Fréttablaðið - 26.08.2003, Side 8
BENSÍNSALA Baugur hyggst hefja
sölu bensíns til neytenda snem-
ma á næsta ári, ef áætlanir fé-
lagsins ná fram að ganga. Eig-
endur fyrirtækisins hafa gefið út
yfirlýsingar um áhuga á bensín-
markaði. Baugur kom á sínum
tíma að stofnun Orku-bensín-
stöðvanna.
Skarphéðinn Berg Steinars-
son, framkvæmdastjóri hjá Baugi
ID, segir undirbúningsvinnu
komna vel á veg. „Í síðustu viku
skrifuðum við sjö sveitarfélögum
og óskuðum eftir viðræðum um
þrettán lóðir sem við höfum verið
að skoða og teljum henta fyrir
bensínsölu,“ segir Skarphéðin.
Hann segir ýmist um að ræða
sjálfsafgreiðslustöðvar eða
stöðvar í tengslum við annan
rekstur sem fyrir sé á lóðunum.
„Ýmist okkar eigin verslanir eða
samstarfsaðila okkar.“ Skarphéð-
inn segir að þessu til viðbótar séu
nokkrar lóðir í sigtinu. Ekki hafa
ennþá borist svör frá sveitarfé-
lögunum. „Við áttum fund með
skipulagsyfirvöldum í Reykjavík
og okkur var vel tekið.“
Alls er stefnt að því að bensín-
stöðvar á vegum Baugs verði um
þrjátíu talsins. Búið er að vinna
rekstraráætlun miðað við þennan
fjölda stöðva. Skarphéðinn segir
einnig búið að hafa samband við
seljendur tækjabúnaðar fyrir
bensínstöðvarnar. „Við höfum
einnig kannað fyrirkomulag á
innkaupum á bensíni gegnum
sambönd okkar í Noregi.“
Birgðastöð er nauðsynleg við
rekstur bensínstöðva. Baugur
hafði áhuga á að koma upp aðstöðu
í Helguvík, en utanríkisráðuneytið
gat ekki orðið við því. „Það voru
gefnar fyrir því ágætis skýringar.
Við höfum því skoðað þann mögu-
leika að setja upp eigin birgðastöð
og höfum óskað eftir því við Hafn-
arfjarðarbæ að fá að setja upp
birgðastöð í Hafnarfirði.“
Bensínstöðvarnar verða flest-
ar á höfuðborgarsvæðinu, en
meðal þeirra sveitarfélaga sem
erindi hafa verið send til eru Ak-
ureyrarbær og sveitarfélög á
Suðurnesjum. Skarphéðinn segir
að ekki sé komið nafn á nýtt olíu-
félag, verið sé að vinna að því og
ekki tímabært að láta neitt uppi
um slíkt.
haflidi@frettabladid.is
8 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Dauðsföll af völdum hitabylgjunnar:
Margfalt fleiri en gefið var upp
FRAKKLAND, AP Margfalt fleiri
hafa dáið af völdum hitabylgj-
unnar í Evrópu en tölur yfir-
valda segja til um. Í Frakklandi
er talið að dauðsföll af völdum
hitanna kunni að fara yfir 13.000
en yfirvöld hafa nefnt töluna
5.000.
Framkvæmdastjóri stærstu
útfararstofu Frakklands sagði á
blaðamannafundi í gær að
13.600 fleiri hefðu látist í land-
inu á undanförnum vikum, rúm-
lega tvöfalt fleiri en létust á
sama tíma í fyrra.
Þá fullyrða spænskir fjöl-
miðlar að sama eigi við á Spáni.
Þar segja yfirvöld að um það bil
50 manns hafi látist af völdum
hitanna. Fjölmiðlar segja nær
sanni að tala um nokkur þúsund
dauðsföll.
Á Ítalíu hefur verið farið
fram á opinbera rannsókn á
dauðsföllum sem rekja má til
hitabylgjunnar. Yfirvöld á Ítalíu
neita að gefa upp tölur þar um
en áætlað er að allt að 5.000
manns kunni að hafa látist af
völdum hitanna, beint og óbeint.
■
Rólegt á fiskmörkuðum:
Lágt verð og
lítið framboð
SJÁVARÚTVEGUR Rólegt var á fisk-
mörkuðum síðustu vikur, að því er
fram kemur á vefsíðunni skip.is.
