Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 2
2 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Já, hann er inni í myndinni eins og margir aðrir. Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður úr KR, lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali eftir leik KR og Fylkis að hann hygðist komast í landsliðið fyrir leikina gegn Þjóðverjum. Logi Ólafsson er landsliðsþjálf- ari ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni. Spurningdagsins Logi, er Arnar inni í myndinni? DÓMSMÁL Ríkissaksóknari höfðaði mál gegn manni sem hefur bæði íslenskan og egypskan ríkisborg- ara rétt. Hann er sagður hafa brotið á rétti móður til umsjár þegar hann tók flugseðla og vegabréf af dóttur þeirra þegar hún fór með honum í ferðalag til Egyptalands. 19. ágúst síðastliðinn fór lög- maður ákærða fram á að málinu yrði vísað frá á þeirri forsendu að ákæruvaldið hefði ekki lög- sögu í málinu til að höfða refsi- mál. Dómurinn hafnaði frávísun- arkröfunni á þeim forsendum að fjalla þyrfti efnislega um málið fyrir dómi. Lögmaður ákærða segir meint brot hafa verið framið í Egypta- landi en þar telst faðirinn hafa forsjá dótturinnar og því hafi hann ekki brotið gegn egypskum lögum. Forsaga málsins er að faðirinn hafði innritað dóttur þeirra í breskan skóla í heimabæ sínum. Að sögn lögmanns föðurins sendi móðirin einkunnir dótturinnar að beiðni föðurins til Egyptalands. Síðar kom móðirin til landsins og flúði með dótturina á fölsuðu vegabréfi til Íslands. Vill faðir- inn meina að flóttinn hafi komið sér í opna skjöldu og að hann hafi ekki vitað hvað orðið hafði um dótturina fyrr en nokkrum dög- um síðar. ■ Eimskipafélagið: Straumur bætir við sig VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Straumur hefur keypt hluti til viðbótar í Eimskipafélagi Ís- lands. Með kaupunum er Straumur kominn með yfir 15,8 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Straum- ur ríflega 13,8 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Straumur er stærsti hluthafi Eimskipafélags- ins. Næststærsti hluthafinn í Eimskipafélaginu er Sjóvá-Al- mennar með tæplega 11 prósent hlut. Íslandsbanki og Landsbanki Íslands eru stærstu eigendur Straums. ■ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Ráðuneytið hyggst rannsaka frekar ásakan- ir um vanrækslu Hafnarfjarðarbæjar á góð- um stjórnsýsluháttum. Leikskólinn Tjarnarás: Ráðuneyti vísar kæru frá STJÓRNSÝSLA Félagsmálaráðuneyt- ið hefur vísað frá kæru Íslensku menntasamtakanna vegna meintr- ar ólöglegrar riftunar af hálfu Hafnarfjarðarbæjar á samningi um rekstur leikskólans Tjarnar- áss. Á það er bent í úrskurði félags- málaráðuneytisins að í rekstrar- samningnum um Tjarnarskóla sé kveðið á um að óleysanleg ágrein- ingsmál séu borin undir Héraðs- dóms Reykjaness. Ráðuneytið hyggst hins vegar rannsaka frekar ásakanir Ís- lensku menntasamtakanna um vanrækslu Hafnarfjarðarbæjar á góðum stjórnsýsluháttum. ■ Leitinni líklega hætt: Eldislaxinn horfinn NÁTTÚRAN Leit að eldislaxinum sem slapp úr Norðfjarðarhöfn í síðustu viku gengur afar illa. Síð- ustu eldislaxarnir sem fengust í net leitarbáta Síldarvinnslunnar fundust á laugardag. Þegar veiði- menn vitjuðu netanna í Mjóafirði í gær fundust aðeins þrjár síldar, en enginn var laxinn. „Þetta er einn ömurlegasti veiðiskapur sem ég hef lent í. Ein- hverjir fræðingar voru með kenn- ingar um að laxinn hafi farið suð- ur fyrir Norðfjörðinn. Þeir segja að hann gangi alltaf sólarsinnis í kvíunum,“ segir Óli Ólafsson, sjó- maður í