Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 12
Til er fólk sem býsnast yfir lög-um og reglum um tóbaksnotkun og þykir of þrengt að tóbaksneyt- endum. Þetta er misskilningur. Um þessi lög gildir það sama og um önn- ur mannanna verk, að af þeim leiðir gott ef að er gáð. Áður en ég skýri mál mitt er rétt að gefa út viðvörun: Næsta setning í þessum pistli er ólögleg. Mér þykja Viceroy-sígarettur góðar. Það er reyndar ekki ólöglegt að þykja Viceroy gott tóbak. Held ég. En það er að minnsta kosti ólöglegt að segja frá því hér í Fréttablaðinu með þessum hætti. Með lögum um tóbaksvarnir er nefnilega bannað að fjalla í fjölmiðl- um um einstakar tegundir tóbaks „til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra“. Brot gegn þessari lagagrein varða sektum eða allt að tveggja ára fangelsi ef brot er ítrekað, t.d. ef ég skrifa aftur að mér þyki Viceroy- sígarettur góðar. Sem ég geri náttúrlega ekki. ESB og vísikóngurinn Þetta hefur samt ekki alltaf ver- ið svona, þ.e.a.s. hvað Viceroy- sígarettur eru góðar. Einu sinni voru Winston beztu sígarettur á Ís- landi. Unglingar sem byrjuðu að reykja völdu undantekningalítið Winston, sem gáfu rétt áhrif en voru samt mildar og bragðgóðar. Það voru bara sérvitringar sem kusu sér annað tóbak – til að vera öðruvísi – og þeir sem voru með sér- kennilega bragðlauka. Ólánsmenn notuðu filterslausan Kamel og þeir sem höfðu verið í Danmörku þrjóskuðust við að kaupa Prince. Hvort tveggja er ónothæft reyk- tóbak. Menn með óvenjumikið sjálfstraust þorðu að velja Kool, sem þó er göfugast mentóltóbaks. En þá kom Evrópusambandið til sögunnar. Þar var ákveðið fyrir nokkrum árum að takmarka magn tjöru og annarra eiturefna í sígar- ettum. Svona eins og tilskipað væri að viskí skyldi ekki vera nema 20 prósent, morgunkaffið lapþunnt, súkkulaði sykurskert og saltkjötið fitulaust. Þar með þurfti að breyta flestum tegundum tóbaks, sem í til- viki Winstons þýddi að það var bein- línis eyðilagt. Í hinum nýju Winston var tóbak- ið gervilegt, verksmiðjulykt úr pökkunum og munnurinn þornaði þegar þær voru reyktar. Þær voru semsagt óreykjandi. Sem gamall að- dáandi lagði ég auðvitað töluvert á mig til að viðhalda áralöngum og ánægjulegum kynnum, en það kom fyrir ekki. Sársaukafull leit að nýrri sígarettutegund var óhjákvæmileg. Bragð-, lyktar- og þefskyn lögð- ust nú á eitt í umfangsmiklum og tímafrekum rannsóknum. Ótvíræð niðurstaða: Viceroy eru beztu sígar- ettur sem fást á Íslandi. Bragðið er langt, svolítil selta í gómi, hunang aftarlega á tungunni og tælandi kitl í hálsi, sem stafar líklega af hóflegri mýkt í reyknum. Þar að auki fylgja Viceroy und- urblíðar æskuminningar af stút- ungsstelpum og kellingum á síldar- planinu sem reyktu Viceroy allar sem ein. Þetta er semsagt hágöfugt tóbak, sem ég þakka hér með Evr- ópusambandinu að hafa kynnt mig fyrir. Án tilskipunar þess hefði þetta nýja ástarsamband aldrei orð- ið til. Díana og séra Hallgrímur Nú hefur önnur tilskipun ESB orðið að veruleika hér heima, sem- sagt breyttar og afgerandi merking- ar á sígarettupökkum, með upplýs- ingum á borð við „Reykingar drepa“, „Reykingar geta valdið getuleysi“ o.s.frv. Þetta er góð hug- mynd, enda er það mikið hagsmuna- mál neytenda að hafa sem gleggstar upplýsingar um vöruna sem þeir kaupa og í nýju merkingunum er engu logið. En þar er heldur ekki allur sann- leikurinn sagður – lykilupplýsing- um er haldið frá neytendum. Þetta hefur orðið hugmyndaríkum mönn- um tilefni til framleiðslu nýrra merkinga á borð við „Reykingar stuðla að útiveru“, „Það að gefa sí- garettu er oft upphafið að nánum kynnum tveggja einstaklinga“, „Reykingar minnka líkur á íþrótta- meiðslum“, „Reykingar grenna“ og hin einföldu sannindi: „Díana prins- essa reykti ekki“. Þetta er í rauninni nútímaleg umorðun á einni tóbaksvísna séra Hallgríms Péturssonar sem glöggir menn rifja reglulega upp: Tóbakið hreint, fæ gjörla ég greint, gjörir höfðinu létta, skerpir