Fréttablaðið - 26.08.2003, Page 10

Fréttablaðið - 26.08.2003, Page 10
10 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR KOSIÐ Í RÚANDA Fyrstu forsetakosningarnar í 9 ár fóru fram í Rúanda um helgina. Kaupendur bankanna: Þriggja milljarða ávöxtun EINKAVÆÐING Kaupendur hlutar ríkisins í ríkisbönkunum hafa náð góðri ávöxtun á fjárfestingu sína ef miðað er við lokagengi bréfa á föstudag. Þannig hefur verðmæti hlutar Samsonar í Landsbankan- um hækkað um 23,85% frá sölu- verði bankans um áramót. Hækk- unin hefur verið mest eftir að Landsbankinn birti uppgjör sem sýndi vöxt og viðsnúning í rekstri bankans. Hagnaður fjárfestingar Samsonar miðað við gengi nú er um þrír milljarðar króna. Þar við bætist allt að 700 milljóna afslátt- ur vegna afskrifta í bankanum. S-hópurinn svokallaði, sem keypti hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum, hefur fengið enn betri ávöxtun. Eignarhlutur hans hefur vaxið um 29,57% frá kaupverði. Bankinn sameinaðist Kaupþingi á tímabilinu. Kaupþing Búnaðar- banki skilaði þriggja milljarða hagnaði á fyrri helmingi ársins. Gengi bréfanna hefur hækkað að undanförnu. Hagnaður S-hópsins af kaupunum miðað við gengi nú er um þrír og hálfur milljarður króna. ■ HVALVEIÐAR „Það er óumflýjanlegt að allt sem íslenskt sé verði snið- gengið,“ lét Ben Bradshaw, hátt- settur maður í sjávarútvegs- ráðuneyti Bretlands, hafa eftir sér við fjölmiðla þegar ljóst varð að hvalveiðar væru hafnar að nýju hér við land. „Almenningur getur nú sann- arlega sýnt hug sinn í verki með því að kaupa ekki íslenskar vör- ur og sleppa því að ferðast til Ís- lands,“ Þykir mörgum óvenju hart að orði kveðið og hafa um- mælin vakið furðu hér á landi. Þessar yfirlýsingar Brads- haws og annarra háttsettra emb- ættismanna gefa náttúru- og dýraverndunarsamtökum byr undir báða vængi, sérstaklega eftir að AP-fréttastofan náði myndum af hvalveiðum Íslend- inga og dreifði til fjölmiðla víða um heim. Sjón er sögu ríkari og því má búast við að þrýstingur frá samtökum eigi eftir að aukast mun meira en raunin er nú, ekki síst þegar skip Græn- friðunga, Rainbow Warrior, leggur að bryggju hér á landi í byrjun næsta mánaðar. Þrátt fyrir að áhrif þeirra séu ekki eins mikil og á árum áður njóta þeir víða álits og má telja líkur á að samtökin ætli sér að nota heimsóknina til að koma sér í sviðsljós heimsfréttanna aftur. Ýmsir hafa hins vegar bent á að það sé hægara sagt en gert að sniðganga íslenskar vörur. Bret- ar flytja inn 12 þúsund tonn af fiskafurðum frá Íslandi og fisk- salar þar í landi munu lenda í vandræðum með að finna góðan fisk í stað þess íslenska. Hægt sé að leita til Norðmanna, sem ein- nig veiða hval, eða Ný-Sjálend- inga, sem eru á móti hvalveið- um, en lítil fiskveiði hefur verið þar að undanförnu. „Þessi yfirlýsing Bradshaws kemur á óvart,“ sagði Friðleifur Slys Síldarvinnslunnar: „Ómálefna- leg umræða“ SJÁVARÚTVEGUR Orri Vigfússon, for- maður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur komið fram með upplýsingar í kjölfar þess að eldis- lax slapp úr geymslukví hjá Síldar- vinnslunni á Neskaupstað um að sjórinn í Norðfirði sé mengaður. Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega ummæli Orra og segir þau ómálefnaleg. „Hann er greinilega að reyna að koma höggi á Síldarvinnsluna gagnvart viðskipta- vinum. Ég hef líka efasemdir um að hann hafi vitneskju eða þekkingu á því hvað er mengun í framleiðslu og hvað ekki.“ ■ S-HÓPURINN Miðað við gengishækkanir í bönkunum hafa kaupendur ríkisbankanna hagnast vel á viðskiptunum. Hagnaðurinn er á bilinu 3 til 3,5 milljarðar króna. Forsetinn kominn heim: Viðburðarík ferð FERÐALÖG Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og fylgdarlið hans eru komin heim eftir við- burðaríka ferð til Alaska og Rúss- lands, ferð sem endaði óvænt á heimavelli knattspyrnuliðsins Chelsea í London. Ólafur og fylgdarlið sem heim- sótti Tsjukotka-hérað í Rússlandi í boði ríkisstjórans, Rómans Abramóvits, var svo boðið fyrir- varalaust til London að sjá lið Abramóvits, Chelsea, leika gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lét Ólafur vel af leiknum sjálfum en hann heilsaði svo upp á leikmenn liðsins. Sem kunnugt er leikur Eiður Smári Guðjohnsen með Chelsea. ■ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PA 2 15 57 08 /2 00 3 Fréttaskýring ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON ■ Skrifar um viðbrögð við hvalveiðum Íslendinga. Talsverð viðbrögð við hrefnuveiðum Íslendinga Viðbrögð erlendis við hvalveiðum Íslendinga jukust talsvert eftir að AP-fréttastofan náði mynd- um af hrefnudrápi við landið. Náttúru- og dýraverndunarsamtök hvetja fólk til að sniðganga ís- lenskar vörur og undir það taka nokkrir þingmenn Breta. FYRSTU MYNDIRNAR Ein af fyrstu myndunum sem AP-fréttastof- an sendi frá sér af hvalveiðum Íslendinga. UGGANDI Erlendir fjölmiðlar gera mikið úr þeirri deilu sem sprottin er upp á milli hvalfang- ara og hvalaskoðunarfólks hér á landi. Rúta lenti á vegg: Nítján brúð- kaupsgestir fórust TYRKLAND, AP Nítján manns fórust og að minnsta kosti átta slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti á vegg skammt frá borginni Amasya í norðanverðu Tyrklandi. Farþeg- arnir voru á leið í brúðkaup. Rútan var á mikilli ferð þegar atvikið átti sér stað og rifnaði hægri hlið hennar að mestu af þeg- ar hún rakst utan í vegginn. Rann- sókn á slysinu er á byrjunarstigi en flest bendir til þess að hemlarn- ir hafi bilað með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti stjórn á rút- unni. ■ FORSETI ÍSLANDS Hitti leik- menn Chel- sea eftir leik þeirra gegn Leicester.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.