Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 14
14 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Tilkynningar
■ Andlát
■ Jarðarfarir
Einn grimmasti bardagi hundraðára stríðsins var háður á þess-
um degi í Normandí. Herir
Játvarðar Englandskonungs rudd-
ust um sléttur Normandí og mættu
frönskum herjum, undir Filippusi
sjötta, og það var þar sem heimur-
inn fékk fyrir alvöru að kynnast
hinum blóðuga langboga.
Nokkrum vikum fyrr hafði
Játvarður siglt til Frakklands með
14.000 menn og marserað um
sveitir og héruð. Þegar Filippus
frétti þetta safnaði hann til sín
12.000 hermönnum og 26. ágúst
mætti hann Englendingum. Það
voru bogamenn sem leiddu árásina
en frönsku bogamennirnir voru
4.000 á móti 10.000 bogamönnum
Englendinga, sem var því hægur
sigurinn hvað bogana varðar. Þá
ruddust fram 8.000 franskir ridd-
arar og í atlögu eftir atlögu voru
Frakkarnir stráfelldir af ensku
bogamönnunum. Um kvöldið lágu
4.000 Frakkar í valnum og lið
þeirra sundraðist og neyddist til að
flýja. Bróðir Filippusar féll meira
að segja og þótti þessi bardagi
marka upphafið að nýju heimsfyr-
irkomulagi. Mannfall Breta var
innan við hundrað manns. ■
ÞETTA GERÐIST
55 fyrir Krists burð: Rómverjar ráðast
inn í Bretland undir stjórn Júlíusar
Sesars.
1791 John Fitch fær einkarétt á gufu-
bátnum.
1883 Eldfjallið Krakátoa gýs og drepur
36.000 manns.
1964 Lyndon B. Johnson útnefndur
forseti af Demókrataflokknum.
1969 Honky Tonk Women með Rolling
Stones er á toppi listanna.
1978 Ítalinn og kardínálinn Albino Luci-
ani útnefndur páfi og kallaður Jóhannes
Páll fyrsti. 34 dögum síðar deyr hann.
1982 NASA sendir Telesat-F út í geim.
Þjóðhátíðardagur Namibíu er í dag.
??? Hver?
Ég er jákvæður maður á góðum aldri
sem hefur gaman af að vinna með
skemmtilegu fólki
.
??? Hvar?
Á skrifstofunni í IKEA og stutt í útsýnið á
Esjuna, Akrafjallið og Skarðsheiðina.
??? Hvaðan?
Fæddur og uppalinn í Reykjavík – mest í
Þingholtunum.
??? Hvað?
I
KEA-vörulistinn er á leiðinni og verður
dreift inn á 103 þúsund íslensk heimili.
??? Hvernig?
Bæklingnum verður dreift með Íslands-
pósti og tekur það þrjá daga.
??? Hvers vegna?
Þetta er mikilvægasta markaðstæki
IKEA.
??? Hvenær?
Dreifingin hefst á morgun og tekur þrjá
daga.
Það má segja að tíminn líði,“segir Illugi Gunnarsson, að-
stoðarmaður forsætisráðherra,
sem er 36 ára í dag. „Ég verð í
vinnunni og tek því rólega í kvöld
enda er konan ekki heima. Hún
er einmitt að hefja sinn fyrsta
vinnudag sem kennari við
Menntaskólann á Ísafirði á af-
mælisdaginn minn,“ segir Illugi,
sem fyrir bragðið er kominn í
fjarbúð. „Ætli ég reyni ekki að
vera með annan fótinn fyrir vest-
an eða hún þá hérna hjá mér fyr-
ir sunnan. Við eigum ekki börn
þannig að þetta verður ekkert
flókið.“
Eiginkona Illuga er Brynhild-
ur Einarsdóttir, sem á ættir sínar
að rekja vestur á firði, en þau Ill-
ugi kynntust á Flateyri þegar Ill-
ugi starfaði þar í frystihúsinu á
námsárum sínum. Sjálfur er Ill-
ugi Siglfirðingur:
„Þar voru haldin kók- og pylsu-
afmæli á Siglufirði þegar ég var
ungur en alltaf þótti mér heldur
slæmt að eiga afmæli áður en
skólinn byrjaði því það gátu orðið
afföll í gjöfunum þegar félag-
arnir voru kannski ekki heima. Þó
betra en að eiga afmæli á milli
jóla og nýárs,“ segir Illugi, sem á
sér engar sérstakar óskir um af-
mælisgjafir en ætlar kannski að
elda sér eitthvað gott að borða í
kvöld. Segist vera ágætur kokkur
og hafa gaman af þó eldamennska
sín sé ekkert til að státa af.
