Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 23
Sjónvarp 28
ÞRIÐJUDAGUR
26. ágúst 2003 – 202. tölublað – 3. árgangur
INGIBJÖRG SÓLRÚN UNDAN
FELDI Í DAG Samfylkingarmenn eru
áhyggjufullir vegna hugsanlegs formannss-
lags. Össur Skarphéðinsson er fastur fyrir
en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gefur ekki
upp hvað hún hyggst fyrir. Sjá síðu 2.
ÞRÝST Á SAMEININGU Bankarnir
þrýsta á um sameiningu SíF og SH. Skýr
skilaboð send um að ef sameiningin verði
ekki með góðu muni bankarnir beita afli til
að tryggja hana. Mótstaðan er meðal
S-hópsins sem ræður 35% hlut. Sjá síðu 4.
SPRENGJUÁRÁS Í BOMBAY Á
fimmta tug manna fórst og að minnsta
kosti 150 særðust í tveimur sprengjuárás-
um í Bombay. Enginn hefur lýst ábyrgð á
tilræðunum á hendur sér. Sjá síðu 6.
BAUGUR Í BENSÍNSÖLU Undirbún-
ingur að bensínsölu á vegum Baugs er í
fullum gangi. Stefnt er að því að fyrsta
bensínstöðin opni snemma á næsta ári.
Þrettán lóðir eru í sigtinu og stefnt að því
að bensínstöðvar Baugs verði þrjátíu tals-
ins. Sjá síðu 8.
● grænn töfrasafi
▲
SÍÐUR 18-19
heilsa o.fl.
Foreldrarnir
eru lykillinn
Sigurlín Jóna Baldursdóttir:
MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI Um-
hverfissinnar hyggjast mótmæla náttúru-
spjöllum á hálendinu á Austurvelli klukkan
18. Spjótum verður beint að framkvæmum
við Kárahnjúka. Sjá nánar:
DAGURINN Í DAG
FLAKIÐ HÍFT UPP Á BORGARFJARÐARBRÚ
Flutningabíllinn fór út af brúnni og lenti í ósnum. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum þegar sprakk á einum hjólbarða.
Hægur vindur
+15+14
+15+14
VEÐRIÐ Í DAG
VIÐRAR VEL Á SKÓLABÖRN Fínt
veður fyrir skólakrakkana. Víðast hægur
vindur og hlýtt en möguleiki á smá drop-
um. Sjá síðu 6.
aðstoðarmaður forsætisráðherra
Illugi Gunnarsson:
Afmælisbarn
í fjarbúð
aðeins 14 ára gamall
Freddy Adu:
Eftirsóttur
unglingur
rukkar 400 þúsund
Michael Jackson:
Býður aðdáend-
um í Neverland
▲
SÍÐA 14
▲
SÍÐA 25
▲
SÍÐA 27
BANASLYS Maður um þrítugt lést
samstundis þegar flutningabíll
með dráttarvagni sem hann ók fór
í gegnum vegrið Borgarfjarðar-
brúar og hafnaði í ósnum. Flutn-
ingabíllinn var á suðurleið og
kominn að suðurenda brúarinnar
þegar hjólbarði á vinstri hlið
dráttarbílsins sprakk. Við það fór
flutningabíllinn yfir á rangan
vegarhelming og í gegnum vegrið
brúarinnar.
Að sögn Theódórs Þórðarson-
ar, yfirlögregluþjóns í Borgar-
nesi, var tilkynnt um slysið til
neyðarlínu og lögreglu klukkan
10:20 í gærmorgun. Ljóst var
hvað hafði gerst og komu kafarar
frá slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar á staðinn. Björgunarsveitir
frá Borgarnesi, Akranesi og
Borgarfirði voru kallaðar á stað-
inn ásamt tveimur sveitum frá
höfuðborgarsvæðinu.
Alls tóku á þriðja tug björgun-
arsveitarmanna með þrjá slöngu-
báta þátt í aðgerðum. Slöngubát-
ar voru við brúna á meðan bíl-
stjórahúsið var híft upp. Maður-
inn fannst í húsi bílsins, sem híft
var upp um klukkan eitt. Kafarar
héldu áfram leit í lóninu á meðan
gengið var úr skugga um að ekki
hefðu verið fleiri farþegar í bíln-
um. ■
Umferðarslys:
Banaslys við Borgarfjarðarbrú
Sjónvarp:
Sigmundur
á Skjá 2
FJÖLMIÐLAR Sigmundur Ernir Rún-
arsson, fyrrum ritstjóri DV, er að
ganga frá samningi um vikulega
sjónvarpsþætti sem sýndir verða á
nýrri sjónvarpsstöð SkjásEins sem
hefur útsendingar í haust. Stöðin
hefur hlotið nafnið Skjár 2 og verð-
ur áskriftarstöð eins og Stöð 2:
„Ég er að vísu ekki búinn að
skrifa undir samning en það eru
miklar líkur á að svona verði
þetta,“ segir Sigmundur Ernir.
