Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 21
22 24. júlí 2003 FIMMTUDAG
ALAN SHEARER
Knattspyrnumenn eru flestir komnir á fullt
enda stutt í að evrópski boltinn fari að
rúlla.
hvað?hvar?hvenær?
21 22 23 24 25 26 27
JÚLÍ
Föstudagur
GOLF Allir helstu kylfingar landsins
hefja leik í dag í Vestmannaeyjum
en þar fer fram Íslandsmótið í
höggleik. Það er jafnframt 4. um-
ferð á mótaröð Toyota, en leiknar
verða sex umferðir í heildina.
„Völlurinn hér hefur sjaldan eða
aldrei litið jafn vel út og hann gerir
nú,“ sagði Elsa Valgeirsdóttir,
framkvæmdastjóri Vestmanna-
eyjavallar. „Við höfum gert smá-
vægilegar breytingar á vellinum en
hann lítur mjög vel út og við bú-
umst við sterku og skemmtilegu
móti.“
Atvinnukylfingar okkar Íslend-
inga taka þátt, þeir Björgvin Sigur-
bergsson, Birgir Leifur Hafþórsson
og Ólafur Már Sigurðsson, en þeir
mega búast við harðri keppni frá
Íslandsmeistaranum Sigurpáli Geir
Sveinssyni, Haraldi Heimissyni, Ís-
landsmeistara í holukeppni, og
Heiðari Davíð Bragasyni, en hann
leiðir Toyota-mótaröðina með 223
stig samanlagt.
„Ég hef leikið hér áður þannig að
það er fátt sem kemur mér á
óvart,“ sagði Heiðar Davíð, en hann
hefur 22 stiga forskot á næsta
mann í mótaröðinni, Magnús Lárus-
son frá Golfklúbbnum Kili í Mos-
fellsbæ. „Völlurinn hér er orðinn
töluvert þrengri en hann hefur ver-
ið og því þarf meiri lagni en ella að
hitta brautir en það er ákveðin
áskorun falin í því. Flatirnar eru
miklu betri en ég hef séð áður
þannig að aðstæður allar eru góðar.
Það má segja að þetta mót sé erfið-
ara en hin fyrri. Hér eru allir helstu
kylfingar landsins en þá hefur
stundum vantað á fyrri mót á móta-
röðinni og svo má ekki gleyma að á
þessum tímapunkti eru allir í sínu
besta formi. Allir eru komnir í góða
æfingu eftir að hafa spilað stanslít-
ið í allt sumar.“
Heiðar segist ekki hræðast
þessa auknu samkeppni. „Árangur
minn í sumar er afleiðing mikilla
æfinga í langan tíma. Að þessu hef
ég stefnt lengi og það stendur ekki
til að gefa það eftir baráttulaust. Ég
vil standa uppi sem sigurvegari eft-
ir þetta mót og tel mig hafa getu til
þess.“
Staffan Johannsson, landsliðs-
þjálfari Íslands í golfi, verðu
meðal áhorfenda í Eyjum en han
eftir að velja til þáttöku á Evró
meistaramóti einstaklinga og
Norðurlandameistaramótið
bæði þessi mót fara fram í septe
ber.
Sigurður Ragnarsson veð
fræðingur telur líkur á hægv
mótsdagana, einhverjar skú
verða á föstudag og laugardag
sunnudagurinn lítur vel út.
albert@frettablad
FÓTBOLTI „Leikurinn við Fylkis-
menn er gríðarlega mikilvægur
og það verður gaman að taka á
móti þeim,“ sagði Bjarni Jóhanns-
son, þjálfari Grindavíkur og fyrr-
verandi þjálfari Fylkis, en liðin
mætast í kvöld í Grindavík.
„Lið Fylkis er í efsta sæti í
deildinni og með besta marka-
hlutfall allra liða og tvímælalaust
er Fylkir það lið sem þarf að leg-
gja að velli ef félag ætlar sér ein-
hverja hluti í sumar. Það má
segja að nú sé að duga eða drep-
ast. Nú er staðan orðin sú að þrjú
af þeim fjórum félögum sem
spáð var efstu sætunum hafa rað-
að sér á toppinn. Skagamenn eru
greinilega ekki á þeim stað sem
búist var við þeim á en lið Þrótt-
ar hefur komið gríðarlega á óvart
í sumar og á fyllilega skilið að
vera í toppbaráttunni. Ég er viss
um að Skagamenn eiga ennþá eft-
ir að ná sér á strik í sumar. Þeir
hafa fínan mannskap og alla
burði til að ná langt.“
Danski framherjinn Jerry
Brown er orðinn löglegur með
liði Grindavíkur og verður að lík-
indum með en vafi leikur á hvort
Ólafur Gottskálksson markvö
ur verður orðinn góður af meið
um fyrir leikinn. Ef ekki m
Helgi Már Helgason taka stö
hans á milli stanganna. ■
15.50 RÚV
Heimsmeistaramótið í sundi. Bein út-
sending frá Barcelona.
19.00 Sýn
Bein útsending frá leik ÍBV og Vals í
Landsbankadeild karla. Leikurinn hefst
klukkan 19.15.
19.15 Laugardalsvöllur
Þróttur og ÍA leika í 11. umferð Lands-
bankadeildar karla.
19.15 Kaplakrikavöllur
FH fær KA í heimsókn í 11. umferð
Landsbankadeildar karla.
19.15 Grindavíkurvöllur
Grindavík leikur við Fylki í 11. umferð
Landsbankadeildar karla.
21.15 Sýn
Landsmótið í golfi 2003.
22.20 RÚV
Fótboltakvöld.
22.20 Sýn
Íslensku mörkin. Þáttur um leiki elleftu
umferðar Landsbankadeildar karla.
23.20 Sýn
US PGA Tour 2003. Þáttur um banda-
rísku mótaröðina í golfi.
01.45 Sýn
Sýnt frá leik ÍBV og Vals í Landsbanka-
deild karla.
Gymnastrada-hátíðin:
Ánægja í
Portúgal
FIMLEIKAR Allt gengur að óskum
hjá íslensku stúlkunum sem taka
þátt í stærstu fimleikahátíð í
heiminum hvert ár, sem fram fer í
Portúgal. Rúmlega 27 þúsund
þátttakendur koma að sýningunni
með einum eða öðrum hætti en
hún stendur til 26. júlí næstkom-
andi. ■
FYLKIR - GRINDAVÍK
Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri Fylkis.
Topplið Fylkis sækir Grindavík heim:
Nú er að duga
eða drepast
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
STAÐA EFSTU MANNA
Félag Stig
1. Heiðar Davíð Bragason GKJ 223
2. Magnús Lárusson GKJ 201
3. Sigmundur Einar Másson GKG 199
4. Örn Ævar Kjartansson GS 196
5. Sigurjón Arnarsson GR 191
Eftirvænting fyrir
Íslandsmótið í höggleik
Helstu og bestu kylfingar landsins hefja leik í dag á Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fer í Ves
mannaeyjum. Brautir vallarins hafa verið þrengdar talsvert og nákvæmni getur skipt sköpum
um hver stendur uppi sem sigurvegari.
VESTMANNA-
EYJAVÖLLUR
Allt klárt í Eyjum
fyrir Íslandsmót-
ið í höggleik
sem hefst í dag.
FRÁ FIMLEIKAHÁTÍÐINNI
25 þúsund manns taka þátt í þessar
stærstu hátíð fimleika í heiminum.
ALBERTINI
Er orðinn nýjasti leikmaður Lazio á Ítalíu eftir eitt ár með Atletico Madrid.