vel sýn, svefnbót er fín, sorg hugarins dvín. Sannprófað hef ég þetta. Þannig hefur hin nýja tilskipun Evrópusambandsins orðið til hvors tveggja í senn, að auka upplýsinga- gjöf til neytenda og hvetja til lestr- ar séra Hallgríms. Nú síðast fréttist að heilbrigðis- ráðherra vilji banna reykingar á öll- um opinberum veitingastöðum. Í þeirri ráðstöfun leynast dýrmæt tækifæri sem enginn skyldi van- meta. Hún mun t.d. auka mjög um- svif í veitingabransanum, með því að upp munu spretta einkaklúbbar um allt land þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að njóta veit- inga, tóbaks og góðs félagsskapar. Þar verður líka skeggrætt um gæði ólíkra tegunda, bragð, lykt og hönnun umbúða. Það er snöggtum meira félagslegt samneyti en reyk- ingamenn hafa með sér núna og kærkomið tækifæri fyrir þá sem vilja halda uppi hlut sinnar tóbaks- tegundar, t.d. Viceroy. Sem eru, svo það fari ekki á milli mála, beztu sígarettur sem fást á Íslandi. ■ Auðvitað skiptir það máli hverer formaður stjórnmálaflokks. En það er síður en svo mikilvæg- asta verkefnið sem bíður Samfylk- ingarfólks að ákvarða hvort eigi að vera formaður flokksins: Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Ágæt útkoma Samfylkingarinn- ar í síðustu kosningum setti flokk- inn í stöðu sem enginn flokks- manna þekkir eða hefur reynslu af. Samfylkingin er langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrstur flokka á undanförnum sjö- tíu árum til að hafa sambærilegan þingstyrk og Sjálfstæðisflokkur- inn. Í þessari stöðu getur Samfylk- ingin ekki hegðað sér eins og hver annar stjórnarandstöðuflokkur. Góð útkoma í kosningunum og mik- ill þingstyrkur leggja einfaldlega meiri ábyrgð á flokkinn en svo. Samfylkingin á að geta haldið úti öflugri stjórnarandstöðu – ekki að- eins með því að gagnrýna allt sem stjórnin gerir eins og stjórnarand- stöðu er siður, heldur með því að leggja sjálf fram mótaðar tillögur í öllum málum. Samfylkingin hefði í sumar mátt mynda skuggaráðu- neyti og stefna að forystu í stjórn- málaumræðunni, leggja fram til- lögur til úrlausnar á vanda og kynna nýja stefnu, framtíðarsýn. En Samfylkingin gerði þetta ekki. Í sumar hafa kjaftaglöðustu þingmennirnir brotið sér leið í fréttir með stórkarlalegum yfirlýs- ingum sem efast má um að mikil hugsun hafi legið að baki. Aðrir þingmenn nutu hins langa sumar- leyfis þingmanna og eyddu því með sjálfum sér eða fjölskyldum sínum og létu þjóðina afskiptalausa. Þetta sumar hefur því verið klassískt ís- lenskt stjórnarandstöðusumar fyrir Samfylkinguna – og meira að segja frekar aumt sem slíkt. Yfirvofandi formannskosning hefur örugglega ekki haft góð áhrif á flokksmenn. Þegar slíkar kosn- ingar hanga yfir hausamótum flokksmanna vill öll pólitísk hugs- un þeirra snúast um þær. Ef flokksmenn leyfa sér að hugsa mikið um formannskjör geta þeir jafnvel magnað með sér ákafar skoðanir og heitar tilfinningar. Og slíkar kosningar henta vel til þess konar hugarleikfimi. Þegar þær skella á eru úrslitin skýr og auðvelt að tappa af tilfinningunum. Við sem ekki tökum þátt í þess- um leik gerum hins vegar þá kröfu á Samfylkinguna að hún sinni stjórnarandstöðu sinni með sóma – eins og við gerum þá kröfu til rík- isstjórnarflokkanna að þeir sinni sínum störfum með sóma. Ef þess- ir flokkar eru að kljást við innri mein verða þeir að leysa þau fljótt og vel – og helst í hljóði. Þingmenn þessara flokka eru kosnir og fá greidd laun fyrir að starfa fyrir þjóðina – en ekki til átaka innan eigin flokks. ■ Nú eru uppi vangaveltur um aðrússneski milljarðamæring- urinn Róman Abramóvits hafi í hyggju að kaupa sér keppnislið í Formúlu eitt kappakstri. Þetta segir Oksana Jablokóva í grein í Moskvu-Tímanum. Næst á eftir knattspyrnu hefur Abramóvits mest dálæti á kapp- akstri, segir Jablokóva og telur að nú hafi hann í hyggju að kaupa sér kappaksturslið í Formúlu eitt. Helst kemur til greina að hann kaupi annað hvort liðanna Minardi