Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 17
17LAUGARDAGUR 18. ágúst 2003 Skemmtileg dagskrá á Reykjavíkurflugvelli Kynnir: Ómar Ragnarsson 15:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir flughæfni 15:15 Leikur í Skutlukasti, 160 vinningar 15:30 Samflug innanlandsflugvéla frá 1946 15:50 Flugbjörgunarsveitin sýnir fallhlífarstökk 16:00 Yfirflug og lending Boeing 757 þotu Icelandair 16:40 Svifflug 16:45 Karamellukast við Skýli 4 17:00 Glæsilegt listflug 17:30 Tólf manna fallhlífarstökk 17:40 Marklending 18:00 Samflug Flugfélags Íslands 18:15 Eltingaleikur í háloftunum 18:30 Sjö vélar frá Flugskóla Íslands sýna listir sínar 19:15 Listflug, tvær Pitts Special listflugvélar 20:00 Dagskrá lýkur Birt með fyrirvara um breytingar. öðru fólki tillitssemi. Þetta er hæfileikinn til að geta elskað sjálf- an sig og þar af leiðandi aðra. Það er svarið. Ég veit núna að það er ekki nauðsynlegt að ganga í gegn- um lífið sem bardagamaður.“ Með árunum dró verulega úr gæðum þeirra kvikmynda sem Lancster lék í. Hann hafnaði aðal- hlutverkinu í Patton sem George C. Scott fékk Óskarsverðlaun fyr- ir. Hann hafði fengið hlutverkið sem William Hurt lék í The Kiss of the Spider Woman en fékk hjartaá- fall og varð að hafna hlutverkinu. Árið 1980 sýndi hann afburðaleik í myndinni Atlantic City og fékk frábæra dóma og vann til nokk- urra verðlauna. Hann fékk tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna en tapaði fyrir Henry Fonda. Almennt var álitið að Jane Fonda hefði með harðri baráttu séð til þess að faðir sinn fengi Óskarinn sem réttilega hefði þó átt að falla í hlut Lancasters. Burt Lancast- er var 77 ára gam- all þegar hann fékk al- varlegt hjartaáfall sem lamaði hann að stórum hluta á hægri hlið. Hann var bundinn við hjólastól næstu fjögur árin. Hann lést árið 1994. kolla@frettabladid.is ■ Maður að mínu skapi HOLLYWOOD- BINDI Þetta bindi, sem var í eigu Burts Lancasters, er hægt að kaupa fyrir 14 þúsund krónur á Netinu. BURT LANCASTER Hann var mótsagnakenndur maður. Listrænn fagurkeri sem um leið var sagður vera einn ruddalegasti einstak- lingurinn í Hollywood. Þegar ég lít til erlendrapersóna sem ég lít sér- staklega upp til koma að sjálfsögðu margar upp í hugann,“ segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingar. „Af stjórn- málamönnum gnæfa þeir upp úr Clement Attlee, for- maður Verkamannaflokks- ins og forsætisráðherra Bretlands 1945-51 - smiður og arkítekt breska velferð- arkerfisins. Franklin D. Roosevelt, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, með sinn merka „New Deal“, bandarískum al- menningi til ómetanlegra lífskjara- bóta, og Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar og friðarpostuli. Svo mætti áfram telja en þegar allt kemur til alls hef ég mesta að- dáun á Rosu Parks, konunni sem hleypti af stað mannréttindabar- áttu blökkumanna í Bandaríkjun- um. Það gerði hún með því einu að neita að standa upp úr sæti sínu í strætisvagni í Alabama og færa sig aftur í þar sem blökkumönnunum var ætlaður staður, skör lægra og aðskildir hvíta manninum.“ Björgvin segir Rosu Parks vera dæmi um hverju hin venjulega, litla manneskja geti fengið áorkað gegn spillingu og órétt- læti stjórnmálamanna og valdhafa. „Hafi einstak- lingarnir kjarkinn til að bjóða valdhöfum birginn og berjast fyrir réttlæt- inu er hægt að ná ár- angri,“ segir Björgvin. „Rosa skipar sérstakan sess í huga mér og hefur gert frá því ég las fyrst um hana fyrir 20 árum síðan. Það varð til þess að ég las allt sem ég komst yfir árum saman um mannréttindabaráttu blökkumanna og helstu leiðtoga þeirrar miklu þrautargöngu.“ ■ Konan sem neitaði að standa upp Rosa Parks skipar sérstakan sess í huga Björgvins G. Sigurðssonar alþingismanns. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Las um Rosu Parks fyrir 20 árum og las upp frá því allt sem hann komst yfir um réttindabaráttu blökkumanna. ROSA PARKS Fædd 1913. Hún hleypti af stað réttindabaráttu blökkumanna með því að neita að standa upp í strætó fyrir hvítum manni í Montgomery í Alabama þann 1. desember 1955.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.