Frekari hátíðahöld bíða betri tíma
og merkari tímamóta:
„Árin bætast við eitt af öðru
og ég er ekki einn af þeim sem
héldu að þeir vissu allt og gætu
um tvítugt. Og finnst það ekki
enn enda vona ég að sá tími komi
aldrei. Það yrði ferlegur dagur
ef það gerðist,“ segir afmælis-
barn dagsins. ■
Fólk fær í hnén upp til hópa.Konur eru hrifnæmar og jafn-
vel karlar klökkna,“ segir Hannes
Sigurðsson listfræðingur um sýn-
inguna Meistarar formsins, sem
þúsundir gesta hafa skoðað á
Listasafninu á Akureyri.
„Aðsókn hefur verið gríðar-
lega góð, en það sem mestu skipt-
ir er að ég finn hvað hún fer vel í
fólk.“
Sýningin Meistarar formsins
er yfirlitssýning yfir höggmynda-
list tuttugustu aldar, þar sem sjá
má verk eftir bæði íslenska og er-
lenda listamenn. Hún er unnin í
samvinnu við Ríkislistasafnið í
Berlín.
Þeir sem ekki hafa séð sýning-
una á Akureyri þurfa þó ekki að
örvænta, því hún er að koma suð-
ur yfir heiðar, í það minnsta hluti
hennar.
„Við deilum þessu með Reyk-
víkingum í gegnum Listasafn Sig-
urjóns Ólafssonar,“ segir Hannes.
„En það verður bara brot af því
sem var hér til sýnis.“
Safnið á Akureyri er mun
stærra en Sigurjónssafnið á Laug-
arnestanga, þar sem sýningin
verður opnuð með viðhöfn 30.
ágúst næstkomandi. Þess vegna
verða þar einungis til sýnis valin
verk af sýningunni á Akureyri.
Hannes er þessa dagana að
undirbúa næstu sýningu á Akur-
eyri og nefnist hún „Þjóð í mótun
– Ísland og Íslendingar fyrri
alda“. Á henni verða verk frá
Þjóðminjasafni Íslands, sem hef-
ur verið lokað almenningi í fimm
ár. Sú sýning verður einnig opnuð
30. ágúst, þegar Akureyringar
halda Menningarvöku, sem er
þeirra Menningarnótt.
„Þetta er tíu ára afmælissýn-
ing litla ljóta andarungans sem
er ekki orðinn að svani,“ segir
Hannes. Hann hefur rekið Lista-
safnið á Akureyri undanfarin ár
með hverri stórsýningunni á
fætur annarri fyrir álíka mikið
fé og ein skíðalyfta uppi í fjalli
kostar.
„Á þessa sýningu höfum við
valið öll bestu listaverkin sem
er að finna á Þjóðminjasafninu,
með áherslu á portrettmyndir.
Það verður gríðarlega mikið
lagt í þessa sýningu, sérsmíðað-
ir veggir og stöplar undir hvert
verk. Þetta er í fyrsta sinn sem
þessi verk sjást norðan heiða og
í fyrsta sinn sem Þjóðminjasafn
sýnir í nútímalistasafni.“ ■
MACAULAY CULKIN
Litli guttinn og besti vinur Michaels
Jacksons er 23 í dag. Hann hefur leikið í
myndum eins og Home Alone myndun-
um, Getting Even with Dad, The Good
Son, My Girl, Uncle Buck, Only the Lonely
og Rikka ríka.
