Fréttablaðið - 06.08.2003, Page 2

Fréttablaðið - 06.08.2003, Page 2
2 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Nei, það er svo þroskandi. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er ávallt haldið erlendis vegna strangra reglna um innflutn- ing dýra. Sigurbjörn Bárðarson er landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum. Spurningdagsins Sigurbjörn, er ekki erfitt að keppa alltaf á útivelli. ■ Skipulagsmál Afsláttakjör ekki ákveðin sjálfstætt SAMKEPPNISMÁL Tryggingafélög innan Sambands íslenskra trygg- ingafélaga (SÍT) veittu hvort öðru upplýsingar um bónusafslætti ökutækjatrygginga viðskiptavina sinna. Þetta kemur fram í frum- skýrslu stofnunarinnar um meint samráð tryggingafélaganna, en þar segir að upplýsingagjöfin hafi farið í gegnum svokallaðan bíla- banka sem tryggingafélögin höfðu aðgang að. „Af fundargerðum Sjóvá-Al- mennra er að ráða, að slík upplýs- ingaskipti hafi verið stunduð a.m.k. til ársins 1995, en trúlega verið endurskoðuð eftir þann tíma,“ segir í frumskýrslunni. „Jafnframt telur Samkeppnis- stofnun ljóst af fundargerð Sjóvá- almennra, dags. 30. júní 1995, að það hafi verið föst regla að afla upplýsinga frá öðrum tryggingar- félögum um fyrri afsláttarkjör nýrra viðskiptavina. Afsláttarkjör nýrra viðskiptamanna hafa því ekki verið ákveðin sjálfstætt af hverju félagi fyrir sig.“ Í skýrslu Samkeppnisstofnun- ar segir að almennt séu upplýs- ingaskipti varðandi verð til ein- stakra viðskiptavina litin alvar- legum augum í samkeppnisrétti. Þau dragi úr samkeppnislegu sjálfstæði og auki gagnsæi mark- aðarins með óeðlilegum hætti. Með því að veita hvort öðru upp- lýsingar um afslætti hafi trygg- ingafélögin haft með sér óheimilt verðsamráð og brotið samkeppn- islög. Samkeppnisstofnun tekur sérstaklega fram að fyrirtækin hafi haft greiðan aðgang að tjóna- reynslu hvers vátryggingataka og því verði ekki séð að nokkra nauð- syn hafi borið til að samræma við- skiptakjör með skiptum á bónus- upplýsingum. Samkeppnisstofnun gerir einig alvarlegar athugasemdir við sam- komulag aðildarfélaga Sambands íslenskra tryggingafélaga, sem gert var í júlí 1990, um uppsagnir vátrygginga vegna vanskila vá- tryggingartaka. „Var um að ræða að aðildarfé- lag gat sent SÍT tilkynningu um að það hygðist segja upp tryggingum tiltekins viðskiptamanns vegna vanskila,“ segir skýrslu Sam- keppnisstofnunar. „Að uppfylltum nokkrum nánari skilyrðum til- kynnti stjórn SÍT öðrum aðildar- félögum um uppsögnina og var þeim þá óheimilt að taka að sér vátryggingar fyrir viðkomandi viðskiptamann fyrr en skuld hans við fyrri vátryggjanda hafði verið greidd upp eða um hana samið.