Neskaupstað, sem leiðir leitina að týnda eldislaxinum. Um hundrað af 3.000 löxunum hafa fundist. Líklegt er að leit verði hætt í dag ef enginn lax finnst í net- um þriðja daginn í röð. ■ BANDARÍSK HERÞOTA Herþotur gerðu árás á vígi talíbana í Afganistan. Árás á vígi talíbana: Allt að 50 drepnir AFGANISTAN, AP Allt að 50 talíbanar féllu þegar bandarískar herþotur gerðu loftárás á vígi þeirra í fjall- lendi í suðausturhluta Afganist- ans, skammt frá landamærum Pakistans. Yfirvöld í Zabul-héraði, þar sem árásin átti sér stað, segja að afganskir hermenn hafi fundið að minnsta kosti 50 lík í búðum talí- banana en talsmaður bandaríska hersins heldur því fram að aðeins fjórtán vígamenn hafi farist. Tals- maður talíbana hefur staðfest að árásin hafi átt sér stað en heldur því fram að uppreisnarmennirnir hafi komist undan og fórnarlömb- in hafi verið óbreyttir borgarar. ■ Rallkappi í framboði: Kýldi pólitískan andstæðing NOREGUR Norski rallkappinn Mart- in Schanche, sem er í framboði til sveitastjórnar í Frogn, kýldi póli- tískan andstæðing sinn fyrir framan hátt í 150 manns. Atvikið átti sér stað í skóla í Drammen þar sem fram fóru kappræður fulltrúa sjö flokka. Hart hafði verið vegið að Schanche og ákvað hann að draga sig út úr kappræðunum. Þegar Torger Micaelsen, frambjóðandi Verkamannaflokksins, kallaði Schanche huglausan var Schanche nóg boðið og svaraði hann með því að slá Micaelsen í andlitið. Schanche, sem er 57 ára, sneri sér að stjórnmálum árið 2001 þeg- ar ferli hans sem rallökumanns lauk. Hann er nú í framboði fyrir Framfaraflokkinn. ■ Samdráttur Flugleiða: Reksturinn í járnum SAMGÖNGUR Farþegum í milli- landaflugi Flugleiða fækkaði milli ára í júlí úr 160.269 í 148.454, sem samsvarar 7,4% fækkun milli ára. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur því orðið um 10% fækkun farþega milli ára. Farþegum til og frá landinu hélt áfram að fækka milli ára í júlí, úr 102.507 farþegum í 95.710. Í hálffimmfréttum Kaupþings Búnaðarbanka segir að þessar töl- ur gefi ekki tilefni til þess að ætla að hagnaður verði af félaginu í ár, eins og áætlanir segi til um. ■ Braut á rétti móður til umsjár: Dómurinn hafnaði kröfu um frávísun HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Faðirinn sótti um skólavist fyrir dóttur sína í breskum skóla í Egyptalandi. STJÓRNMÁL Mikil ólga og óvissa er innan Samfylkingarinnar vegna framboðshugleiðinga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, forsætisráð- herraefnis flokksins, til for- mennsku. Stuðningsmenn Ingi- bjargar Sólrúnar hafa sumir lagt hart að henni að taka slaginn en sjálf gef- ur hún ekkert uppi um áform sín en boðar yfirlýsingu um málið í dag. Heimildir Frétta- blaðsins herma að allt eins sé líklegt að hún stefni á fram- boð að tveimur árum liðnum en taki námsleyfi þangað til. En þetta er aðeins nefnt sem möguleiki og eng- inn virðist vita hvað borgarstjór- inn fyrrverandi ætlast fyrir. Stuðningsmennirnir létu Gallup gera skoðanakönnun í júní og júlí þar sem fram kemur að 87 prósent aðspurðra vildu að hún byði sig fram til formanns gegn Össur Skarphéðinssyni. Katrín Theodórs- dóttir lögfræðingur er talsmaður þeirra sem stóðu fyrir könnuninni. Hún segir að Ingibjörg Sólrún hafi ekki verið með í ráðum varðandi könnunina, sem stuðningsmenn hennar hafi ætlað að nota sem vinnugagn og til að þrýsta á hana að gefa kost á sér. Hún segir að Ingibjörgu Sólrúnu hafi verið kynntar niðurstöðurnar í lok júlí en nú, mánuði síðar, hafi einhver lekið niðurstöðunum til