Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 30
26 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR KOMINN TIL MILAN Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ricardo Izecson Santos Leite, betur þekktur sem Kaka, sést hér á æfingu með Sao Paolo í heimalandi sínu. Hann er á leið til AC Milan á Ítalíu. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 ÁGÚST Laugardagur FÓTBOLTI „Eins og alltaf líst mér vel á deildina. Það er vonandi að hún verði jöfn og spennandi eins og í fyrra, bæði á toppi og botni,“ segir Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði Bolton, um ensku úrvalsdeildina sem hefst í dag. Guðni á ekki von á öðru en að í ár muni sömu lið berjast um meist- aratignina og síðustu ár. „Þetta verður líklega með hefðbundnum hætti, með Manchester United og Arsenal í toppbaráttunni ásamt Chelsea eftir öll þessi leikmanna- kaup. Newcastle verður þar vænt- anlega líka og kannski Liverpool þó erfitt sé að segja til um hvernig liðið eigi eftir að spila í vetur.“ Guðni vonast til að Bolton endi ofarlega í deildinni í ár – helst fyr- ir ofan miðju. „Ég vona að liðið fari að taka næstu skref núna og fylgi eftir þessum góða endi sem við átt- um í fyrra.“ Guðni lagði skóna á hilluna eft- ir síðasta tímabil. Hann hefur þó ekki alfarið sagt skilið við boltann því í vetur mun hann stýra eigin sjónvarpsþætti um enska boltann á Sýn. „Undanfarnar vikur hef ég fundið hve erfitt það er að skilja við fótboltann,“ segir Guðni. „Ég er með fiðring í tánum og það er skrýtið að taka ekki þátt í undir- búningstímabilinu. En ég var bú- inn að búa mig undir það og leist því vel á að komast í tæri við fót- boltann með því að fara í sjón- varpssal. Þar fæ ég smá útrás fyr- ir fótboltann og spennuna sem fylgir því að fara inn á knatt- spyrnuvöll.“ ■ Titilvörn United hefst á heimavelli FÓTBOLTI Keppni í ensku úrvals- deildinni hefst í dag með sjö leikj- um. Englandsmeistarar Man- chester United hefja titilvörnina á heimavelli gegn Bolton en Arsenal fær Everton í heimsókn. Liverpool og Chelsea leika á An- field á morgun. Talið er líklegt að Tim Howard, Cristiano Ronaldo og Kleberson leiki með Manchester United gegn Bolton. Sam Allar- dyce, framkvæmdastjóri Bolton, segir að félagið megi ekki drag- ast aftur úr öðrum félögum eins og í fyrra. Ef Bolton fær fá stig í fyrstu fjórum til fimm umferð- unum getur veturinn orðið erfið- ur. Martin Keown er enn meiddur og er talið að Kolo Toure leiki í miðri vörn Arsenal gegn Everton ásamt Sol Campbell. David Moyes, framkvæmdastjóri Ev- erton, treystir hins vegar á fram- lag Thomas Gravesen. „Thomas var frábær gegn Bologna og var gangverkið í liðinu. Hann hefur verið í frábæru formi á undirbún- ingstímabilinu og vonandi heldur hann áfram á nýrri leiktíð.“ Tottenham mætir til leiks með þrjá nýja sóknarmenn, Frederic Kanoute, Helder Postiga og Bobby Zamora, en átta leikmenn félagsins eru ýmist óleikfærir eða í banni í fyrstu umferð deildakeppninnar. David Dunn, dýrasti leikmaðurinn í sögu Birmingham, leikur sinn fyrsta leik með nýju félagi gegn Totten- ham. Wolves leikur að nýju í efstu deild eftir 19 ára útivist. Sir Jack Hayward, eigandi félagsins, ætl- ar ef þörf krefur að styrkja leik- mannahópinn í janúar, þegar fé- lagaskiptaglugginn opnar að nýju. „Ég hef ekki neitað neinum leikmannakaupum á leiktíðinni og er ákveðinn í því að félagið nái árangri í úrvalsdeildinni.