“ Samkeppnisstofnun telur að í samkomulaginu felist ólögmæt skipting á markaðnum eftir við- skiptavinum. Félögin hafði með þessu brotið samkeppnislög. trausti@frettabladid.is SAMKEPPNISMÁL Sigmar Ármanns- son, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra tryggingarfélaga, fullyrðir að sú vinna sem hafi átt sér stað innan sambandsins sé í fullu samræmi við það sem erlend systursambönd sambandsins hafi haft með höndum, sem og önnur hagsmunasamtök á Íslandi. Í frumskýrslu Samkeppnis- stofnunar koma fram alvarlegar ávirðingar í garð Sambands ís- lenskra tryggingafélaga. Telur stofnunin að meint ólögmætt sam- ráð tryggingafélaganna hafi tíð- um verið framkvæmt á vettvangi sambandsins. „Ég get ekki tjáð mig um ein- stök atriði skýrslunnar,“ segir Sigmar og bendir á að frumathug- un Samkeppnisstofnunar sem nú liggi fyrir, sé engan veginn endan- leg niðurstaða, heldur einhvers konar bráðabirgðaplagg. „Þar kemur fram sú afstaða Samkeppnisstofnunar, sem er þó ekki endanleg, að vátryggingafé- lögin hafi haft með sér ólögmætt samstarf og Samband íslenskra tryggingafélaga hafi átt hlut að því. Félögin og sambandið hafa mótmælt þessu hástöfum. Við höf- um sent Samkeppnisstofnun greinargerðir og skýrt þá afstöðu okkar að það samstarf sem félög- in hafi haft með sér sé löglegt og eðlilegt.“ ■ Yfirtakan á Skeljungi: Verið að hnýta endana VIÐSKIPTI Fulltrúar stærstu eig- enda Skeljungs eru að ljúka samn- ingum um yfirtöku Kaupþings Búnaðarbanka á fyrirtækinu. Fulltrúar Eimskipafélagsins og Sjóvá Almennra annars vegar og Kaupþings-Búnaðarbanka hins vegar funduðu í gær. Að sögn Sig- urðar Einarssonar stjórnar- fomanns Kaupþings-Búnaðar- banka er verið að hnýta lausa enda við kaupin. Kaupþing mun kaupa reksturinn, en ekki hluta- bréfasafn Skeljungs. ■ Á GÖTUM BAMAKO Í MALÍ Greint hefur verið frá kröfum mannræn- ingjanna í dagblöðum í Malí og Alsír. Mannræningjar í Alsír: Milljarðar í lausnargjald ALSÍR, AP Hópur mannræningja hefur krafist sem svarar milljörð- um íslenskra króna í lausnargjald fyrir fjórtán evrópska ferðamenn sem teknir voru í gíslingu í Alsír, að sögn dagblaðsins El Watan. Talið er að gíslarnir hafi verið fluttir til nágrannalandsins Malí. Sex þeirra eru veikir og þurfa á læknishjálp að halda. Mannræn- ingjarnir krefjast friðhelgi og 440 milljónum króna í lausnar- gjald fyrir hvern gíslanna. Ferðamönnunum fjórtán var rænt í febrúar og mars á þessu ári. ■ BÍLLINN Bílinn er nánast ónýtur eftir veltuna. Ekki er vitað með hvaða hætti slysið bar að. Bílvelta undir Hafnarfjalli: Sluppu vel LÖGREGLA Bíll lenti út af og valt á Vesturlandsvegi í Leirár- og Mela- sveit milli bæjanna Lingholts og Skipaness. Ekki er vitað með hvaða hætti bifreiðin lenti út af veginum en þrír voru í bílnum. Ökumaðurinn hlaut höfuðhögg við byltuna og var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem tekin var sú ákvörðun að flytja hann til Reykjavíkur. Barnið sem var í bílnum slapp nokkuð vel en það hlaut minniháttar skurði við byltuna en slapp við beinbrot. Bíllinn er mikið skemmdur. Lög- reglan í Borgarnesi naut aðstoðar frá Akranesi á vettvangi. ■ Úkraína: Eitruð brúð- kaupsveisla KÍEV, AP Flytja þurfti meira en 120 manns á sjúkrahús vegna matar- eitrunar frá brúðkaupsveislu í vestanverðri Úkraínu um helgina. Flest bendir til þess að fólkið hafi borðað skemmdar kökur, heima- bakaðar. Rúmlega þrjátíu af þeim sem veiktust eru börn. Tvö þeirra voru í lífshættu og voru flutt á gjör- gæsludeild. Rúmlega þrjátíu manns að auki veiktust alvarlega án