Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 6
6 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.63 -0,84% Sterlingspund 125.07 -0,33% Dönsk króna 11.84 0,59% Evra 87.97 0,63% Gengisvístala krónu 123,69 -0,01% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 140 Velta 2.232 m ICEX-15 1.526 0,07% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 137.788.700 Eimskipafélag Íslands hf. 85.468.414 Össur hf. 26.541.353 Mesta hækkun ACO-Tæknival hf. 50,00% Sæplast hf. 6,67% Pharmaco hf. 5,58% Mesta lækkun Grandi hf. -4,20% Össur hf. -3,83% Skeljungur hf. -1,36% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9141,0 -0,5% Nsdaq: 1698,9 -0,9% FTSE: 4121,0 0,5% NIKKE: 9611,7 0,5% S&P: 978,4 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað unnu Íslendingar til margraverðlauna á heimsmeistaramóti ís- lenskra hesta? 2Hvað heitir höfuðborg Líberíu? 3Hvað heitir hátíðin sem haldin var íIðnó um verslunarmannahelgina? Svörin eru á bls. 20 Skógareldar í Portúgal: Neyðarástand ríkir víða PORTÚGAL, AP Gífurlegir skógareld- ar hafa kostað að minnsta kosti ellefu manns lífið í Portúgal á síð- astliðnum tíu dögum. Eldarnir eru þeir mestu sem geisað hafa í land- inu í áratugi en talið er að þá megi að mestu rekja til íkveikja. Um 54.000 hektarar skóglendis hafa nú þegar eyðilagst. Raf- magnslaust er á um 100.000 heim- ilum auk þess sem fjöldi húsa er símasambandslaus. Verst er ástandið í nágrenni Portalegre og við Guarda. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu og heitið þeim fjárhagsaðstoð sem misst hafa heimili sín eða lífsvið- urværi vegna eldanna. ■ WASHINGTON, AP Bandarískar her- sveitir sem leitað hafa að gereyð- ingarvopnum í Írak undanfarnar vikur, fundu á dögunum fjölmarg- ar herþotur, grafnar í eyðimörk- inni skammt norður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Bæði var um að ræða MIG-25 þotur og Su-25 þot- ur. Þoturnar voru innpakkaðar í plast og grafnar í sandhauga á al- Taqqadum flugvellinum nærri Bagdad. Talsmenn hersins segja þetta sýna hve langt Írakar gangi til að hylja slóða sína. „Okkar menn fundu yfir þrjátíu splunkunýjar herþotur grafnar í sandinn. Þeir teygja sig ansi langt Írakarnir. Við höfðum ekki hug- mynd um þessar vélar,“ segir Port- er Goss, þingmaður repúblikana á Bandaríska þinginu. Hann sagði ekki líta á vélarnar sem gereyðingarvopn, en vopn engu að síður sem Írakar hafi falið. Óvíst er hvort þoturnar eru í flug- hæfu ástandi. Hersveitir bandamanna fundu fyrir nokkrum vikum herþotur, meðal annars þrjár MiG-25, en það er ein öflugasta árásarþotan í dag. Þá fundu hersveitirnar þyrlur, rat- sjárbúnað og fleiri tonn af sprengi- efni. Írakar höfðu líkt og nú falið vopnin vandlega. Samkvæmt upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar réði stjórn Saddams Husseins yfir 300 herflugvélum eftir að Persaflóa- stríðinu lauk. Margar voru vélarn- ar komnar til ára sinna, meðal ann- ars Sovéskar MiG-þotur, Sukhois- vélar og gamlar Mirage herþotur frá Frakklandi. Nýjustu vélar hers Saddams voru af gerðinni MiG-29. Talsmenn Bandaríkjahers segj- ast sífellt færast nær því að finna gereyðingarvopnin. David Kay, sérlegur ráðgjafi Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hefur gef- ið í skyn að skammt kunni að vera í upplýsingar um gereyðingar- vopnin sem margir muni verða undrandi yfir. Þá munu upplýsing- arnar verða til þess að breyta skoðun margra á Íraksstríðinu. ■ Bilun í lofti: Lítill flugvél nauðlenti FLUGMÁL Lítilli eins hreyfils flugvél með flugmann og tvo farþega innanborðs var nauðlent á mánu- dagskvöldið á einkaflugvelli við Stífludalsvatn. Lið