Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 30
Hrósið 30 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Óskalagið mitt Ég veit ekki til þess að það sénein umræða um frekara tó- baksbann á þingi eða meðal al- þingismanna,“ segir Jónína Bjart- marz, formaður heilbrigðisnefnd- ar Alþingis, um hugmyndir for- manns Tóbaksvarnarnefndar um að banna alfarið tóbaksreykingar á veitingastöðum. Áður en lengra er haldið vill Jónína sjá hvernig fyrri tóbaksvarnarlögum hefur verið framfylgt og hver reynslan af þeim hefur í raun verið. Þor- stein Njálsson, læknir og formað- ur Tóbaksvarnarnefndar, hefur lýst því yfir að nefndin muni á næstunni snúa sér að því að fá stuðning við hugmyndir um algert tóbaksbann á veitingahúsum en talsmenn Samtaka ferðaþjónust- unnar eru tvístígandi yfir þeim yfirlýsingum: „Við teljum að best sé að láta þessi mál þróast í takt við óskir gesta á veitingahúsunum sjálfum. Það er ljóst að margir veitinga- menn hafa þegar gengið lengra í tóbaksbanni en gildandi lög segja til um,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það fer bráð- um að verða spurning um hvar fólk eigi yfirleitt að reykja. Sjálfri finnst mér heldur dapurlegt að sjá fólk reykjandi fyrir utan skemmtistaði vegna tóbaksbanns sem hugsanlega er í gildi innan- dyra. Mér skilst að í New York séu yfirvöld að íhuga að taka skref aftur á bak í tóbaksvörnum og leyfa tóbaksreykingar aftur á veitingahúsum þar sem matsala fer ekki fram. Menn vilja ekki horfa upp á veitingahúsagesti reykjandi úti á götu. Svo einfalt er það,“ segir Erna. ■ Tóbak ■ Umræða um algert bann við tóbaks- reykingum á veitingahúsum er ekki til umræðu innan veggja Alþingishússins. Formaður Tóbaksvarnarnefndar blæs þó til sóknar og vill skerpa enn frekar á gildnandi lögum um tóbaksvarnir. ...fær Davíð Oddsson fyrir að koma Sjálfstæðisflokknum í 40 prósenta fylgi aftur og þrátt fyrir allt. Ekkert tóbak á Alþingi SIGMUNDUR ERNIR Klukkustundarlangir sjónvarpsþættir á Skjá 2 í vetur. Sigmundur á Skjá 2 SJÓNVARP „Þetta verða vikulegir fréttatengdir þættir. Klukkutími í senn,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrum ritstjóri DV, sem hyggur nú á endurkomu sína í sjónvarp. Ef að líkum lætur birtist hann aftur á skjánum á nýrri sjónvarpsstöð Skjás Eins sem hlotið hefur nafnið Skjár 2 og hefur útsendingar í haust. Mun Sigmundur Ernir verða í byrjunarliði stöðvarinnar, sem eins og Stöð 2 mun selja áskrift að dagskrá sinni. „Ég er að vísu ekki búinn að skrifa undir samn- ing en það eru miklar líkur á að svona verði þetta,“ segir Sig- mundur Ernir, sem um árabil hefur verið með ástsælustu sjón- varpsmönnum landsins, lengst af á Stöð 2. Þar hætti hann störfum fyrir tveimur árum þegar Karl Garðarsson var ráðinn frétta- stjóri stöðvarinnar en Sigmundur sóttist einnig eftir þeirri stöðu. Í framhaldinu gerðist Sigmundur ritstjóri DV þar til fyrir skemmstu að hann lét af störfum. Hefur hann fengist við skriftir síðan og er bókar að vænta áður en langt um líður. ■ ■ Leiðrétting Vegna stöðugra frétta af hneykslismálum skal tekið fram að viðkomandi eru flestir á tánum og sumir á hnjánum. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Fjögurra stiga. Breiðholtslaug. Skoda Superb Elegance. Brjósta- gjafa- fatnaður Auðbrekku 2, s: 564 1451 Móðurást Ferðamennirnir eru ofsalegaspenntir fyrir þessu allan árs- ins hring. Mér er sagt að vatnið þarna sé hollara en í Bláa lóninu fyrir sunnan því hér er það ósalt og þurrkar húðina því síður,“ seg- ir Ingibjörg Þorleifsdóttir, hótel- stýra í Reykjahlíð í Mývatnssveit og eigandi veitingahússins Sanzi- bar á staðnum, um bláa lónið í Bjarnarflagi sem í raun er affalls- vatn úr borholunum sem þar eru allt í kring. Engin búningsaðstaða hefur verið við lónið en það hefur ekki stöðvað ferðamennina í því að tína af sér spjarir á staðnum og skella sér út í. Ingibjörg segir að til standi að færa lónið tvo kíló- metra til suðurs og byggja þar fullkoma búningsaðstöðu fyrr gesti enda sé staðsetning lónsins eins og er heldur varasöm. Hverir séu víða í botni og þeir geti reynst hættulegir. Svæðið sé þó merkt og þess gætt að fólk fari sér ekki á voða: „Það er von okkar allra að nýja lónið og búningsaðstaðan verði til- búin strax næsta vor,“ segir Ingi- björg í Reykjahlíð en gestir bláa lónsins í Bjarnaflagi í sumar hafa skipt tugum þúsunda. ■ Ég er bæði í lögreglukór ogkirkjukór þannig að úr vöndu er að velja,“ segir Geir Jón Þóris- son yfirlögregluþjónn um óska- lagið sitt. „En ég held ég nefni Yndislega eyjan mín. Það er nokk- urs konar þjóðsöngur Vestmanna- eyinga og sungið við hátíðleg tækifæri eins og á þjóðhátíð og oft í jarðarförum.“ ■ Lárétt: 1 greiðir, 7 skamma, 8 steinlím, 9 frjálsan, 11 skóli, 12 sigaðir, 15 ónefndur, 16 hreyfing, 17 reyndar. Lóðrétt: 1 dýrahljóð, 2 pot, 3 óhreint, 4 gróður, 5 hækka í tign, 6 trosnar, 10 ætt- ingjana, 13 málmur, 14 hreyfast, 15 núm- er. JÓNÍNA BJARTMARZ Formaður heilbrigðisnefndar Alþingis vill sjá hvernig gildandi tóbaksvarnarlögum hefur verið framfylgt áður en lengra er haldið á því sviði. 1 7 8 9 10 12 13 15 16 14 17 2 3 4 5 11 6 Lausn. Lárétt: 1 borgar, 7 atyrða, 8 kalk, 9 lausan, 11 fg, 12 attir, 15 nn, 16 ið, 17 raunar. Lóðrétt:1 baul, 2 ot, 3 rykugt, 4 gras, 5 aðla, 6 raknar, 10 afana, 13 tin, 14 iða, 15 nr. Í BJARNARFLAGI Bláa lónið í Mývatnssveit er yfirleitt þéttskipað ferðamönnum sem setja ekki skort á bún- ingsaðstöðu fyrir sig. Mývatn BLÁA LÓNIÐ ■ í Bjarnarflagi í Mývatnssveit nýtur mik- illa vinsælda ferðamanna. Það þykir hafa það fram yfir Bláa lónið í Svartsengi að vera ósaltað. Nú á að færa það 2 kíló- metra til suðurs og byggja almennilega baðaðstöðu fyrir gesti. Bláa lónið – ósaltað M YN D /H EI A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.