Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 18
18 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Maður á víst alltaf að þakka fyr-ir sig þegar tækifæri gefst. Á
Airwaves-hátíðinni fyrir rétt tæp-
um tveimur árum réð ég ekki við
mig og bauð þeim félögum Paul
Hinojos, Jim Ward og Tony Hajjar
upp á drykk, í þakklætisskyni fyrir
þá undurfögru tóna sem þeir tóku
þátt í að framleiða sem þáverandi
liðsmenn At the Drive-In.
Eins og margir vita klofnaði sú
sveit á miðri tónleikareisu um Evr-
ópu þegar hún var að komast í hóp
stærstu rokksveita heims. Þessir
þrír barfélagar mínir héldu áfram
sem Sparta á meðan afróhausarnir
Cedric Bixler og Omar Rodriguez
stofnuðu The Mars Volta en þeir
höfðu reyndar áður átt hliðarspor
frá At the Drive-In undir nafninu
DeFacto.
Eins og ég vonaðist til reyndust
þeir Paul, Jim og Tony kurteisir
piltar sem þökkuðu fyrir hrósið og
verðlaunuðu mér drykkinn með
stuttu spjalli. Frá því að At the
Drive-In hætti hafði alla tíð verið
sagt að sveitin væri aðeins í „tíma-
bundnu fríi“ þar sem félagarnir
væru orðnir þreyttir eftir nær
stöðug tónleikaferðalög frá því að
sveitin var stofnuð árið 1994. Auð-
vitað trúi ég öllu sem ritað er í blöð
en ákvað þó að nýta þann tíma sem
ég keypti með því að kaupa tvöfald-
an viskí í kók á línuna í það að svala
forvitni minni, enda eru fáar sveit-
ir sem hafa hreyft jafn mikið við
mér síðustu ár og At the Drive-In.
Alltaf þegar talið barst að afró-
hausunum tveimur Cedric og Omar
og ástæðum þess að samstarf
þeirra klofnaði urðu þeir órólegir.
Liðsmenn At the Drive-In voru allir
æskufélagar, uppaldir í Texasborg-
inni El Paso sem er við landamæri
Mexíkó, og því undarlegt að ævin-
týri þeirra hafi endað svona skyndi-
lega. Þegar ég svo spurði í veikri
von hvort það væri satt að At the
Drive-In ætlaði sér að taka upp
þráðinn aftur skellti Paul Hinojos
bassaleikari tómu viskíglasinu
harkalega á barborðið og sagði hátt:
„I will never work with those fuck-
ers again!“. Þakkaði ekki fyrir
drykkinn, né spjallið, gaf svo hópn-
um merki um að fara. Ég var skil-
inn eftir aleinn með brostnar vonir
við barborðið.
Hell Paso
Áður en At the Drive-In var
stofnuð höfðu nokkrir liðsmenn
hennar leikið saman áður. Omar
Rodriguez gítarleikari og Paul
bassaleikari stofnuðu sína fyrstu
pönksveit þegar þeir voru þrettán
ára.
Cedric söngvari var í tveimur
hljómsveitum sem báðar leystust
upp á sama tíma. Hann söng með
reggae/skasveitinni The Dregtones
og trommaði með rokksveitinni
Faust. Báðar sveitir héldu saman í
strembið tónleikaferðalag sem
gekk illa og varð loks báðum sveit-
um að bana.
Cedric dó ekki ráðalaus og hafði
samband við skólafélaga sinn Jim
Ward snemma árs 1994. Svo
skemmtilega vildi til að popphljóm-
sveit hans The Minutemen var ger-
ilsneydd öllum metnaði svo Jim
ákvað að slíta sig lausan. Hann og
Cedric byrjuðu að smíða saman
tóna og tóku sér nafnið At the
Drive-In eftir einu laga glys-
rokksveitarinnar Poison.
Omar og Cedric höfðu höfðu
verið félagar lengi og einhverju
sinni dundað sér við að gera tónlist
saman. Cedric bauð Omar um borð
og fylgdi Paul með í kaupunum.
Trommarinn Tony hafði leikið með
Paul í stuttlífri dauðarokksveit og
þótti öflugur.
