Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 13
14 24. júlí 2003 FIMMTUDAG
JOSEFA
Þessi 26 ára gamli ísbjörn hefur mest að-
dráttarafl allra dýra í dýragarðinum í Buen-
os Aires. Börnin flykkjast að sundlaug Jos-
efas og leika við hann tímunum saman.
Segja má að vertíð sé nú hjá Josefa því
tveggja vikna frí er nú í skólum landsins.
F Æ R Ð U K Ö R F U N A F R Í T T ?
Blaðamanni hótað:
Eiginkonan
myrt
INDÓNESÍA, AP Uppreisnarmenn í
Aceh-héraði í Indónesíu skutu til
bana eiginkonu blaðamanns þegar
hann gat ekki greitt þeim vernd-
arfé. Blaðamaðurinn, Idrus
Jeumpa, og dóttir hans særðust en
þau eru ekki talin í lífshættu.
Fjórir vopnaðir menn ruddust
inn á heimili hans í Aceh-héraði
og kröfðu hann um sem nemur um
156.000 íslenskum krónum. Þegar
þeim varð ljóst að Jeumpa gat
ekki orðið við kröfu þeirra hófu
þeir skothríð inni í húsinu. Eigin-
kona Jeumpa lést af völdum skot-
sára en hann og dóttir voru flutt á
sjúkrahús. ■
Íraksstríðið:
Enn ráðist á
hermenn
ÍRAK, AP Bandarískur hermaður
íraskur túlkur létust þegar ráð
var á bíl sem þeir voru í skam
norður af Bagdad.
Bíll þeirra ók á heimatilbú
sprengju, að sögn talsman
bandaríska hersins. Lítið lát vi
ist vera á árásum Íraka á ban
ríska hermenn. Um helgina fór
tveir bandarískir hermenn þe
harðlínumenn réðust á bílal
hermanna. Íraskur bílstjóri l
og þrír særðust þegar skotið va
tvo bíla Sameinuðu þjóðanna
sunnudag. Að minnsta kosti
bandarískir hermenn hafa fari
Írak frá 1. maí síðastliðnum. ■
FLUG Lággjaldaflugfélög verða æ
vinsælli kostur ferðamannsins,
þar sem þjónustan um borð er í
lágmarki og aðalatriðið er að kom-
ast fljótt og vel milli staða. Það
heyrir líka til tíðinda að nú koma
konur af öllum stærðum og gerð-
um til greina sem flugfreyjur, en
lengi vel settu flugfélögin viss
skilyrði varðandi aldur og útlit
fyrir ráðningu flugfreyja.
Í bæklingi Easy Jet, sem fæst
um borð í vélunum, eru allar kon-
ur, óháð aldri eða útliti, hvattar til
að sækja um. „Það er liðin tíð að
flugfreyjur þurfti að vera ungar
og fallegar, í stærðunum 10-12 og
1,75 m á hæð,“ segir í bæklingn-
um. „Við hvetjum konur á miðjum
aldri til að reyna sig við flug-
freyjustarfið, því við höfum góða
reynslu af ráðningu kvenna með
þroska og lífsreynslu.“ ■
Olíusamráð:
Síminn bíður
átekta
SAMKEPPNI „Við bíðum átekta og
fylgjumst með framvindu máls-
ins en það er í rannsókn,“ segir
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Landssímans, vegna þeirra upp-
lýsinga sem fram koma í frum-
skýrslu Samkeppnisstofnunar
þar sem því er lýst að olíufélögin
þrjú hafi sammælast um að mæta
ósk um að gera tilboð í elds-
neytiskaup fyrirtækisins með því
að bjóða þriggja krónu afslátt.
Brynjólfur vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um málið á þessu
stigi. ■
BRYNJÓLFUR
BJARNASON
Fylgjumst með
framvindu mála.
FLUGFÉLÖG
Flugfreyjur þurfa ekki
lengur að vera fegurðar-
dísir í réttri stærð.
Flugfreyjur lágfargjaldaflugfélaga:
Venjulegar konur
hvattar til að sækja um
M
YN
D
/A
P