Fréttablaðið - 06.08.2003, Side 10
Ríkisstjórn Íslands kom samaní gær. Á dagskrá var eitt mál;
Bókmenntahátið í Reykjavík
2003. Upplýsingar um fundinn
voru sendar til fjölmiðla. Það er
alltaf gert að loknum ríkisstjórn-
arfundum. Þetta er ekki alltaf svo
gott. Fyrir ekki löngu síðan hélt
Davíð Oddsson forsætisráðherra
blaðamannafund í Ráðherrabú-
staðnum. Þar ræddi ráðherrann
um meint samráð olíufélaganna,
stöðu mála í samskiptum ís-
lenskra stjórnvalda og banda-
rískra vegna varna Ísland auk
annarra mála sem þjóðina varðar
um.
Einn fjölmiðil vantaði á fund-
inn. Fréttablaðinu barst ekki boð
um fundinn og hann var haldinn
án þess að Fréttablaðinu gæfist
kostur á að mæta. Það sem kanns-
ki er merkilegra, er að þennan
sama morgun reyndi blaðamaður
frá Fréttablaðinu að fá viðtal við
Davíð Oddsson um þau mál sem
hann var að ræða við aðra fjöl-
miðla. Svörin sem blaðamaðurinn
fékk í forsætisráðuneytinu voru
lítilfjörleg. Ekki náðist í ritara
ráðherra og ekki ráðherrann
sjálfan. Hann var vant við látinn.
Var á blaðamannafundi með full-
trúum allra fréttafjölmiðla, nema
Fréttablaðsins.
Þegar fréttir útvarpsstöðv-
anna vitnuðu í hádeginu þennan
dag í blaðamannafund með ráð-
herranum, var reynt að leita
skýringa á hvers vegna Frétta-
blaðinu var ekki boðið til fundar-
ins. Ekki náðist í ráðherrann,
ekki í ritarann, ekki í aðstoðar-
mann ráðherrans og ekki í ráðu-
neytisstjórann. Spurt var hvort
hægt væri að fá skýringar á því
hvers vegna Fréttablaðinu var
ekki boðið til fundarins. Eina
svarið var að þeim fjölmiðlum
einum hafi verið boðið sem höfðu
reynt innan einhvers ótiltekins
tíma að ná tali af ráðherranum.
Hinum ekki. Það er Fréttablað-
inu. Munnlega var óskað frekari
skýringa. Þær hafa ekki fengist.
Elstu og reyndustu menn rit-
stjórnar Fréttablaðsins sem hafa
langa reynslu, muna ekki að áður
hafi verið settar reglur um hvaða
fjölmiðlum sé boðið til blaða-
mannafundar forsætisráðherra.
Vonandi festast þessir starfs-
hættir ekki í sessi.
Fréttablaðið beið ekki skaða af
ákvörðun ráðuneytisins. Blaðið
kom út og lesendur þess virðast
hafa sæst á að ekki voru jafn ítar-
legar fréttir af viðhorfum forsæt-
isráðherra í Fréttablaðinu og hin-
um fjölmiðlunum. Þrátt fyrir að
Fréttablaðinu sé ekki boðið og
engar skýringar fáist á hvers
vegna það er ekki gert, mun blað-
ið eftir sem áður flytja fréttir af
gerðum æðstu embættismanna
þjóðarinnar. ■
Samkynhneigð er mikið félags-legt og siðferðilegt áhyggju-
efni,“ segir Jóhannes Páll páfi
annar í páfabréfi sínu frá því á
fimmtudaginn síðasta sem vakið
hefur nokkra at-
hygli og var
mótmælt m.a. af
ungum jafnaðar-
mönnum hér á
landi um helg-
ina. „Ekki síst er
samkynhneigð
mikið áhyggju-
efni í þeim lönd-
um þar sem
hjónabönd sam-
k y n h n e i g ð r a
hafa verið viður-
kennd.“
P á f a b r é f i ð
var sent biskup-
um kaþólsku
kirkjunnar og er meiningin sú að
biskuparnir láti boðskap þess
ganga til kaþólskra söfnuða og
skóla. Tíðindin með bréfinu þykja
ekki síst þau, að páfi skuli beinlín-
is ætlast til þess að kaþólskir
embættismenn vinni gegn þeim
fyrirætlunum löggjafanna að lög-
leiða hjónabönd samkynhneigðra.