Framboð og verð
voru í lægra lagi.
Einungis voru seld
1.325 tonn á öllum
mörkuðum lands-
ins. Ýsuverð hélst
lágt, þrátt fyrir lít-
ið framboð, og fór slægð ýsa á 59
krónur kílóið. Verð á steinbíti og
þorski var í meðallagi, en slægður
þorskur fór á 122 krónur kílóið og
steinbítur 136 krónur. Ufsaverð er
enn lágt, en kílóið af honum seldist
á rétt rúmar 30 krónur. ■
FJARSKIPTATURN
Bandarísk stjórnvöld hafa hrint af stað
rannsókn á tíðum fugladauða við fjar-
skiptaturna landsins.
Fjarskiptaturnar valda
fugladauða:
Drepa 50
milljón fugla
árlega
WASHINGTON, AP Stjórnvöld í
Bandaríkjunum hafa sett af stað
rannsókn á orsökum fugladauða
við fjarskiptaturna. Stjórnvöldum
þykir nóg um fugladauða kringum
fjarskiptaturnana en talið er að
árlega drepist 5 til 50 milljón fugl-
ar úr flökkustofnum þegar þeir
fljúga á fjarskiptaturna. Rann-
sókninni er ætlað að leiða í ljós
hvort draga megi úr fugladauðan-
um með einhverju móti. Fjar-
skiptaturnum hefur fjölgað gífur-
lega, ekki síst vegna aukinnar út-
breiðslu farsíma og uppbyggingu
dreifikerfa á svæðum sem áður
nutu verndar.
Rannsóknin á fugladauðanum
er hluti af verndaráætlun sem
kynnt var í maí síðastliðnum. ■
DAUÐSFÖLLIN FLEIRI
Michel Minard, talsmaður stærstu
útfararstofu Frakklands, segir
dauðsföll í Frakklandi af völdum
hitabylgjunnar miklu fleiri en
stjórnvöld hafa gefið upp.
!! !!! !!
Þrír öryggisverðir fórust:
Tilræði gegn
klerki
ÍRAK, AP Þrír öryggisverðir létu lífið
þegar sprengja sprakk fyrir utan
heimili Mohammed Saeed al-
Hakim, háttsetts klerks shíta-mús-
líma, í borginni Najaf í Írak. Tíu
manns særðust í sprengingunni,
þar á meðal fjölskyldumeðlimir al-
Hakim.
Hryðjuverkamenn höfðu komið
fyrir sprengju meðfram útvegg
hússins og sprakk hún að lokinni
bænastund á hádegi. Al-Hakim
hafði fengið fjölmargar líflátshót-
anir frá andstæðingum úr klerka-
stétt og ónafngeindum aðilum.
Abdel-Aziz al-Hakim, sem situr í
bráðabirgðarstjórninni í Írak, segir
að uppreisnarmenn hliðhollir
Saddam Hussein beri ábyrgð á
sprengjutilræðinu. ■
FISKVEIÐAR Arthúr Bogason, for-
maður Landssambands smábáta-
eigenda, kveðst hneykslaður yfir
aðgerðum Fiskistofu gegn veiðum
línusjómanna á síld í beitu, sem
stundaðar hafa verið um áratuga-
skeið. Eftirlitsmenn Fiskistofu
hafa undanfarið ferðast um byggð-
ir Húnaflóa til að kynna sjómönn-
um að veiðarnar, án kvóta og utan
veiðitímabils í síld, séu ólöglegar.
„Ég hef sjaldan orðið jafn
hneykslaður á ævinni. Stjórnvöld
hafa verið að nota aflareynslu og
hefðarrétt í sinni fiskveiði-
stjórnun. Veiðar á síld í beitu
hafa verið stundaðar í miklu
lengri tíma en kvótakerfið
hefur verið við lýði,“ segir
Arthúr.
Fiskistofa íhugar að kæra
sjómanninn Ásbjörn Magn-
ússon, sem tekinn var með á
annað tonn síldar við bryggju
á Drangsnesi. Á hinn bóginn
íhuga sjómenn að fara með
málið fyrir dómstóla og láta
reyna á hefðarrétinn.
