Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 7
7FÖSTUDAGUR 14. mars 2003
■ Lögreglufréttir
■ Lögreglufréttir
HVELLSPRAKK Bílslys var í
Langadal í gær. Ökumaður missti
stjórn á bílnum er dekk hvell
sprakk undir honum. Bílinn fór
út af og rann niður brekku, yfir
grasbala, í gegnum girðingu og
lenti að lokum úti í skurði. Hún
var flutt með sjúkrabifreið til að-
hlynningar en að sögn lögreglu
var hún ekki talin mikið slösuð.
VEIÐIMAÐUR Í SOGIÐ Veiðimaður
datt í Soginu og fór niður með
ánni. Annar veiðimaður fór á eft-
ir honum á náði að bjarga honum
upp á bakkann.
ÖKLABROT Á HVERAVÖLLUM
Kallað var eftir aðstoð á Hvera-
völlum þar sem ferðamaður ökla-
brotnaði er hann snéri upp á fót-
inn við göngu. Sjúkrabíll og
læknir fóru til að vitja hans.
Bandaríkin:
Geymdi
barnið í
skottinu
HUNTINGDON, AP Rúmlega þrítug
kona var handtekin á laugardag
fyrir að hafa lokað þriggja ára
gamla dóttur sína inni í skottinu á
bifreið sinni meðan hún heimsótti
eiginmann sinn í fangelsi.
Tammy Denise Swittenburg-
Edwards heitir konan. Hún býr í
Huntingdon í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum.
Hún skildi barnið eftir í skott-
inu í fjörutíu mínútur á laugar-
daginn fyrir utan fangelsið þar
sem eiginmaður hennar situr inni.
Barninu varð ekki meint af lík-
amlega, en var afhent barna-
verndaryfirvöldum. ■
Biskupakirkjan í
Bandaríkjunum:
Samkyn-
hneigður
biskup
MINNEAPOLIS, AP Fulltrúaþing
ensku biskupakirkjunnar í Banda-
ríkjunum samþykkti um helgina
að samkynhneigður prestur, Gene
Robinson að nafni, yrði biskup
kirkjunnar í New Hampshire.
Biskupaþing kirkjunnar þarf þó
veita samþykki sitt áður en Robin-
son getur tekið við embætti.
Málið hefur mætt mikilli mót-
stöðu íhaldssamra afla innan bisk-
upakirkjunnar. Margir prestar,
biskupar og ráðamenn kirkjunnar
hóta því að segja skilið við hana
verði af skipan Robinsons í emb-
ætti biskups. Sá klofningur myndi
leiða af sér hatrammar deilur um
eignir kirkjunnar. ■
VIÐSKIPTI Lató hagkerfi, sem er
hálfnað á þessu sumri, hefur velt
tæpum 2,2 milljónum Lató miðað
við 1,2 milljón Lató á sama tíma í
fyrra.
Latibær og Æskulína Búnaðar-
bankans stofnuðu hagkerfið sum-
arið 2000. Gjaldmiðillinn Lató er
fyrir alla félaga í Æskulínunni.
Þeir fá greidda samsvarandi upp-
hæð í Lató og þeir leggja inn í
venjulegum peningum í Búnaðar-
bankann. Tilgangurinn er meðal
annars sá að fá börn til að gera sér
grein fyrir gildi þess að spara
peninga, neyta hollrar fæðu,
hrefa sig og taka þátt í uppbyggi-
legu tómstundastarfi.
Sumarið í ár er þriðja sumarið
sem Lató hagkerfið er starfrækt.
Handhafar Lató geta meðal ann-
ars keypt ávexti, grænmeti, mjólk
og drykkjarvatn. Í Reykjavík geta
þeir einnig greitt með Lató í
strætó og fyrir aðgang að Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum og
að sundlaugum borgarinnar. Það
sama gildir um nokkra sundstaði
utan Reykjavíkur.
Lató hagkerfið stendur til 30.
ágúst að þessu sinnu og lýkur með
veglegri hátíð. ■
PARÍS, AP Í hitabylgjunni miklu,
sem gengið hefur yfir Frakkland
undanfarið, hefur vatni verið
sprautað á kjarnorkuver í þeirri
von að koma megi í veg fyrir of-
hitnun.
Hópar manna hafa staðið með
vatnsslöngur og sprautað á suður-
hlið byggingar sem hýsir annan af
tveimur kjarnaofnum í kjarn-
orkuverinu í Fessenheim, sem er í
austanverðu Frakklandi um það
bil 70 km suður af Strassbourg.
Hitinn í byggingunni komst
upp í 48,5 gráður. Hefði hitinn
hækkað tvær gráður í viðbót hefði
þurft að slökkva á ofninum í ör-
yggisskyni. ■
BEVERLY HILLS, AP Unglingadómstóll
í Michigan-fylki í Bandaríkjunum
hefur ákært tólf ára dreng fyrir
tilraun til manndráps. Drengur-
inn, sem var ósáttur við kennara,
hugðist ná sér niðri á honum og
sprautaði hreinsivökva í teið
hans. Eftir að hafa drukkið
nokkra sopa af eitruðu teinu,
gerðu bekkjarfélagar drengsins
stærðfræðikennaranum viðvart.