Í bréfinu segir að tilgangur þess
sé að „bjóða fram rökstuðning
byggðan á skynsemi, sem geti
nýst biskupum víðs vegar um ver-
öldina til þess að grípa inn í at-
burðarásina.“
Ljóst er að afstaða Páfagarðs
er umdeild. „Við skulum ekki fara
í neinar grafgötur með það,“
skrifaði leiðarahöfundur Der
Standard í Austurríki. „Kaþólska
kirkjan er vonlaus.“ Í fimmtán
þúsund manna könnun sem
Gallup gerði í Evrópulöndum í júlí
síðastliðnum kom fram að 57%
íbúa Evrópusambandsins eru
hlynnt hjónaböndum samkyn-
hneigðra. Nær stuðningurinn allt
upp í 80% í Danmörku og
Hollandi. Í sumum löndum nýtur
páfi þó meira fylgis hvað þetta
varðar. Minnstur mældist stuðn-
ingur við hjónabönd samkyn-
hneigðra á Kýpur, eða 9%.
Sumir hafa orðið til að benda á
það, að afstaða kaþólsku kirkjunn-
ar kunni einnig að eiga sér aðrar
ástæður en trúarlegar. Kaþólska
kirkjan hefur undanfarið þurft að
eiga við ýmiss hneykslismál tengd
kynferðislegri misnotkun. Í flest-
um tilvikum eru slík mál sprottin
af því að samkynhneigðir prestar,
ókomnir út úr skápnum, hafa leit-
að á unglingsstráka. Þetta kann að
skýra að hluta til af hverju páfa er
svo í nöp við samkynhneigð. ■
Baksviðs
■ Talað er um að Páfagarður hafi hafið
herferð gegn hjónaböndum samkyn-
hneigðra.
Mál manna
SIGURJÓN M. EGILSSON
■ skrifar um samskipti fjölmiðla
og ríkisvaldsins.
10 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Ásínum tíma tókum við ákvarð-anir um stækkun fiskveiðilög-
sögunnar þvert á ríkjandi skoðun í
heiminum og höfðum þann árangur
að gerbreyta viðhorfum manna til
nýtingarréttar og fiskveiðistjórnun-
ar. Þetta sýndi að með samtaka-
mætti og trú á málstað getur lítil
þjóð fengið ýmsu áorkað. Í kjölfar
Þorskastríðanna var stundum haft á
orði, að svo harðdrægir hefðu Ís-
lendingar reynst, að forsjóninni
væri fyrir að þakka að þeir væru
ekki fjölmennari en raun ber vitni.
Þá fyrst yrðu þeir varasamir þegar
þeir kæmust í tölu milljónaþjóða.
En dugnaður og eftirfylgni er síður
en svo slæm, allt er undir því komið
hver málstaðurinn er sem barist er
fyrir.
Ég er nokkuð viss um að innst
inni þykir flestum hlutskipti okkar á
alþjóðavettvangi vera vesælt nú um
stundir. Núverandi ríkisstjórn hefur
unnið sér það helst til afreka að
reisa rándýr sendiráð, lofa hundruð-
um milljóna inn í hermálahít Nató
og ganga lengra en flestar aðrar
þjóðir heimsins í gagnrýnislausum
stuðningi við hernaðarstefnu
Bandaríkjastjórnar. Alltaf eru þeir
mættir, Davíð og Halldór, þegar
kallað er frá Washington. Þeir þurfa
ekki annað en klapp á kollinn, eða
eitt símtal frá einhverjum háttsett-
um, til að verða sælir með sitt. Átak-
anlegust var barnsleg gleði ríkis-
stjórnarinnar þegar henni var hrós-
að fyrir að halda hér á landi áfalla-
lausan fund æðstu manna Nató.