26.ágúst
13.30 Guðríður Ástráðsdóttir, Dista,
Vesturgötu 7, verður jarðsungin
frá Kristskirkju, Landakoti.
13.30 Margrét Lilja Eggertsdóttir, Selja-
hlíð, áður Drápuhlíð 13, verður
jarðsungin fá Fossvogskirkju.
13.30 Friðrik J. Eyfjörð, Lönguhlíð 3,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni.
13.30 Jóhanna María Gestsdóttir,
Melabraut 26, verður jarðsungin
frá Seltjarnarneskirkju.
14.00 Jón Axelsson, kaupmaður, Nón-
vörðu 11, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
Þorsteinn Thorarensen bókaútgefandi
er 76 ára.
Helgi Hróbjartsson kristniboði er 66
ára.
Ævar Kjartansson útvarpsmaður er 53
ára.
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur er
53 ára.
Sigurþór Sigurðsson, Grettisgötu 46,
lést mánudaginn 18. ágúst.
Lilja Kristjánsdóttir, Skógarbæ, lést
mánudaginn 18. ágúst.
■ Afmæli
■ Dagurinn 26. ágúst
ENGLENDINGAR OG FRAKKAR
Á þessum degi unnu Englendingar sigur á
Frökkum í bardaga við Crécy í Normandí.
26. ágúst 1346
HUNDRAÐ ÁRA STRÍÐIÐ
■ Ein harðasta orrusta stríðsins var háð
þennan dag í Normandí og markaði
hún að mörgu leyti upphafið að heims-
veldi Breta.
Englendinga sigra Frakka
ILLUGI GUNNARSSON
Ætlar að elda sér eitthvað sjálfur í kvöld. Hátíðahöld bíða betri tíma og merkari tímamóta.
Afmælisbarn í fjarbúð
Afmæli
ILLUGI GUNNARSSON
■ aðstoðarmaður forsætisráðherra er
36 ára í dag. Hann verður í vinnunni í
dag og tekur því rólega í kvöld enda
eiginkonan að hefja kennslu í Mennta-
skólanum á Ísfirði og hann því kominn í
fjarbúð.
Tímamót
HANNES SIGURÐSSON
■ listfræðingur flytur hluta sýningarinnar
Meistarar formsins, sem sýnd var á Akur-
eyri, til Reykjavíkur og geta íbúar höfuð-
borgarinnar því notið einnar vinsælustu
sýningar undanfarinna ára.
Jafnvel karlar klökkna
HANNES SIGURÐSSON
Hannes er þessa dagana að undirbúa næstu sýningu á Akureyri auk þess sem sýningin
Meistarar formsins er að flytja til höfuðborgarinnar.
■ Persónan
JÓHANNES JÓHANNESSON
Framkvæmdastjóri IKEA segir vörulista fyr-
irtækisins mikilvægasta markaðstæki fyrir-
tækisins.
Fréttablaðið býður lesendum að
senda inn tilkynningar um dánar-
fregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tölvupóstfangið:
tilkynningar@frettabladid.is.
Athugið að upplýsingar þurfa að
vera ítarlegar og helst tæmandi. ■
Fyrsta
gervihjartað
VÍSINDI Fyrsta gervihjartað sem
knúið var rafhlöðu var sett í
mann á þessum degi fyrir 9 árum
í Bretlandi. Maðurinn var 62 ára
og átti aðeins örfáa mánuði eftir
ólifaða þegar læknar ákváðu að
prófa hjartað á honum. Blóðinu
var þannig dælt út í líkamann
með rafmagnspumpu. Í dag er
hjartað notað sem tímabundin
lausn þar til annað hjarta finnst
frá líffæragjafa og hafa yfir 200
manns nýtt sér þessa tækni enn
sem komið er. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T