þess þó að vera í lífshættu. Stjórnvöld í Úkraínu hafa í kjölfarið hvatt fólk til að sýna fyllstu aðgætni við matargerð í sumarhitunum. ■ HEIMAGISTING Á LAUGARNESI Einn nágranna Hrafns Gunn- laugssonar á Laugarnestanga hef- ur óskað eftir leyfi borgaryfir- valda til að breyta fyrirkomulagi eignar sinnar þannig að unnt verði að selja ferðamönnum þar heimagistingu. Byggingarfulltrúi frestaði afgreiðslu málsins í síð- ustu viku. VEITINGAR Í FÁLKAHÚSI Skipu- lagsyfirvöld eru jákvæð í garð umsóknar um innréttingu 40 gesta veitingastaðar í kjallara og jarðhæð Laugavegar 24. Þar var meðal annars áður rekin hljóm- plötuverslun Fálkans. SKEMMTUN Í HRESSINGARSKÁLA Sund ehf. hefur sótt um leyfi til að setja upp skemmtistað í Aust- urstræti 20. Hressingarskálinn og síðar McDonalds voru í þessu húsi. Í hluta eignarinnar hafa að- stöðu í augnablikinu miðborgar- prestur, miðborgarstarf KFUM og K og Kaffi Jósúa. MARKAÐUR Dótturfélag Kaupþings í Svíþjóð var 14. stærsti aðilinn í kauphöllinni í Stokkhólmi. Á vef Íslandsbanka kemur fram að markaðshlutdeild Kaupþings í júlí hafi verið 3,1%. Það er lægsta hlutdeild sem sést hefur frá því að greiningardeild Íslandsbanka hóf að fylgjast með veltu Kaupþings og forvera þeirra. Hæst fór hlut- deildin yfir 6 % í ágúst og septem- ber í fyrra. Hluteildin í júlí í fyrra var um 5%. Það er lægsta hlut- deild sem sést hefur frá því að greiningardeild Íslandsbanka hóf að fylgjast með veltu Kaupþings og forvera þeirra. Íslandsbanki segir að veltu- tengdar greiðslur séu, ásamt út- lánum, megintekjustoð félagsins. Þróunin bendi til þess að staða verðbréfamiðlunar félagsins í Svíþjóð sé að veikjast. ■ Samband íslenskra tryggingafélaga: Sver af sér ávirðingar Samkeppnisstofnunar SAMBAND ÍSLENSKRA TRYGGINGAFÉLAGA Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar koma fram alvarlegar ávirðingar í garð Sambands íslenskra tryggingafélaga. Samkeppnistofnun telur að afsláttarkjör tryggingafélaganna til nýrra viðskipavina hafi ekki verið ákveðin sjálfstætt af hverju félagi fyrir sig. Samkomulagi haft um uppsagnir vátrygginga. MEINT SAMRÁÐ TRYGGINGAFÉLAGA Í skýrslu Samkeppnisstofnunar segir að almennt séu upplýsingaskipti varðandi verð til einstakra viðskiptavina litin alvarlegum augum í samkeppnisrétti. Þau dragi úr samkeppn- islegu sjálfstæði og auki gagnsæi markaðarins með óeðlilegum hætti. Kaupþing í Svíþjóð: Minnkandi hlut- deild í kauphöllinni MINNI HLUTDEILD Hlutdeild Kaupþings í veltu sænsku kaup- hallarinnar er 3,1% og hefur lækkað um helming frá því þegar best lét. Atvinnuleysi í Frakklandi: Upp fyrir 10% í árslok PARÍS, AP Atvinnuleysi í Frakklandi eykst enn og mælist nú 9,5%. Í lok maí mældist atvinnuleysi í Frakk- landi 9,3%. Tæplega 2,4 milljónir Frakka eru nú án atvinnu og óttast hagfræðingar að enn muni síga á ógæfuhliðina. Þeir spá því að í lok árs verði atvinnuleysið komið yfir 10%. Atvinnuleysið varir sífellt lengur hjá þeim sem missa vinnu sína. Þeim sem verið hafa án at- vinnu lengur en ár fjölgaði um tæpt prósentustig í júní. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.