Fréttablaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 18
Við ákváðum að setja upp námskeiðfyrir krakka sem eru of þungir,“
segir Sigurlín Jóna Baldursdóttir
einkaþjálfari, sem í félagi við Jóhann
Inga Stefánsson, sálfræðing og nær-
ingarfræðing, kennir á námskeiðinu
Krakkar sem þora í Sporthúsinu. „Það
hafði verið eftirspurn eftir átaksnám-
skeiði fyrir börn og foreldrar hringt í
okkur,“ segir Sigurlín, sem hefur verið
með börn í einkaþjálfun. „Við höfum
bæði mjög gaman af börnum og því
fórum við af stað með þetta. Að sögn
Sigurlínar verður hópnum aldursskipt,
tíu til tólf ára eru saman í hópi og þrett-
án til sextán ára saman. Hámarksfjöldi
í hópi verður tíu börn.
Sigurlín segir algjört grundvallarat-
riði að ná góðu sambandi við foreldra.
„Það þýðir ekkert að segja krökkunum
að breyta um mataræði ef mataræði á
heimilinu er ekki tekið í gegn. Það
verður ekki komið í veg fyrir sífellt
nart á krökkum ef foreldrarnir taka
ekki á því.“
Að sögn Sigurlínar er ekki lögð
áhersla á að krakkarnir léttist. „Við
viljum að þau læri að hreyfa sig og vilj-
um hafa þetta jákvætt og uppbyggi-
legt. Kílóin koma svo til með að hverfa
þegar lífsstíllinn breytist.“
Námskeiðið er átta vikur og kostar
22.900. ■
heilsa o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Eftirspurn eftir átaksnámskeiði fyrir börn:
Foreldrarnir eru lyki
SIGURLÍN JÓNA OG JÓHANN
Kenna á jákvæðu og uppbyggilegu
námskeiði í Sporthúsinu.
Það er mikilvægt að standa á
fætur í vinnunni að minnnsta
kosti á klukkutíma frest. Gott
er að nota þann tíma til að
teygja . Þessi æfing teygir vel
á hálsvöðvum og niður í axlir.
Leikfimi í
vinnunni