Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 31
31ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2003 BÍLAR Lögreglan í Reykjavík varar bílaeigendur við: Innbrotum fjölgar. Brotnar bílrúður INNBROT Lögreglan í Reykjavík hefur áhyggjur af auknum inn- brotum í bifreiðar á höfuðborgar- svæðinu. Um síðustu helgi var brotist inn í 17 bifreiðar í borginni og í öllum tilvikum einhverju stolið úr þeim. Innbrotafaraldur- inn einskorðast ekki nú, eins og oft áður, við ákveðin hverfi í borg- inni heldur dreifist um allt. Hvet- ur lögreglan bílaeigendur til að skilja aldrei eftir verðmæti í bif- reiðum sínum yfir nótt því það eitt bjóði hættunni heim. Jafnvel geti verið betra að skilja bílana eftir opna þannig að ekki verði tjón á rúðum þegar þjófarnir brjóta sér þar leið inn. ■ Köngulær eru bara eðlilegurhluti af náttúrunni og engin ástæða til að óttast þær,“ segir Þóra Hrafnsdóttir, líffræðingur á Náttúrufræðistofnun, en brögð hafa verið að því að börn hafi ver- ið hrædd við að fara í berjamó vegna köngulóa sem þar hafa sést í auknum mæli. Kenna sérfræð- ingar um hlýindum í sumar enda höfðu náttúrufræðingar ýmsir spáð pöddusumri, sem gengið hef- ur eftir. „Maðurinn má ekki alltaf halda að hann sé einn í heiminum og haga sér eins og guð. Köngu- lærnar verða líka að vera til og stundum finnst manni eins og vanti dálitla indíánaheimspeki í okkur mannfólkið,“ segir Þóra. Um 80 tegundir af köngulóm lifa hér á landi og er engin þeirra eitruð. Því ber ekki að óttast þær í berjamó: „Fólki er alveg óhætt að leggjast út í móa og því síður er hætta á að köngulærnar eyðileggi berjasprettuna. Köngulóin er rán- dýr og borðar ekki einu sinni ber. Það gera fuglarnir hins vegar,“ segir Þóra, sem veit þó eins vel og aðrir að köngulær geta verið eitr- aðar. En þær búa í útlöndum: „Svarta ekkjan er líklega fræg- ust þeirra. Hún spýtir eitri við bit og getur verið banvæn. Þó svo hlýni enn frekar í veðri hér á landi tel ég hverfandi líkur á að hún taki sér hér bólfestu. Til þess þarf veturinn líka að vera hlýr,“ segir Þóra og minnir á gamlan húsgang þar sem segir: „Könguló, könguló, vísaðu mér á berjamó“, sem undirstrikar eingöngu að köngulær og ber á lyngi hafa lengi átt samleið hér á landi og ástæðu- laust að kippa sér upp við það. ■ Bjartur hefur tryggt sér út-gáfuréttinn á The Da Vinci Code eftir Dan Brown, sem er aðalsakamálasagan í dag og margföld metsölubók. Sagan kemur út samtímis á Íslandi og í Danmörku og er það lið- ur í nýrri út- rás Bjarts en það forlag er nú rekið í tveim lönd- um. Það er Snæbjörn Arngríms- son sem er heilinn á bak við þessa tilraun og vonir standa til að um metár verði að ræða hjá Bjarti í ár því forlagið er líka með nýja Harry Potter bók. Náttúran ÞÓRA HRAFNSDÓTTIR ■ hjá Náttúrufræðistofnun hvetur fólk til að hafa ekki áhyggjur af köngulóm í berjalandi. Þó 80 tegundir þeirra lifi hér á landi er engin þeirra eitruð. ■ Bækur KÖNGULÓ „Könguló, könguló, vísaðu mér á berjamó.“ Köngulær eru af mismunandi gerðum. Þessi mynd er tekin erlendis. Könguló í berjamó ÚTI:  Sterkir neonlitir.  Hermannabuxur.  Mjó belti.  Stóra beltissylgjan.  Sokkabuxur.  Sandalar.  Stórir pinnahælar.  Glennulegir skartgripir sem eiga sér ekki persónulega sögu.  Aðskornir bolir sem sýna of mikið.  Rauð sólgleraugu.  Toppur sem sýnir magann.  G-strengur sem fer yfir mjaðmarbeinið. INNI:  Heillitir eins og kóngablár eða dökk- rauður.  Gallabuxur eru númer 1, 2 og 3.  Ein keðja í beltinu á svona lausum gallabuxum.  Beltið verður að vera þykkt og gróft.  Að bretta upp með einu stóru broti á gallabuxunum.  Pinnahælarnir verða að vera mjög lágir.  Gróf mótorhjólastígvél.  Bolirnir eiga að hanga út á aðra öxlina og sýna hana.  Klassísk, pen en kassalaga sólgleraugu.  Svitaband á úlnlið er mjög heitt.  Gamli afabolurinn.  Leggings. Tíska LAUFEY EYÞÓRSDÓTTIR ■ vinnur hjá versluninni 17 og þar er allt brjálað þessa dagana. Allir að byrja í skóla og nýju vörurnar að fljúga upp úr kössum. En þá er líka vissara fyrir fólk að vita hvað má og hvað má ekki. Fréttablaðið spurði Laufey hvað megi og hvað ekki! LAUFEY EYÞÓRSDÓTTIR Starfsmaður 17 er á fullu þessa dagana við að afgreiða stelpur og stráka um nýja larfa. Ekki veitir af, það er að koma vetur og margt að varast í þessum efnum sem öðrum. Hvað má hvað má ekki?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.