fjölmiðla án sinnar vitundar. Einn helsti stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar, Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður, er meðal aðstandenda könnunarinnar. Hún segist vera á þeirri skoðun að kjósa eigi á milli formannsefna í Samfylkingunni rétt eins og ann- arra embætta. Margrét segist ekki hafa hugmynd um það hvaða leið Ingibjörg Sólrún velji. „Vandinn er í hnotskurn sá að það er meiri eft- irspurn eftir Ingibjörgu Sólrúnu en framboð,“ segir Margrét. Sjálf hefur hún ekkert látið uppi um áform sín síðan daginn eftir al- þingiskosningarnar í maí þegar hún lýsti því í fjölmiðlum að hún væri síður en svo á leið í formanns- slag. „Ég kom inn til þess að starfa við hliðina á Össuri Skarphéðins- syni og öðrum í forystusveit Sam- fylkingarinnar. Ég held að for- mannsslagur yrði þessum flokki ekki til framdráttar, þannig að ég stefni ekki á neitt slíkt,“ sagði Ingibjörg Sólrún í Fréttablaðinu fyrir rúmum þremur mánuðum. Nokkrum vikum síðar vildi Ingi- björg Sólrún aðspurð ekki gefa upp hvort hún væri enn sömu skoðunar en sagðist ætla að nota sumarið til að hugsa sinn gang. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við Fréttablaðið vera í framboði til formennsku eins og fram hefði komið í vetur þegar þau Ingibjörg Sólrún skiptu með sér verkum í vetur. Hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. rt@frettabladid.is „Ég held að for- manns- slagur yrði þessum flokki ekki til fram- dráttar. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Þess er beðið að hún taki af skarið. Ingibjörg Sólrún undan feldi í dag Samfylkingarmenn áhyggjufullir vegna hugsanlegs formannsslags. Össur fastur fyrir en Ingibjörg Sólrún gefur ekkert uppi þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að hún ætlaði ekki í formannsslag. RÁN Vopnað rán var framið í sölu- turninum við Kópavogsbraut á sunnudagskvöld. Tilkynnt var um ránið til lögreglu klukkan 20:42. Ræninginn kom inn í söluturninn vopnaður hnífi með vasaklút fyrir andlitinu og heimtaði peninga úr afgreiðslukassanum af af- greiðslustúlkunni, sem var ein á vakt. Hún lét hann hafa alla pen- inga sem í kassanum voru, á milli 50 og 60 þúsund krónur. Myndir náðust af manninum á öryggis- myndavélar. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlög- regluþjóns í Kópavogi, voru myndirnar skoðaðar og skýrðar hjá tækjadeild lögreglunnar í Reykjavík í gær. Hann vonaðist til þess að myndirnar leiddu til þess að ræninginn næðist. Þetta er í annað skiptið á stutt- um tíma sem framið er vopnað rán í söluturninum. 18. júní rudd- ust tveir ungir menn, báðir vopn- aðir hnífum, inn í söluturninn og höfðu um 35 þúsund krónur á brott með sér. Þeir eru enn ófundnir. ■ BIÐSKÝLIÐ KÓPAVOGSBRAUT Ræninginn var vopnaður hnífi og með vasaklút fyrir andlitnu. Biðskýlið Kópavogsbraut: Annað vopnaða ránið í sumar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fastur fyrir á formannsstóli. Borgarfjarðarbrú: Ætla að ná upp bílnum SLYS Flutningabílsins sem lenti út af Borgarfjarðarbrú í gær er enn í ósnum. „Ætlunin er að ná gámnum og restinni af bílnum upp í dag,“ segir Árni Ásgeirsson hjá tjóna- deild Tryggingamiðstöðvarinnar. Árni segir að unnið sé að aðgerð- aráætlun um hvernig best sé að standa að framkvæmdinni en tak- markað er hversu mikinn þunga má leggja á brúna. Aðalhugsunin við að ná flakinu upp er vegna umhverfis- og sjónmengunar en lítil verðmæti eru talin vera í ósnum. Þörungamjöl er í gámnum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.