Fréttablaðið - 26.08.2003, Qupperneq 19
Rétt fyrir utan Reykjavík, ígróðrarstöðinni Lambhaga við
Vesturlandsveg, er framleitt og selt
lífrænt ræktað hveitigras. Grasið
má nota til að búa til nokkurs konar
grænan töfrasafa sem er góður fyr-
ir líkama og heilsu en til þess að búa
til drykkinn þarf góða berjapressu.
Safinn, sem er drukkinn óþynntur
úr pressunni, er fullur af næringar-
efnum, vítamínum og steinefnum
og er einstaklega ríkur af blað-
grænu og ensímum sem losa lík-
amann við uppsöfnuð eiturefni í
frumum. Blaðgrænan hefur nátt-
úrulega bakteríueyðandi virkni sem
eyðir slæmri líkamslykt, svo sem
andremmu og svitalykt.
„Ég var beðinn um að rækta
þetta fyrir fólk sem hafði ýmsa
krankleika og þetta er mjög hollt,“
segir Hafberg Þórisson, garðyrkju-
maður á Lambhaga. Hann segir
safann reynast þeim vel sem þjást
af magaóþægindum, liðagigt og
fleiru. Drykkurinn er langt frá því
að vera eins sætur og sólberjasafi
því hann er frekar bragðvondur.
„Það er heldur ekkert ægileg sætt
og gott að taka inn lýsi en við ger-
um það nú samt.“ Hveitigrasið í
töfrasafann græna fæst eftir pönt-
unum í Lambhaga en aðeins er
notað 10-12 daga gamalt gras sem
afgreitt er skorið eða óskorið eftir
óskum neytandans. Hveitigrasið
frá Lambhaga fæst einnig í
Heilsuhúsinu. ■
Ræktað á Lambhaga:
Grænn töfrasafi
fyrir heilsuna
LÍFRÆNT RÆKTAÐ HVEITIGRAS FRÁ LAMBHAGA
Gott fyrir heilsuna.
AUKAMÁNUÐUR Í HRESS Í lík-
amsræktarstöðinni Hress í Hafn-
arfirði fylgir aukamánuður
líkamsræktarkortum sem keypt
eru í ágúst. Þriggja mánaða kort
kostar 15.990. Sex mánuðir kosta
22.990 og árskort 29.990.
KK-TILBOÐ Í Sporthúsinu, Bað-
húsinu og Þrekhúsinu er nú í
gangi KK-tilboð sem felur í sér
ársbindingu. Mánuðurinn kostar
þá 2.990 og er greitt með Visa
eða Euro. Þeir sem tryggja sér
tilboðið fyrir 1. október geta síð-
an átt von á því að vera dregnir
út og unnið afnot af Renault
Megane II frá B&L í eitt ár, utan-
landsferð í boði ÍT-travel eða eitt-
hvað annað skemmtilegt. ■
19ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2003
llinn
■ Tilboð
Áhrif streitu:
Minnið
versnar
Aukning af streituhormónum íheilanum getur haft þær af-
leiðingar að skammtímaminni
versnar til muna, segir sænski
læknirinn Christina Doctare í
samtali við norska blaðið Aften-
posten. „Maður er í verra ástandi
til þess að greina á milli þess sem
er mikilvægt og þess sem er
ómerkilegt. Maður verður hrein-
lega heimskari af streitu,“ segir
hún.
Kröfur atvinnulífsins og kröf-
ur fólks til sjálfs sín eru á meðal
orsaka þess að svo margir líða af
heilastreitu, segir læknirinn. ■
Bækur:
Bókin um
bakið
Bókin um bakið er komin út hjáLandlæknisembættinu í vef-
útgáfu. Hún hefur að geyma ráð-
leggingar um það hvernig best er
að bregðast við og hafa stjórn á
bakverkjum.
Bókin er samin af hópi breskra
sérfræðinga. Á vefsetri Land-
læknisembættisins, www.land-
laeknir.is, komu nýlega út leið-
beiningar um bráða bakverki og
var þar í meginatriðum stuðst við
bresku leiðbeiningarnar. Þýðandi
bókarinnar er Magnús Ólason yf-
irlæknir. Prentaðri útgáfu af bók-
inni verður dreift ókeypis á
heilsugæslustöðvum og víðar. ■