Fréttablaðið - 06.08.2003, Page 21
21MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 2003
Fréttiraf fólki
Kjörvari 16 - þekjandi
- alkýðolíubundin þekjandi
viðarvörn sem sameinar kosti
olíu og akrýls, góða smýgni
og frábært veðrunarþol.
Kjörvari 12 - pallaolía
- olíubundin viðarvörn með
frábært veðrunarþol.
Kjörvari 14 - gagnsær
- gagnsæ, olíubundin viðarvörn á
hvers konar við sem smýgur
einstaklega vel inn í viðinn.
- Fæst í yfir 300 litum og myndar
þannig góða vörn gegn áhrifum
sólarljóss á viðinn.
fyrir íslenskar aðstæður
Sérhönnuð viðarvörn
Við erum sérfræðingar í útimálningu
fyrir íslenskar aðstæður.
Útsölustaðir Málningar:
Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi •
Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur
byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko
Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi •
Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík.
Við erum sérfræðingar í viðarvörn. Á rannsóknastofu Málningar er haft
strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að
vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til
íslenskra aðstæðna hafa skapað viðarvörn frá okkur algjöra sérstöðu.
Gullið mitt heitir Dropi,“ segirRagnhildur Sigurðardóttir, ný-
krýndur Íslandsmeistari í golfi,
um uppáhaldshestinn sinn en hún
og maðurinn hennar eiga ellefu
hesta. „Maðurinn minn, Þorvarður
Friðbjörnsson, er tamningamaður
og við fjölskyldan erum mikið
hestafólk.“
Þorvarður er líka smiður og
saman eiga þau Ragnhildur tvær
dætur, Hildi Kristínu ellefu ára og
Lilju sem er níu ára. Þær eru ný-
komnar í golfklúbb og því augljós-
lega smitaðar af golfbakteríunni.
Fjölskyldan er nýflutt, eða fyrir
ári síðan, í Mosfelssbæinn og una
því mjög vel.
Ragnhildur er kennari að mennt
og kennir við Árbæjarskóla. Hún
er uppalin í Reykjavík en foreldrar
hennar eiga rætur á landssbyggð-
inni eins og flestir Íslendingar.
Faðir Ragnhildar er Sigurður Sig-
urðarson, dýralæknir á Keldum,
en móðir hennar var húsfreyja í
Grafarholti. Hún hét Halldóra Ein-
arsdóttir og var mikil listakona.
„Ætli ég hafi ekki erft það
svolítið frá henni. Mamma var
mjög mikill listamaður. Skar í tré
og var líka mikið fyrir allskyns
föndur. Ég er samt mest í að teikna
og mála fyrir fólk og þá eftir pönt-
unum. Ég hef að vísu ekki málað
golfara ennþá, en skemmtilegast
er að mála myndir af hestum,“ seg-
ir Ragnhildur og næsta verk henn-
ar er að mála Dropa, hestinn hen-
nar frá Dalbæ, en hann er undan
Baldurssyni frá Bakka.
Ragnhildur er Íslandsmeistari í
golfi, var það fyrst 15 ára, en hún
ólst upp í Grafarholtinu við golf-
völlinn. Það voru því hæg heima-
tökin að byrja á þessu þegar hún
var unglingur. Um síðustu helgi
tók hún svo níu karla á styrktar-
móti Nesklúbbsins og það kom
henni þægilega á óvart. Ragnhild-
ur sér sjálfa sig nákvæmlega þar
sem hún er eftir tíu ár, nema að
hún verður 10 árum eldri og enn að
reyna að gera betur. ■
Dr Gunni og Megas fóru fílu-ferð á 11 um helgina en þeir
héldu þangað á laugardagsnótt.
Planið var að
finna drengina
í Mínus og
stofna til sam-
starfs á milli
Megasar og
Mínuspilta. Það
fór ekki betur
en svo að Dr
Gunna og Meg-
asi var ekki hleypt inn. Dyra-
vörðurinn á 11 hefur greinilega
farið á mis við tónlistarsögu Ís-
lands undangengna áratugi og
hefur engan áhuga á framtíð ís-
lenskrar tónlistar. Enn hafa Meg-
as og Mínus ekki náð saman, svo
vitað sé.
LEIKHÓPURINN KNÁI
Andrea Gylfadóttir, Seth Sharp, Keyatta
Herring, Moyo Mbue og Chris Anthony
Giles.
Engin óþekkt
SÖNGLEIKUR Ain’t misbehavin’ eftir
Fats Waller verður frumsýndur
næstu helgi. Þessi frægi söngleik-
ur var fyrst settur upp fyrir 35
árum á Broadway, en söngleikur-
inn endurskapar stemmninguna á
næturklúbbi í Harlem upp úr 1930.
Og það sem gerir þetta meira
spennandi en ella er, að sá tími er
smekkfullur af sprúttsölu, heitum
djassi, svellköldum blúsi og villtu
næturlífi.
„Bandarísku leikararnir sem
eru komnir hingað til að ljúka við
æfingar voru valdir í leikprufu
sem fram fór í New York í apríl,“
segir Heimir Már Pétursson, en
þessi fyrrum fréttamaður stendur
fyrir sýningunni hér á landi. Alls
sóttu 200 manns um ytra, svo hér
er á ferðinni einvalalið, en auk
þeirra mun Andrea Gylfadóttir
þenja barkann og senda okkur
beinustu leið í blúskjallara Amer-
íku fyrir stríð.
Hinsegin leikhús stendur fyrir
sýningunni en frumstýnt verður í
Loftkastalanum, föstudaginn 8.
ágúst. ■
BANKARSTRÆTI
Fólk er kannski pirrað en getur andað ró-
lega: Tilbúið á Menningarnótt.
Bankastræti
til á Menn-
ingarnótt
MIÐBORGIN „Það hefur alltaf verið
talað um að þessum framkvæmd-
um lyki 16. ágúst, á Menning-
arnótt,“ segir Þór Gunnarsson, en
hann sér um þessar framkvæmdir
hjá Reykjavíkurborg.
Þór kannast ekki við kvartanir,
en sýnir því skilning að fólki þyki
mikið um rask.
„En þetta verður hörkuflott
þegar þetta er tilbúið og það er nú
fyrir mestu,“ segir Þór, en hann
veit ekki hvenær Laugaveginum
verður hreinlega lokað og hann
gerður að göngugötu eins og í út-
löndum. ■
Persónan
RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
■ nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna í
golfi, vann níu karla í styrktarmóti sem
Nesklúbburinn hélt á Seltjarnarnesi um
helgina.
Málar, spilar golf og ríður út
RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
Er eiginlega búin að vinna alla titla í golf-
inu en ætlar sér samt að gera betur.