Allir liðsmenn At the Drive-In
bjuggu og kynntust í El Paso, 500
þúsund manna borg í Suðurríkjun-
um rétt við landamæri Mexíkó sem
er þekkt fyrir háa morðtíðni og
ruddaskap. Jim Ward er þó sá eini
sem er innfæddur í bænum en hin-
ir eru ættaðir víðs vegar að. Tveir
frá Kaliforníu, Omar frá Puerto
Rico og Tony frá Líbanon.
Félagarnir voru þó sammála um
það að El Paso væri aðeins tíma-
bundin stoppistöð og leið þeirra út
var í gegnum tónlistarsköpun.
Á meðan At the Drive-In starf-
aði var hún þekkt fyrir dugnað,
þrjósku og metnað. Liðsmenn voru
ekki lengi að gera sína fyrstu
þröngskífu sem hlaut nafnið „Hell
Paso“ þar sem andúð þeirra á heim-
kynnum sínum kristallaðist í titlin-
um. Strax eftir útgáfuna kýldu þeir
á aðra þröngskífu, „Alfaro Vive,
Carajo“ og lögðust í heljarinnar
tónleikaferðalag í kjölfarið um
vesturströnd Bandaríkjana, þar
sem spilað var á hverjum klúbbi
sem vildi hleypa þeim upp á svið.
Gallinn var bara sá að oftast mætti
enginn. Það skipti liðsmenn litlu
sem engu og lék sveitin alltaf eins
og hún ætti lífið að leysa.
Eitt sinn lék sveitin fyrir framan
níu manns á litlum klúbbi í Los
Angeles. Sveitin var frábær sem
fyrr á sviði og nægði það til að
tryggja henni útgáfusamning við
Flipside Records, sem var afar
smátt í sniðum. Piltarnir fengu lít-
inn tíma í hljóðverinu en nýttu hann
vel og gerðu fyrstu breiðskífu sína,
11 laga plötu sem heitir Acrobatic
Tenement. Teningunum var kastað
og platan kom út árið 1996 um
gjörvöll Bandaríkin.
Dauði frekar en
heimsyfirráð
Sú litla athygli sem sveitin fékk
vegna útgáfu Acrobatic Tenement
var næg til þess að tryggja henni
útgáfusamninga við aðrar útgáfur.
Þannig gaf sveitin út stuttskífuna
„El Gran Orgo“ árið 1997 hjá One
Foot og aðra breiðskífu sína In
Casino Out hjá Fearless árið eftir.
Sveitin hélt áfram að ferðast mikið
og vera stórkostleg á tónleikum og
náði að hlaða utan um sig tryggum
hópi rokkþyrstra aðdáenda.
Önnur breiðskífan þótti stór-
kostleg og fljótlega fór tilboðum að
rigna yfir sveitina frá stórfyrir-
tækjum sem vildu grípa glóðvolga
gæsina. Liðsmenn At the Drive-In
gátu ekki hugsað sér að verða
skúffusveit hjá risafyrirtæki og
sömdu við Grand Royal, útgáfufyr-
irtæki Beastie Boys. Cedric og
Omar voru þá þegar byrjaðir að
grúska saman dub-tónlist með sveit
sinni DeFacto og höfðu ætlað sér að
bæta tölvuforritunum inn við tón-
list At the Drive-In. Þessu tóku aðr-
ir liðsmenn sveitarinnar illa og
vegna þess hversu stuttan tíma
sveitin fékk með Ross Robinson
upptökustjóra gáfust afróhausarnir
upp á því að reyna að sannfæra fé-
laga sína. Niðurstaðan varð því
hrein og klár rokkplata, harðari en
það sem á undan hafði komið með
mun skotheldari lagasmíðum.
Þegar Relationship of Command
kom út vakti útlit, metnaður og
sviðsframkoma sveitarinnar gífur-
lega athygli og hún skaust beint
upp í hæstu hæðir. Rolling Stone
nefndi sveitina strax „bjargvætt
rokksins“. Á sama tíma var sveitin
á stífu tónleikaferðalagi um Banda-
ríkin og stækkaði áhorfendahópur
hennar við hverja tónleika. Frið-
samlegt viðmótið, andúð á „sviðs-
dýfum“ og öðru gerði lítið annað en
að bæta orðspor sveitarinnar.
Á sama tíma og sveitin sendi út
frá sér táknmynd sameiningu og
velgengni margra ára erfiðis var
hún að hrynja í sundur innan frá.