lögreglu og slökkviliðs hafði verið stefnt á staðinn en var aftur- kallað þegar nauðlendingin var yf- irstaðin áfallalaust. Flugmanni vélarinnar tókst að lagfæra bilun- ina og koma af stað eðlilegu flæði milli eldsneytistanka vélarinnar. Hann flaug vélinni að því loknu á upphaflegan áfangastað, flugvöll- inn í Mosfellsbæ. Rannsóknarnefnd flugslysa mun kanna hvað fór úrskeiðis. ■ SH kaupir rækjufyrirtæki: Sterkari í veitinga- húsum VIÐSKIPTI Dótturfélag Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, OTO, hefur keypt fyrirtækið Neptune Fisheries í Virginiufylki í Banda- ríkjunum. Bæði eru innflutnings- og sölufyrirtæki í heitsjávar- rækju. Neptune hefur lagt áher- slu á sölu til veitingahúsa, meðan OTO hefur einbeitt sér að smá- sölu. Að sögn Magnúsar Gústafs- sonar, forstjóra Icelandic USA, fellur starfsemi Neptune vel að starfsemi OTO. Velta þess er á fjórða milljarð króna sem er um helmingi minna en velta OTO. ■ Alvarleg líkamsárás: Skorinn á háls LÖGREGLUFRÉTTIR Aðfararnótt laug- ardags var maður skorinn á háls með brotinni flösku í miðbæ Ak- ureyrar. Lögreglan segir slag- æðar hafa farið í sundur og var maðurinn keyrður samstundis á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins þar sem gert var að sárum hans. Maðurinn var útskrifaður stuttu seinna. Árásarmaðurinn sem er á þrítugsaldri var færður í vörslu lögreglunnar. Að sögn lögreglu er þetta atvik eina al- varlega líkamsárásin sem kom upp á Akureyri um helgina. ■ í dag kl 9 Útsalan hefst BARIST VIÐ SKÓGARELDA Yfir 2.000 slökkviliðsmenn berjast við að ráða niðurlögum eldanna og koma í veg fyrir að það kvikni í á fleiri stöðum. INNPAKKAÐAR Ein fjölmargra SU 25 herþotna Írakska flughersins sem Bandaríkar hersveitir fundu í eyðimörkinni, 120 kílómetra norð- austur af höfuðborginni, Bagdad. GRAFNAR Í SANDINN Bandarískar hersveitir sem leita að meint- um gereyðingarvopnum Íraka fundu á dög- unum tugi splunkunýrra herþotna, vandleg faldar í eyðimörkinni. ■ Viðskipti YFIR TÍU PRÓSENTIN Lífeyrissjóð- ir Bankastræti hafa keypt hlutafé að nafnvirði 13,4 milljónir í Hampiðjunni. Eftir kaupin eiga Lífeyrissjóðir Bankastræti 11,2% hlutafjár í Hampiðjunni en áttu áður 8,5%. Írakar grófu þoturnar í sand Bandarískir hermenn fundu fjölmargar herþotur sem Írakar höfðu grafið í eyðimörkinni norður af Bagdad. CIA segir stutt í upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka. Nafn framkvæmdastjóra Land- sambands kúabænda misritaðist í blaðinu. Hann heitir Snorri Sig- urðsson. ■ Leiðrétting Kaupm.höfn London París Berlín Algarve Benidorm Torrevieja Krít Kýpur Róm New York Miami 22°C heiðskírt 30°C skýjað m. köflum 34°C heiðskírt 27°C heiðskírt 31°C léttskýjað 31°C heiðskírt 32°C heiðskírt 27°C heiðskírt 28°C skýjað m. köflum 31°C heiðskírt 28°C þrumuveður 33°C þrumuveður Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins. Veðrið GÓÐVIÐRI ÁFRAM Fínasta veður verður á öllu landinu í dag og reyndar næstu daga. Hægviðri og hlýindi einkenna veðurlagið og sú gula sýnir sig annað slagið en mest á Vest- fjörðum. Í dag og fram eftir morgun- deginum verður þurrt víðast hvar en síðdegis á morgun fer að rigna víða með suðurströndinni. Vindur verður þó lengst af hægur. Ætli við getum ekki bara sagt að besta veðrið sé hér á gamla Fróni. Eða vilja menn kannski frekar vera í hitanum í Evrópu. Kveðja, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Hægviðri Hægviðri Hægviðri Hæg- viðri Hæg- viðri Hægviðri Hægur- vindur Nokkur vindur Hægur vindur Hægur vindur Veðrið úti í heimi í dag Í dag Fimmtudagur Föstudagur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.