“ Blackburn verður líklega án Brett Emerton, sem afplánar óút- tekið leikbann úr hollensku knatt- spyrnunni. Portsmouth fékk Teddy Sher- ingham frá Tottenham og Patrik Berger frá Liverpool í sumar en verður án Svetoslav Todorov í vet- ur. Búlgarinn meiddist á æfingu í vikunni en hann skoraði 26 af 97 deildarmörkum félagsins í fyrra. Leicester hefur fengið fleiri leikmenn en Chelsea í sumar en verð þeirra var aðeins brotabrot af útgjöldum Lundúnafélagsins. Tíu af ellefu leikmönnum komu án þess að Leicester þurfti að greiða fyrir þá. Nýliðarnir í leik- mannahópi Southampton, Kevin Phillips, Graeme Le Saux og Neil McCann, verða líklega allir með gegn Leicester í dag. Sean Davis leikur ekki með Fulham gegn Middlesbrough en hann verður líklega seldur til Middlesbrough eða Everton fyrir næstu mánaðamót. ■ FÓTBOLTI Aðeins þrjú félög hafa sigrað í ensku úrvalsdeildinni frá því keppni hófst árið 1992. Manchester United hefur sigrað átta sinnum, Arsenal tvisvar og Blackburn Rovers einu sinni. Enska deildakeppnin hófst hins vegar árið 1888 og sigraði Preston North End fyrstu tvö árin. Félögin úr norður- og mið- hluta Englands sigruðu í öllum keppnum fram til 1931 þegar Arsenal varð fyrst meistari. Liverpool hefur 18 sinnum orðið Englandsmeistari, oftar en önnur félög. Liverpool naut fá- dæma velgengni á áttunda og ní- unda áratugnum og vann deildina ellefu sinnum á átján árum. ■ MEISTARAR Í ENSKU ÚRVALS- DEILDINNI 1993 TIL 2003 1992-1993 Manchester United 1993-1994 Manchester United 1994-1995 Blackburn Rovers 1995-1996 Manchester United 1996-1997 Manchester United 1997-1998 Arsenal 1998-1999 Manchester United 1999-2000 Manchester United 2000-2001 Manchester United 2001-2002 Arsenal 2002-2003 Manchester United Enska úrvalsdeildin: Aðeins þrjú félög TIM HOWARD Manchester United hefur oftast sigrað í ensku úrvalsdeildinni. Titilvörn United hefst í dag með heimaleik gegn Bolton. Tim Howard leikur líklega í marki meistaranna eftir góða frammistöðu gegn Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Guðni Bergsson um ensku úrvalsdeildina: Erfitt að skilja við fótboltann GUÐNI BERGSSON Lék með Bolton um árabil. Heldur með gamla liðinu sem og Tottenham sem hann lék með á árum áður. Er gamall Leedsari og ber taugar til Liverpool. Umboðsmaður Makelele: Staðráðin í að selja skjól- stæðing sinn FÓTBOLTI Umboðsmaður Claude Makelele heldur því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn verði seldur til Chelsea í byrjun næstu viku. Makelele er í verk- falli sem stendur og hefur neitað að mæta á æfingar þar sem hann á í launastríði við stjórn Real Madrid. Franski miðvallarleik- maðurinn vill fá mun hærri laun en hann hefur nú. Marc Rogers, umboðsmaður Makelele, segir að málin muni skýrast þegar Florentino Perez, forseti Madrídarliðsins, kemur heim úr sumarfríi á mánudag. „Perez sagði á síðasta ári að hann myndi selja Makelele fyrir sjö milljónir punda og ég er viss um að Chelsea er tilbúið að greiða meira en þá upphæð,“ sagði Roger í samtali við Diario AS. ■  11.15 Sýn Nýliðar Portsmouth mæta Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.  13.25 Þýski fótboltinn Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssyn- ir verða vonandi í liði Bochum þegar það mætir Bayern München.  13.25 Enski boltinn Stöð 2 Bein útsending frá leik Englandsmeist- ara Manchester United og Bolton Wand- erers.  14.00 Víkingsvöllur Víkingur er í toppbaráttu 1. deildar karla og tekur á móti Njarðvík.  15.30 RÚV Sýnt verður frá Unglingalandsmóti ÚÍA.  16.00 Laugardalsvöllur Botnlið Fram mætir ÍBV í Landsbanka- deild karla.  18.30 Sýn Sýnt verður frá Tiger Woods og félögum sem keppa á bandarísku mótaröðinni í golfi. CLAUDE MAKELELE Hefur neitað að mæta á æfingar þar sem hann á í launastríði við stjórn Real Madrid. Bolton hefur unnið Manchester United á Old Trafford undanfarin tvö ár. Brett Emerton leikur ekki með Blackburn í dag því hann þarf að afplána leikbann úr hollensku knattspyrnunni. RUUD VAN NISTELROOY Ruud van Nistelrooy var marka- hæstur í liði Englandsmeistara Manchester United í fyrra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.