Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 13
Fyrirtækið ORF-líftækni hefurinnleitt erfðabreytt bygg á Ís- landi í því augnamiði að framleiða prótín í fræjum þess til nota í lyfjagerð. Fyrirtækið tilgreinir tvær meginástæður fyrir því að rækta megi erfða- breytt bygg af ör- yggi hér á landi. Í fyrsta lagi að bygg- ið sé sjálffrjóvg- andi og að frjókorn- in lifi einungis í eina klukkustund á akrinum, og þar af leiðandi verði víxl- frjóvgun við ó- erfðabreytt bygg í lágmarki. Í öðru lagi að veðurfars- skilyrði í landinu séu þess eðlis að þau hjálpi til við að takmarka frjó- kornadreifingu frá erfðabreytta bygg- inu til skyldra teg- unda í ræktun eða villtri náttúru. Full- yrðingar forráða- manna ORF-líf- tækni girða hins- vegar ekki fyrir hættur sem fæðu- keðju manna og dýra stafar af erfðabreyttum plöntur til iðnaðar- og lyfjaframleiðslu. Frjó- og fræmengun líkleg Frjókorn berast ekki aðeins með vindi, heldur líka með skor- dýrum, fuglum, öðrum villidýrum, búfé og örverum í jarðvegi. Þá er líklegt að hlýnun loftslags á Ís- landi leiði af sér fleiri og fjöl- breyttari skordýr sem dreifi frjó- kornum, og fjölbreyttari tegundir villtra plantna, sem sumar kunna að vera skyldar byggi. Erfðabreytt og óerfðabreytt byggfræ geta blandast saman við uppskeru, úrvinnslu og markaðs- setningu. Fræ dreifast ekki aðeins með vindi, fuglum og öðrum dýr- um, heldur líka með mönnum (t.d. í fatnaði og farartækjum þeirra sem vinna á ökrum, í geymslum og vinnsluhúsum) og með vélum, tækjum og flutningavögnum sem notuð eru til uppskeru, vinnslu og dreifingar á erfðabreyttu fræi. Fræ geta blandast hjá fyrirtækj- um sem geyma og selja bæði erfðabreytt og óerfðabreytt fræ, eða hjá bændum sem óafvitandi víxla þeim í notkun eða í viðskipt- um við aðra bændur. Fæðukeðjan í hættu Vísindamenn viðurkenna að erfðatæknin sé of ónákvæm til að hún geti tryggt að plantan geymi prótíngenið ávallt í ákveðnum hluta hennar. Prótín kann að vera sértækt fyrir fræ- ið, þ.e. erfðabreytt með það fyr- ir augum að það komi aðeins fram í fræinu, en engin trygging er fyrir því að aðrir hlutar plönt- unnar beri ekki líka erfðavísinn. Þetta gefur mikilvægar vísbend- ingar um hvernig haga beri með- ferð allrar uppskeru erfða- breytts byggs. Um leið og fræj- unum hefur verið safnað verður í raun að eyða öllu því sem eftir er af plöntunni með öruggum hætti, ef koma á í veg fyrir að erfðabreytt efni mengi fæðu- keðju manna eða dýra. Vísindamenn hafa sérstakar áhyggjur af afurðum erfða- breyttra plantna sem notaðar eru í lyf þar sem þær geti safn- ast fyrir í lífkeðjunni. Bandarísk samtök vísindamanna, sem láta sig sérstaklega varða siðfræði- þætti vísindastarfs, (Union of Concerned Scientists) orða þetta svo, að „afurðir erfðabreyttra „lyfjaplantna“ kunna að hafa eðlisefnafræðilega eiginleika sem valda því að þær hlaðist upp í umhverfinu eða safnist fyrir í lífverum, sem eykur verulega hættu á að þær mengi vistkerfi og komist með því inn í fæðu- keðju manna og dýra.“ Heilsufari neytenda ógnað? Meiri háttar mengunarvanda- mál hafa þegar komið upp í sam- bandi við framleiðslu erfða- breyttra „lyfjaplantna“, en það al- varlegasta varð í Bandaríkjunum á liðnu ári þegar 18 milljónir lítra af soja sem ætlað var til manneld- is blandaðist erfðabreyttum „lyfjamaís“. Mikill fjöldi kvartana neytenda um ofnæmisviðbrögð leiddi til þess að innkalla varð alla matvöruna og gott betur, og er talið að kostnaður hafi numið ein- um milljarði dollara. Bandarísk stjórnvöld voru knúin til að herða umsjón með framleiðslu erfða- breyttra „lyfjaplantna“ og viður- kenna nú að frekari öryggisað- gerða sé þörf. Sú krafa verður æ háværari meðal vísindamanna að reglugerðir kveði á um að meng- unarmörk erfðabreyttra lyfja- plantna í matvælum séu við núll- punktinn, og að besta leiðin til þess sé að erfðabreyttar „lyfja- plöntur“ verði eingöngu ræktaðar innandyra og að ekki séu ræktaðar sömu tegundir og þær sem notað- ar eru til fæðuframleiðslu – til dæmis bygg. ■ 13ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2003 ■ Sú krafa verður æ háværari meðal vísinda- manna að reglugerðir kveði á um að mengunarmörk erfðabreyttra lyfjaplantna í matvælum séu við núllpunkt- inn, og að besta leiðin til þess sé að erfðabreyttar „lyfjaplöntur“ verði eingöngu ræktaðar inn- andyra og að ekki séu rækt- aðar sömu teg- undir og þær sem notaðar eru til fæðu- framleiðslu - til dæmis bygg. DANSAÐU HANDFRJÁLS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 88 6 0 8/ 20 02 Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting COROLLA - MOBILE Vertu í góðu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan, Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is Umræðan SANDRA B. JÓNSDÓTTIR ■ skrifar um erfðabreytt matvæli. Áhættusöm ræktun á erfðabreyttu byggi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.