„Það er spurning
um að kæra Fiskistofu
fyrir að bregðast ekki
við þessu fyrr. Fiski-
stofa er liðónýt ef hún
er að fatta þetta fyrst
núna. Menn ættu að
taka sig til og skapa
rúm fyrir þetta inni í
fiskveiðistjórnunar-
kerfinu. Þetta er
ævagömul aðferð til
að ná í beitu,“ segir
Arthúr. ■
ARTHÚR BOGASON
Er hneykslaður á Fiski-
stofu fyrir að grípa inn
í veiðar línusjómanna
á síld í beitu til eigin
nota.
Hefðbundnar veiðar á síld í beitu sagðar ólöglegar:
Benda á hefð í beituveiðum
Á SLYSSTAÐ
Vegurinn var lokaður í meira en sjö
klukkustundir í kjölfar slyssins.
Árekstur á þjóðvegi:
Átta slökkvi-
liðsmenn
fórust
OREGON, AP Lítil rúta með átta
slökkviliðsmenn innanborðs lenti
í árekstri við flutningabíl. Menn-
irnir átta fórust allir en bílstjóri
og farþegi í flutningabílnum voru
fluttir á sjúkrahús.
Atvikið átti sér stað á afskekkt-
um þjóðvegi í austurhluta Oregon.
Talið er að bílstjóri rútunnar hafi
ætlað að taka fram úr öðrum bíl
og lent framan á flutningabílnum
sem kom úr gagnstæðri átt. Eldur
kviknaði í rútunni og náðu
slökkviliðsmennirnir átta ekki að
komast út.
Slökkviliðsmennirnir voru frá
Oregon og voru á heimleið eftir
að hafa barist við skógarelda í
Idaho. ■
Fórnarlömb
11. september:
Lífsýni sett í
geymslu
NEW YORK, AP Ekki hefur tekist að
bera kennsl á jarðneskar leifar
hátt í 1.300 fórnarlamba sprengju-
árásanna á World Trade Center
11. september 2001.
Yfir 12.000 óþekkt lífsýni
verða geymd við minnismerki
sem reisa á á grunni Tvíburaturn-
anna. Þau verða þurrkuð og þeim
pakkað í lofttæmdar umbúðir.
Vonast er til þess að með nýrri
tækni verði í framtíðinni hægt að
bera kennsl á lífsýnin.
Alls hafa fundist 19.936 líkams-
leifar í rústum World Trade Cent-
er og hafa þær verið bornar sam-
an við þá 2.792 sem taldir eru hafa
farist í árásunum. Aðeins hefur
tekist að bera kennsl á rúmlega
helming fórnarlambanna. ■
UFSI
Seldist á 30 krón-
ur að meðaltali í
síðustu viku.
GLÁMSKYGGN RÁÐHERRA
„Ef Björn Bjarnason gerir sér
ekki grein fyrir því að umrædd
stöðuveiting hans er til þess fall-
in að grafa undan sjálfstæði
dómsvaldsins gagnvart fram-
kvæmdavaldinu þá er hann
glámskyggnari en maður hélt...“
Guðmundur Andri Thorsson
í Fréttablaðinu 25. ágúst.
ALDREI REYKLAUST
„Ég geri mér engar grillur um
að Ísland verði nokkru sinni
reyklaust. Þeir sem þekkja
áhættuna og vilja samt taka þá
ákvörðun að reykja mega nýta
þau réttindi fyrir mér, svo lengi
sem þeir skaða ekki aðra.“
Guðjón Bergmann í DV 25. ágúst.
ÁFALL
„Ég er eiginlega alveg orðlaus,
gersamlega í áfalli.“
Aðalsteinn Víglundsson
í Morgunblaðinu 25. ágúst.
Orðrétt
Baugur selur
bensín í ársbyrjun
Undirbúningur að bensínsölu á vegum Baugs er í fullum gangi. Stefnt
er að því að fyrsta bensínstöðin opni snemma á næsta ári. Þrettán lóðir
eru í sigtinu og stefnt að því að bensínstöðvar Baugs verði þrjátíu talsins.
DÆLURNAR GANGA
Skarphéðinn Berg Steinarsson segir undirbúning að bensínsölu Baugs vel á veg kominn.
Stefnt er að fyrstu dælingu snemma á næsta ári.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T