Fréttablaðið - 26.08.2003, Page 7
7ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2003
Flugvél hrapaði:
Enginn
komst lífs af
HAÍTÍ, AP Enginn komst lífs af þeg-
ar tveggja hreyfla flugvél með 21
mann innanborðs sprakk og hrap-
aði til jarðar á Haítí.
Að sögn vitna mátti sjá reyk
leggja frá vélinni um það bil fimm
mínútum eftir flugtak í borginni
Cap-Haitien. Flugturninum barst
neyðarkall og skömmu síðar hrap-
aði vélin til jarðar. Flakið fannst á
akri í útjaðri borgarinnar.
Vélin var í eigu haítíska flugfé-
lagsins Tropical Airways. ■
IMRON YFIRHEYRÐUR
Ali Imron á yfir höfði sér dauðarefsingu
verði hann fundinn sekur.
Sprengjuárásir á Balí:
Dagsetning-
unni breytt
BALÍ, AP Sprengjuárásirnar á Balí
12. október 2002 áttu að eiga sér
stað 11. september 2002, þegar
eitt ár var liðið frá hryðjuverka-
árásunum á World Trade Center
og Pentagon í Bandaríkjunum, að
sögn Ali Imron. Árásunum var
frestað þar sem ekki tókst að
ljúka við að búa til sprengjurnar.
Imron hefur verið dreginn fyr-
ir rétt, sakaður um aðild að
sprengjuárásunum. Þegar dómar-
ar spurðu hann hvers vegna 12.
október hefði orðið fyrir valinu
svaraði hann: „Það var þá sem
sprengjurnar voru tilbúnar.“ ■
Jarðhræringar í Krýsuvík:
Virknin
fjarar út
SKJÁLFTAVIRKNI „Það eru smá-
hræringar á þessari sömu
sprungu en virknin er áfram í
rénun,“ sagði Ragnar Stefáns-
son jarðskjálftafræðingur um
ástandið á Krýsuvíkursvæðinu.
„Það er ekkert sem bendir til
að annar skjálfti sé á leiðinni,
það er allt með kyrrum kjörum
í grennd við upptök þessa síð-
asta skjálfta og hverfandi líkur
á að þar gerist fleira. Bein áhrif
síðasta skjálfta hafa greinilega
verið mun minni en við bjugg-
umst við og þetta er að fjara
út.“ ■
NEYTENDUR „Fjárfestingar Orku-
veitu Reykjavíkur undanfarin ár
gefa ekki tilefni til að halda að
fyrirtækið sé illa statt fjárhags-
lega,“ sagði Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neytendasamtak-
anna, en samtökin mótmæla harð-
lega hækkun Orkuveitunnar á
heitu vatni.
„Rök þessara manna halda ekki
vatni. Þeir segja að reikningar
notenda hækki ekki þar sem
neyslan hefur minnkað en það
mætti halda að þessir menn viti
ekki af árstíðunum hér á landi.
Eðli málsins samkvæmt verður
talsvert kaldara í vetur en nú er
og þá hækkar reikningurinn og
skuldir heimilanna í framhaldi.“
Neytendayfirvöld beina þeim
tilmælum til Reykjavíkurborgar
að lækka kröfu sína um arðsemi
Orkuveitu Reykjavíkur ef fjár-
hagsstaða hennar er ekki betri en
raun ber vitni og koma þannig til
móts við neytendur. ■
Byggðakvóti:
Endurupp-
taka kærumál
SVEITARSTJÓRNIR Félagsmálaráðu-
neytið hefur úrskurðað að Kald-
rananeshreppi á Ströndum beri að
nýju að taka fyrir kæru íbúa í
hreppnum vegna skiptingar á
byggðakvóta.
Umboðsmaður Alþingis var
ósammála úrskurði félagsmála-
ráðuneytis um að skipting byggða-
kvóta í Kaldrananeshreppi hafi
verið í lagi. Umboðsmaður taldi að
tveir hreppsnefndarmenn hafi
verið vanhæfir til fjalla um upp-
haflegu kæru íbúans. Hreppurinn
hafi heldur ekki leiðbeint kærand-
anum og rannsakað málið. ■
JÓHANNES GUNNARSSON
Neytendasamtökin fallast ekki á rök Orku-
veitunnar fyrir hækkunum á gjaldskrá.
Hækkun Orkuveitunnar mótmælt:
Hækkar skuldir
á heimili
Bifröst:
Rannsaka
húsnæðismál
HÚSNÆÐI Rannsóknarsetur í hús-
næðismálum var stofnað á sunnu-
dag við Viðskiptaháskólann á Bif-
röst.
Rannsóknarsetrið á að vinna að
víðtækum rannsóknum á húsnæð-
is- og fasteignamarkaði. Íbúða-
lánasjóður og Viðskiptaháskólinn
hafa gert samstarfssamning um
rekstur rannsóknarsetursins.
Einnig á rannsóknarsetrið að sjá
um sérstaka gagnaöflun og úr-
vinnslu upplýsinga á sviði hús-
næðismála fyrir félagsmálaráðu-
neyti og Íbúðalánasjóð næstu þrjú
ár. Ráða á „vel menntaðan“ hag-
fræðing sem forstöðumann rann-
sóknarsetursins. ■