Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 1
WASHINGTON, AP Þjóðarleiðtogar hafa fagnað fréttum af falli Uday og Qusay, sona Saddams Huss- eins, fyrrum forseta Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir söguleg þáttaskil hafa orðið í Írak við fall bræðranna. „Þetta er stórkost- legur dagur fyrir hið nýja Írak,“ sagði Blair. Bush Bandaríkja- forseti segir dauða bræðranna skýrasta merkið hingað til um að gamla veldið sé hrunið og muni ekki eiga aftur- kvæmt. Bush segir bræðurna tvo helstu böðla öxulveldis hins illa. „Þeir eru ábyrgir fyrir pynting- um, limlestingum og drápum fjölda Íraka,“ sagði Bush. Bush sagði þó að nokkur vígi væru eftir hliðholl stjórn Husseins og þau hægðu á því ætl- unarverki að koma á stöðugleika og frelsi í Írak. „Þessir morðingj- ar eru óvinir írösku þjóðarinnar. Þeir starfa aðeins á fáum svæðum í landinu og hvar sem þeir starfa er verið að elta þá uppi og þeir verða sigraðir,“ sagði Bush og bætti því við að hann væri ákveð- inn í að hjálpa til við að koma á fót frjálsri þjóð sem byggi við lýð- ræði í Írak. John Howard, forsætisráð- herra Ástralíu, sem hefur stutt stefnu Bandaríkjamanna og Breta, sagðist binda vonir við að fall sona Saddams hefði í för með sér stöðugleika í Írak. „Ég held ég geri síst of mikið úr hlutunum þegar ég segi að fall bræðranna sé stórt skref fram á við. Þetta er einnig mikill sálfræðilegur sigur,“ sagði Howard. Í sama streng tóku leiðtogar Þýskalands, Japans og Nýja-Sjá- lands en stjórnir allra þessara landa voru andvíg stríði gegn Írak. Íbúar Bagdad glöddust mjög og skutu af byssum sínum þegar fréttir af falli bræðranna bárust en annað var uppi á teningnum í vesturhluta landsins. Þar hótuðu landsmenn sem trúir eru fyrrum forseta sínum að hefna dauða sona Saddams grimmilega. Þjóðarleiðtogar lýsa þeirri von að fráfall sona Saddams verði þó vonandi til þess að Írakar hætti skæruliðaárásum á Bandaríkja- menn og flýti jafnframt fyrir lýð- ræðisþróun í landinu. the@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Bíó 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 FIMMTUDAGUR 24. júlí 2003 – 168. tölublað – 3. árgangur STA Ð R EY N D UM A U K I N F O R YS TA Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2003 29,1% 53,4% 65,9% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V ENGIN UNDANKOMA Formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur fagn- ar því að utanrík- isráðuneytið hef- ur breytt reglu- gerð þannig að skipafélögum sem sjá um flutn- inga fyrir varnar- liðið er skylt að semja við áhafnir skipa sinna samkvæmt íslenskum kjarasamning- um. Sjá nánar bls. 4 BAUGUR Í BENSÍNIÐ Baugur hefur uppi áform um að hefja inn- flutning og dreifingu á bensíni. Félagið hef- ur óskað eftir afnotum á bensíntönkum í Helguvík og óskað eftir viðræðum við borg- aryfirvöld um leyfi til að setja upp bensín- stöð. Sjá nánar bls. 2 RANNSÓKN STRAX Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að Ríkislögreglustjóraembættið hefji þegar rannsókn á samráði olíufélaganna. Hann vill einnig kanna möguleika á að færa Sam- keppnisstofnun undir embætti Ríkislög- reglustjóra. Sjá nánar bls. 4 VEÐRIÐ Í DAG ættleiðir barn frá Kína Þórunn Sveinbjarnardóttir: ▲ SÍÐA 36 Beðið eftir barni landhelgisdeilan minnisstæð Bragi Steinarsson: ▲ SÍÐA 38 42 ár hjá ríkissaksóknara Í dag rofar til um vestanvert landið og þar verður þurrt að kalla. Það þýðir að Reykja- vík verður góður kostur. Sjá nánar bls. 6 LJÓÐAPARTÍ Ljóðskáld taka völdin á Grand Rokk í kvöld. Þar lesa Haukur Már Helgason og Eiríkur Örn Norðdahl úr nýútgefnum bókum sín- um. Auk þeirra lesa fjögur skáld upp ljóð sín og plötusnúður sér um tónlist í partíi sem skipuleggjendur lýsa sem blöndu ljóð- listar, tónlistar og drykkjulistar. Sjá nánar: SAMKEPPNISMÁL „Ég get staðfest að af hálfu Sambands íslenskra tryggingafélaga hefur öllum ásök- unum sem fram koma í frum- athugunum Samkeppnisstofnunar um ólögmætt samráð verið hafn- að. Ég veit ekki betur en að sama afstaða hafi komið fram hjá öllum félögunum,“ segir Sigmar Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafé- laga. „Að öðru leyti hef ég ekkert um málið að segja.