Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 13
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR
LAU
GAV
EGU
R
Hugmyndin um menningarnótt,hátíð sem stæði til miðnættis í
Reykjavík, spratt upphaflega af
ákveðnum misskilningi. Árið 1995,
eftir að Reykjavíkurlistinn hafði
tekið við stjórnartaumunum, litu
menn mjög til fyrirbrigða í Skand-
inavíu sem kölluð eru Kultur Natt.
Án þess að kynna sér fyrirbrigðið
til hlýtar ákváðu reykvísk borgar-
yfirvöld að blása til sams konar
hátíðarhalda í borginni.
Misskilningurinn fólst í því, að
hin reykvíska menningarnótt var
látin standa fram á nótt, vel fram
yfir miðnætti. Var það talið í anda
hinnar skandinavísku hefðar. En
hér var hins vegar um ákveðinn
tungumálarugling, auk þekkingar-
skorts, að ræða, því með Kultur
Natt í hinum skandinavísku borg-
um og bæjum er einungis átt við
pena kvölddagskrá sem endar
klukkan níu um kvöldið. Þar er því
heldur um að ræða menningar-
kvöld en menningarnótt.
Reykvíkingar náðu því að
skapa séríslenskt fyrirbrigði með
menningarnótt, alveg óvart.
Reyndar er menningarnótt
varla nótt lengur í eiginlegri merk-
ingu þess orðs, því dagskráin teyg-
ir sig frá því klukkan eitt um dag-
inn. Þetta er því í eina skiptið á ár-
inu sem landsmönnum leyfist að
tala um að nótt hefjist um miðjan
dag. En þetta er skiljanlegt. Orðið
„menningardagur“ hljómar langt í
frá jafn spennandi og „menning-
arnótt.“
Annað einkenni á hinni sérís-
lensku menningarnótt er það, að
dagskráin er að langmestu leyti
sjálfsprottinn. Borgaryfirvöld
tóku snemma þá stefnu að skipu-
leggja ekki dagskrá, heldur hvetja
einstaklinga, hópa og fyrirtæki til
þess að vera með dagskrárliði upp
á eigin spýtur. Þetta virðist hafa
tekist einstaklega vel í ár. Þannig
eru allir bankarnir í miðbænum
með sína eigin dagskrá, svo eitt-
hvað sé nefnt. Flugleiðir blása til
flughátíðar á Reykjavíkurflug-
velli. Sumir hafa opið hús heima
hjá sér. Verslanir á Laugaveginum
bjóða upp á metnaðarfulla dag-
skrárliði. Fjölmiðlarnir blása til
tónleika og annarra atburða eins
og framtak Rásar 2 á Hafnarbakk-
anum er dæmi um.
Í raun hafa því borgaryfirvöld
og skipuleggjendur hátíðarinnar
ekki gert annað, sem þó hefur
vissulega falið í sér ærna vinnu,
en að laða fram og samhæfa í
einni stórri og fjölbreytilegri dag-
skrá þá list sem fyrir er í borgar-
lífinu. ■
Menningarnótt hefur fest sig í sessi í borgarlífinu. Hún á sér orðið langa sögu:
Spratt af misskilningi
ALÞJÓÐAHÚSIÐ
14.00 Grafítti listamenn mála vegg.
18.00 Minerva Eglesias sýnir flamenco.
20.00 Hipp hopp dagskrá.
22.30 Tangósýning og ball.
yrir börn. 16.00 og
a í Ögri.
HÚN OG HÚN
21.00: Dúettinn Abena
VINNUSTOFA PÉTURS GAUTS
Vinnustofusýning með léttum jazz.
SPRON
Opið hús til 22.00 Lína langsokkur, Karla-
kór Reykjavíkur, Hljómsveitin Drum
and brass og margt fleira.
NORRÆNA HÚSIÐ
16.00 Tónleikar með hinum ástsælu
Spöðum.
LITLA JÓLABÚÐIN
17.00 og 20.00 Ævintýraland úti og inni,
heitt á könnuni og lifandi tónlist í
garðinum.
LISTASMIÐJAN NÚ
16.00 og 20.00 Tónlistaratriði úr leikritinu
Plómur.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR
21.30 Gjörningar í garðinum.
LISTASELIÐ
20.00 og 22.00 Einar Gíslason leikur á
harmonikku.
STYTTA LEIFS EIRÍKSSONAR
15.00 Menningarfylgd Birnu ehf.
KJAFTAKLÖPP
17.30: Íslandssagan á 40 mínútum - upp-
lestur félaga úr JC úr merkilegum
ræðum allt frá upphafi Íslands-
byggðar.
HORNIÐ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG OG
BANKASTRÆTI
15.00 Kentár flytur kátan blús. Fimmta
herdeildin tekur lagið.
HLEMMUR
Frá 14.00: Biðstöðin breytist í menningar-
setur, aðeins þennan eina dag.
JC-HÚSIÐ
Frá 15.00 Opið hús.
16.00 Fjöltefli við skákmeistara.
21.00 Kristín Sigurðardóttir sópransöng-
kona syngur á tröppunum.
HALLGRÍMSKIRKJA
18.00 Jón Bjarnason, orgeltónleikar.
19.00 og 20.00 Mótettukór Hallgríms-
kirkju.
21.00 Schola cantorum, kammerkór Hall-
grímskirkju.
22.00 Helgistund í kirkjunni í umsjá sr.
Jóns Dalbú Hróbjartssonar.
FLUGSKÝLI NR 4 FLUGSÝNING
15.00: Myndræn sýning á töfrum flugsins.
Keppni í skutlukasti. Gamlar og nýj-
ar flugvélar til sýnis fyrir utan skýlið.
GALLERÍ FOLD
14.00: Opnuð sýningu á verkum Andy
Warhols. Opnun á sýningu á gler-
verkum Jónasar Braga. Teiknisam-
keppni fyrir börn.
15.40 og 20.45: Guðbjörn Guðbjörnsson
óperusöngvari.
NÝLISTASAFNIÐ
20.00 Leiðsögn um sýningu Gjörninga-
klúbbsins
SÚFISTINN, MÁLI OG MENNINGU
15.00 Dagskrá fyrir unga bókaorma. Ást-
sælustu barnabókahöfundar þjóð-
arinnar lesa úr verkum sínum.
20.00: Forskot á sæluna. Smá
skvetta úr bókaflóði haustsins.
KLING OG BANG GALLERÍ
21.30 Ragnar Kjartansson og Egill Sæ-
björnsson.
GOETHE ZENTRUM
20.00 Kurz und gut: Örnámskeið í þýsku.
SPAÐARNIR
Spila í Norræna húsinu kl.16.00
FÖSTUDAGUR 14. mars 2003
HLJÓMSKÁLAGARÐUR
13.00 Skátaland með uppblásnum leik-
tækjum, kassaklifri, þrautum, trúð-
um, kaffi og tónlist.
15.00 Fear factor og FM957.
18.00 Land og synir spilar ásamt fleirum.