið, átta fleiri en féllu í Persaflóastríðinu. ■ Yfirmaður öryggismál OL 2002: Rændur af vasaþjófum SALT LAKE CITY, AP „Þetta er óneit lega neyðarlegt,“ sagði Rob Flowers, Bandaríkjamaður s hafði yfirumsjón með öryggism um vetrarólympíuleikanna í fyr Flowers var staddur á íþróttam í Moskvu, þar sem hann sá me annars um öryggismál, þegar ha varð fyrir barðinu á vasaþjófu Þjófarnir náðu veski Flowers t lega í neðanjarðarlest. Tveim klukkustundum síðar var búið taka 100 Bandaríkjadali í reið út af kreditkorti Flowers og a mat og snyrtivörur fyrir 15. Bandaríkjadali. ■ Sádi-Arabía: Hálshöggvinn fyrir morð RIYADH, AP Ayed bin Eid al- Shamlany, Sádi-Arabi sem stakk landa sinn til bana eftir rifrildi, var tekinn af lífi í gær, að sögn innanríkisráðuneytis Sádi-Arabíu. Maðurinn var hálshöggvinn opin- berlega líkt og lög gera ráð fyrir. Samkvæmt strangri túlkun Kór- ansins ber að hálshöggva þá opin- berlega sem eru dæmdir sekir um morð, nauðgun, fíkniefnasmygl eða vopnað rán. Opinberum aftök- um í höfuðborginni Riyadh hefur fjölgað að undanförnu. Það sem af er ári er búið að hálshöggva 26 manns. Í fyrra voru 49 manns hálshöggnir í Sádi-Arabíu, þar af tvær konur. ■ 10 MILLJÓNIR YFIR EYRARSUNDS- BRÚ Rúmlega 10 milljónir bíla hafa ekið yfir Eyrarsundsbrú, sem tengir Kaupmannahöfn og Svíþjóð. Brúin var opnuð fyrir þremur árum. Tveir námsmenn búsettir í Stokkhólmi, kærustu- parið Anna Hoeberg og Erik Jagaeus, fengu blíðar móttökur er þau komu aftur til Svíþjóðar eftir frí í Evrópu. Bíllinn þeirra var sá 10 milljónasti í röðinni og hlutu þau blóm og gjafir af því tilefni. KJARNAOFNI LOKAÐ Einum stærsta kjarnaofni Svía var lok- að í fyrradag vegna smávægi- legra örðugleika sem komu upp. Að sögn talsmanns kjarnorku- versins var almenningur aldrei í hættu. Kjarnaofninn, sem er 250 kílómetra suður af Stokkhólmi, sér tíu prósentum Svía fyrir raf- magni. LAMDI KONUNA MEÐ JÁRNSTÖNG 44 ára gamall fjölskyldufaðir hef- ur verið úrskurður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að lemja konu sína með járnstöng. Maðurinn, sem er af pakistönsku bergi brotinn, er sakaður um að hafa lamið konuna margoft með stönginni í leiguíbúð þeirra í Osló á laugardagsmorgun. Við lög- regluleit fannst eins metra löng járnstöng heima hjá manninum. VITA EKKI UM STÆKKUN ESB Samkvæmt danskri skoðanakönn- un hefur fjöldi Dana ekki hug- mynd um hvað Evrópusambandið er að sýsla og veit ekki að stækk- un sambandsins er fyrirhuguð á næsta ári. Um 40% aðspurðra vissu ekki að stækkunin væri á næsta leiti. 77% Dana sem eiga mikla menntun að baki vissu um stækkunina en aðeins 14% þeirra sem aðeins höfðu lokið grunn- skólaprófi. ÁREKSTUR VIÐ FRAMÚRAKSTUR Jeppi og fólksbíll rákust á við gatnamót Mánabrautar og Strand- götu á Skagaströnd í gær. Engin slys urðu á fólki en fólksbíllinn er töluvert skemmdur. Áreksturinn varð við framúrakstur. ■ Norðurlönd ■ Árekstur ENN EINN Í VALINN Mannfall Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu er nú orðið meira en í Persaflóastríðinu 1991. 153 Bandaríkjamenn hafa fallið. Mannfall í Írak: Meira en í Persaflóastríðinu BYSSUMAÐUR Á BRÚ Líberískur maður hleypir skotum af úr byssu sinni í Monróvíu, höfuðborg Líberíu. Ófremdarástand í Líberíu: Árásir á Monróvíu halda áfram AP /M YN D JARÐSKJÁLFTAHÚSIÐ Á SELFOSSI Í Fornbílasetrinu á Selfossi getur fólk farið inn og fengið að hristast og upplifa hvernig að lenda í Suðurlandsskjálfta. Deilt um líkur á Suðurlandsskjálfta Jarðskjálftafræðinga greinir á um hvort líkur séu á Suðurlandsskjálfta á næstu árum. Ragnar Si björnsson segir að svo verði ekki. Ragnar Stefánsson boðar áframhaldandi skjálfta á Suðurland og jafnvel Reykjanesi líka á næstu árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.