Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 39
Imbakassinn LAUGARDAGUR 6. ágúst 2003 STRANDBLAK Þessi mynd er ekki tekin af fólki við hreyfingu í hitabylgjunni á meginlandi Evrópu heldur í blíðunni í Reykjavík. Róttækni hefur verið að fleytasér upp á yfirborðið á Íslandi sem og annars staðar. Háskóla- neminn og róttæklingurinn Stefán Þorgrímsson er í forsvari fyrir hópi fólks sem sett hefur upp 40 fermetra sýningartjald við Tjörn- ina, þar sem kertafleytingarnar fara alltaf fram: „Við komum til með að sýna hérna sjö heimildarmyndir,“ segir Stefán, en myndirnar fjalla um hluti eins og dópstríð Bandaríkja- manna í Kólumbíu og hvað Kan- arnir vissu mikið fyrirfram um 11. september. „Það er mjög for- vitnileg upplifun að sjá þessar myndir, hvort sem þú ert sam- mála þeim eða ekki, og ég vil ítreka að allir eru velkomnir.“ Og það á ekki bara við um gesti því fólki er líka velkomið að kíkja á krakkana í tjaldinu og bjóðast til að troða upp. Þegar er verið að ræða við ljóðahópinn Nyhil um skipulagningu á ljóðakvöldi og fleira er í pípunum. Einnig munu liggja frammi í tjaldinu upplýs- ingabæklingar frá öllum þeim rót- tæklingum sem kæra sig um slíkt. Það er því von að umræða rót- tækninnar verði önnur en í hinum venjulega Kastljósþætti. ■ Herskóli Björns! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Kvikmyndir STEFÁN ÞORGRÍMSSON ■ sagnfræðinemi er einn af aðstandend- um pólitíska tjaldsins við Tjörnina. Þar verða sýndar gagnrýnar heimildarmyndir á næstu tveim vikum auk þess sem fjöldi uppákoma verður í tjaldinu. Róttækt tjald við Tjörnina STEFÁN ÞORGRÍMSSON Hann hefur verið róttækur frá því hann var sautján ára og segir myndirnar sem sýndar verða í tjaldinu við Tjörnina forvitnilega upplifun fyrir hvern sem er, hvort sem hann er sammála eða ósammála. Ókei! Hver kastaði handsprengjunni?!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.