Bætt samningsstaða á
kostnað mannorðsins?
Og nú vilja þeir fá að komast í
Öryggisráðið. Það ætti að vera Ís-
lendingum mikið kappsmál, segja
þeir Davíð og Halldór, og kveðast
hafa áform um að setja bæði mik-
inn mannafla og fjármuni til að
tryggja okkur setu í ráðinu. En
hvaða stefnu á að framfylgja þar? Í
þágu hvaða málstaðar ætlum við að
beita okkur? Erum við að sækjast
eftir aðild að Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna til að fylgja þeirri
stefnu sem við höfum fylgt á und-
anförnum árum? Eða eru uppi aðr-
ar hugmyndir?
Tökum dæmi um hitamál sem
upp hafa komið á vettvangi SÞ.
Hver hefði afstaða Íslendinga verið
árið 1990 þegar ákvörðun var tekin
um að ráðast á Írak og í kjölfarið
setja mjög umdeilt viðskiptabann á
þjóðina? Þá voru uppi miklar deilur
sem enduðu með þvingunum og
stórfelldum mútugreiðslum af
hálfu Bandaríkjastjórnar. Ríkis-
stjórn Íslands hefði án efa stutt
sína menn í Washington. Spurning-
in er hvort hún hefði notað tæki-
færið til að eiga orðastað um fram-
tíð Keflavíkurflugvallar. Ef marka
má yfirlýsingar framsóknarþing-
manna nú í sumar styrkti afstaða
okkar í Íraksmálinu stöðu okkar
gagnvart Bandaríkjastjórn! Ekki
lofar góðu hve lítils mannorðið er
metið á þeim bænum.
Hvað með Írak og Palestínu?
Hvað hefðu Íslendingar gert
þegar Bandaríkjamenn og Bretar
kröfðust stuðnings Öryggisráðs SÞ
til árásar á Írak, en fengu ekki, fyrr
á þessu ári? Við þekkjum svarið. Ís-
lenska ríkisstjórnin studdi ákvörð-
un um árás án samþykkis Öryggis-
ráðsins og voru Íslendingar þess
vegna skilgreindir í Washington
sem „staðfastir stuðningsmenn“.
Hvernig hefðum við síðan greitt
atkvæði 22. maí þegar hernámið
var staðfest af Öryggisráðinu? Án
efa hefðum við verið fylgjandi. Sér-
fræðingar í alþjóðastjórnmálum
hafa velt því fyrir sér hvers vegna
samþykki hafi fengist fyrir þessari
tillögu eftir allt sem á undan var
gengið. Ekki síst í ljósi þess að
Bandaríkjamenn fóru jafnframt
fram á að liðsmenn þeirra í Írak
yrðu undanþegnir hvers kyns
kvöðum og málsókn af hálfu Al-
þjóðaglæpadómstólsins í Haag
(International Crime Court). Frétta-
skýrendur hafa haldið því fram að
Frakkar og Rússar hafi samþykkt
tillöguna eftir að þeir fengu vilyrði
fyrir því að tryggt yrði að ný ríkis-
stjórn Íraks yrði gerð ábyrg fyrir
útistandandi skuldum við Frakk-
land og Rússland. Það þarf greini-
lega sterk bein til að láta eigin hags-
muni ekki stýra gjörðum sínum!
Fyrir atkvæðagreiðsluna fóru
bandarískir erindrekar hefðbundn-
ar sendiferðir til fátæku ríkjanna í
Öryggisráðinu til að sjá til þess að
allt yrði með felldu. Hefði þurft að
líta við í Reykjavík eða hefðu menn
getað gefið sér að hér væru stað-
fastir stuðningsmenn?
Er ríkisstjórnin líkleg til að
hugsa stórt?
En eru þetta ekki nokkuð grófar
ásakanir sem hér eru settar fram?