Hljómsveitarrúta sveitarinnar valt
og Cedric og Jim meiddust. Til þess
að auka pirringinn vildu umboðs-
menn þeirra halda áfram að sýna
heiminum hversu mögnuð sveitin
var á sviði og bókuðu hana á stóra
tónleikaferð um Evrópu. Í miðju
ferðalaginu kom skyndilega til-
kynning frá sveitinni þar sem hún
sagðist ætla að taka sér „tímabund-
ið frí“ vegna ofþreytu. Pressan
byrjaði snemma að gefa í skyn að
sveitin væri öll og að eitthvað al-
varlegt hefði komið upp á milli liðs-
manna. Það virðist hafa verið raun-
in, því sveitin kom aldrei saman
aftur. Hvað gerðist vita liðsmenn
einir.
Omar og Cedric héldu í nýjar
áttir á meðan Jim, Tony og Paul
héldu áfram á svipaðri braut.
Óhætt er að fullyrða að ef At the
Drive-In hefði fylgt þessum vax-
andi vinsældum eftir með annari
skotheldri plötu væri hún nú af
svipaðri stærðargráðu og System
of a Down, í það minnsta.
Listrænn klofningur
Í dag er engu líkara en það sé
aukadrifkraftur fyrir báðar fylk-
ingar að sanna sig fyrir hvor ann-
ari. Nýjar sveitir voru stofnaðar
nánast samdægurs. Jim, Tony og
Paul fengu til liðs við sig fyrrum fé-
laga frá El Paso og stofnuðu Sparta.
Jim færði sig yfir á bassann og tók
að sér söng. Sveitin pungaði heldur
fljótfærnislega út plötu sem varð
til þess að hún olli nokkrum von-
brigðum.
Omar og Cedric stofnuðu The
Mars Volta úr leifum DeFacto.
Leyfðu nýjum áhrifum að sökkva
inn og gerðust enn tilraunaglaðari
en At the Drive-In var nokkurn
tíma. Sveitin er í raun dúett en þeir
félagar ráða til sín hljóðfæraleik-
ara eftir því hvað hentar best
hverju sinni. Þannig spilar Flea,
bassaleikari Red Hot Chili Peppers,
allan bassann á fyrstu plötunni,
„De-Loused in the Comatorium“,
sem er einfaldlega með því besta
sem heyrst hefur í rokkinu allt árið.
Bróðir Jim Ward, Jeremy, slóst í
hóp með þeim Cedric og Omar og
sá um hljóðhönnun. Framtíðarlegur
hljómur plötunnar er að miklu leyti
honum að þakka. Því miður varð
platan sú síðasta sem hann kom ná-
lægt því hann lést í júní af ókunn-
um ástæðum.
Plötur Sparta og The Mars Volta
sýna að fyrrum félagarnir frá El
Paso eru enn að valda miklum
áhrifum á framþróun bandarískrar
rokktónlistar. Og ef meistarastykki
The Mars Volta er í raun afkvæmi
stolts, biturleika og samkeppni á
milli beggja hópa hinnar klofnuðu
At the Drive-In skulum við bara
vona að þeir sættist aldrei.
biggi@frettabladid.is
Hinn gífurlegi vinskapur fimmmenningana sem skipuðu At the Drive-in, eina merkustu rokksveit síðasta áratugar, virðist úti. Sveitin klofnaði
í Sparta og The Mars Volta en þær hafa báðar gefið út frumraunir sínar. Plata The Mars Volta er með athyglisverðari útgáfum ársins.
AT THE DRIVE-IN
Starfaði án hlés í sjö ár. Var að komast í
hóp stærstu rokksveita heims þegar
hún sprakk á miðju tónleikaferðalagi um
Evrópu.
SPARTA
Heimsótti Íslendinga á Airwaves-hátíðina árið 2001. Sveitin var heldur fljót á sér með út-
gáfu og olli nokkrum vonbrigðum með frumraun sinni „Wiretap Scars“.
THE MARS VOLTA
Afróhausarnir tveir Cedric og Omar gáfu út
í júní frumraun sína „De-Loused in the
Comatorium“ sem þykir ein merkilegasta
rokkplata ársins.
Harðjaxlarnir
fimm frá El Paso