“ Samkeppnisstofnun komst að þeirri niðurstöðu eftir frumrann- sókn á meintu samráði trygginga- félaganna að þau hefðu haft sam- ráð um að lækka tryggingaiðgjöld með það að markmiði að drepa nið- ur samkeppni sem kom inn á mark- aðinn í formi bílatrygginga á veg- um Félags íslenskra bifreiðaeig- enda. Frá þessu var greint í Frétta- blaðinu 20. desember 2001, um það leyti sem verið var að leggja loka- hönd á skýrsluna áður en hún var send út til tryggingafélaganna. Hvorki Einar Sveinsson, for- stjóri Sjóvár-Almennra, né Gunn- ar Felixsson, forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar, vildu tjá sig um málið. ■ Rannsókn Samkeppnisstofnunar á tryggingafélögunum: Þvertekið fyrir samráð LOGSOÐIÐ Í SLIPPNUM Það dugar ekki alltaf að dytta að skipum úti á sjó eða liggjandi við bryggju í höfn. Stundum þarf að taka þau upp í slippnum til að vinna í byrðingnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vikið forstjóra Löggildingarstofu frá störfum fyrir óreiðu á fjárreiðum stofnunarinnar, sem höfðu í för með sér sóun á almannafé. Löggildingarstofa: Forstjóri rekinn SJÓRNSÝSLA Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vék í gær Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Löggildingarstofu, úr embætti vegna stórfelldrar óreiðu á fjárreiðum stofnunarinnar. Gylfa var í apríl síðastliðnum vikið tímabundið úr störfum sam- kvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og var þriggja manna rannsóknar- nefnd skipuð til að fara yfir mál hans. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Gylfi Gautur hafi borið ábyrgð á óreiðu á fjárreiðum stofnunarinnar. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið í fjárreiðum Löggildingar- stofu er óeðlilega hár fjarskipta- kostnaður, eignakaup úr hófi, launamál og bókhald í ólestri og ýmiss konar óeðlilegur kostnaður. „Þetta er mjög leiðinlegt mál, og það er enginn sigurvegari í svona máli. Nefndin hefur staðfest þá skoðun okkar að ekki hafi verið líðandi að fara svona með al- mannafé,“ segir Valgerður. ■ DAGURINN Í DAG Leiðtogar fagna falli böðlanna Þjóðarleiðtogar fagna falli sona Saddams Husseins. George W. Bush Bandaríkjaforseti segir gamla veldið þar með fallið. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, tekur í sama streng. SAMKEPPNISSTOFNUN Starfsfólk stofnunarinnar leitaði gagna á skrifstofu Sambands íslenskra tryggingafé- laga í september 1997. Lokaskýrsla um málið birtist væntanlega í lok þessa árs. „Þetta er stór- kostlegur dagur fyr- ir hið nýja Írak. Almannaskarð: Hjón létust UMFERÐARSLYS Eldri hjón létust þegar jeppi með tjaldvagn fór út af veginum við Almannaskarð í Hornafirði og valt niður fjallshlíð- ina um 300 metra um miðjan gær- daginn. Slagviðri og slæmt skyggni var þegar slysið varð og gekk á með vindhviðum. Hjónin voru á leið niður fjallveginn Hornafjarðar- megin, en hann er sá brattasti á landinu og er oft sviptivindasamt við skarðið. Rannsókn slyssins er í höndum lögreglu, en hjónin not- uðu bílbelti. ■ Útsölu- Opið til kl. 21 í kvöld. lok götumarkaður uppáhaldsstaðurinn ● borgir ▲ SÍÐUR 26 og 27 Hólmurinn er bestur ferðir o.fl. Svanborg Siggeirsdóttir:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.