eða Jordan. Minardi eða Jordan Minardi-liðið er nú talið vera um það bil tæpra 10 milljarða virði. Gengi liðsins hefur verið heldur slakt því að það hefur ekki unnið einn einasta kappakstur síð- an það hóf þátttöku í Formúlu eitt fyrir um áratug. Þegar síðasta keppnistímabil hófst neyddist for- múlukóngurinn Bernie Ecclestone til að reiða fram um 250 milljónir króna til að halda liðinu á floti. Einnig er sagt að Abramóvits hafi áhuga á að eignast Jordan- keppnisliðið ef það fæst fyrir sanngjarnan prís. Jordan átti glæsta daga seint á níunda ára- tugnum en lenti síðan í peninga- vandræðum um aldamótin. Peningar ekki vandamál Abramóvits er mikill íþrótta- unnandi og hefur nýlega fjárfest fyrir um 40 milljarða króna í enska knattspyrnufélaginu Chel- sea. Hann er þar með orðinn at- vinnuveitandi Eiðs Smára Guðjohnsen eins og frægt er, og bauð íslensku forsetahjónunum á völlinn nú fyrir skemmstu. Talið er að peningana sem hann hefur notað til að eignast Chelsea og gera upp skuldir félagsins hafi hann fengið fyrir að selja hluta- bréf sín í Aeroflot-flugfélaginu rússneska. Þótt Abramóvits hafi eytt gíf- urlegum fjármunum í Chelsea má gera ráð fyrir því að hann hafi efni á því að bæta við keppnisliði í Formúlu eitt, því að hann er býsna loðinn um lófana, talinn vera næstauðugasti maður Rússlands. Íþróttir eru viðskipti eru íþróttir Í þeim íþróttagreinum sem vinsælastar eru í sjónvarpi, knattspyrnu og kappakstri, getur verið góð hagnaðarvon fyrir þá sem eiga bestu liðin. Stærstu knattspyrnulið heimsins eru fyr- irtæki sem tengjast margvísleg- um viðskiptum og velta stjarn- fræðilegum upphæðum. Sjón- varpstekjum í kappakstri er skipt eftir því hvernig gengi ein- stakra liða hefur verið. Í síðasta Formúlu eitt kappakstri fékk Ferrari 40% af upphæðinni, Williams 19% og McLaren 14%, en hin átta liðin sem eftir eru skiptu með sér 27%. ■ 12 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Palle Peder- sen Sam- fylkingar- innar? R.K. skrifar: Nýleg skoðanakönnun sýndiað 9 af hverjum 10 Samfylk- ingarmönnum vilja að Ingibjörg Sólrún verði leiðtogi Samfylk- ingarinnar. Hún er komin í for- ystusveit flokksins fyrir þrá- beiðni núverandi formanns, Öss- urar Skarphéðinssonar. Það var aldrei meiningin að Ingibjörg hætti störfum sem borgarstjóri til þess að lifa í einhverju póli- tísku limbói. Langsterkasti leik- ur Samfylkingarinnar í þessari stöðu er að Össuri verði þökkuð góð störf sem formaður Sam- fylkingarinnar um og eftir stofn- un flokksins, um leið og hann víkur sæti fyrir arftaka sínum, Ingibjörgu Sólrúnu. Það er einlæg von almennra Samfylkingarmanna að Össur þekki sinn vitjunartíma og hvað flokknum er fyrir bestu. Það væri hálfdapurlegt ef hann ætl- aði að verða Palle Pedersen Samfylkingarinnar og láta Sam- fylkinguna kjósa á milli sín og Ingibjargar, þar sem ljóst má vera að Ingibjörg myndi sigra með yfirburðum. Sú staðreynd að þau eru tengd fjölskyldu- böndum má ekki verða til þess að hagsmunir flokksins nái ekki fram. Þau verða að ræða slík mál prívat sín á milli. Fyrsta og síðasta mál á dagskrá, þegar um tvo slíka þungavigtarmenn í flokknum er að ræða, er að þau geri sér grein fyrir því hvað flokknum er helst til framdrátt- ar. Leysum þetta mál í góðri samvinnu, sárindalaust, og ger- um Ingibjörgu að næsta for- manni. ■ KARL TH. BIRGISSON ■ skrifar um tóbak. ■ Bréf til blaðsins Um daginnog veginn Óvænt gagnsemi laga um tóbaksvarnir ÁHUGAMAÐUR EÐA ATVINNUMAÐUR Í ÍÞRÓTTUM? Rússneski auðkýfingurinn Róman Abramóvits hefur nýlega keypt enska knattspyrnufélagið Chelsea. Nú segja fjölmiðlar í Moskvu að Roman ætli að kaupa keppnislið í Formúlu eitt. Úti í heimi ■ Rússneski olíufurstinn Róman Abramóvits kaupir keppnislið í gríð og erg. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um formannskreppu Samfylkingarinnar. Fótbolti og formúla eitt M YN D /A P Pólitík fremur en formannsslag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.