Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Veldu TölvuA
Bakþankar
EIRÍKS JÓNSSONAR
www.IKEA.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F/
SI
A
.I
S
IK
E
21
91
3
08
/2
00
3
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
3
Námsárangur ekki innifalinn
Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00
Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00
Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30
www.IKEA.is
4.450,-
MIKAEL tölvuborð 77x50cm
DOKUMENT ruslakarfa
790,-
SANDI snúningsstóll
1.990,-
BITS segultafla
990,-
ARÖD vinnulampi
2.990,-
Hef verið að skoða þorp að undan-förnu. Þorp sem ég hef aldrei
séð áður og eiga það sameiginlegt að
liggja rétt sunnan við heimskauts-
baug. Atvinnuástandið slæmt en
fjöllin því fallegri. Hins vegar ævin-
týralegt að sjá hvernig þorpsbúarnir
bregðast við í stöðunni. Og tjalda því
sem til er.
Á HOFSÓSI hafa menn reist Vest-
urfarasafn. Líklega ein best heppn-
aða tilraun sem gerð hefur verið til
að halda lífi í dauðu þorpi. Bæjar-
stæði án hliðstæðu og túristarnir
streyma að. Án Vesturfarasafnsins
hyrfi Hofsós af landakortinu á örfá-
um árum. Nú hafa þar allir vinnu.
SIGLUFJÖRÐUR hefur veðjað á
Síldarminjasafnið. Dugir vart til.
Sem blanda af Akureyri og Ísafirði á
framtíð Siglufjarðar eftir að byggj-
ast á eftirsóttri einangrun fyrir
milljónamæringa sem vilja fá að
vera í friði. Stundum verður að
hugsa um framtíðina í hundrað
árum. Reddingar með fiskilykt á
þriggja ára fresti enda í ógöngum en
ekki jarðgöngum.
KÓPASKER framleiðir Fjallalamb
sem á að vera betra en önnur lömb.
Þar eru einnig tveir bankar í harðri
samkeppni um viðskiptavini sem eru
eilítið fleiri. Sjúkraþjálfari og raf-
virki þjónusta hvorn annan. Eins
gott að Fjallalambið seljist vel um
víða veröld.
Á DALVÍK eru menn á villigötum.
Þar er reynt að trekkja með minja-
safni um Jóhann risa sem var svo
stór að hann notaði þakrennur sem
öskubakka. Þá ók hann bíl með því
að sitja í aftursætinu. Jóhanni leið
alltaf illa í sirkus og því ekki ástæða
til að framlengja þá martröð að hon-
um gengnum.
Á RAUFARHÖFN hafa menn
byggt fjögurra stjörnu hótel sem er
opið allt árið og fjárfest í DeCode.
Djarfur en riskí bissniss á báða kanta.
Á ÞÓRSHÖFN á Langanesi býr
fólk svo í himnaríki án þess að vita
af því. Þar dansar sólin á haffletin-
um í ljósaskiptunum og rétt skýst í
kaf áður en hún rís upp aftur næst-
um því á sama stað. Kannski erfitt
að treysta á og rukka fyrir slíkt
show í febrúar.
ANNARS býr fólkið í þorpunum í
stórum einbýlishúsum með þvott úti
á snúrum og lætur lítið sjá sig ut-
andyra. Á því mætti ráða bót með
einföldum hætti. ■
Þorparinn