Hann var fluttur á sjúkrahús en
hlaut ekki varanlegan skaða af.
Verði drengurinn fundinn sekur.
gæti hann þurft að inna af hendi
samfélagsþjónustu, gangast undir
sálfræðimeðferð og sæta skilorði
til átján ára aldurs. ■
TVEIR TEKNIR ÖLVAÐIR VIÐ AKST-
UR Lögreglan í Hafnafirði átti ró-
lega daga um helgina. Færri voru
á ferli en venjulega, en tveir
voru teknir fyrir ölvunarakstur.
Mikið var um samkvæmi í heima-
húsum, en allt fór það friðsam-
lega fram.
GÓÐ HELGI Í KÓPAVOGI Lögregl-
an í Kópavogi lætur vel af
verslunarmannahelginni sem
var með rólegra móti. Þar var
þó um þessa helgi ens og aðrar
of mikið um að menn keyrðu
yfir löglegum hraða í íbúða-
hverfum.
VÍSINDI Vöggudauða má hugsanlega
rekja til þess að börn dreymir að
þau séu enn í móðurkviði og hætta
því að anda, að sögn ástralsks sér-
fræðings.
George Cristos, lektor í stærð-
og eðlisfræði við Curtin-tæknihá-
skólann, heldur því fram að draum-
ar barnanna geti orðið svo raun-
verulegir að líkamsstarfsemi
þeirra breytist. Vitnar hann meðal
annars í bandaríska rannsókn þar
sem sýnt hafi verið fram á að fólk
hætti að anda þegar það dreymdi
að það væri að kafa í vatni. Bresk-
ir sérfræðingar, sem BBC ræddi
við,segja að engar sannanir liggi að
baki kenningu Cristos og telja hana
ekki eiga við rök að styðjast. ■
TÓNLISTARSKÓLARNIR Tómas Ingi Ol-
rich menntamálaráðherra telur
ekki að ákvörðun Reykjavíkur-
borgar, um að neita greiðsluþátt-
töku vegna framhaldsskólanema
sem stunda nám við tónlistarskóla
borgarinnar en búa í öðrum sveit-
arfélögum, styðjist við lög.
„Samkvæmt lögum er gert ráð
fyrir því að sé starfssvið tónlist-
arskólanna, tvö eða fleiri sveitar-
félög, eigi að skipta með sér
launakostnaði eftir samkomulagi
sem þau gera sín á milli. Þar af
leiðandi er eðlilegt að leitað sé eft-
ir slíku samkomulagi en ekki tek-
in einhliða ákvörðun,“ segir
Tómas Ingi.
Samband íslenskra sveitarfé-
laga hefur sett á laggirnar nefnd
sem mun hefja viðræður við full-
trúa menntamálaráðuneytisins
þann 11. ágúst og verður verka-
skipting ríkis og sveitarfélaga
rædd þá. „Við munum náttúrlega
fyrst og fremst fara yfir laga-
grundvöllinn,“ segir Tómas Ingi.
Aðspurður um hvort eðlilegt sé
að menntamálaráðuneytið greiði
fyrir tónlistarnám á framhalds-
og háskólastigi, eins og annað
nám á því námsstigi, segir Tómas
Ingi að lögin segir ekki til um það
og til þess að það gengi eftir
þyrfti að breyta lögunum. „Það
þarf þá að taka það upp í almenn-
um viðræðum um verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga.“ ■
KOSNINGU
FAGNAÐ
Kona úr söfnuði
Robinsons smellir
á hann kossi eftir
að úrslit at-
kvæðagreiðslunn-
ar voru ljós.
Sinnaðist við stærðfræðikennarann:
Byrlaði kennaranum eitur
Hitabylgjan í Frakklandi
Sprauta vatni á kjarnaofn
HEITIR KJARNAOFNAR
Báturinn á myndinni siglir framhjá kjarna-
ofnunum tveimur í Fessenheim.
AP
/C
ED
R
IC
J
O
U
B
ER
T
Umsvif Lató-hagkerfisins aukast:
Veltan tvöfaldast
milli ára
ÍÞRÓTTAÁLFURINN
Íþróttaálfurinn tekur virkan þátt í Lató-hagkerfinu.
UNGBÖRN
Orsakir vöggudauða eru í nær helmingi
tilfella óþekktar.
Vöggudauði:
Dreymir
um móður-
kvið
Telur ákvörðun Reykjavíkurborgar brjóta í bága við lög:
Eðlilegt að leitað sé eftir samkomulagi
TÓMAS INGI OLRICH
Menntamálaráðherra segir að skýr lagafyr-
irmæli gildi um ábyrgð sveitarfélaganna á
tónlistarskólunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M