Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 35
Páll Steingrímsson kvikmynda-gerðarmaður er önnum kafinn
þessa dagana. Svo mikið hefur
hann að gera að hann mundi ekk-
ert eftir afmælisdegi sínum þegar
hann var minntur á hann, „Er það,
á ég afmæli, það getur vel pass-
að,“ svaraði hann þegar dagurinn
var nefndur við hann. „Ætli ég
verði ekki að taka á móti fólkinu
mínu en konuna fæ ég ekki því
Rúrí mín er í Feneyjum.“
Páll er þessa dagana að vinna að
kvikmynd um hálendi Íslands,
Vatnajökul og Vatnajökulsþjóð-
garð með Magnúsi Magnússyni.
Hann segir hann væntanlegan til
landsins innan fárra daga til að
halda áfram að vinna við myndina
en hann er textahöfundur því hún
er gerð á ensku. „Ég má ekkert
vera að því að hugsa um annað en
kvikmyndir því ég er einnig að
vinna að mynd í samvinnu við Dani
um vatn og líf,“ segir hann.
Páll er þó ákveðinn í að kalla á
börn og stjúpbörn í kaffi og slaka á
með fjölskyldunni. Hann er þó
ekki með það á hreinu hve gamall
hann er en segist vera eins og ný-
kominn úr kassanum og vakna
brosandi. „Mér finnst ég alltaf jafn
nýr og ef eitthvað er þá er aldurinn
til bóta. Ég hef lítið fyrir því að
læra sex, sjö erinda ljóð nú og fer
létt með það en það gat ég ekki
þegar ég var yngri,“ segir Páll og
bætir við að helst sé að hann sé
ekki jafn fljótur að hlaupa. „Ann-
ars vil ég helst muna eftir afmæl-
isdögum á tíu ára fresti og gera
það grand. Það geri ég næst þegar
ég verð áttræður.“
Páll notar frítíma sinn til að lesa
og er mest hrifinn af ljóðum, Lax-
ness og Íslendingasögunum. „
er mjög seinþroska og fór ekk
nám í kvikmyndagerð fyrr en
var orðinn 43 ára. Síðan hef ég v
ið svo ótrúlega heppinn að fá
gera kvikmyndir og það er þ
vegna sem ég vakna alltaf br
andi á morgnana,“ segir Páll. ■
36 24. júlí 2003 FIMMTUDAG
Af hverju eru engin tívolí í Norður-Kóreu?
-Það er enginn nógu stór til að fara í
bestu leiktækin.
Pondus eftir Frode Øver
Fréttiraf fólki
Með súrmjólkinni
Afmæli
PÁLL STEINGRÍMSSON
■ kvikmyndagerðarmaður er kominn yfir
sjötugt. Hann segir að ef eitthvað sé
braggist hann með aldrinum, enda vakni
hann alltaf brosandi.
www.saevarkarl.is
ÚTSALA
Í NOKKRA
DAGA
Sævar Karl
Bankastræti Ættleiðingar kínverskra barnahingað til lands eru aftur
komnar á fullan skrið eftir að hlé
var á gert vegna hins skæða
lungnabólgufaraldurs sem geisaði
í Kína í vor. Var þá hætt við ferð
sem skipulögð hafði verið af Ís-
lenskri ættleiðingu og lengdist
þar með bið margra verðandi for-
eldra sem lengi höfðu beðið þess
að komast til fundar við börn sín
til framtíðar. Hópur Íslendinga er
nú ytra og fleiri á leiðinni þegar
kallið kemur.
„Ég býst við að fara út þegar
þessi hópur sem nú er úti kemur
heim. Vonandi verður þetta allt
orðið klárt fyrir jól,“ segir Þórunn
Sveinbjarnardóttir alþingiskona,
sem afráðið hefur að ættleiða
barn frá Kína. „Þetta er langt ferli
og vissulega setti lungnabólgufar-
aldurinn strik í reikninginn.“
Þórunn er barnlaus og ógift og
í sjálfu sér ekki mjög langt síðan
hún ákvað að ættleiða barn: „Ég
myndi ekki segja að þetta væ
gamall draumur. Frekar nýr,“ s
ir Þórunn. ■
Blaðamenn hins breska dag-blaðs Sunday Times eru nú að
leggja lokaútgáfu á úttekt sína á
hjónabandi herra Ólafs Ragnars
Grímssonar og Dorrit Moussaieff.
