Fréttablaðið - 06.08.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 06.08.2003, Síða 22
Ráðningarsamningi við mig vareinfaldlega sagt upp,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson um þá sögusögn að hann verði ekki með Viltu vinna milljón í vetur: „Þeir ætla að halda áfram með þáttinn með nýjum stjórnanda en það sem þeir buðu mér í staðinn var hvorki fugl né fiskur og svolítið eins og að bjóða atvinnumanni í knattspyrnu að þvo búningana.“ Þorsteinn segir skálmöld ríkja í þessu fyrirtæki og þegar sé búið að segja upp fullt af fólki: „Og hvers vegna ekki mér?“ Áhorfendur ættu að geta svar- að þeirri spurningu og margir ef- laust súrir yfir því að góðum stjórnanda á þætti sem virkar vel hætti bara. En Þorsteinn er hvergi banginn og mjög þakklátur fyrir þau ágætu tækifæri sem hann hefur fengið hjá Stöð 2 og gaman að vinna með öllu þessu fólki, því sjónvarpsefni gerir maðurinn ekki einn: „Þetta er annars nýtilkomið og ég fer upp eftir í dag og sæki dót- ið mitt og kyssi samstarfsfólkið bless,“ bætir Þorsteinn við, en hann hefur ekki gert það upp við sig hver næstu skref verða, en margt hlýtur að bíða þessa ást- sæla sjónvarpsmanns. ■ Hrósið 22 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Ljósmyndarinn, Sigurgeir Sig-urjónsson, er orðinn einn af metsöluhöfundum Íslands því senn líður að því að hann selji 150.000. eintakið af bókum sínum. Nýjasta bók hans, Lost in Iceland, eða Íslandssýn eins og hún heitir á íslensku, hefur meðal annars selst í um 6.000 eintökum. Sú bók er gefin út á fjórum tungu- málum. Sigurgeir segist ekki hafa átt von á allri þessari sölu í gegnum árin og segir að viðtökur við Lost in Iceland hafi komið öllum skemmtilega á óvart. „Þetta er samstilltur hópur sem stendur að þessu. Það er valið fólk í hverju rúmi, bæði í sambandi við hönnun og texta. Það er lögð dálítil vinna í að finna góð nöfn og konsept. Lost in Iceland var hugsað þannig,“ seg- ir Sigurgeir. „Það er dálítill leikur að nafni og það mætti prjóna miklu meira utan um þetta. Norðmenn voru hrifnir að þessu og keyptu konseptið. Þeir eru núna að fara að gera Lost in Norway.“ Sigurjón er búinn að mynda Ís- land í fimmtán ár og hefur alls búið til átta ljósmyndabækur. Um þessar mundir er hann að vinna að bók sem ber vinnuheitið Svipur þjóða í samvinnu við Unni Jökuls- dóttur, rithöfund. „Það er allt öðru- vísi bók. Meira um portrett og mannlýsingar, blandaðar lands- lagi. Hún kemur út næsta vor og er geysispennandi verkefni.“ ■ Bækur ■ Sigurgeir Sigurjónsson segir að viðtökur við Lost in Iceland hafi komið öllum skemmtilega á óvart. Sjónvarp ■ Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að hætta á Stöð 2. Þetta er nýtilkomið svo hann veit ekki hvað hann gerir í framtíðinni en í dag fer hann upp á Stöð 2 og nær í dótið sitt og kyssir samstarfsfólkið bless. Næg verkefni hljóta samt að bíða þessa hæfileikaríka fjölmiðlamanns. Hrósið fær íslenski hesturinn fyr- ir að vera með eigið heimsmeist- aramót. Einn af metsöluhöfundum Íslands Gallabuxur 3990 Bolir 1990 Peysur 2490 Margir litir og snið SMART Í SKÓLANN ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON Búið að segja upp ráðningarsamningi við Þorstein J. Verður ekki með Viltu vinna milljón í vetur. Þorsteini J. sagt upp SIGURGEIR Er orðinn einn af metsöluhöfundum Íslands. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 METSÖLULISTI FERÐAMANNABÓKA Á ERLENDUM MÁLUM Í VERSLUNUM PENNANS, 15.-31. JÚLÍ Sigurgeir Sigurjónsson (Forlagið) LOST IN ICELAND (Á ENSKU) (þjóðsögur á frönsku) (AB) CONTES POPULAIRES (þjóðsögur á þýsku) (AB) SAGEN UND MÄRCHEN Sigurgeir Sigurjónsson (Forlagið) LOST IN ICELAND (Á FRÖNSKU) (ný útgáfa) (Forlagið) AMAZING ICELAND (úr Íslend.sögum á ensku) (Penguin) SAGAS OF THE ICELANDERS Sigurgeir Sigurjónsson (Forlagið) ICELAND: THE WARM... (Á ENSKU) (þjóðsögur á ensku) (AB) FOLK AND FAIRY TALES Úr Völuspá á þýsku (Gudrun) GÖTTER DER VIKINGER Sigurgeir Sigurjónsson (Forlagið) WHERE NATURE SHINES (Á ENSKU) HELGA GÍSLADÓTTIR Hefur hafið störf á hársnyrtistofunni Capilli / Bláu Húsin v/Faxafen Suðurlandsbraut 50 sími; 588-0060

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.