Sjá nánar bls. 30.
Berjalönd:
Köngulær
í berjamó
NÁTTÚRAN Mikið hefur borið á
köngulóm í berjalöndum á landinu
þetta árið. Þóra Hrafnsdóttir, líf-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofn-
un, segir enga ástæðu til að óttast
köngulærnar því þó 80 tegundir
þeirra hafi tekið sér bólfestu hér á
landi sé engin þeirra eitruð.
Sjá nánar bls. 31.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
SAMRÁÐ Bogi Nilsson ríkissaksókn-
ari og embætti Ríkislögreglustjóra
hafa óskað þess að
Samkeppnisstofnun
afhendi nú þegar
gögn í Olíumálinu.
Ekki hefur verið
orðið við kröfunni.
„Samkeppnisstofn-
un hefur skorað sér
undan því að svara
skriflegu erindi
ríkissaksóknara til
Samkeppnisstofn-
unar,“ segir Jón H. Snorrason, -
yfirmaður efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra.
Jón segir að ríkissaksóknari
fari fram á að Samkeppnisstofnun
geri grein fyrir því hvort í Olíu-
málinu séu svo alvarleg brot á
samkeppnislögum að viðurlög
Samkeppnisstofnunar séu ekki
næg heldur verði einnig að reyna
á refsiábyrgð stjórnenda olíufé-
laganna.
„Í ljósi þess er það niðurstaða
okkar og ríkissaksóknara að efna-
hagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra fái öll gögn málsins frá
Samkeppnisstofnun og taki þau til
athugunar. Hvort um sé að ræða
tilvik sem séu alvarleg brot, í
hvaða mæli þau eru og taka í
framhaldi ákvörðun um hvort eigi
að taka þau tilvik eða jafnvel mál-
ið allt til sakamálarannsóknar.“
Jón segist ekki eiga von á öðru
en að Samkeppnisstofnun láti efna-
hagsbrotadeildina hafa eintak af
öllum gögnum þessa máls. Gögnin
eru umfangsmikil, enda hefur
Samkeppnisstofnun verið um tutt-
ugu mánuði að vinna með þau.
„Við eigum eftir að fara yfir
málið í heild sinni til þess að geta
tekið afstöðu til þess hverju Sam-
keppnisstofnun getur lokið og
hverju ekki og hvort Samkeppnis-
stofnun getur yfirleitt fjallað um
málið vegna alvarleika þess. Ef
tilefni er til munum við hefja
sakamálarannsókn.“
Jón segist ekki geta svarað því
hversu langan tíma efnahags-
brotadeildin þurfi til að ákveða
hvort rannsókn verði hafin eða
ekki. „Ófyrirséð er hversu langan
tíma það mun taka okkur að fara í
gegnum málið með svipuðum
hætti og Samkeppnisstofnun hef-
ur gert. Mjög góða yfirsýn þarf til
að geta tekið ákvörðun.“
hrs@frettabladid.is
Lögregla hyggst kanna
refsiábyrgð stjórnenda
Ríkissaksóknari fer fram á að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra fái afrit af öllum gögnum
Olíumálsins. Athuga þarf hvort um er að ræða alvarleg brot, í hvað mæli þau eru og taka í fram-
haldi ákvörðun um hvort taka eigi þau brot til sakamálarannsóknar.
■
Við eigum eftir
að fara yfir
málið í heild
sinni til þess að
geta tekið af-
stöðu til þess
hverju Sam-
keppnisstofnun
getur lokið og
hverju ekki.
Kviknaði í farsíma:
Brenndist
í andliti
AMSTERDAM, AP Hollensk kona
brenndist í andliti þegar eldur
kviknaði í farsímanum hennar.
Konan hafði missti símann í
gólfið og tekið hann aftur upp til
þess að hringja. Þegar hún bar sím-
ann upp að eyranu kviknaði skyndi-
lega í honum.
Símtækið var frá finnska far-
símaframleiðandanum Nokia. Tals-
menn fyrirtækisins sögðu í samtali
við fjölmiðla að kviknað hefði í raf-
hlöðum símans ■.