Vissulega, en þannig er veruleikinn
og Bandaríkjamenn gera ekkert til
að fela hann. Dæmi um þetta er
þegar Samtök ríkja utan hernaðar-
bandalaga ákváðu að flytja tillögu
25. mars sl. um að komið yrði á frið-
argæsluliði Sameinuðu þjóðanna í
Palestínu. Það varð hlutskipti
Kólombíu að flytja tillöguna í Ör-
yggisráðinu. Bandaríkjastjórn beit-
ti neitunarvaldi. Opinberlega var
því lýst yfir að Kólombía myndi
hljóta verra af. Hvernig hefðu Ís-
lendingar greitt atkvæði?
Því miður er fulltrúum núver-
andi ríkisstjórnar ekki treystandi
til að standa í fæturna. Ef við hins
vegar værum reiðubúin að ger-
breyta stefnu okkar í utanríkismál-
um, sýna frumkvæði og hugsa stórt
í þágu réttláts málstaðar þá efast
ég ekki um að við gætum látið mik-
ið gott af okkur leiða á alþjóðavett-
vangi. En með þessa menn við stýr-
ið hef ég efasemdir um að kröftum
okkar og fjármunum sé vel varið. ■
Um daginnog veginn
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
■
skrifar um umsókn
Íslands að Öryggis-
ráði Sameinuðu
þjóðanna
Hvað viljum við
í Öryggisráð SÞ?
■ Bréf til blaðsins
Páfagarður
og samkynhneigð
■ Af Netinu
Nýjung í skólamálum
„Mjög mikilvægt er að svigrúm
sé til prófana og nýjunga í
skólamálum. Framtaki Garða-
bæjar ber að fagna mjög, enda
er hér um að ræða kærkomna
viðbót við skólaflóru höfuðborg-
arsvæðisins, viðbót sem eykur
valfrelsi foreldra grunnskóla-
barna til muna og ýtir undir
frekari þróun í skólastarfi á Ís-
landi,“
SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR Í PISTLI Á FRELSI.IS,
ÞAR SEM HÚN FAGNAR FYRIRÆTLUNUM GARÐABÆJAR
UM EINKAREKINN GRUNNSKÓLA.
„Sumir hafa
orðið til að
benda á það,
að afstaða
kaþólsku
kirkjunnar
kunni einnig
að eiga sér
aðrar ástæð-
ur en trúar-
legar.
Að veita
hjálparhönd
K.E. skrifar
Það er ánægjulegt þegar öryrkj-ar á sínum lágu bótum eiga
góðar fjölskyldur sem með
ánægju réttir þeim hjálparhönd.
En ekki eru allir jafn heppnir. Ör-
yrki einn sefur á hillu í iðnaðar-
húsnæði. Áður en hálfur mánuður
er liðinn er hann uppiskroppa með
allt fé af því hann er heiðarlegur
og vill ekki láta skuldir sínar falla
á aðra. Öryrkinn á átta systkini
sem öll hafa það gott hvað hús-
næði og vinnu varðar. Flest eru
með auka herbergi sem hann gæti
vissulega þegið. En hver er raun-
veruleikinn. Enginn býður honum
húsaskjól, í mat eða spyr hvort
hann vanhagi um eitthvað. Nei,
hugsunin er sú að meðan það
sjálft hefur það gott skipta aðrir
ekki máli. Öryrkinn lenti tvisvar
sinnum í slysi í húsnæðinu þar
sem hann býr og í kjölfarið lagðist
hann inn á sjúkrahús. Einu sinni
með fjögur brotin rifbein, mikla
tognun og mar um allan strokk-
inn. Hann biður til Guðs á hverju
kvöldi um aðstoð og lifir í voninni
um að hún berist einn daginn. ■
JÓHANNES PÁLL PÁFI II
Ungir íslenskir jafnaðarmenn sendu um helgina bréf til páfa þar sem þeir mótmæla yfir-
lýstri andstöðu Páfagarðs við hjónaböndum samkynhneigðra.
Allir nema Fréttablaðið