Helst hafa þeir áhuga á því að vita
hvort Dorrit komi til með að
greiða skatta hér heima eða í
Bretlandi. Þeir telja mikinn missi
að Dorrit en eru ánægðir með for-
dómaleysi Íslendinga þar sem
meirihluti þjóðarinnar setji ekkert
spurningarmerki við trúarbrögð
Dorritar, en hún er gyðingur.
Það féllu tár af hvörmum áKeflavíkurflugvelli á dögun-
um þegar tólf gæðingar héldu
utan með Icelandair Cargo á
Heimsmeistaramót íslenskra
hesta sem hefst í Herning í Dan-
mörku í næstu viku. Aðstandend-
ur hrossana vissu sem var að
hestarnir eiga ekki afturkvæmt í
heimahagana á ný. Andstætt
mönnunum kemst hross sem eitt
sinn fer út ekki heim aftur.
Vel var búið um hrossin í flug-
vélinni sem flutti þau. Þau voru
höfð í sérgerðum gámum og ís-
lenskt hey haft með í stórum
skömmtum því ekki má treysta
erlendu fóðri þegar mikið er lagt
undir eins og á Heimsmeistara-
mótinu. Flogið var til Billund á
Jótlandi og komust öll hrossin
þangað heil á húfi.
Heimsmeistaramótið hefst
næstkomandi þriðjudag og er bú-
ist við 30 þúsund gestum víða að
úr veröldinni. ■
Hæ, Bríet! Þetta
er Jói...manstu
eftir mér?
Ég vildi bara...rosalegir
skruðningar eru þetta
á línunni hjá þér...
halló... hallóóóó...
■ Andlát
Halldór Hansen, fyrrverandi yfirlæknir,
Laufásvegi 24, lést 21. júlí.
María Guðmundsdóttir, Árskógum 8,
Reykjavík, lést 21. júlí.
Einar Gunnar Óskarsson, Álfheimum 6,
lést 20. júlí.
Pétur Sigurðarson, frá Hellissandi, lést
20. júlí.
Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Bleikargróf 7,
Reykjavík, lést 20. júlí.
Jakob Árnason, Tunguvegi 18, Reykja-
vík, lést 19. júlí.
Þórunn Þorgeirsdóttir, Flókagötu 64,
Reykjavík, lést 10. júlí. Útförin hefur farið
fram.
■ Jarðarfarir
13.30 Hulda Jóhannesdóttir, Laufvangi
12, Hafnarfirði, verður jarðsungin
frá Víðistaðakirkju.
SÍÐUSTU DAGAR
Allar útsöluvörur
Laugavegi 53
S: 552 3737
Kínversku börnin á leiðinni
Ættleiðingar
■ Ættleiðingar á kínverskum börnum
hingað til lands eru aftur komnar á fullan
skrið eftir hlé sem á var gert vegna hins
skæða lungnabólgufaraldurs sem geisaði
ytra. Alþingiskona er meðal þeirra sem
bíða eftir barni.
ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR
Nýr draumur um barn frekar en gamall.
PÁLL STEINGRÍMSSON
Hann er sjötíu og þriggja ára í dag og finnur ekki fyrir aldri. Helst að hann sé seinni a
hlaupa.
...nýkominn úr kassanum
Halló?
Heimsmeistaramót
■ Íslensku hestarnir sem keppa munu á
Heimsmeistaramóti íslenskra hesta í
Herning í Danmörku eru flognir frá Kefla-
vík til Billund. Mótið hefst á þriðjudaginn
og stendur í viku.
BÚIST TIL BROTTFARAR
Skörungur var skörungslegur á Keflavíkur-
flugvelli þegar hann var búinn undir ferð-
ina til Billund ásamt ellefu félögum sínum
sömu tegundar.
Út – og aldrei
heim aftur